Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Qupperneq 14
14 MENNING MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Nýtt og gamalt í hnattvæðingu SAGNFRÆÐI: Kl. 12 í hádeginu á morgun heldurGuðmundur Jónsson, dósent í sagnfræði, fyrirlestur í fundaröð Sagn- fræðingafélags íslands „Hvað er (um)heimur?" í Norræna húsinu. Erindið nefnist „Hvað er nýtt og hvað gamalt í hnatt- væðingu samtímans?" Snemma á síðasta áratug varð mikið framboð af kenningum um nýja tíma í sögu mannkyns: heimurinn væri að „minnka", tími og rúm að þjappast sam- an og landamæri að þurrkast út. Maðurinn væri að skapa í fyrsta skipti raunverulega „hnattvæddan" heim. Var inn- stæða fyrir stóru yfirlýsingun- um eða voru þær einungis gamalt vín á nýjum belgjum? Sjá nánará akademia.is/saga. Englarnir til Serbíu BÓKMENNTIR: Englaralheims- ins eftir Einar Má Guðmunds- son hafa verið seldir Narodna knjiga forlaginu í Serbíu, og þar með hefur útgáfurétturinn á þessari vinsælu bók verið seldur til tuttugu landa. Hún kom út 1993 og hlaut Menn- ingarverðlaun DV strax og Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs tveimur árum síðar. ð standa á eigin fótum LEIKLISTARGAGNRÝNI Halldóra Friðjónsdóttir Norski rithöfundurinn Ingvar Ambjornsen er þekktastur utan heimalandsins fyrir kvikmynd- ina um Eiling en hún byggir á skáldsögu hans Brödre i blodetsem kom útárið 1996. Áður en kvikmyndin var gerð hafði sagan ratað á svið í leikgerð Axels Hellstenius en ís- lensk útfærsla verksins er nú sýnd í Freyvangi í Eyjafirði og í Loftkastalanum í Reykjavík enda samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Sagnar ehf. Það er auðvelt að skilja hvers vegna sögur Ambjornsens um Elling hafa notið jafn mik- illa vinsælda og raun ber vitni. Elling er nefni- lega ágætlega gefmn þótt honum gangi illa að fóta sig í veröldinni og sýn hans á sjálfan sig og umheiminn er meinhæðin. Hann hefur sjúklega þörf fyrir reglufestu og hvers kyns uppbrot á daglegri rútínu verður orsök ang- istar og kvíða. Ambjornsen tekst einstaklega vel að lýsa hugarheimi þessa grátbroslega ná- unga en gerir það af nærfærni og hlýju. I leikritinu Erling sem íslendingum gefst nú kostur á að sjá segir frá samskiptum titil- persónunnar og Kalla Bjarna sem hann kynnist á stofnun og fer síðan að búa með í íbúð sem félagsþjónustan skaffar þeim. Þeir félagarnir hafa tilsjónarmann, Frank Heiðar, en þurfa að öðru leyti að sjá um sig sjálfir og gengur á ýmsu. Kalli Bjarni er mun einfaldari en Erling, hægur og þunglamalegur, og á sér enga ósk heitari en að komast yfir kvenmann. Það tekst reyndar á endanum og einnig má segja að Erling finni sér ákveðinn tilgang í líf- inu því hann uppgötvar í sér skáldskapargáf- una og ákveður að deila henni með þeim sem kaupa Royal-búðinga í 10-11. Hallgrímur Helgason þýddi Erling og stað- færði og hefur sú vinna tekist með prýði. Textinn er oft á tíðum bráðfyndinn en það eru ekki síður aðstæður þeirra félaga og við- brögð sem framkalla hlátrasköll hjá áhorf- endum. Ambjornsen tekst einstaklega vel að lýsa hugarheimi þessa grátbroslega náunga en gerir það afnærfærni og hlýju. Það er Stefán Jónsson sem fer með hlut- verk Erlings og gerir það listavel. Með meitl- uðum hreyfingum og raddbeitingu gæðir hann persónuna sérkennum sem gera hana einkar trúverðuga. Ein lítil handahreyfing og örlítil raddhækkun nægðu til að tjá djúpa angist og má til sanns vegar færa að Stefán búi að reynslunni sem hann öðlaðist við að leikstýra Kvetch. Leikmátinn er í það minnsta SKRfTTÐ FÓLK: Gísli Pétur, Stefán, Jón Gnarr og Hildigunnur í hlutverkum sínum. ERLING: Stefán Jónsson gerir hann einkartrúverðug- an. svipaður og byggir mjög á nákvæmni í tíma- setningum og blæbrigðaríkum svipbrigðum. Þessi vandaða vinna týnist því miður dálítið í Loftkastalanum og ég þykist viss um að sýn- ingin njóti sín betur í Freyvangi enda áhorf- endur í mun meiri nálægð við sviðið þar. Jón Gnarr fer með hlutverk Kalla Bjarna og er túlkun hans nokkuð einsleit. Hann á samt ágæta spretti og kemur einfeldningshætti persónunnar vel til skila. Gísli Pétur Hinriks- son var