Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sér til birtingar.
Viðbrögð á morðstað
Halldór Gíslason skrifar:
Fréttir frá Svíþjóð vekja mikinn
ugg og viðbjóð. Ekki bara morð-
ið á ráðherranum, líka morð á
barni á leikskólavelli þar í landi.
Næsta ótrúlegt að í Svíþjóð sé
mesta glæpatíðni á öllum Norð-
urlöndunum - um 900 morð ár-
lega. Morðið á ráðherranum í
verslun fullri af fólki vekur upp
þá spurningu hvernig fólk
bregst við á morðstað. Enginn
hreyfir legg né lið gegn óbóta-
manninum. Lamast fólk af ótta?
Ég veit ekki, hef ekki orðið vitni
að morði, en ég held (og endur-
tek; held) að ég yrði svo
ofsareiður að ég legði samtund-
is til atlögu við mannfjandann. -
Eða er „áfallahjálpin" orðin hald-
reipi í huga fólks?
Skattaáþján
Margrét Guðmundsdóttir skrifar:
Ég er engin stóreignamanneskja
en hef reynt að leggja fyrir eftir
minni getu gegnum öll þau ár
sem ég hef lifað. Einnig keypt
hlutabréfeða svokölluð verðbréf
þegar ég hef átt afgang frá
skylduútgjöldum. Skattlagning á
þetta er nú 10%. Ég tel það ekki
ósanngjarnan skatt. Hitt er
ósanngjarnt að greiða allt að
40% í tekjuskatt, óhóflegan fast-
eignaskatt og skylduskatt til
tryggingafélags í byrjun hvers
árs. Tekjuskatturinn er auðvitað
ekkert annað en eignaupptaka
og eignaskatturinn er ekki enn
horfinn þrátt fyrir loforð þar um.
Nú vil ég skora á stjórnvöld að
létta skattaáþján launþega með
afnámi tekjuskatts af tekjum
undir t.d. 200.000 kr. á mánuði.
Spítalarekstur á fjáraukalögum
SK0ÐUN
Geir R. Andersen
blaðamaður skrifar:
Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni
ætla að leggja til við Alþingi að
rekstur Landspítala-Háskóla-
sjúkrahúss verði framlengdur
óbreyttur með fjáraukalögum.
Ekki minna en 930 milljónir
verði veittar til að styrkja rekst-
urinn.
Ég kalla þetta djarft teflt því að
eftir fyrstu sjö mánuði þessa árs var
LSH komið rúmar 660 milljónir
fram úr fjárheimildum og spár uppi
þess eðlis að halii ársins alls gæti
numið 1,5 milljörðum króna.
Það er fyrst og fremst stjórnar-
nefnd Landspítala-Háskólasjúkra-
húss sem leggur áherslu á að
tryggja óbreyttan rekstur þessa
stóra sjúkrahúss. Ráðherrarnir eru
svo lítið annað en handbendi
stjórnarnefndarinnar.
Fieiri nefndir?
Enginn í pólitík vill þola ákúrur
fyrir vonsku við veika og því fer sem
fer - allt eða ekkert - og áfram ekur
sjúkravagninn þótt næstum þrjú
hjól séu undan honum. Álit stjórn-
arnefndarinnar er það að ekki verði
gengið lengra í lækkun útgjalda án
þess að það komi niður á núver-
andi þjónustu spítalans. Og enn
fremur að fjárframlög til spítalans
að undanförnu (hvað sem orðin
„að undanfömu“ þýða) hafl ekki
fylgt auknum og þyngri verkefnum.
Stjórnvöld ætla því að bregðast
við ótt og títt og tilnefna starfs-
nefnd - ekki eina heldur tvær - um
málefni LSH og segjast vænta mik-
ils af störfum þeirra. Það er eins og
skattgreiðendur hafi einhvern tíma
LANDSPlTALI-HASKÓLASJÚKRAHÚS: Það á ekki eitt yfir alla að ganga á spítala frekar en á hóteli.
áður heyrt að „starfsnefndir" verði
skipaðar til að huga að málefnum
spítalans.
