Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 Þórður stjórnarformaður Fiskistofa svipti 8 báta veiðileyfi NÝR FORMAÐUR: Áfyrsta stjórnarfundi nýkjörinnar stjórnar Framtaks fjárfestingar- banka hf., sem haldinn var í morgun, skipti stjórn félagsins með sér verkum. Ákveðið var að Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums, yrði formaður stjórnar og Úlfar Steindórsson varaformaður. Fjárfestingarfélagið Straumur keypti meirihluta í Framtaki fjárfestingarbanka íjúní.Varð þá til stærsta fjárfestingarfélag landsins en þetta varð upphaf mikilla sviptinga í fjármála- heiminum hérlendis sem enn sér ekki fyrir endann á. AFLAHEIMILDIR: Fiskistofa hefur svipt 8 báta veiðileyfi vegna brota á lögum um nytjastofna sjávar. Þetta eru Arnar RE-4001 Reykjavík og Vestri BA-63 á Pat- reksfirði sem hafa á veiðum í at- vinnuskyni landað afla umfram aflaheimildir. Bæði skip hafa fengið veiðileyfi aftur eftir að afla- marksstaða þeirra hafði verið lag- færð. Vegna vanskila á afladag- bókarfrumriti hefur Fiskistofa svipt Sindra SF-26 á Hornafirði, Jón Magnússon ST-88 á Drangs- nesi, Rikka Magg SH-200 frá Ólafsvík, Sigrúnu GK-17 frá Grindavík, Nóa ÓF-19 frá Reykja- vík og Þuru SF-110 frá Hornafirði veiðileyfi í tvær vikur. Sindri SF-26 og Rikki Magg SH-200 hafa feng- ið veiðileyfið að nýju eftir að hafa skilað afladagbókarfrumritinu. Óká Ijósastaur UMFERÐARÓHAPP: Ökumaður og tveir farþegar sluppu ómeiddir þegar bifreið sem þeir voru í lenti á Ijósastaur á Stafnesvegi við Sandgerði um klukkan hálffjögur í gærdag. Bifreiðin er talin gjörónýt eftir áreksturinn en bílbelti eru talin hafa bjargað fólkinu. Ökumað- ur bifreiðarinnar er án réttinda enda einungis 16 ára gamall. Skarð í stórríki Evrópusambandsins segir Ragnar Arnalds. Þýðir verrí lífskjör, segir formaður Evrópusamtakanna. Stuðningsmenn og andstæð- ingar aðildar (slands að Evrópu- sambandinu bregðast með ólíkum hætti við niðurstöðu Svía sem höfnuðu aðild að evr- unni með afgerandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. „Ég myndi segja að Svíar hafi ver- ið að kjósa yfir sig verri lífskjör í framtíðinni," segir Andrés Péturs- son, formaður Evrópusamtakanna. „En það er eins og Göran Persson sagði: þjóðin vissi það - og þetta er skýr vilji þjóðarinnar. En ég held að hún muni vakna við vondan draum eftir ekki mjög mörg ár og raunar hafa Svíar verið að dragast aftur úr og eru nú í neðsta sæti af Norður- löndunum miðað við kaupmátt þjóðartekna." Andrés telur að niðurstaðan hefði ekki haft mikil bein áhrif á ís- landi á hvom veginn sem var, en að aðild Svía að evmnni hefði getað haft óbein áhrif vegna áhrifa sem hún hefði haft í Danmörku og Englandi, sem standa utan evm- svæðisins og em mikilvægari við- skiptalönd fyrir ísland. „En í mín- um huga er þetta í rauninni spum- ing um hve lengi menn streitist á móti þvi óhjákvæmilega," segir Andrés. „Úrslitin em stórtfðindi og áhrif þeirra verða mikil um Ianga fram- tíð," segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar. „Nú blasir við enn eitt skarðið í norðvesturmúr hins nýja stórríkis ESB þar sem Norðmenn, íslendingar, Færeyingar og Græn- lendingar halda sig utan ESB en Danir, Bretar og Svíar standa utan við evmsvæðið. Úrslitin gera það enn vonlausara en áður fyrir evm- sinna eins og Blair í Bretlandi að fórna pundinu fyrir evm, enda hef- ur hann bæði mikinn meirihluta kjósenda á móti sér svo og íhalds- flokkinn. Óbein áhrif á ESB-umræð- una á Islandi verða því vemleg. Úr- slitin minna okkur á að kjósendur í norðvestanverðri álfunni líta tor- tryggnum augum á þróun ESB f átt til stórríkis en upptaka evmnnar er einmitt ein mikilvægasta varðan á þeirri leið.“ olafur@dv.is Íslensk-kanadískt verslunarráð (slensk-kanadískt verslunar- ráð var stofnað í Toronto föstudaginn 12. september. Að stofnun þess hefur verið unnið um nokkurt skeið og hefur sendiherra íslands í Ottawa, Hjálmar W. Hannesson, haft fmmkvæði að þeirri vinnu. Gor- don Reykdal, forstjóri og aðalræð- ismaður íslands í Edmonton, var kjörinn fyrsti formaður verslunar- ráðsins og Jóhann Valberg Ólafs- son, svæðisstjóri Eimskips í Kanada, varaformaður. Fundurinn fór fram á stærsta hóteli f Kanada, Delta-Chelsea hótelinu f Toronto. Þar hefur frá 3. september átt sér stað kynning á íslandi sem er hluti af markaðs- starfi „Iceland Naturally" verkefn- isins. Það er samstarfsverkefni ís- lenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Norður-Amerfku. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði stofnfundinn og Hugh Porteous, yfirmaður rannsókna og fyrir- tækjasamskipta hjá Alcan, hélt er- indi og lofaði hann mjög íslenskt viðskiptaumhverfi og samskipti Alcan við íslensk fýrirtæki og Stjómvöld. KOSNINGAR AÐ BAKI: Stuðningsmenn og andstæðingar Evrópusambandsins bregðast með ólíkum hætti við niðurstöðu Svía sem höfnuðu aðild að evrunni með afgerandi meiri- hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Fjórir sóttu um stöðu ríkissáttasemjara: Beðið ákvörðunar félagsmálaráðherra Félagsmálaráðuneytið hefur birt lista yfir umsækjendur í starf rík- issáttasemjara. Verður nú farið yfir þessar umsóknir og reynt að hraða málinu. Ráðuneytið hefur þó frest til loka október til að ganga frá ráðningu. Umsóknarfrestur um embættið rann út 10. september sl. og bámst fjórar umsóknir, en umsækjendur em: Ásdís J. Rafnar hrl., búsett í Reykjavík, Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri, búsettur f Garðabæ, Jömndur Ákason kenn- ari, búsettur í Reykjavík, og Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismað- ur, búsettur í Reykjanesbæ. Sess- elja Árnadóttir, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, segir að ráð- herra hafi frest til að ráða í stöðuna til loka október. Hún sagðist þó telja að ekki yrði beðið svo lengi með ráðninguna. Nú yrði farið yfir umsóknirnar og reynt að klára mál- ið sem allra fyrst. Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun skipa í stöðuna en nýr ríkissáttasemjari mun taka við embættinu 1. nóvem- ber nk. af Þóri Einarssyni. Hefur nafn Ásmundar Stefánssonar, fyrr- verandi forseta ASÍ, þráfaldlega borið á góma í því sambandi. Ekki em þó allir sáttir við þá hugmynd og héfur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, m.a. talið á því ýmsa annmarka. Hins vegar hafa bæði forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ekki talið útilokað að Ásmundur myndi sóma sér vel í þessari stöðu. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.