Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 16
76 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 TILVERA 17
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5813-550 5810
Britney Spears rauk á dyr í viðtali
Popp-beibið og mjaðmahnykkj-
arinn Britney Spears á að sögn
að hafa rokið út úr viðtali hjá
bresku sjónvarpsstöðinni
Channel 4 eftir að stjórnandinn,
Simon Amstell, hafði móðgað
hana með því að segja að hann
teldi hana klikkaða og síðan
spurt hana hvort hún notaði
megrunarpillur.
Umræddur Simon, sem er
þekktur fyrir sína brengluðu
kímnigáfu, hitti Spears í New
York og var ætlunin að sýna við-
talið í toppþættinum, Popworld.
Fíflalæti Simons, sem var ætlað
að kalla fram bros, munu hafa
farið illa í Spears sem rauk á dyr
eftir áðurnefndar glósur.
Haft er eftir Spears að henni hafi
þótt framkoma Simons móðg-
andi og spurningar hans hafi
verið bæði kvikindis- og rugl-
ingslegar.
Sagt er að upptökum hafi verið
eytt að kröfu Spears en talsmað-
ur hennar sagði að allt byggðist
þetta á misskilningi. Viðtalið
hefði aðeins verið stytt og
Spears væri ánægð með það.
Ryder trúir á sakleysi Memphis-tríósins
Vandræðaleikkonan Winona
Ryder, sem nýlega var fundin
sek um búðahnupl, er farin að
ganga með armband til heið-
urs þremur ungum mönnum
sem dæmdir voru fyrir morð en
hún telur saklausa. Um er að
ræða þá Damien Echols, Jason
Baldwin og Jessie Miskelley,
eða Memphis-tríóið, en þeir
voru handteknir og dæmdir
fýrir morð á þremur átta ára
drengjum árið 1993 þegar þeir
sjálfir voru á unglingsaldri.
Talið var að hinir myrtu hefðu
verið fórnarlömb trúarathafnar
en Ryder og fleiri Hollywood-
stjörnur, eins og Eddie Vedder
og Johnny Depp, trúa á sak-
leysi þeirra og hafa barist fyrir
því að mál þeirra verði tekið
upp. Ryder hefur látið grafa
nöfn piltanna og handtökudag
á umrætt armband. „Ég hugsa
til þeirra á hverjum degi og trúi
að þeir séu saklausir. Ég mun
ekki hætta fyrr en þeir eru
lausir," sagði Ryder en
efasemdir um sekt mannanna
vöknuðu eftir að heimilda-
mynd var gerð um málið árið
1996.
Stjörnur í Frans
Bandaríska leikkonan Holly
Hunter og leikstýran Catherine
Hardwicke voru meðal gesta á
amerísku kvikmyndahátíðinni í
Deauville á Ermarsundsströnd
Frakklands. Þær Holly og
Catherine sjást hér koma til
frumsýningar myndarinnar
Þrettán sem þær unnu saman
að. Ameríska hátíðin i Deauville
er árlegt fyrirbæri og nýtur mik-
illar virðingar í kvikmyndaheim-
inum enda keppast allar stór-
stjörnurnar við að sýna sig þar
og sjá aðrar.
KVIKMYNDIR HELGIN 12.-14.SEPT.
