Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 30
46 TILVERA MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 Bowie man ekki textana Tónlist: David Bowie þarf að lesa textana sína á sviðinu, þeg- ar hann spilar á tónleikum, því að áralöng eiturlyfjaneysla hefur 1 skilið eftir gloppur í minninu. Eftir að hann hætti að neyta eit- urlyfja hefur Bowie lýst minni sínu eins og svissneskum osti. Þegar hann var í hvað mestri neyslu grenntist hann óhóflega og leit viðbjóðslega út en þótt hann hafi jafnað sig á því slapp hann greinilega ekki alveg. „Ef ég hefði ekki stóru bókina mína myndi ég gleyma textunum - ef ég gleymi að fletta blaðsíðu í bókinni missi ég taktinn í laginu og fer bara að hlæja að hljóm- sveitinni." Ný plata Bowie, Rea- lity, kemur út í dag. Britney fékk demanta fyrir blauta kossinn Poppprinsessan Britney Spears þarf ekki að sjá eftir hinum um- talaða og umdeilda blauta kossi sem poppdrottningin Madonna smellti á hana á MTV-verð- launahátíðinni um daginn - sfð- ur en svo. Fyrir sinn snúð fékk poppstjarnan unga forkunn- arfagra demantahálsfesti með bókstafnum B. Sjálf á Madonna sams konar hálsfesti, að sjálf- sögðu með bókstafnum M. „Þetta er aðferð Madonnu til að þakka fyrir sig," segir kunnugur. Madonna þurfti, sem frægt er orðið, mjög að ganga á eftir Britney áður en hún féllst að lokum á blauta kossinn sem hneykslaði margan siðprúðan manninn enda hafði Britney ekki neina reynslu af slíkum kossum, ólíkt Madonnu. SKÁLDIN FIMM: Sigurður Pálsson.ThorVilhjálmsson, Stefán Máni, Steinunn Sigurðardóttirog Mikael Niemi voru á Bessastöðum í boði forseta fslands. Skáldin á Bessastöðum Allir eru sammála um að Bók- menntahátíðin í Reykjavík 2003 hafi verið einstaklega vel heppnuð. ** Henni lauk með málþingi í Nor- ræna húsinu á laugardag. Góð að- sókn var á alla viðburði hátfðarinn- ar og stundum fullt út úr dyrum, enda voru margir og vel þekktir rit- höfundar og skáld sem svöruðu spurningum og lásu úr verkum sín- um. Skáldin og aðrir gestir á bók- menntahátíð tóku sér hlé frá störf- um síðdegis á föstudag og þáðu boð Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta íslands, um að koma á Bessa- staði. Ljósmyndari DV var á staðn- um og festi nokkur andlit á filmu. SKALD OG ÚTGEFANDI: Sigurbjörg Þrast- ardóttir skáldkona og Jóhann Páll Valdi- marsson bókaútgefandi ræða málin. FEÐGIN: Andres Ehrin er Ijóðskáld frá Eist- landi. Með honum á myndinni er dóttir hans, Kristina, sem einnig er Ijóðskáld. METSÖLURrTHÖFUNDUR: Arnaldur Indriðason, konungur spennusagnahöfunda á Islandi, ræðir við Christopher MacLehose hjá Harvill Press en það forlag gefur út bækur Arnalds á Bretlandseyjum. Diassoq hrjúfar raddir Útgáfa á geislaplötum hefur verið lífleg í sumar og fjöldl ólíkra titla komið út auk þess sem sala á íslenskum geislaplötum hefur aldrei verið meiri. Þjóðsaga með Pöpum er söluhæsta plata landsins í dag, einnig hafa plöturnar Pottþétt 32, Grease, Uppáhaldslögin okkar, íslandslög 6, Svona er sumarið 2003 og 22 ferðalög með KK og Magnúsi Eiríkssyni selst mjög vel. Jazz Airs Svare/ Thoroddsen Björn Thoroddsen gítarleikari er ótrúlega afkastamikill tónlistar- maður og mér finnst ég alltaf vera að rekast á nafnið. Hann lék nýlega inn á plötu með danska klarínett- leikaranum Jörgen Svaren og bassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Björn hefur um árabil verið einn fremsti djassleikari landsins en Svare þykir vera fremsti klarínett- leikari Evrópu af svonefndri sving- kynslóð. Platan, sem nefnist Jazz Airs, er gefin út samtímis í Danmörku og á Islandi. Á henni er að flnna tólf lög Punktur - Björgvin Gíslason Björgvin Gíslason gítarleikari sendi fyrir skömmu frá sér plötuna Punktur þar sem hann leikur eigin lög við texta Þorkels Símonarsonar. Á plötunni eru tólf lög og sér Björg- vin að mestu um hljóðfæraleik en nýtur aðstoðar tónlistarmanna eins og Ásgeirs Óskarssonar, Sifjar Björnsdóttur, Jens Hanssonar og Hjörleifs VaJssonar. Björgvin syng- ur sjálfur á plötunni. Er rödd hans nokkuð hrjúf og það þarf að hlusta á hana nokkrum sinnum til að venjast henni. Áfram - Ásgeir Óskarsson Ásgeir Óskarsson, trommuleikari hjá Stuðmönnum, sendi nýlega frá sér plötu með eigin lögum en text- ar eru eftir Ingólf Steinsson og Ás- geir. Þrátt fyrir að Ásgeir sé einn þekktasti trommuleikari landsins sýnir hann á sér nýja hlið á plöt- unni; spilar á gítar, mandólín og hljómborð auk slagverks og syngur. Sér til aðstoðar hefur hann meðal annarra Björgvin Gíslason, sem leikur listavel á sítar í einu laganna, Eyþór Gunnarsson, Lárus Gríms- son, Harald Þorsteinsson og Jón Ólafsson. Auk Ásgeirs sjá Karl Odd- geirsson, Egill Ólafsson, Þórir Úlf- arsson, Ragnhildur Gísladóttir og Margrét Guðrúnardóttir um raddir. eftir ýmsa höfunda í svingdjassstíl, leikandi létt og þægileg. Á plötunni eru tíu lög sem renna ljúflega í gegn þó að á köflum eigi ég erfitt með að meta sönginn hjá Ásgeiri. kip@dv.is Meg Ryan ánægð með kynlífsatriði Það gerist víst ekki á hverjum degi að stórstjarnan Meg Ryan fer úr hverri ein- ustu spjör fyrir framan myndavélarnar, > hvað þá að afraksturinn sé sýndur á hvíta tjaldinu. Aðdáendur Meg geta glaðst yfir því að það er nákvæmlega það sem gerist í nýjustu kvikmynd hennar, tryllinum In the Cut - ekld bara einu sinni held- ur margsinnis. Meg Ryan, sem er bet- ur þekkt fyrir að leika í rómantískum gamanmyndum en sjóðheitum og sexí tryllum, var ákaflega afslöppuð við töku ástaratriðanna. Öðru máli gegndi hins vegar um mótleikara hennar, hinn 35 ára gamla Mark Ruffalo, nýliða í bransanum. „Ég var skíthræddur," viðurkennir Mark í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina ABC. „Meg var jú með Russell Crowe. Það eina sem ég hugs- aði um var hvemig ég gæti f ósköpun- um borið mig saman við hann.“ Meg viðurkennir að hún hafi haft efasemdir um nektaratriðin í upphafi en að hún sé afskaplega ánægð með hvemig til tókst. „Mér finnst að kynlífsatriðin komi vel út. Þau em heiðarleg. Mér þykir ákaflega vænt um samtölin í þessum atriðum," segir Meg. Það er kannski ekki furða þótt leik- konan sé ánægð með útkomuna því að leikstjóri myndarinnar er enginn annar en íslandsvinkonan Jane Campion. „Jane er trúverðug, rétta konan í verkið," segir Meg sem finnst gaman að leika í trylli, svona til tilbreytingar. Nicole Kidman átti að leika aðal- hlutverkið en þurfti að hætta við og þá var Meg fengin í staðinn. ÁNÆGÐ MEÐ SIG: Meg Ryan fannst bara gaman að leika í kynlífsatriðum fyrir Jane Camp- ion sem leikstýrir nýjustu mynd hennar, tryllinum In the Cut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.