Það er eitt besta ráð stjórnvalda í
hverju landi að skipa nefnd á nefnd
ofan til að koma sér hjá því að taka
á málunum. Sannleikurinn er auð-
vitað sá að málefni Landspít-
ala-Háskólasjúkrahúss em komin í
þrot og allt má það rekja til linku og
þróttleysis stjórnmálamanna sem
hafa farið með heilbrigðis- og fjár-
málin gegnum tíðina.
Spítali - hótel
Núna er sem sé ekkert annað í
pípunum um málefni LSH en nýjar
starfsnefndir sem munu ekki kom-
ast að neinu öðru en því að sam-
dráttaraðgerðir í starfsemi LSH
muni leiða til uppsagna starfsfólks
og skerðingar þjónustunnar. Og
það sé ekki vænlegt til frambúðar!
Til frambúðar má því búast við
áframhaldandi rennsli fjár til heil-
brigðismála upp á þetta 900 millj-
ónir og eitthvað yfir milljarðinn á
fjáraukalögum næstu ára.
Einhver mun áreiðanlega segja
sem svo: Hvað er þessi maður að
skrifa um, þekkir hann eitthvað til
spítalareksturs, vill hann skera nið-
ur heilbrigðisþjónustu við lands-
menn? Nei, auðvitað þekki ég ekki
nógu vel til mála LSH. Ég líki samt
spítalarekstri einfaidlega við hótel-
rekstur þar sem gestum er boðið
upp á mismunandi herbergi, verð-
lag, aðbúnað og viðurgjörning, allt
eftir því hvers eðlis dvöl þess er
sem kaupir þjónustuna.
Það sama á við um spítala. Þar
verður allt að vera til reiðu og tilbú-
ið til notkunar vegna þeirra sem
þangað leita vegna alvarlegra sjúk-
dóma eða slysa. Það kostar fjár-
muni og af því eigum við samborg-
ararnir að standa straum. Aðrir,
sem minni þjónustu þarfnast,
þurfa ekki á dýrum aðbúnaði að
halda og eiga ekki heldur að fá að-
gang að honum.
Það á því ekki eitt yfir alla að
ganga á spítala frekar en á hóteli.
Það er engin þörf á lúxusaðbúnaði
fyrir mikið veikt fólk að öðru leyti
en sem tekur til fagmenntaðs fólks
og tækni eins og þeirrar sem það
notar. Ekki er heldur nein þörf fyrir
lúxusaðbúnað eða þjónustu fyrir
þá sem koma til skammtímavistun-
ar. Viðmót og þægindi verða ektó
flokkuð eftir opinberum fjáraustri.
Forganga ráðherranna
Innritunargjöld á LSH eru ekki
bara hugsanleg, þau eru sjálfsögð.
Einnig greiðsla sjúklinga fyrir mat
og kaffi. Sjúklingar eiga ekki að fá
frítt fæði við það eitt að leggjast inn
á stofnun. Fríðindi í heilbrigðiskerf-
inu eru orðin skrípaleikur og þar
þarf einmitt að beita niðurskurði en
ekki árlegum fjáraukalögum.
Sannleikurinn er auðvit-
að sá að málefni Land-
spítala-Háskólasjúkra-
húss eru komin íþrot og
allt má það rekja til
linku og þróttleysis
stjórnmálamanna sem
hafa farið með heil-
brigðis- og fjármálin
gegnum tíðina.
Það stendur nú fjármálaráðherra
og heilbrigðisráðherra næst að
leggja af vangaveltur um að veita
930 milljónir króna til að styrkja
rekstur Landspítalans og leggja
fremur til að stjórnarnefnd og
starfsnefndir sýni þann styrk að
ráðast í stórfelldar samdráttarað-
gerðir í starfsemi LSH. Þær eru
óhjákvæmilegar einmitt nú. - Eða á
ekki að vera heil brú í þessum
farsa?
