Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 15.SEPTEMBER2003 SKOÐUN 33 4= 76 SKOÐUN MÁNUDAGUR 75. SEPTEMBER2003 Svíar hafna evrunni Sænskir kjósendur hafa hafnað, með afgerandi hætti, að kasta sænsku krón- unni og taka upp evruna - sameigin- legan gjaldmiðil flestra ríkja Evrópu- sambandsins. f þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag greiddu 56,2% kjósenda atkvæði gegn evrunni en aðeins 41,8% voru hlynnt upptöku hennar. Niðurstaða kosninganna er áfall fyrir ríkisstjórn Görans Perssons, forsætis- ráðherra og formanns Jafnaðarmanna- flokksins. Jafnaðarmenn lögðu mikið undir í kosningunum og augljóst er að úrslit kosninganna munu veikja stjórn þeirra til lengri tíma. Niðurstaðan var svo afgerandi að vandséð er að ríkis- stjórn sem lagði jafnmikið undir og gert var geti setið áfram við stjórnvölinn án þess að sækjast eftir endurnýjun umboðs frá kjós- endum. Andstæðingar Evrópusambandsins munu hins vegar eflast. Hvaða áhrif kosning- arnar hafa hins vegar á þátttöku Svíþjóðar í Evr- ópusambandinu á eftir að koma í ljós. Kosningarnar voru haldnar í skugga hins öm- urlega morðs á önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar og mikils Evrópusinna. Morðið virð- ist hins vegar ekki hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna eins og sumir höfðu átt von á. Skoðanakannanir höfðu reyndar lengi bent til þess að meirihluti Svía væri andvígur því að taka upp evruna, þrátt fyrir að linnulausum áróðri væri haldið uppi af áhrifamönnum í stjórnmálum og atvinnulífi fyrir því að sænsku íslenskir Evrópusinnar biðu örugg- lega milli vonar og ótta eftir niður- stöðunni í Svíþjóð. EfSvíar hefðu samþykkt evruna hefði hafist mikið áróðursstríð hér á landi fyrir upp- töku evrunnar og fyrir aðild íslands að Evrópusambandinu. Enn á ný hefði verið reynt að grafa undan ís- lensku krónunni. krónunni yrði skipti út fyrir evruna. Spumingin er hvort úrslit kosninganna í Sví- þjóð hafi einhver áhrif hér á landi og í Noregi. Leiða má líkur að því að almenningur í Noregi telji það ekki jafnmikilvægt og áður að Noregur gangi inn í Evrópusam- bandið eftir að ljóst er að Svíþjóð mun ekki taka þátt í sameiginlegu mynt- bandalagi. Hið sama á við hér á landi. Barátta fyrir aðild landanna að Evrópu- sambandinu verður því erfiðari en áður. Islenskir Evrópusinnar biðu örugglega milli vonar og ótta eftir niðurstöðunni í Svíþjóð. Ef Svíar hefðu samþykkt evruna hefði hafist mikið áróðursstríð hér á landi fyrir upptöku evrunnar og fyrir að- ild íslands að Evrópusambandinu. Enn á ný hefði verið reynt að grafa undan ís- fensku krónunni. Enn á ný hefði verið reynt að telja almenningi trú um að með evrunni myndu vextir lækka og matarverð einnig, þó að hvorugt sé ömggt eða sjálfgefið. Umræðan um upptöku evrunnar hér á landi er spurningin um efhahagslegt sjálfstæði lands- ins - spurningin um sjálfræði lítillar þjóðar í eigin málum. Sá tími kann hins vegar að renna upp að skynsamlegt sé fyrir íslendinga að skipa peningamálum sínum með öðrum hætti en nú er, jafnvel að tengja krónuna beint við einhvern gjaldmiðil eða leggja krónuna niður. Hagsmun- um fslendinga verður þá ekki endilega best þjónað með því að taka upp evruna. En tími þess að leggja krónuna niður er langt frá því að vera mnninn upp. Það bíða okkar fleiri og mik- ilvægari verkefni. Hörð viðbrögð fyrirsjáanleg í. HÖRÐ VtÐBRÖGÐ: Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði mótmæla hér með táknrænum hætti. Greinarhöfundur telur að óþarft sé að kalla það einelti þótt stuðningsmenn virkjunarframkvæmda mótmæli líka þegar þær eru blásnar af. KJALLARI Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnarAkraness Kolbrún Halldórsdóttir