Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 TILVERA 45 * Nýr samningur hjá Kelly ROKKSTELPA: Kelly Osbour- ne hefur gengið frá samningi við Sanctuary Records um útgáfu á næstu plötum sín- um. Þar með bætist hún í hóp listamanna á borð við Morrissey og Spiritualized sem þegar eru á samningi við fyrirtækið. Fyrsta plata hennar, sem hét Shut Up, verðurendurútgefin með nýju nafni, Changes, en sam- nefnt lag er að finna á plöt- unni þar sem hún syngur dúett með pabba gamla, rokkhundinum Ozzy. Changes er einmitt gamall slagari sem Ozzy átti með Black Sabbath fyrir rúmum þrjátíu árum. Undanfarin misseri hafa oft borist fréttir af því þegar stúlkan hefur hætt við tónleika og oftast hafa uþpgefnar ástæður ver- ið hreinlega út í hött. Það er því nokkuð fyndið að auka- lög á nýju plötunni verða tónleikaupptökur með Kelly. Órafmagnað og endurunnið ROKKHETJUR: Rokkararnir í Bon Jovi senda frá sér nýja plötu þann þriðja nóvember næstkomandi. Gripurinn mun heita This Left Feels Right og inniheldur endur- unnar og órafmagnaðar út- gáfur á slögurum sveitarinn- ar.Tvö ný lög fylgja þó ( kaupunum. Söngvarinn Jon Bon Jovi segir að þegar þeir hafi byrjað vinnuna í stúdíó- inu hafi þeir haldið að þeir væru að fara að gera óraf- ¥ magnaða plötu með nýju efni. Þeir hafi hins vegar prófað að fikta í gömlu lög- unum og það hafi virkað líka bara svona fjári vel að þetta varð niðurstaðan. lega blikuðu einhvers staðar tár á hvarmi. Síðan komu næstu tvær til þrjár stundirnarlög eins og I Köben, Slá í gegn, íslenskir karlmenn, Manstu ekki eftir mér?, Tfvolí, Hveitibjörn, Popplag í G-dúr og fjölmörg önnur. Smellir sem fyrir lifandis löngu hafa tekið sér bólfestu í sjálfri þjóð- arsálinni - og eru orðnir hluti af sjálfvitund íslendinga. Rétt eins og Öxar við ána sem tónleikagestir sungu bæði hátt og snjallt. Rétt eins og væri 17. júní en ekki 13. septem- ber. Á algjörum bömmer Tónleikunum góðu með Stuð- mönnum lauk undir miðnótt. „Ég er hér staddur á algjörum þömmer,“ söng einn íslendingur- inn þegar hann kom út úr Kristalssalnum góða. Slíkt var auð- vitað fjarri öllu lagi. Þessir tónleikar voru ótrúlegir í alla staði og helst til vægt að segja að þeir hafi verið skemmtilegir. Heldur eitthvað margfalt meira. Hér er ekki nema hálf sagan sögð því að eftir tónleika í Tívoií léku Stuðmenn á dansleik í veitingahúsi við Strikið - og efalítið hefur stemningin ekki verið síðri þar en í Tívolíi, skemmtigarðinum sem er gullmoli hinnar fornu höfuðborgar Islendinga suður við Eyrarsund. slgbogl@dv.ls STUÐMAÐUR TEKINN TALl: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir frá Útvarpinu ræðir að tjalda- baki við Jakob Frímann Magnússon. KLAPPAÐ CX3 STAPPAÐ: Tónleikagestir voru um þúsund talsins - og um þúsund komu frá Islandi. kaupa sig inn á tónleikana - og var þeim aurum vel varið. Strax með fyrsta laginu á tónleik- unum tókst Stuðmönnum að virkja alla tónleikagesti í fjöldasöng. Taugar íslensks þjóðernisanda þöndust til hins ýtrasta. Svo undir tók í Kristalssalnum söng þúsund manna kór Ó Guð vors lands. Lík- TEKIÐ TIL ViÐ AÐ TVISTA: Kátar vinkonur í góðri sveifu. Frá vinstri talið: Sigríður Sif Magn- úsdóttir, Esther Björg Andreasen og DagbjörtTryggvadóttir. * - Lost inTranslation, kvikmynd nr. 2 frá Sofiu Coppola: Svefnlaus ÍTókýó Sofia Coppola - sem margir sök- uðu um að hafa með slæmum leik hjálpað til við að gera kvikmynd föður síns, Francis Ford Coppola, The Godfather Part III, að sístu myndinni í Guðföðurseríunni - rak eftirminnilega af sér slyðruorðið þegar hún tók sér stöðu fyrir aftan kvikmyndavélina og sendi frá sér The Virgin Soldiers fyrir þremur árum. Sú kvikmynd vakti verð- skuldaða athygli og fékk góðar við- tökur, bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Þótti henni kippa f kynið þegar kom að leikstjómar- hæfileikum. Og ef einhverjir hafa efast um að hún væri verðugur arf- taki föður síns ættu þær efasemda- raddir að þagna í kjölfar nýjustu kvikmyndar hennar, Lost in Translaúon, sem sýnd var á kvik- myndaháú'ðinni í Feneyjum og hef- ur hloúð lof gagnrýnenda. Lost in Translation fjallar um tvo Ameríkana f Tókýó. Bob Harris er kvikmyndastjama sem er í borginni Bill Murray í hlutverki leikarans hefur vakið mikla hrifningu gagn- rýnenda og þykir hann sýna afburðaleik í hlut- verki kvikmyndastjörn- unnar. við tökur á viskíauglýsingu. Hann er leiður og einmana maður. Með- an á dvölinni stendur býr hann á Hyatt-hótelinu. Þar búa einnig ungu hjónin John og Charlotte. John er virtur ljósmyndari sem vinnur að stóm verkefni og má ekki vera að því að sinna eiginkonunni. Nótt eina þjáist Bob af svefnleysi og fer niður á hótelbarinn. Þar fýrir er Charlotte sem einnig hefur orðið andvaka. Þau taka tal saman og komast að því að þrátt fyrir aldurs- muninn eiga þau margt sameigin- legt. Úr verður einlæg vinátta sem blómstrar vikuna sem þau em í Tókýó. Á flakki sínu að nóttu til um Tókýó hitta þau fyrir bandarísku leikkonuna Kelly sem er í borginni til að kynna nýjustu kvikmynd sína. Hún slæst í för með þeim. Það leynir sér ekki að sú persóna sem stendur Sofiu Coppola næst er Charlotte og þykir hin unga leik- kona, Scarlett Johansson (The Horse Whisperer), standa sig vel í hlutverkinu. Það er samt Bill Murray, í hlutverki leikarans, sem hefur vakið mesta hrifningu gagn- rýnenda og þykir hann sýna af- burðaleik í hlutverki kvikmynda- stjömunnar. Aðrir leikarar em Giovanni Ribisi, sem leikur eigin- manninn, og Anna Farris, sem leik- ur leikkonuna Kelly. Lost in Translation verður tekin til sýninga í Bandarfkjunum 19. september. NÁIN KYNNI: Bill Murray leikur kvik- myndastjörnu og Scarlett Johansson ný- gifta konu í Lost inTranslation. LEIKSTJÓRINN: Sofia Coppola ÍTókýó við tökur á Lost in Translation. NÆTURRÖLT: Bob (Bill Murray) og Charlotte (Scarlett Johansson) á rölti um Tókýó að næturlagi. 'IEYJAR: Aðalleikaramir Bill Murray og Scarlett Jo- hansson ásamt Sofiu Coppola á kvikmyndahá- tíðlnni f Feneyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.