Sætl Fyrlr viku Titill Innkoma, helgin Innkoma alls Fjöldi bíósala
1. - ONCE UPON A TIMEIN MEXICO 23.424 23.424 3282
2. - MATCHSTICK MEN 13.087 13.087 2711
3. CABIN FEVER 8.633 8.633 2087
4. 1 DICKIE ROBERTS 5.042 12.871 2083
5. 3 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4.506 287.884 2029
6. 4 FREAKY FRIDAY 4.061 101.971 2567
7. 2 JEEPERS CREEPERS 2 3.019 31.865 2784
8. 8 SEABISCUIT 2.754 113.606 2102
9. 5 S.W.A.T 2.708 112.791 2062
10. 7 OPEN RANGE 2.706 53.482 2063
11. 10 UPTOWN GIRLS 1.403 35.496 1425
12. 9 FREDDY VS. JASON 1.387 80.539 1577
13. 6 THE ORDER 1.140 6.845 1975
14. 11 AMERICAN WEDDING 1.137 102.486 1011
15. LOST IN TRANSLATION 925 925 23
16. AMERICAN SPLENDOR 840 3.871 272
17. 12 THE MEDALLION 835 21.252 990
18 13 THE ITALIAN JOB 791 104.733 980
19 20 FINDING NEMO 636 334.702 624
20. 18 WHALE RIDER 632 19.100 15
ALLAR UPPHÆÐIRIÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA
El Mariachi vinsæll
Eins og við var að búast urðu vin-
sældir Dickie Roberts, fyrrum
barnastjörnu, endasleppar og að-
sóknin minnkaði um rúm 50% milli
helga. í efsta sætið skýst hins vegar
nútímavestrinn Once Upon a Time
in Mexico, nýjasta kvikmynd Ro-
berts Rodriguez, þar sem E1 Mari-
achi er mættur í þriðja sinn. Anton-
io Banderas leikur byssumann sem
hefur það fyrir sið að geyma vopn
sín í gítarkassa. Myndin hafði af-
gerandi yfirburði í aðsókn um helg-
ina og helsti keppinautur hennar,
Matchstick Men, var nokkuð langt
fyrir aftan hana. Sú mynd skartar
Ridley Scott sem leikstjóra og
Nicolas Cage í aðalhlutverki. I
henni segir frá tveimur svindlurum
sem eru í miðri stóraðgerð þegar
dóttir annars þeirra skýtur upp
kollinum og setur strik í reikning-
inn.
Þriðja nýja kvikmyndin, sem
vermir þriðja sætið, er unglinga-
hryllingurinn Cabin Fever. Hún
ONCE UPON AT1MEIN MEXICO: Antonio
Banderas með byssuna í gítarkassanum.
fjallar um ungmenni sem eru
innikróuð á stað þar sem
mannætuskrímsli hefur komið sér
fyrir. Sjóræningjamyndin Pirates of
the Caribbean heldur áfram að fá
mikla aðsókn og nálgast 300 millj-
óna dollara markið. Hún mun samt
ekki hafa það að ná teiknimyndinni
Finfing Nemo sem er aðsóknar-
mesta kvikmynd ársins.
Lífið í háloftum
Hin ágæta spennumynd Phone
Booth laumaði sér upp í efsta sæti
myndbandalistans og skildi eftir
tvær nýjar myndir sem urðu að
sætta sig við annað og þriðja sætið.
Önnur þessara mynda er gaman-
myndin View from the Top, þar
sem Gwyneth Paltrow leikur metn-
aðarfulla flugfreyju. Leikur hún
Donnu Jensen, smábæjarstúlku
með drauma um að verða flug-
freyja á fyrsta farrými. Er hún tilbú-
in að gera hvað sem er til að láta
draum sinn rætast. En að láta
drauma sína rætast getur verið
erfitt eins og hún á eftir að kynnast.
Hún fær aðeins vinnu til að byrja
með hjá lidu flug-
félagi sem flýgur á
milli tveggja smá-
borga. Donna fer
síðan á námskeið
þar sem heldur
betur er líf í tusk-
unum og smátt og
smátt fer eitthvað
af draumum
hennar að rætast.
Það eru margir
þekktir leikarar
sem eru í minni
hlutverkum. Má
þar nefna
Christine App-
legate, Kelly
Preston, Mark
Rufolo, Candice
Bergen og Mike
VIEW FROM THE TOP: Gwyneth Paltrow
og Kelly Preston (flugfreyjubúningum.
Myers sem leikur leiðbeinanda á
námskeiðinu.
MYNDBÖND VIKAN 8.-14. SEPT.
Sætl Áöur Tltill Vikurá lista
1. 2 PHONEBOOTH 2
2. - SHANGHAI KNIGHTS 1
3. - VIEWFROMTHETOP 1
4. 1 MAIDIN MANHATTAN 3
5. 4 NARC 3
6. 5 TWO WEEKS NOTICE 6
7. 7 HUNTED 5
8. 3 LOTR:THE TWO TOWERS 3
9. 6 JUST MARRIED 6
10. 8 THE RING 4
11. 9 NATIONAL SECRETARY 7
12. 10 CHICAGO 4
13. 13 THE PIANIST 6
14. 11 ANALYZE THAT 7
15. - ANTWONE FISHER 1
16. 17 ADAPTATION 3
17. 14 SOLARIS 3
18. 12 FINAL DESTINATION 2 5
19. 15 BLUECRUSH 2
20. 16 LIFE OR SOMETHING LIKE IT 5
segir Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur
DoktorAnna Heiða
Pálsdóttirstarfaral-
eln áskrifstofu
Alcoa í Reykjavík.