þing- maður fer mikinn í grein um Norðlingaöldumálið í DV sl. föstudag. Ekki að undra að hún vitni sérstaklega í orð undirrit- aðs í RÚV um daginn, um að til- finningarök væru ekki gild í þessari umræðu. Þau orð fara greinilega í taugarn- ar á henni. Grein hennar er nefni- lega svo merkt tilfinningum að staðreyndir málsins verða léttvæg- ar. Slík umræða getur verið skemmtileg, hressandi og upphefj- andi, en er ekki heppileg þegar taka þarf ákvarðanir sem sannanlega snerta grjótharðan veruleika venju- legs fólks. Þá er best að halda sig við blákaldar staðreyndir. Valdið og rétturinn Enginn dregur í efa vald sveitar- stjórna til að taka ákvarðanir um framkvæmdir og landnotkun á sínu yfirráðasvæði. Um slíkt er kveðið á í lögum og þó að ríkir hagsmunir geti í einhverjum tilvikum upphaf- ið þennan rétt eru menn ekki ginn- keyptir fyrir því að fara gegn kjörn- um fulltrúum í héraði. Er það góð venja. Það er aftur á móti skylda sveitarstjórnarmanna sem og ann- arra sem fara með almannahags- muni að ákvarðanir þeirra séu mál- efnalegar, þær megi rökstyðja og þær séu almenningi til hagsbóta. Ef sá háttur er ekki hafður á er stjórn- sýslan -í uppnámi og geðþótta- ákvarðanir ráða ferðinni. Almenn- ingur á rétt á því að allar ákvarðan- ir séu byggðar á ígrundun og bestu rökum. Eg treysti því að rökstuðn- ingur sveitarstjórnarinnar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi varðandi sínar ákvarðanir sé með þeim hætti. Farið að úrskurðinum Kolbrún heldur því fram, þrátt fyrir yfirlýsingar Jóns Kristjánsson- ar í Mbl. sl. fimmtudag, að úrskurð- ur hans hafi falið í sér að ekki yrði farið yfir 566 metra mark yfir sjáv- armál. Eins og margsinnis hefur komið fram í þessari umræðu var dæmi Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsens ekki hluti úrskurðar setts umhverfisráðherra. í úrskurð- inum var hins vegar tekið skýrt fram að ekki mætti skerða friðland Þjórsárvera. Áætlanir Landsvirkj- unar hafa verið samkvæmt þessum úrskurði. Lónshæð sem nemur 568 metrum skerðir ekki friðlandið. Það hefði verið einkennilegt ef bæði Skipulagsstofnun og Um- hverfisstofnun hefðu ekki komið auga á það ef fyrirætlanir Lands- virkjunar færu í bága við úrskurð- inn. Auðvitað þrautkönnuðu sér- fræðingar þessara stofnanaÝ þetta mál. Báðar hafa þær mikilvægu eft- Kolbrún Halldórsdóttir telur að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé lagður í einelti. Ekki hef ég heyrt sveitarstjórn- ina kvarta neittyfir því. irlitshlutverki að gegna og niður- staðan var sú að þær lögðu blessun sína yfir fyrirhugaðar framkvæmd- ir. Það er því alveg úr lausu klofti gripið að framkvæmdirnar væru ekki í samræmi við margnefndan úrskurð. Viðbrögð fyrirsjáanleg Afstaða meirihluta sveitarstjórn- ar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til Norðlingaölduveitu hlaut að draga dilk á eftir sér og vekja viðbrögð. Frestun veitunnar var líkleg til að hafa gífurleg áhrif á öllu suðvestur- horni landsins. Við sem erum í far- arbroddi í okkar sveitarfélagi, vinn- um daglega að málefnum þess og reynum af fremsta megni að byggja upp og treysta samfélag okkar hlut- um að bregðast hart við þeim tíð- indum. Við tínum ekki gull upp úr götu okkar, atvinna er grundvallar- atriði í vaxandi bæjarfélagi. Og þó viðræður síðustu daga gefi góðar vonir um að áframhaldandi upp- bygging atvinnulífsins geti haldið áfram þrátt fyrir seinkun Norð- lingaölduveitu er engin ástæða til annars en að fá að hlusta á rökin fyrir svo afdrifaríkri ákvörðun að hafna framkvæmdum þar. Ég hlakka til að komast á þær slóðir og hitta ágæta kollega og fara yfir mál- in. Andstæðingar með einelti? Kolbrún Halldórsdóttir telur að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé