Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 18
34 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 Að hugsa eins og stjórnmálamaður LÍKAMI OG SÁL Guðjón Bergmann yoga&gbergmann.is Eitt af því sem veldur mikilli streitu í samtímasamfélagi er stöðug leit okkar að samþykki fyrir þeirri hegðun sem við sýn- um hverju sinni. Margir eru svo illa haldnir af þessari hugsun að tíu hrósyrði vega lítið gegn örlitlu mótlæti eða gagn- rýni af hálfu eins aðila. Við öðlumst gífurlegt frelsi með því að átta okk- ur á því að okkur mun aldrei líka við alla og öllum mun aldrei líka við okkur. Leikur að prósentum Að þessu leyti er gott að líkjast stjórnmálamanni í hugsun. Á kosn- ingatímum eru stjórnmálamenn ansi sniðugir að lesa úr prósentu- tölum sér í hag. Ekki verður mælt _ gegn því að stjórnmálamaður eða flokkur sem fær rúmlega fimmtíu prósent atkvæða hefur unnið stór- sigur. Ef um minni flokka er að ræða geta rúm tíu prósent atkvæða Með því að heimfæra þessa hugsun á okkar eigin lífsjáum við glögglega að við vinn- um stórsigur þegar » rúmum helmingi þeirra sem við hittum yfir daginn líkar við okkur. þýtt slíkt hið sama. Með því að heimfæra þessa hugsun á okkar eigin líf sjáum við glögglega að við vinnum stórsigur þegar rúmum helmingi þeirra sem við hittum yfir daginn líkar við okk- ur. Bjartsýnisverðlaunin fá hins vegar þeir sem líta á það sem sigur þegar hlutfallið er einungis tíu pró- sent. Þegar hópurinn stækkar Flest okkar eru í þeim sporum að %■ einungis lítill hluti þeirra sem við hittum veitir okkur sýnilegt mót- læti. Gróflega áætlað mætti giska á að meginþorri landsmanna upplifi einungis alvarlega gagnrýni frá flmm til tíu prósentum þeirra sem þeir hitta dag hvern. Ef þú þekkir tíu manns má búast við að einn þeirra sé þér einhverra hluta vegna mótfailinn. Ef hópurinn stækkar má búast við því að hlutföllin haldi sér nokkurn veginn. Af hundrað mönnum væru tíu sem ynnu gegn þér. Af þúsund mönnum yrðu þeir hundrað. Af tíu þúsund yrðu þeir þúsund o.s.frv. Eftir því sem fólk verður þekktara í sínu samfélagi má búast við að hlutföllin haldi sér á milli þeirra sem eru því sammála og þeirra sem gagnrýna það. Ef þú byrjar í tíu manna hópi þar sem fjórir vinna Lærðu að vera bjart- sýnismanneskja í hegð- un, hugsa eins og stjórnmálamaður og túlka allar niðurstöður þéríhag. gegn þér má búast við að hlutföllin haldi sér þegar hópurinn stækkar nema þú breytir um hegðun. Ekki breyta um hegðun Enginn getur að fullu útskýrt hvers vegna mönnum líkar ekki hverjum við annan. Við höfum öll lent í því að hitta að sögn „góða" manneskju sem okkur líkar ekki við. Á því er engin ein skýring. Við skulum því fara varlega í að breyta heðgun okkar svo að öðrum líki betur við okkur. Töluverðar lfkur eru á að aðrir verði okkur áfram mótfallnir þrátt fyrir breytingu á hegðun. Eina ástæðan til að íhuga alvarlegar hegðunarbreytingar er sú að okkur líki ekki vel við okkur sjálf. Láttu því ekki fara í taugarnar á þér þegar aðrir eru þér ósammála. Ef þú trúir staðfastlega á það sem þú ert að gera skaltu halda þínu striki og hvika hvergi. Líttu frekar til hópsins sem styður þig. Lærðu að vera bjartsýnismanneskja í hegð- un, hugsa eins og stjórnmálamaður og túlka allar niðurstöður þér í hag. Nærðu ræturnar Maraþonhlauparinn, hugleiðslu- kennarinn og myndlistamaðurinn Sri Chinmoy kom með skemmti- lega líkingu í viðtali sem ég sá við hann ekki alls fyrir löngu. Hann líkti manneskjunt við laufblöð og sagði það frekar óviturlegt að eyða miklum tíma í að reyna að næra önnur laufblöð. „Ef við beinum at- hyglina inn á við,“ sagði hann, „þá nærum við ræturnar og á endanum nærir það öll hin laufblöðin líka.“ Hættu að vera upptekinn af því hvað öðrum flnnst um þig. Flestir hugsa meira um sjálfan sig en þeir hugsa nokkurn tíma um aðra. Ef þú vissir hvað fólk hugsar lítið um þig myndir þú væntanlega hætta að hafa áhyggjur af því hvað það er að hugsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.