Hún þýddi hlna
nýju bók, Galla-
buxnaklúbburinn,
ogermannafróð-
ust um Harry Potter
hérálandfheldur
m.a. úti vefsíðunni:
http://www.mmedia.is
/ah/harry.htm
„Ég hef verið með íslensku síð-
una um Harry Potter í þrjú ár og ef
ég uppfæri hana ekki nógu reglu-
lega er ég alveg látin vita af því og
mér sagt til syndanna," segir Anna
Heiða hlæjandi. „Þarna eiga
krakkarnir að geta nálgast allar
fréttir af þessum vini sínum, enda
gerði ég þessa síðu til að efla
barnabókmenntir, m.a. svo að
þeir sem skrifa ritgerðir um Harry
Potter gætu nálgast þar ýmiss
konar efni.“
Minni úr gömlum
ævintýrum
Anna Heiða var nýlega með fyr-
irlestra eða örnámskeið um þenn-
an vinsæla galdrastrák á vegum
Endurmenntunarstofnunar og
voru þau mjög vel sótt. „Það er
ánægjulegt að sjá krakka draga
foreldra sína á fyrirlestra í Háskól-
anum og gaman að verða
vitni að því hversu
dugleg þau eru
5 bera fram
spurningar
f fullum
af
fólki. Ég
er
hrædd um að maður hefði ekki
verið svona burðugur sjálfur á
þessum aldri,“ segir hún. En
hvaða skýringar hefur hún á vin-
sældum Harrys Potters?
„Joanne Rowling leikur sér að
alls konar hugmyndum og tekur
minni úr ævintýrum þegar hún
skrifar Harry Potter. Það er til
dæmis margt líkt með honum og
öskubusku. Persónunni er í upp-
hafi sýnt óhugnanlegt óréttlæti,
maður fær strax samhug með
henni og óskar þess af heilum hug
að hún fái uppreisn æru, verði sig-
urvegari. Þetta hafa ævintýrin gert í
gegnum tíðina og þannig er það
með Harry Potter. Meðal annars
þess vegna er hann svo vinsæll.
Það má finna samsvörun með hon-
um og Hans og Grétu, sem ekki
fengu að alast upp hjá foreldrun-
um, líka litla ljóta andarunganum,
sem uppgötvar um síðir að hann er
svanur, og Mjallhvíti sem elst upp
hjá vondu stjúpunni."
Höfundurinn kemst
ekki út fyrir dyr
- En hvað er nýtt að frétta af
Harry Potter og höfundi hans?
„Strax eftir að nýjasta bókin kom
út sat Rowling fyrir svörum í Royal
Albert Hall, í beinni útsendingu á
Netinu. Þar kom margt skemmtilegt
fram, til dæmis að þegar hún hefði
lesið upp úr fýrstu bókinni hefðu
birst tvær hræður í búðinni og
starfsfólk verslunarinnar vorkennt
henni svo mikið að það kom líka til
að hlusta. Nú þýðir ekkert fyrir hana
að reyna að hafa upplestur. Það fer
allt á annan endann. Fyrstu bæk-
urnar voru handskrifaðar og hún
elskar að sitja á kaffihúsi með blokk
og penna en það er vonlaust fyrir
hana síðan hún varð svona fræg.
Hún er eiginlega hætt að geta farið
út fýrir dyr."
- Situr hún þá ekki bara inni og
pikkar næstu bók?
„Jú, og hún hefur lfka tekið virk-
an þátt í kvikmyndagerðinni. Nýr
leikstjóri hefúr verið fenginn að
þriðju myndinni, hann heitir Cu-
arez og er mexíkóskur. Sænskur
blaðamaður, sem fékk að vera við-
staddur tökur í útjaðri London, sá
sama atriðið tekið nítján sinnum
áður en leikstjórinn varð ánægður
svo að hann virtist vandvirkur. Cu-
arez leyfir sér líka að breyta ýmsu.