lagður f einelti. Ekki hef ég heyrt sveitarstjómina kvarta neitt yfir því. Sveitarstjórnin hefur tekið sína ákvörðun, og mátti vita að hún yrði umdeild. Hins vegar gat talsmaður meirihlutans þess í blaðaviðtali að ^ andstæðingar Norðlingaölduveitu hefðu verið iðnir að hafa samband við sveitarstjórnina. Ætli það sé ekki mesta eineltið sem sveitar- stjórnin hefur orðið fyrir? Ný álitsgerð um þróunarsamvinnu Islands og þátttöku í starfi alþjóðastofnana: Opinber framlög til þróunaraðstoðar verði tvöfölduð „Vegna aðildar sinnar að al- þjóðasamvinnu og stöðu sinnar sem ein af Norðurlandaþjónun- um geta (slendingar ekki kom- ist hjá því að auka opinber framlög til þróunarmála mynd- arlega á næstu árum." Þetta kemur fram í nýrri álitsgerð um þróunaraðstoð sem Hermann Örn Ingólfsson og Jónas H. Haralz unnu að beiðni utanrík- isráðuneytisins og er ætlað að vera nokkurs konar leiðarvísir stjórnvalda í stefnumörkun til næstu ára. Álitsgerðin verður kynnt í dag á ráðstefnu um málefni þróunar- landa og þróunaraðstoð íslands. Að ráðstefnunni standa Þróunarsam- vinnustofnun fslands, utanríkis- ráðuneytið og Háskóli íslands. Hún er öllum opin og stendur frá klukk- an 13 til 17 í hátíðarsal HÍ. Framlög verði tvöfölduð Þeir Hermann og Jónas leggja til að opinber framlög til þróunarmála verði tvöfölduð frá árinu 2003 til ársins 2006. Á núverandi verðlagi þýðir þetta að framlögin færu úr 1.300 milljónum króna á ári í ríflega 2.600 milljónir. Sem hlutfall af landsframleiðslu færu þau úr 0,16% í 0,30%. Þótt tillagan feli í sér snaraukin framlög þýðir hún ekki að íslending- ar kæmust í „fremstu röð“ í þessum efnum, ef svo mætti segja, heldur myndu íslendingar ná meðaltali þró- unaraðstoðar iðnríkjanna. Aðstoðin yrði eftir sem áður miklum mun minni en annarra Norðurlanda. ísland með þeim lægstu Fram kemur í álitsgerðinni að opinber þróunaraðstoð íslendinga hafi frá upphafi verið lítil, en þró- unar- og neyðaraðstoð frjálsra fé- lagasamtaka hafi á hinn bóginn verið umtalsverð. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti um miðjan átt- unda áratug að iðnríkin skyldu stefna að því að veita 0,7% af lands- framleiðslu sinni til opinberrar þróunaraðstoðar. Aðeins fimm lönd í heiminum hafa náð þessu marki: Danmörk (1,03%), Noregur (0,83%), Holland (0,82%), Lúxem- borg (0,82%) og Svfþjóð (0,81%). Þessi lönd eru í algjörum sér- flokki með meira en tvisvar sinnum hærra hlutfall en næstu lönd á list- anum. Og þrátt fyrir háleit mark- mið SÞ hefiir þróunaraðstoð iðn- ríkjanna í heild snarlækkað; vegið meðaltal hefur hrapað úr 0,52% af landsframleiðslu árið 1960 niður í 0,22% árið 2001. Opinber þróunar- aðstoð íslendinga er með því allra minnsta sem þekkist meðal iðn- ríkja eða 0,16% af landsframleiðslu. Stefnu ekki framfylgt Árið 1971 var sú stefna mörkuð með lögum á íslandi að opinber þróunaraðstoð skyldi nema 0,7% af landsframleiðslu. Markmiðið var áréttað 1981 með lögum um Þór- unarsamvinnustofnun íslands og enn með þingsályktun árið 1985, en það ár námu framlögin minna en einum tíunda af því sem stefnt var að, eða aðeins 0,05% af lands- framleiðslu. í þingsályktuninni var gert ráð fyrir að markinu yrði náð 1992, en raunin það ár var 0,12%. í kjölfarið var ákveðið að setja „raunhæfari" markmið; hlutfallinu skyldi nú náð upp í 0,3-0,4% um aldamótin. En allt kom fyrir ekki. Hlutfallið lækk- aði niður í 0,10% árið 1997. Þá vom sett enn „raunhæfari" markmið um að hnika hlutfallinu upp í 0,15% á næstu sex ámm. Það tókst - en ástæðan er reynd- ar fyrst og fremst nýr fjárlagaliður sem telst til þróunaraðstoðar sam- kvæmt alþjóðareglum: borgaraleg friðargæsla. Um fjórðungur fram- laga íslands til