Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 7 7 Besti tölvuhakkarinn ÖRYGGISMÁL Háskólinn í Hanoi íVí- etnam heldur sérstaka keppni þessa dagana, nefnilega keppni þar sem menn eiga að brjótast inn á vefsíðu sem sérstaklega hefur verið sett upp af þessu tilefni. Vefsíðan er vistuð á netþjóni í skólanum og sá sem er fyrstur að brjótast inn á síðuna verður kjörinn besti „hakkari" landsins.Til- gangurinn með þessari keppni er að auka vitund fólks um tölvuöryggi og einnig að vekja athygli tölvu- og hug- búnaðarfyrirtæki á þeim færustu á þessu viði í von um að þeir fái vinnu við sitt hæfi. Þeir sem vilja reyna færni sína í að brjótast inn í tölvukerfi geta heimsótt vefsíðuna www. hackt- hissite.org. Áhugasamir mega hins vegar ekki nota tileinkaða færni sína í. þessu fagi til ólöglegs athæfis. kort eða stærra en 32 er meira en nóg fyrir skólafólk." Geymslurýmið 30GB haiöui diskui „Það er ekkert rosalega mikill verðmunur frá 20 GB upp í 40 GB. Hins vegar er meiri munur frá 40 upp í 60 og enn meiri munur frá 60 upp í 80, sem em líklega stærstu diskarnir. Ég myndi mæla með 40 GB diski. Annað sem skiptir miklu máli er snúningshraði disksins, þ.e. hve hratt tölvan les gögnin af honum. Ég myndi mæla með 5.400 snún- inga diski en aðrir em með 4.200 snúninga. Þeir síðarnefndu em töluvert hægvirkari en á móti kem- ur að þeir ganga síður á rafhlöðu tölvunnar." Geisladrif CD-RW/DVD combo dríf „CD-RW þýðir að tölvan getur brennt gögn á geisladiska. [RW stendur fyrir Re-Writeable.j Það er ekki óvitlaust að hafa brennara því að það er eiginlega besta leiðin til að koma gögnum af tölvunni, til dæmis þegar skila þarf verkefnum. Og það er ekki miklu dýrara en að sleppa því.“ Módem og netkort hmbyggt modem, 10/100 etbei- netkoit“ „Þetta er annars vegar venjulegt módem og hins vegar netkort sem þarf að stinga í samband til þess að tengjast tölvukerfi." Þráðlaust net hmbyggt WIFI, þiáölaust netkoit „Þetta gerir fólki kieift að tengjast Netinu þráðlaust ef sendir hefur verið settur upp í nágrenninu, ann- aðhvort heima hjá fólki eða í skól- anum svo að dæmi séu tekin. Lang- flestir háskólar á höfuðborgar- svæðinu em með senda þannig að það er mjög skynsamlegt fyrir há- skólanema að hafa þennan búnað. Skynsamlegt væri að kanna fyrir fram hvort sendar hafa verið settir upp þar sem tölvan verður mikið notuð." [Hér má nefna að þráðlaust netsamband stendur tii dæmis til boða í Kringlunni. Einnig skai bent á að þessi búnaður er ekki mjög dýr og kostar í þessu tiitekna tilboði 5.400 krónur.] Rafhlaðan 6 klukkustunda bleðsla „Eins og ég nefndi áðan er orku- nýting Pentium M örgjörvans tals- vert betri en annarra. Hann keyrir á lægri kfukkuhraða (GHz) og sparar því rafmagn. Mér sýnist að tvær klukkustundir á Pentium 4 vél séu alveg viðunandi og um þrjár til fjór- ar kfukkustundir á Pentium M.