Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 ÚTGAFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRrTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: S50 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.ís. - Drelfing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Sagðist eiga feril sem morðingi og nauðgari - frétt bls. 4 Meint fasteignamisferli - frétt bls. 6 Stuðmenn íTívolí -Tilvera bls. 44 Súrsæt bikarafhending - DV Sport bls. 24-25 Geymdi lík eiginkon- unnar í frystiskáp Lögreglan í bænum Prescott í Arizona fann um helgina lfk eldri konu sem eiginmaðurinn hafði komið fyrir í fiystiskáp í bakgarð- inum í von um að lífga mætti hana við. Eiginmaðurinn, sem er 75 ára, viðurkenndi við yfirheyrslur að konan hans hefði dáið fyrir tæpum sex árum og síðan hefði hann geymst hana í frystiskápnum. Að sögn talsmanns lögreglunnar var það dóttir hjónanna sem lét lögregluna vita um að faðir hennar væri eitthvað að bralla. Við húsleit fann lögreglan eina tólf dauða ketti auk þess sem gólf- in vori löðrandi í kattaskft og öðr- um úrgangi. Við leit í bakgarðinum innan um alls konar drasl fannst svo frystiskápurinn með líkinu. Með hass FÍKNIEFNI: Lögreglan á Akureyri handtóktvo menn um helgina og lagði hald á um 180 grömm af hassi. Við yfirheyrslu viður- kenndi annar þeirra að vera eig- andi efnanna og sagði þau ætl- uð til sölu. Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri, hafa áður komið við sögu lögreglu en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. A gjörgæslu eftir útafakstur UMFERÐARÓHAPP: Bíl var ekið út af skammt norðan við Miklagil á Holtavörðuheiði um kvöldmatarleytið á föstu- dag og fór hann margar velt- ur utan vegar áður en hann stöðvaðist. Þrennt var í bíln- um og var ökumaður fluttur ásamt öðrum farþeganum með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til aðhlynningar á Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Meiðsli ökumannsins reyndust nokkuð alvarleg og fór hann í aðgerð þá þegar um nóttina. Að sögn lækna e • líðan hans eftir atvikum en hann liggur enn á gjörgæslu. Meiðsli farþeganna reyndust aftur á móti ekki vera eins al- varleg og hafa þeir verið út- skrifaðir. Nýr formaður STJÓRNMAL Hafsteinn Þór Hauksson var um helgina kjör- inn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi þeirra sem lauk í gær í Borgarnesi. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,, var kjörinn varaformaður en Ingvi Hrafn Óskarsson, fráfar- andi formaður, gaf ekki kost á sér í stjórn. Alls sóttu um 200 manns þingið. Umdeilt hvort framsal á löggjafar- og dómsvaldi sé heimilt samkvæmt núgildandi lögum: Össur vill stjórn- arskrárbreytingar Össur Skarphéðinsson vill setja ákvæði um framsal á valdheim- ildum ríkisins í stjórnarskrá. Lagaspekingum ber ekki saman um hvort slíkar heimildir sé að finna samkvæmt núgildandi lögum en brýnt er að taka af- stöðu til málsins sem fyrst en ekki við eitthvað ákveðið tilefni þegar á framsalið reynir. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í grein sem birtist á heimasíðu Ungra jafn- aðarmanna í gær að hann geti ekki hugsað sér neitt betra í tilefni ald- arafmælis heimastjórnarinnar en að alþingismenn sameinist um að ráðast í umbætur á stjórnarskrá lýðveldisins. í grein þingmannsins kemur meðai annars fram að hann telur ástæðu til þess að endurskoða sérstaklega samband ríkis og kirkju og hvort ekki eigi að búa svo um hnúta að hægt sé að framselja þætti úr löggjafar- og dómsvaldi til al- þjóðastofnana. Einar Páll Tamimi, lektor og for- stöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir á að sumir telja slíka heimild þegar finn- ast í núgildandi lögum á meðan aðr- ir telja svo ekki vera og vísar til greinaskrifa lagaprófessoranna Davíðs Þórs Björgvinssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar um þetta málefni íyrr á árinu. Þar hélt Davíð Þór því fram að framsal valdheimilda ríkisins til alþjóðlegra stofnana væri upp að vissu marki heimilt sam- kvæmt núgildandi lögum en Jón Steinar er ekki á sama máli og telur að slíkar heimildir verði að setja í lög. Það er því umdeilaniegt hvort heim- ildir til framsals á löggjafar- eða dómsvaldi séu til staðar samkvæmt núgildandi lögum eða ekki. Hvort ekki eigi að búa svo um hnúta að hægt sé að framselja þætti úr löggjafar- og dómsvaldi til alþjóðastofnana. Einar Páll segir hins vegar að ekki verði hjá stjórnarskrárbreytingum komist ef ísland hyggst ganga inn í Evrópusambandið. Því telur hann æskilegt að afstaða til framsals á valdheimildum rfkisins og hugsan- legum stjórnarskrárbreytingum verði tekin sem fyrst en ekki við eitthvað ákveðið tilefni þegar á framsalið mun reyna. -áb VILL BREYTA STJÓRNARSKRÁ: Össur Skarphéðinsson vill að stjórnarskrá lýðveldisins verði tek- in til endurskoðunar á næsta ári. Meðal annars vill hann kanna hvort ekki sé mögulegt að setja ákvæði í stjórnarskrána um framsal á valdheimildum ríkisins til alþjóðlegra stofnana. Frjálslyndir funda um málefni Gunnars Örlygssonar: Afsagnar varla Þingflokkur Frjálslynda flokks- ins fundaði fyrir helgi um mál Gunnars Örlygssonar, þing- manns flokksins í Suðvestur- kjördæmi, sem nú afplánar dóm fyrir kvótasvindl og fleira í fangelsi. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður flokksins, segir að mál Gunnars Örlygssonar hafi verið eitt af þeim málum sem rædd voru á þingflokksfundinum. Niðurstaðan varð sú að beðið yrði þar til Gunnar kæmi úr fangelsi í byrjun næstu viku, þá yrði haldinn annar þingflokksfúndur og þessi mál rædd ofan í kjölinn og Gunnari gefinn kostur á að svara fyrir sig. Hann mun hins vegar ekki setjast á þing þegar það verður sett 1. októ- ber nk. þar sem hann á eftir að af- plána hluta refsingar sinnar. Hann á eftir að sinna samfélagsþjónustu og fyrr tekur Gunnar ekki sæti á Al- þingi. „Við viljum ræða þess mál beint við hann áður en við gefum ein- hverja sérstaka yfirlýsingu frá okk- ur um þetta mál. Þetta mál er okkur alls ekki léttbært, en á að refsa mönnum eftir að þeir hafa tekið út sína refsingu?" segir Guðjón Arnar Kristjánsson. Niðurstaðan varð sú að beðið yrði þar til Gunn- ar kæmi úr fangelsi í byrjun næstu viku - Teljið þið að Gunnar hafi leynt forystu flokksins og aðra þingmenn stöðu sinni gagnvart dómskerfmu og að fleiri mál biðu þess að verða tekin fyrir? „Hann hefur ekki sagt okkur allt, alls ekki fyrir kosningar og ekki heldur eftir þær.“ - Hafa þær raddir heyrst að hon- um beri að segja af sér þing- mennsku? „Það hefur ekki verið mikið um það og ég tel varla að það komi til greina að krefjast þess.“ Það var síðan haft eftir Gunnari í viðtali í Fréttablaðinu um helgina að hann sæi enga ástæðu til þess að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Enn fremur gagnrýndi hann umfjöllun fjölmiðla af málinu og sagði hana hlutdræga auk þess sem hann lýsti yfir óánægju á fram- göngu samflokksmanna sinna vegna málsins, sérstaklega Magn- úsar Þórs Hafsteinssonar. gg@dv.is/-áb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.