þróunaraðstoðar fer til friðargæslu. Tillagan Sem fyrr segir er lagt úl í álitsgerð- inni að opinber framlög til þróunar- mála verði aukin um ríflega 1.300 milljónir á ári upp í ríflega 2.600 milljónir. Mest munar um að framlag til Þróunarsamvinnustofhunar íslands UMDEILDUR LANDBÚNAÐUR: Bólivísk fjölskylda dreifir úr kókalaufum, sem kókaín er unnið úr. Vesturlönd hafa af skiljanlegum ástæðum reynt að berja þennan landbúnað niður en hefðbundnum landbúnaði í þróunarrlkjunum hefur hins vegar líka verið haldið niðri með tollamúrum og umfangsmiklum ríkisstyrkjum til vestrænna bænda. Jón Baldvin um herinn Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra fslands í Finnlandi, var aðalræðumaður i útgáfuteiti i Norræna húsinu á fimmtudag, sem haldið var í tilefni af útgáfu t bókar Eiriks Bergmanns Elnars- Q sonar um (sland og Evrópusam- ^ runann. Jón Baldvin tjáði sig þar með allákveðnum hætti um varn- U armál (slendinga og fór ekki á 2 mllli mála að hann myndi ekkl sjá mikið eftir Bandaríkjaher. Hann sagðist styðja þá stefnu Davíðs Oddssonar að annaðhvort skyldi herinn vera hér i óbreyttri mynd eða fara veg allrar veraldar. Ut- anríkispólitík snerist um trygg- ingapólitikog ef trygging Bandaríkjamanna væri ekki til staðar yrðu menn bara að snúa sér að næsta trygg- Jón Baldvin Hannibalsson. ingafélagi. Þetta félag héti - nema hvað: Evrópa. Hvalaskoðun bjargaði lambinu Risasamningur um kynnlngu á íslensku lambakjöti í verslunum í Bandaríkjunum, sem standa á I tvo mánuði, komst í uppnám í síðustu viku. Forsvarsmenn Whole Foods Market verslana- keðjunnar i Bandaríkjunum til- kynntu Baldvinl Jónssyni og öðr- um tengilið- um sínum hér heima að hvalveiðar (s- lendinga þýddu að keðjan gæti ekki hugsað sér að standa að kynningu á (slenskum vörum. Baldvini tókst hins vegar að sannfæra þá um að hvalveið- arnar breyttu engu um að Island væri sjálfbærasta land í heimi. Út- slagið gerði svo hvalaskoðunar- ferð frá Húsavík sem farln var í síöustu viku. Lambinu er þvi borgið vestra um sinn en þeir amerísku vöruðu við því að ef deiluryrðu í Bandarlkjunum um hvalveiðar (slendinga kæmist allt i uppnám á ný. í gini Hrafnsins „Slúðurvefurinn" Fréttir.com hefur undanfarið fest sig í sessi sem ferskur og hressilega skrifað- ur miðill sem auk þess hefur puttann á púlsinum og segir æðioft fyrstur frá ýmsu sem er í deiglunni, ekki sist (viðskiptalíf- inu. Ritstjórinn liggur ekki heldur á skoðunum sinum á mönnum og málefnum. Dæmi um það eru þessi dásamlegu ummæli: „Trúir því nokkur maður að lýðræðis- legri umræðu sé best borgið á stöð sem hefur sitt helsta akkeri í formi Ingva Hrafns?:-)" Sam- kvæmt heimildum Sandkornsrit- ara hefur ritstjóri vefsins ekki lát- ið þetta álit sitt á Ingva Hrafni aftra sér frá því að þiggja boð hans um að mæta f þátt hans, Hrafnaþing, og hefur bara farið vel á með þeim. yrði hækkað um ríflega 500 milljón- ir króna, eða ríflega tvöfaldað. Framlag til enduruppbyggingar í þróunarlöndunum, meðal annars í formi borgaralegrar friðargæslu, yrði hækkað um ríflega 300 milljón- ir, eða tvöfaldað. Framlag til þeirra sérstofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vinna að þróunar- málum yrði hækkað um 150 millj- ónir, eða næstum því fimmfaldað. Þar með eru upp taldar þær tillög- ur sem fela í sér meira en 100 millj- óna króna hækkun en fjöldamörg verkefni til viðbótar fengju umtals- verða hækkun, til dæmis jarðhita-, sjávarútvegs- og (hugsanlega) land- græðsluskóli Háskóla 'Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaframfarastofnun- in, Hnattræni umhverfissjóðurinn og íslenski ráðgjafarsjóðurinn innan Alþjóðabankans. Hvers vegna aðstoð? Um rökin fyrir þróunaraðstoð segir í