fínn í hlutverki tilsjónarmannsins, traustvekjandi og hæfilega röggsamur, en í sýningunum iyrir norðan fer Skúli Gautason með það hlutverk. Auk þess koma þrjár kon- ur við sögu í verkinu og fór Hildigunnur Þrá- insdóttir með hlutverk þeirra allra. Hildigunni fórst það vel úr hendi og dró hverja persónu fyrir sig skýrum dráttum. Leikmynd Axels Hallkels er einföld en gef- ur ágæta mynd af dálítið nöturlegri íbúð fé- laganna. í atriðum sem gerast utan veggja hennar koma lýsing og hljóð í stað leikmynd- ar og er hvort tveggja vel unnið. Það er Bene- dikt Erlingsson sem leikstýrir og má vel við una því Erling er ágætlega lukkuð uppfærsla. Leikritið bætir engu við kvikmyndina en hef- ur það þó fram yfir að á sviðinu er lifandi fólk sem gerir upplifunina allt aðra. Leikfélag Akureyrar og Sögn ehf. sýna Erling, leikgerð eftir Axel Hallstenius byggða á bókum eftir Ingvar Ambjornsen í Loftkastalanum og Freyvangi. Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikmynd og búning-. an Axel Hallkell Jóhannesson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Hallur Ingólfsson. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Bókmenntahátíð - in memoriam o PS Silja Aðalsteinsdóttir Bókmenntaáhugamenn hafa notið lífsins í Reykjavík undanfarið. Gleypt í sig nýjar bækur og hlustað svo á höfundana lesa upp úr jpeim og tala um þær. Sjaldan eða aldrei hefur Bók- menntahátíðin í Reykjavík tekist eins vel, hvort sem litið er til vals á umræðuefnum ímálstof- um, aðsóknar eða vals á rithöfundum sem boðið var til landsins. Ég segi nú bara: Efþetta er undanrennan þá errjóminn feitur. Óvænt stjarna hátíðarinnar var japanski rithöfundurinn Haruki Murakami, hógvær maður um fimmtugt sem fór beinlínis hjá sér við áhugann sem íslendingar sýndu hon- um. Skipuieggjendum hátíðarinnar hafði ekki dottið í hug að hann drægi að sér annan eins fjölda og raun varð á í hvert skipti sem hann kom fram, en yngra fólk sagði: Ef við hefðum verið spurð þá hefðum við verið klár á áhuganum. Bóksalar tóku undir það að fólk milli tvítugs og þrítugs biði eftir hverri nýrri bók frá honum. Sjálfur sagði Murakami á umræðufundi í Hátíðasal Háskólans að í Japan læsi bæði ungt fólk og foreldrar þess bækur hans. Hann sameinar kynslóðimar í heimalandi sínu. Þýöingarstíll Hluti af skýringunni á vinsældum Murakamis f hinum vestræna heimi er sú að hann hafnaði sem ungur höfundur jap- anskri rithefð en lagaði sig að vestrænum stfl. Hann byrjaði að æfa sig að skrifa á ensku, sagði hann, en þýddi svo textann á japönsku. „Gagnrýnendur kvörtuðu undan því framan af að stfllinn á bókunum mínum væri þýðingarlegur, og það var ekki fjarri lagi," sagði hann og brosti samsærislega. „En þannig eignaðist ég minn eigin sérstæða stfl.“ Honum fannst japanskur bókmennta- stfll kæfandi formlegur, en nú segist hann nálgast hefðbundnar japanskar bókmenntir æ meir í skrifum sínum. Murakami var afar opinskár og elskulegur í opnu viðtali í Norræna húsinu f upphafi hátíðar og gaf viðstöddum einstaka hlut- deild f starfi sínu sem rithöfundur. Hann er þekktur fyrir töfraraunsæi og draugagang í bókum sínum en sagðist ekki hafa þurft að sækja slíkt tU Suður-Ameríku, f Japan væri allt iðandi af vættum, guðum og draugum. „Við segjumst eiga 800 guði, en sú tala er bara táknræn. 800 þýðir óteljandi!" Engin áætlun Murakami þarf heldur ekki að leita hins heimullega langt því innra með honum sjálfum er dimmt rými þar sem allt getur gerst, sagði hann. Þetta myrkur er ógnvekj- andi og jafnvel hættulegt, en þaðan spretta allar sögurnar. Aldrei sagðist hann gera áætlun fyrirfram um hvernig saga yrði: „Ef ég vissi endinn þá væri svo leiðinlegt að skrifa!" Þvert á móti skrifaði hann og skrifaði til að komast að því hvernig sagan væri! Stundum yrði kannski smásaga seinna að STJARNA: Haruki Murakami. langri bók eins og tilfellið var með Sagnaþætti upptrekkta fuglsins. Sumar líkingarnar sem Murakami notaði voru heillandi, eins og þegar hann sagði að hinn elskulegi, mjúki karlmaður í sögum hans væri ekki hann sjálfur heldur týndur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.