Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MÁNUDACUR 15. SEPTEMBER 2003 Löggiltur fasteignasali í Reykjavík: Margkærður fyrir meint misferli með vörslufé Löggiltur fasteignasali, sem rekur fasteignasölu í Reykjavík, hefurá undanförnum misserum verið kærður til lögreglu fyrir meint misferli með vörslufé. Málin sem upp hafa risið eru misjafnlega langt komin í rann- sókn. Þá hafa einhverjar af kærum þeim sem lagðar hafa verið fram á manninn verið dregnar til baka þegar hann hefur, seint og um síð- ir, afhent viðkomandi viðskiptavin- um vörsluféð. Samkvæmt upplýs- ingum sem DV hefur aflað sér er um að ræða verulegar fjárhæðir vörslufjár sem fasteignasalinn hef- ur ekki staðið skil á. Umræddur fasteignasali var fé- lagsmaður í Félagi fasteignasala. Fyrir alllöngu var honum vísað úr félaginu vegna rökstudds gruns um slæmar viðskiptavenjur. Honum hefur verið vísað úr félaginu og dómsmálaráðuneytinu gert viðvart um meintar slæmar viðskiptavenj- ur hans. Sem dæmi um mál sem upp hafa risið má nefna lögreglukæru á fast- eignasalann fyrir að hafa í heimild- arleysi innleyst húsbréf upp á tæp- ar 6 milljónir króna fyrir viðskipta- vin og látið leggja andvirði þeirra inn á reikning eigin fasteignasölu. Viðskiptavininum hafi verið alls ------------------ 'l' MEINT MISFERLI: Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér er um að ræða verulegar fjárhæðir vörslufjár sem fasteignasalinn hefur ekki staðið skil á. ókunnugt um þann gjöming. Hafi fasteignasalinn síðan neitað að endurgreiða honum andvirðið. Viðskiptavinurinn kærði fast- eignasalann til lögreglu, en hinn síðarnefndi hafði þá haldið vörslu- fénu á reikningi fasteignasölu sinn- ar um margra mánaða skeið. Hafði viðskiptavinurinn fengið óljós svör þegar hann spurði um húsbréf sín hjá fasteignasalanum. Greip hann því til þess ráðs að kæra. Þá lét fast- eignasalinn vörsluféð af hendi og var kæran dregin til baka. Fleiri mál af svipuðu tagi eru til meðferðar hjá lögfræðingum, sem aðstoða fólk við að innheimta fjár- muni sína sem fasteignasalinn hef- ur í sinni vörslu. Af öðrum málum sem farið hafa í lögreglurannsókn má nefna kaup á atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Um- ræddur fasteignasali og annar aðili ákváðu í sameiningu að festa kaup á hæð til að hýsa atvinnurekstur sinn. Maðurinn gaf fasteignasalan- um umboð til að ganga frá kaupun- um og lét hann hafa fjármuni í því skyni. Fasteignasalinn gerði svo en keypti eignina einungis í sínu Sem dæmi um málsem upp hafa risið má nefna lögreglukæru á fasteignasalann fyrir að hafa í heimildarleysi innleyst húsbréfupp á tæpar 6 milljónir króna fyrir viðskiptavin og látið leggja andvirði þeirra inn á reikning eigin fasteignasölu. nafni. Maðurinn staðfesti í samtali við DV að málaferli hafi risið vegna þessa gjörnings fasteignasalans. Það skal undirstrikað að átt er við einn og sama fasteigasalann í öll- um tilvikum í umfjöllun DV í dag. -JSS Viðskiptavinurfasteignasalans: Varð að rifta kaupsamningi Einn af viðskiptavinum fast- eignasalans, sem DV fjallar um í dag, þurfti að rifta kaupsamn- ingi á íbúð og kæra til lögreglu þar sem hann fékk ekki afhenta þá fjármuni sína sem umræddur fasteignasali hafði í vörslu sinni. Viðskiptavinurinn hefur nú fengið greiddan hluta fjárhæðarinnar en enn standa eftir 1,3 milljónir króna með vöxtum sem fasteignasalinn hefur ekki innt af hendi. Rannsókn málsins er nú lokið og er það á borði ríkissaksóknara, að því er viðskipta- vinurinn staðfesti við DV. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, var það í nóvember 2002 sem gengið var frá kaupsamn- ingi á tiltekinni íbúð. Kaupandinn greiddi þá í ávísunum hátt á fjórðu milljón króna, þar sem fbúðin væri skuldsett fyrir hærri upphæð en til- boð hans hefði numið. Átti að nota fjármunina til að aflétta veðskuldun- um. Þegar kaupandinn hafði sam- band við fasteignasalann kvaðst hinn síðamefndi eiga í samningavið- ræðum við banka sem hann tiltók og það myndi trúlega ganga ef kaup- andinn hækkaði sig um 400 þúsund krónur. Hann kvaðst myndu gera það en borgaði ekki. Margra mánaða barátta Málið stóð nú í þófl svo mánuðum skipti, eða allt fram á vor 2003. Þegar kaupandinn krafðist skýrra svara kvaðst hann hafa fengið þær útskýr- ingar hjá fasteignasalanum að nú væri hann að glíma við annan banka. Á endandum tjáði fasteignasalinn honum að ekki tækist að landa mál- inu. Þá lá einungis eitt fyrir kaupand- anum og það var að rifta kaupsamn- ingi, sem hann gerði. Hann gerði tilboð í aðra íbúð og vildi nú fá fjármuni sína til baka frá