Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBERl2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Straw vildi ekki í stríð BRETLAND: Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, sár- bændi Tony Blair forsætisráð- herra um að senda ekki breska hermenn til að berjast í (rak og reyndi að telja honum hug- hvarf fram á síðustu stundu. Þetta kemur fram í nýrri bók, Stríð Biairs, eftir blaðamanninn John Kampfner. Höfundurinn heldur því fram að Straw hafi ekki litist á blik- una að fara í stríð án umboðs Sameinuðu þjóðanna. Fjórum dögum fyrir innrásina skrifaði Straw bréf til Blairs þar sem hann hvatti forsætisráð- herrann til að segja Bush Bandaríkjaforseta að Bretar myndu veita honum siðferði- legan og pólitískan stuðning við stríðsreksturinn. Vinstristjórn GRÆNLAND: Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit, sem hefur sjálfstæði Grænlands á stefnu- skrá sinni, hefur myndað stjórn með krataflokknum Siumut. Grænlenska þingið kemur saman í dag til að samþykkja stjórnarmyndunina. Liðsmenn lA eru andvígir því að Ratsjár- stöðin ÍThule verði hluti af eld- flaugavarnakerfi BNA. Svíar höfn- uðu evrunni Svíar höfnuðu því í gær með afgerandi hætti að taka upp evruna sem gjaldmiðil landsins í þjóðaratkvæðagreisðlu sem fram fór í skugga morðsins á Önnu Lindh, utanríksráðherra Svíþjóðar, á miðvikudaginn. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni var nokkuð góð, eða 81,2%, en alls greiddu 56,1% atkvæði gegn evrunni en 41,8% voru meðmælt en 1,9% skiluðu auðu. Niðurstöður koma nokkuð á óvart eftir að fylkingar með og á móti höfðu mælst nær jafnar í síðustu skoðanakönnunum sem birtar voru í gær eftir að and- stæðingar evrunnar höfðu haft nokkra yfirburði í fyrri könnunum. Mikið áfall fyrir Persson Úrslitin þykja mikið áfall fyrir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem barðist harðri bar- áttu fyrir upptöku evrunnar, en hann sagði í gær þegar fyrstu tölur lágu fyrir að þetta væri afgerandi sigur fyrir andstæðinga evrunnar. EVRU-LÖND Evran er nú gjaldmiðill eftirtalinna landa: Austurríki, Belgía, Finnland, Frakk- land, Þýskaland, Grikkland, Hol- land, írland, Italía, Lúxemborg, Portúgal og Spánn. „Úrslitin sýna að Svíar hafa miklar efasemdir um ágæti evrunnar. Til lengri tíma litið munu möguleikar okkar á að vera með í mikilvægri ákvarðanatöku minnka," sagði Persson sem aðspurður sagðist ekki ætla að segja af sér embætti vegna ósigursins. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri ekki kosning um traust á ríkis- stjórninni," sagði Persson. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, tók undir með Persson og sagði að vissulega myndi áhrifa- máttur Svía minnka. „í síðustu viku fundaði ég með fjármálaráðherrum Þátttaka í þjóðar- atkvæðagreiðslunni var góð, eða 81,2%, en alls greiddu 56,1 % at- kvæði gegn evrunni en 41,8% voru meðmælt. Evrópusambandslandanna þar sem framtíðarhorfurnar í efna- hagsmálum Evrópu voru ræddar. Svíar áttu engan fulltrúa þar og geta því ekki haft sín áhrif," sagði Prodi og bætti við að sigur evru- andstæðinga hefði verið meira afgerandi en hann átti von á. Sigur grasrótarinnar Andstæðingar evrunnar fögnuðu sigrinum innilega og sagði Ulla Hoffman, leiðtogi Vinstriflokksins, að þetta hefði verið sigur grasrótar- innar. „Fólkið hefur spyrnt við fæti og sýnt að lýðræðið kemur að neð- an en ekki að ofan," sagði Hoffman en flokkur hennar barðist harðri „grasrótarbaráttu" gegn upptöku evrunnar ásamt græningjum og öðrum stjórnarandstöðuflokkum sem vöruðu við því að með upp- töku evrunnar myndi vöruverð hækka og framlög til velferðarmála lækka. „Mér er mjög létt,“ sagði græn- inginn Carl Schlyter en andstæð- ingar evrunnar óttuðust það mjög að morðið á Önnu Lindh myndi kalla fram samúðarviðbrögð og þar með auka fylgið við evruna en segja má að Lindh hafl verið andlit „JÁ- baráttunnar" fyrir upptöku evr- unnar. Forystumenn í viðskiptalífmu voru óhressir með úrslitin og sögðu að þau myndu fyrst og fremst skaða sænskan iðnað. „Við munum krefja stjórnvöld skaðabóta," sagði einn forystumaður þeirra. Einnig fagnað eriendis Úrslitunum var einnig fagnað í öðrum Erópulöndum og þykja þau vatn á myllu andstæðinga evrunnar bæði í Bretlandi og Danmörku sem auk Svfþjóðar eru einu ESB-löndin sem ekki hafa tekið upp evruna en nýleg skoðanakönnun í Danmörku sýndi að 56% Dana eru nú hlynntir upptöku evrunnar. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sem nú stendur frammi fyrir þvf að leiða Dani inn á evrusvæðið, sagði að úrslitin í Svíþjóð breyttu engu um afstöðu hans til evrunnar. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagðist harma úrslitin í Svíþjóð en bætti við að dyrunum ekki verið lokað á Svía. „Þeir geta seinna meir ákveðið að taka upp evruna ef þeir vilja," sagði Schröd- er. Andstæðingar evrunnar í Bret- landi sögðu að úrslitin sýndu að meirihluti Svía hefði gert sér grein fyrir auknum efnahagsvanda á evru-svæðinu og því ákveðið að segja nei. „Úrslitin í Svíþjóð styðja þá af- stöðu okkar að upptaka evrunnar sé Bretum ekki til hagsbóta," sagði íhaldsmaðurinn Michael Ancram. PERSSON JÁTAR SIG SIGRAÐAN: Úrslitin þykja mikið áfall fyrir Göran Persson. Rannsóknin á morðinu á Önnu Lindh utanríkisráðherra: Lögreglan leitar að þekktum hnífamanni Sænska lögreglan leitaði í nótt að þekktum hnífamanni í tengslum við morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra. Lög- reglan telur að hann sé maður- inn sem sést á upptökum eftir- litsmyndavéla í vöruhúsinu ör- fáum mínútum áður en ráðist var á ráðherrann. „Við erum sannfærðir um að hann er í Stokkhólmi," segir lög- regluþjónn, sem vinnur við rann- sókn morðsins, við sænska blaðið Aftonbladet í morgun. „Ég held að við munum góma hann á næstu tveimur sólarhringum." Að sögn blaðsins er maðurinn rúmlega þrftugur og hefur búið í Stokkhólmi í mörg ár. Hann komst fyrst í kast við lögin á ofanverðum níunda áratug síðustu aldar. Hann hafði þá sveiflað hnífi og haft í hót- unum við fólk. Hann hefur verið dæmdur fyrir nokkur smábrot en undanfarin ár hefur lögreglan eng- ar spurnir haft af honum. Sydsvenska Dagbladet segir í morgun að umræddur maður tali sænsku og að hann hafi talað við fjölda sjónarvotta eftir að hann hafði framið ódæðið. Hnífurinn sem notaður var til að stinga Önnu Lindh f vöruhúsi í miðborg Stokkhólms á miðviku- dag var sendur í nótt til Bretlands þar sem hann verður settur í rrijög nákvæma DNA-rannsókn. Myndir af meintum ódæðis- manni voru sýndar almenningi í gær en að sögn sænsku fréttastof- unnar TT hafa lögreglunni ekki borist neinar markverðar upplýs- ingar í nótt. ÞEKKTUR HNÍFAMAÐUR: Stokkhólmslögreglan telur sig vita hver maðurinn sé sem sést á upptökum eftirlitsmyndavéla í NK-vöruhúsinu nokkrum mínútum áður en ráðist var á Önnu Lindh utanríkisráðherra og hún stungin til bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.