álitsgerðinni, að meðal iðn- ríkjanna ríki „eining um siðferði- iega skyldu ríkra landa í norðri til þess að aðstoða fátæk lönd í suðri", en auk siðferðilegra sjónarmiða sé það „beint hagsmunamál allra landa heims að fátækt og örbirgð verði útrýmt". Höfundar segja að vissulega sé sú skoðun ríkjandi, að það sem mestu skipti fyrir framþróun landa hvarvetna f heiminum sé opið hag- kerfi og traust stjórn peningamála og fjármála; leiðin til að draga úr fá- tækt í heiminum sé fólgin í hag- vextinum sem af þessu leiði, ásaint því að efla menntun og heilbrigði, taka tillit til umhverfisins og styrkja lýðræðið. Þessi sjónarmið íeysa hins vegar ekki ríkar þjóðir undan „þeirri skyldu að styðja þær sem fá- tækari eru", að sögn höfunda. í því starfi segja þeir að nú sé lögð á það megináhersla, að þróunarlöndin sjálf eigi upptök að þeirri stefnu sem fylgt er og móti hana í samráði við þá sem veita þeim stuðning. Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna sam- þykkti um miðjan átt- unda áratug að iðnrík- in skyldu stefna að því að veita 0,7% aflands- framleiðslu sinni til op- inberrar þróunarað- stoðar. Aðeins fimm lönd í heiminum hafa náð þessu marki. Þær hafa þó vitanlega ekki algjör- lega frjálst val um að taka til dæmis upp miðstýrðan áætlunarbúskap; rauði þráðurinn er, eins og allt frá því á níunda áratug, það sem kallað hefur verið „kerfislæg aðlögun", þ.e. opnun hagkerfa og traust stjórn peninga- og fjármála, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn hafa haft forgöngu um. Þá segja höfundar að stefna iðnríkjanna í viðskiptamálum, einkum varðandi niðurgreiðslur til eigin landbúnaðarframleiðslu, skipti þróunarlöndin miklu. Góðar fréttir Framarlega í álitsgerðinni er fróðleg samantekt um stöðu þró- unarmála í heiminum sem byggð er á „Human Development Report" sem Þróunarmálastofnun SÞ gefur út. Góðu fréttimar em sjaldan sagðar og því ekki úr vegi að byrja á að stikla þar á stóm: Hlutfall jarðarbúa sem búa við örbirgð, þ.e. lifa á minna en 1 Bandaríkjadollar á dag, lækkaði árin 1990-1999 úr 29% í 23%. (Talið er að árið 1820 hafi þetta hlutfall verið 84%.) Á tíunda áratug minnkaði ör- birgð í Austur-Asíu og Kyrrahafs- löndum um hvorki meira né minna en helming og um 7% í Suður-Asíu. Síðan 1990 hafa 800 milljónir jarðarbúa fengið betri aðgang að vatnsbólum og 750 milljónir betri aðgang að hreinlætisaðstöðu. Sum þróunarlönd hafa náð ár- angri í baráttunni gegn alnæmi; í Úganda lækkaði hlutfall smitaðra úr 14% í 8% á tíunda áratug. Hlutfall barnadauða í heiminum lækkaði um heil 40% frá 1970 til 1990. Hlutfall bama sem ganga í gmnnskóla hækkaði úr 80% í 84% frá 1990 til 1998. Vondar fréttir Eins og nærri má geta er hins vegar myndin öll ekki jafn falleg: Fjöldi þeirra sem býr við örbirgð í Afríku jókst á tfunda áratug úr 242 milljónum í 300 milljónir. Tuttugu lönd í Afríku - þar sem meira en helmingur fbúa álfimnar býr - em fátækari nú en þau vom 1990. Og það sem meira er: 23 lönd *r álfunnar em fátækari en þau vom árið 1975! Tekjur á hvern íbúa lækkuðu á tí- unda áratug um 2,4% á ári í Mið- og Austur-Evrópu og um 0,3% í Afríku. Hlutfall bólusettra bama í Afríku hefur farið lækkandi og er nú innan við 50%. Talið er að með sama áframhaldi taki það 130 ár að útrýma fátækt í heiminum. Um 40 milljónir manna em smit- aðir af alnæmisveirunni; 90% þeirra búa í þróunarlöndum (75% í y Afríku). Dag hvern deyja meira en 30.000 börn úr læknanlegum sjúkdómum. Á hverju ári deyr meira en hálf milljón kvenna af völdum þungun- ar eða barnsburðar. Meira en 100 milljónir barna á skólaaldri ganga ekki í skóla, 97% þeirra búa í þróunarlöndpm. *•> otafur@dv.is +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.