Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 DVSport Keppni I hverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Síml: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Kemur ekki á óvart HANDKNATTLEIKUR: ÍBVer spáð sigri í REMAX-deild kvenna á komandi tímabili og það virtist ekki koma Aðal- steini Eyjólfssyni, þjálfara liðs- ins, í opna skjöldu. „Við erum náttúrlega (slands- meistarar og það þarf ekkert að koma manni á óvart að þeim sé spáð sigri í svona spá. Við höfum styrkt okkar lið og það er ekkert annað sem kem- ur til greina en að vinna þá titla sem í boði eru." Aðspurður sagði Aðalsteinn að þetta setti ekki neina auka- pressu á liðið því að það væri mikill metnaður í liðinu til að vinna. Aðalsteinn sagði að honum lit- ist vel á deildina og taldi hann að hún hefði sjaldan eða aldrei verið eins sterk. „Mér finnst mörg lið hafa styrkt sig i sumar og forráðamenn liðanna eru farnir að leggja mikla vinnu í að styrkja sín lið. Það gerir bara deildina betri og sterkari og breiddina meiri og hlýturað hjálpa kvennahand- boltanum þegartil lengri tíma er litið," sagði Aðalsteinn Eyj- ólfsson, þjálfari ÍBV. íaiiLÍ; 'i. BJARTSÝNN: Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari IBV, er bjartsýnn. Eðlileg spá sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka Það er engin nýlunda að Viggó Sigurðssyni og læri- sveinum hans í Haukum sé spáð sigri í deildinni í hinni árlegu spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara liðanna fimmtán sem eru í deildinni. Yfirburðir liðsins í spánni voru miklir þetta árið og sagði Viggó Sigurðsson að honum þætti þetta nokkuð eðlileg spá. „Ég held að þetta sé nokkuð eðlileg spá og kemur mér ekkert á óvart. Við erum íslandsmeist- arar og ef eitthvað er þá fmnst „Það er ekki eins og við séum að fara að sigla einhvern róleg- an sjó í deildinni mér við vera með öflugra iið í ár heldur en í fyrra. Við höfum fengið mjög öflugan Litháa og auk þess erum við með mjög marga unga stráka sem eru ár- inu eldri en í fyrra og ég bind miklar vonir við þá.“ Viggó sagðist spurður ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af nýja leikjafyrirkomulaginu. „Ég vil nú kannski ekki vera neitt neikvæður í byrjun en ég er algjörlega á móti þessu fyrir- komulagi og ég tel það vera hættulegt að við skulum vera að byrja deildarkeppni í febrúar þar sem eitt lið er með tólf stig í byrj- un en hitt eitt stig. Það geta kom- ið skil í þá deild strax og ég lít á þá deild sem er að byrja á morg- un [innsk. blm. í dagí sem for- keppni að forkeppni og tel að það hefði átt að breyta fyrir- komuiaginu og spila bara eina fimmtán liða deild þar sem liðin spiluðu aðeins tvöfalda umferð með 28 leikjum," sagði Viggó Sigurðsson. Á von á spennandi deild Viggó sagðist eiga von á spennandi og góðri deild þar sem mörg góð lið væru í deild- inni. „Það er ekki eins og við séum að fara að sigla einhvern lygnan sjó í deildinni. Það á mikið eftir að gerast, við eigum eftir að spila marga leiki bæði hér heima og í Evrópukeppninni auk þess sem Evrópumótið hjá landsliðinu í Slóveníu verður spilað i lok janú- ar. Það á því ýmislegt eftir að gerast áður en úrslitin verða ljós. Mér sýnist sem Valsmenn muni verða mjög sterkir á komandi tímabili, sérstaklega þegar þeir verða búnir að fá Bjarka Sigurðs- son til baka eftir meiðsl. Ég hef einnig trú á að ÍR-ingar „Ég er algjörlega á móti þessu fyrirkomu- lagi og tel það vera hættulegt." og KA-menn verði sterkir ívetur, sem og FH-ingar og Framarar, og svo veit maður aldrei hvernig Grótta/KR kemur út. Ef liðið nær sér á strik getur það verið stór- hættulegt. Síðan eru margir ung- ir leikmenn að koma fram og það er frábært fyrir íslenskan handknattleik og ég á von á spennandi deild þó að ég telji fyrirkomulagið ekki vera spenn- andi. oskar@dv.is IBYGGINN: Viggo Sigurðsson, þjálfari Hauka, fylgist hér með á fundinum í 9*®1". DVmvnili. SAMNINGUR HANDSALAÐUR: Slgurjón Pétursson, vararformaður HSÍ, og Benedikt Geirsson, fram- kvœmdastjóri REMAX, handsala hér samstarfssamn inginnígær. Kt' T" DV-mynd E. Úl. ^ \ j 1. Haukar 538 2. Valur 495 3. ÍR 459 4.KA 427 5.HK 387 1 6. Fram 352 7.FH 341 8. Grótta/KR 313 | 9.Víkingur 272 10. Stjarnan 219 ll.fBV 179 12. Þór, Ak. 176 13. Selfoss 115 14. Afturelding 97 15. Breiðablik 69 Kynningarfundur HSÍ fyrir efstu deildir karla og kvenna í handknattlé Haukum og ll spáð sigri í ve i spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna Karlaliði Hauka og kvennaliði ÍBV var í gær spáð sigri í efstu deild- um karla og kvenna í spá forráða- manna, fyrirliða og þjálfara á kynn- ingarfúndi HSÍ sem haldinn var á Nordica-hótelinu. Haukar, sem hafa titil að verja, höfðu töluverða yfirburði í karla- flokki en fjögur efstu liðin, Haukar, Valur, ÍR og KA, skáru sig nokkuð úr. Nýliðum Breiðabliks er spáð neðsta sætinu sem kemur ekki mikið á óvart. Spilað verður eftir nýju leikjafyr- irkomulagi í karladeildinni í vetur. Fimmtán lið eru í deildinni og er henni fyrst skipt í tvo riðla, norður og suður. Fram að jólum leika liðin í þessum riðlum tvöfalda umferð og fara fjögur efstu liðin f norður- riðli og fjögur efstu liðin í suðurriðli áfram í í svokallaða úrvalsdeild en hin lið fara í 1. deild. Liðin, sem fara í úrvalsdeild, taka með sér stigin og Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er reynt og eru skoðan- ir manna á því mjög skiptar. innbyrðis árangri við hin liðin sem fylgja þeim en liðin sem fara í 1. deild gera það ekki heldur byrja öll á núlli. Það er bæði leikin tvöföld um- ferð f úrvalsdeild og 1. deild og verða krýndir deildarmeistarar í báðum deildum. Sex efstu sætin í úrvalsdeild og eitt í 1. deild gefa sæti í hinni hefðbundnu úrslita- keppni en liðið sem hafnar í sjö- unda sæti í úrvalsdeild mætir lið- inu sem hafnar í öðru sæti í 1. deild í leikjum um síðasta sætið í úrslita- keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er reynt og eru skoðanir manna á þvf mjög skiptar. Sumir segja að deildin muni koma til með verða meira spennandi og leikjum sem ekki skipta máli muni fækka. Aðrir eru ósammála þessu en það er þó ljóst að tíminn einn mun leiða í ljós hvernig skipulagið verkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.