fasteignasalanum. Hinn síðarnefndi dró málið á langinn, að sögn kaup- anda, og hætti síðan að svara skila- boðum og hringingum. Nokkm síðar tjáði fasteignasalinn þó kaupanda að peningamir væm bundnir inni á bók og að ekki væri hægt að ná þeim úr fyrr en nokkmm dögum síðar. Þegar sá tími var liðinn sagði hann að pen- ingamir væm nú veðsettir í bankan- um en því yrði bjargað á næstu dög- um. Kaupandinn sá nú sitt óvænna og kærði til lögreglunnar. Hann hélt áfram að mkka fasteignasalann, sem lofaði ffá degi til dags að láta hann hafa peningana. Með eftirgangs- munum hefur kaupandanum nú tekist að fá meiri hluta upphæðar- innar greiddan. Hann kveðst eiga 1,3 milljónir króna hjá fasteignasalan- um í dag, tæpu ári eftir að hann fól honum fjármuni til að aflétta veð- skuldum af húsnæði. -JSS Félagið hefur ekki agavald yfir fasteignasala sé hann ekki félagsmaður Þegar upp koma mál af því tagi sem getið er um í DV í dag eru afskipti Félags fasteignasala bundin við að viðkomandi fast- eignasali sé félagi í FF. Sé hann það ekki hefur stjórn FF ekki agavald yfir honum. Eins og fram hefur komið í um- fjöllun DV um nýtt fmmvarp dómsmálaráðuneytisins til laga um fasteignasölur, er í því gert ráð fyrir skylduaðild fasteignasala að FF. Eins og málum er háttað í dag er mönnum frjálst að velja hvort þeir em í félaginu eða ekki. Þá em í fmmvarpinu reglur um meðferð fasteignasala á vörslufé viðskiptamanna. Slíkar reglur em ekki til í lögum í dag. I greinargerð með fmmvarpinu segir um það at- riði að það sé bagalegt, því algengt sé „að fasteignasalar hafi umtals- verða fjármuni viðskiptamanna sinna undir höndum, oft í nokkurn tíma, t.d. til að tryggja afléttingu áhvílandi veðskulda á réttum tíma o.fl." Sé brýnt að setja reglur um meðferð þeirra á slíku vörslufé. f fmmvarpinu er gert ráð fyrir mjög hertu eftirliti með störfum fasteignasala. Núgildandi lög gera ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi slíkt eftirlit með höndum. Samskiptanefnd FF Þau úrræði sem Félag fasteigna- sala beitir nú tíl að leysa úr ágrein- ingi er að vísa málum tíl úrskurðar Samskiptanefndarfélagsins. Um er að ræða þriggja manna nefnd sem skipuð er lögfræðingum og löggilt- um fasteignasölum, sem mikla reynslu hafa af fasteignasölu. Starf nefndarinnar er fólgið í því að skera úr ágreiningi sem upp kann að koma í fasteignaviðskiptum milli kaupenda og seljenda og eins milli fasteignasala annars vegar og viðskiptavina þeirra, þ.e. kaup- anda eða seljanda, hins vegar. Upplýsingar um starfssvið sam- skiptanefndar koma fram á heima- síðu félagsins. Ferli mála sem nefndin fær til úrskurðar er með þeim hætti að óski viðskiptavinur fasteignasala eftir úrskurði hennar vegna við- skipta sinna skal hann skila ítar- legri greinargerð um viðkomandi mál til skrifstofu Félags fasteigna- sala og þá gjaman láta fylgja grein- argerðinni öll þau gögn sem hann telur að styðja muni sinn málstað í málinu. Einungis félagar Samskiptanefndin yfirfer grein- argerð þessa og sendir erindið síð- an tíl þess aðila sem málið beinist gegn og er viðkomandi gefinn kost- ur á að nýta andmælarétt sinn með annarri greinargerð. Málið er síðan tekið fyrir í nefnd- inni sem gefur út sinn úrskurð að fengnum framangreindum gögn- um. Úrskurður nefndarinnar hefur ekki dómsígildi, þó aðilar hafi í flestum tílfellum sætt sig við úr- skurð hennar. Eins hefur álitsgerð nefndarinnar vegið þungt ef sama mál fer á síðari stigum fyrir dóm- stóla. Kostnaður sem íylgir því að leggja mál sitt fyrir samskipta- nefndina er 10.000 krónur og er hann greiddur um leið og málið er lagt fram. Nefndin úrskurðar eingöngu í málum er snerta félaga í Félagi fasteignasala, fyrirtækiÝþeirra eða viðskiptavini. Mjög oft berast fé- laginu erindi þar sem beðið er um álitsgerð eða úrskurð varðandi starfandi fasteignasala semÝekki eru í félaginu, en fjöldi þeirra mála er það mikill að ógerningur er að sinna þeirn. Enda er félaginu með öllu óviðkomandi starfsemi þeirrá fasteignasala sem ekki eru í félag- inu. -JSS rÚtlandasímtöl Helms -reisi Alltað/Upto 2QQ Mínútur/Mlnutes mln frá kr. ,90 á mín. kr. 1000,- aoo mmutti to »w«dtn, uk. USA úr heimilíssima Internationai Calling Card He»lm&Ff• fyrlrframgreidd símaþjónusta Co to the websitc www.simaKort.is for rate tab\s to other countrfos A helmastöunni www.simakort.li er aö tlnna gia'öskra tif annar ra tanoa. j J Hringió mjög ódýrt til útlanda úr heimilissíma í heimilissíma Fæst hjá flestum: Bensínstöövum Matvöruverslunum Söluturnum www.simakort.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.