“ Stýrikerfið Windows XP Professional Gunnar Smith minnir á að dýrustu hlutar tölv- unnar eru skjárinn og örgjörvinn. Samtals sé þetta um helmingur af verði hverrar tölvu. „Windows XP stýrikerfln em til í „Home“-útgáfu og „Professional". Það verður að segjast eins og er að „Home“-útgáfan hefur átt í basli með að tengjást Netinu. Fólk hefur lent í vandræðum með það. Upp á Netið að gera er því betra að nota „Professionaf", sérstaklega þó upp á þráðlausar tengingar." Niðurstaða En hvernig er þá best að spara? Hvar á að skera niður? Gunnar Smith minnir á að dýmstu hlutar tölvunnar em skjárinn og ör- gjörvinn. Samtals sé þetta um helmingur af verði hverrar tölvu. „Ef maður sættir sig við minni skjá eða minni upplausn eða minni örgjörva má spara umtalsvert. Svo er það nánast regla að léttari tölvur em dýrari en þyngri tölvur. Þarna má því spara ef þyngd skiptir fólk ekki höfuðmáfi," segir Gunnar. Lesendum er auk þess bent á vef tölvutímaritsins PC-Magazine, www.pcmag.com, en þar er ágætur leiðarvísir fyrir þá sem hyggja á far- tölvukaup. Á forsíðu er smellt á „Notebooks" undir fyrirsögninni „Product Guides". Á síðunni sem þá kemur upp er hlekkur á ítarleg- an leiðarvísi, „How to Buy Note- book PC’s". Að lokum er rétt að vitna í nýlega auglýsingu á þekktum og vinsælum fartölvum sem sýnir að þótt sölu- menn vilji gjarnan selja dýran bún- að em þeir líka hæfilega jarð- bundnir. Um ódýmstu tölvuna sem í boði er - og kostar aðeins tæpar 100.000 krónur - segir í auglýsing- unni: „Dugar vel í allt almennt skólaumhverfí“. olafur@dv.is NÁMI&. Fartölvur eru orðnar nær ómissandi fyrir nemendur en flestir virðast falla í þá gryfju að kaupa of dýrar og of öflugarvélar. ÞETTA GERIST ÞEGAR VIÐ HÆTTUM AÐ REYKJA! Nokkrir lesendur hafa haft samband og spurt um hvaö gerist í líkamanum þegar við hættum aö reykja. Þá hefur einnig veriö spurt um hvort það breyti einhverju að hætta, hvort skaöinn sé ekki þegar skeöur. Þessu vil ég svara að þó svo að tóbakið sé afar skaðlegt heilsu okkar, þá er aldrei of seint að hætta! Lítum aðeins á hvað gerist í líkama okkar þegar við hættum. Ég var eitthvað búin að fjalla um þetta í sumar, en bæti hér ýmsu inn í: Eftir 24 klst.: Hættan á að fá kransæðastíflu hefur minnkað. Eftir 48 klst.: Kolsýrlingur í blóðinu er horfinn og líffæri líkamans eru hætt að þjást vegna súrefnisskorts. Eftir 2 vikur: Blóðrás og lungu eru orðin virkari, súrefnisupptaka hefur aukist og úthald sömuleiðis. Eftir 4 vikur: Hósti og sýkingar í ennisholum eru horfin og mæði hefur minnkað. Þreyta hefur minnkað og orka aukist, líkur á sýkingum í lungum hafa minnkað. Eftir 1 ár: Hætta á að fá hjartasjúkdóma er helmingur miðað við þá þeim sem reykja. Eftir 5 ár: Hættan á að fá krabbamein í munni, hálsi, vélinda og lungum hefur helmingast. Hættan að fá blóðtappa er mun minni. Eftir 10 ár: Nýjar og friskar frumur hafa myndast í öndunarvegi. Hættan á að fá krabbamein er nú u.þ.b. eins og hjá fólki sem aldrei hefur reykt. Guöbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þetta gerist þegar við hættum að reykja: Eftir 20 mínútur: Blóðþrýstingur og púls hefur lækkað og blóðrásin batnað. Eftir 8 klst.: Kolsýrlingur í blóðinu hefur minnkað um helming og blóðið er farið að flytja súrefni á eðlilegan hátt. Hver vinnur ferð til London eða Kaupmannahafnar? Farðu inn á dv.is og staðfestu þátttöku sína, með því að smella á þar til gerðan reit og fylgja síðan fyrirmælunum! Meðal annars þarf að rekja í stuttu máli, hvernig til tókst í átakinu! Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. tkki er ráðlaat að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótln getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði vió lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema f samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.