Nú sést Hermione í þröngum bol
ANNA HEIÐA' „Það er ánægjulegt að sjá krakka draga foreldra sína á fyrirlestra í Háskólanum og gaman að verða vitni að því hversu dug-
leg þau eru að bera fram spurningar ífullum sal af fólki." DV-mynd ÞÖK
og gallabuxum en í fýrri myndun-
um voru krakkarnir alltaf í gamal-
dags skólabúningum."
- Veistu hvenær búist er við
næstu bók?
„Það var rekið svo mikið á eftir
Rowling með síðustu bók að hún
vill ekki gefa upp hvenær næsta er
væntanleg en hún er byrjuð á
henni. Það á að verða sú næstsíð-
asta en hún er þegar búin að skrifa
lokakafla síðustu bókarinnar.“
Góð saga um fjórar steipur
- Segðu okkur nú aðeins frá
Gallabuxnaklúbbnum?
„Já, það er skemmtileg og góð
saga um fjórar stelpur. Ein þeirra á
gallabuxur sem þær passa allar í og
ákveða að skiptast á um. Stúlkurn-
ar fara hver í sína áttina en við fylgj-
um hverri og einni þann tíma sem
hún hefur gallabuxurnar. Sagan
hefur notið gríðarlegra vinsælda
víða og verið er að kvikmynda
hana. Svo er komið framhald sem
ég er byrjuð að þýða. Ég hafði áður
þýtt bækurnar Gyllta áttavitann,
Lúmska hnífinn og Skuggasjónauk-
ann eftir Philip Pullman. Það eru
dáiítil viðbrigði að fara úr bresku
fantasíumáli f bandarískt nútíma-
mál en spjallrásir um Harry Potter
sem ég les reglulega, hjálpuðu mér
og svo líka áhorf á vinsæla ung-
lingaþætti, Friends og fleiri.
Harry Potter fyrirlestur í
Fjarðabyggð
Anna Heiða er doktor f barna-
bókmenntum frá breska háskólan-
um University Worcester. En
hvernig datt henni í hug að ráða sig
hjá Alcoa?
„Ég útskrifaðist í október 2002 og
var að leita mér að starfi. Ég fékk
ekki kennslu við háskólana og eftir
að hafa kynnt mér fýrirtækið Alcoa,
meðal annars stefnu þess í um-
hverfismálum, þá ákvað ég að
sækja um. Mér til undrunar var ég
valin úr 200 manna hópi og þetta er
mjög fjölbreytt og skemmtilegt
starf. Ég þekkti ekki til í Fjarða-
byggð áður, en finnst yndislegt að
kynnast staðnum og fólkinu fýrir
austan. Ég hef meira að segja verið
beðin að vera með Harry Potter fyr-
irlestur þar og ætía að slá til.“
gun@dv.is
Listamenn hittust oq
Það var létt yflr hópnum sem
hittist á laugardaginn var og minnt-
ist þrjátíu ára útskriftarafmælis úr
Myndlista- og handíðaskóla fs-
lands. Þetta var fýrsti hópurinn
sem gekkst undir inntökupróf í
þann skóla, það er árið 1969, og
hann hefur plumað sig vel í listinni
allar götur síðan. Upphitunarpartí
var í hinu nýja galleríi Sjafnar Har
við Skólavörðustíginn og svo var
haldið í miðborgina og snætt á veit-
ingahúsinu Caruso. Að sjálfsögðu
fengu makar og kennarar að taka
þátt í gleðinni. Gamli skólastjórinn,
Hörður Ágústsson, kom þó ekki en
sendi skeyti og hið sama gerði
Bjöm Th. Björnsson. Bragi Ásgeirs-
son mætti hins vegar og var vel
fagnað.
gun@dv.is
LANGFERÐAFÓLKIÐ: Þau komu alla leið frá Svíþjóð til að hitta LILLURNAR: Þau voru yngst í bekknum, Sjöfn Har, Áskell Másson
gömlu skólasystkinin, Sigrún Sverrisdóttir, Sigríður Þórisdóttir og Gunnhildur Pálsdóttir.
myndlistarkennari og Magnús Sæmundsson.
kættust
Á GÓÐRI STUND: Magnús Kjartansson, Sigríður Búadóttir, Áskell Másson, Kogga, Bragi Ásgeirsson, Sjöfn Har, SigurðurTómasson og
Steinunn Bergsteinsdóttir.