Ný sáttasemjari
Guðjón Jónsson skrífar:
Ég tek undir
með formanni
Kennarasam-
bands íslands
sem telur ekki
mikla visku
fólgna í því að
ÁSMUNDUR STEF- skiPa fyrrver-
ANSSON HAG- andi verkalýðs-
FRÆÐINGUR: Er leiðtoga, sem
hann sá sem koma síðar varð
skal eða eigum við bankastjóri, í
að vænta annars? starf ríkissátta-
semjara. Raunar skilur maður
ekki hvaðan á þau stendur veðr-
ið, Samtök atvinnulífsins og ASÍ,
að óska eftir því að Ásmundur
Stefánsson, sem ber ávallt stimp-
il vinnudeilna eftir forystu í ASÍ,
verði æðsti maður í „Karphús-
inu“. Ekki hafa fjölmiðlar mikið
flaggað þvf hverjir sótt hafa um
auk Ásmundar Stefánssonar. Lík-
lega bara landlæg þjónkun við
stóru samtökin á vinnumarkað-
inum. En vitað er að fleiri sóttu
um, þ. á m. þekktur lögmaður,
Ásdís Rafnar hrl. Mér þykir það
góður kostur að fá þá sómakonu í
starf sáttasemjara. Get ekki séð
Ásmund fyrir mér í þessu starfí.
Hann hefur þegar lokast inni í
fílabeinsturni valdabrölts og fjár-
málaumsvifa. - Og svo sóttu fleiri
um. Kannski drattast fjölmiðlar
til að birta nöfnin áður en þessar
línur komast á prent.
Nýlega las ég frétt þess efnis að
útgefendur hljómdiska í Bandaríkj-
unum ætluðu að lækka verð á
hljómdiskum þar í landi, þannig að
algengt listaverð þar færi úr 17 doll-
urum - um 1.360 krónum - niður í
Verð á hljómdiskum allt of hátt
Örn Jónasson skrífar:
Ég verð að segja að mér finnst
verð á hljómdiskum allt of hátt
hér á landi. Venjulegt listaverð
á nýlegum vinsælum diskum
hér á landi er um 2.300 krónur
og algengt tilboðsverð er í
kringum 1.600 krónur.
Eina ráðið til að færa
sölu á hljómdiskum
meira hingað til lands
væri að mínu mati að
lækka söluverð þeirra
hér tilþess að gera það
sambærilegt við
það verðlag sem
tíðkast erlendis.
um 13 dollara stykkið svarandi til
rúmlega 1.000 króna. Annað dæmi
um verðlag á hljómdiskum erlendis
er verð á hljómdiskum í Danmörku
þangað sem margir íslendingar
HLJÓMDISKAR: Verðlag sannarlega hátt hér og skaðar alla viðkomandi, jafnt söluaðila sem neytendur.
ferðast. Þar í landi er algengt lista-
verð 159 danskar krónur eða um
1.900 íslenskar krónur og algengt
tilboðsverð þar í landi er um 99
danskar krónur á nýlegum vinsæl-
um diskum eða um 1.200 íslenskar
krónur.
Ekki veit ég hvernig verðmyndun
á hljómdiskum hér á landi er hátt-
að sem gerir það að verkum að
verðlag á hljómdiskum er svo hátt
sem raun ber vitni. Ef til vill er um
fákeppni í innflutningi og sölu að
ræða sem gerir það að verkum að
hægt er að halda uppi háu verði hér
á landi.
Þetta háa verðlag á hljómdiskum
hér á landi gerir það að verkum að
mikill tónlistarunnandi eins og ég
kaupi þessa vöru erlendis þegar ég
er á ferðalögum þar og er ég senni-
lega ekki sá eini sem hefur þann
háttinn á. Því miður fyrir söluaðila
hér á landi. Eina ráðið til að færa
sölu á hljómdiskum meira hingað
til lands væri að mínu mati að
lækka söluverð þeirra hér til þess
að gera það sambærilegt við það
verðlag sem tíðkast erlendis. -
Verðlag hljómdiska er sannarlega
hátt hér og skaðar alla viðkomandi,
jafnt söluaðila sem kaupendur.