Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.2003, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 29 Hef mikla trú á þessu skipulagi HANDKNATTLEIKUR: Guð- mundurGuðmundsson, land- liðsþjálfari í handknattleik, sagði í samtali við DV Sport í gaer að honum litist gífurlega vel á þetta nýja fyrirkomulag sem prófa ætti í vetur og að hann væri ekki í vafa um að deildin yrði betri fyrir vikið. „Mér líst mjög vel á þetta fyrir- komulag. Ég held að þetta hafi verið besta lausnin sem var uppi á borðinu gagnvart þeirri stöðu að gera fyrri hluta móts- ins spennandi. Núna skiptir hver einasti leikur máli fyrir lið- in og strax eftir riðlakeppnina þá jafnast styrkleikamunurinn á liðunum, þegar þeim er skipt í úrvalsdeild og 1. deild. Mér líst því vel á þetta fyrirkomulag og sé enga ástæðu til þess að það gangi ekki." Guðmundur sagði að það hefði fátt komið honum á óvart varðandi spána í karla- deildinni. „Það kom mér eiginlega mest á óvart að sjá Stjörnuna svona neðarlega en það ber þó að hafa í huga að Sigurður Bjarna- son og Gústaf Bjarnason hafa báðir verið meiddir. „Haukar eru með gífurlega sterkt lið en annars var ég mjög ánægður með það sem ég sá hjá íslensku liðunum í Reykjavík Open var mjög já- kvætt. Valur stóð í hinu geysi- sterka liði Magdeburg, KA var að spila vel og almennt er mjög góður gangur í hand- boltanum hér heima," sagði Guðmundur. SPÁ FYRIR REMAX KVENNA 1.IBV 2. Haukar 3. Valur 4. FH 5. Stjarnan 6. Grótta/KR 7. Víkingur 8. Fram 9. KA/Þór 10. Fylkir/ÍR 240 215 214 160 155 128 84 75 62 41 lr fórframígær: tur ígær ÍBV hefur einnig titil að verja í kvennaflokki. Eyjastúlkur höfðu nokkra yfirburði í spánni en í næstu sætum komu Haukar, Valur og FH. Tíu lið eru í efstu deild kvenna og munu þau spila þrjár umferðir og síðan munu átta efstu liðin spila í úrslitakeppni. Samið við REMAX HSÍ tilkynnti einnig á fundinum að sambandið hefði gert samning við fasteignasöluna REMAX um að vera styrktaraðili efstu deildar karla og kvenna á næsta keppnistímabili og munu deildarnar heita REMAX- deild karla og REMAX-deild kvenna. oskar@dv.is Breytt fyrirkomulag Tvö lið úr hverjum riðli fara í 16-liða útsláttakeppni Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum í riðlum E-H. Alls er spilað í átta fjögurra liða riðlum í 1. umferð deildar- innar en síðan breytist fyrir- komulagið miðað við það sem áður var. Þá fóru tvö efstu liðin í hverjum riðli í fjóra fjögurra liða riðla og síðan tvö efstu liðin úr hverjum riðli í 8-liða úrslit. Nú hefur því hins vegar verið breytt til að minnka álagið á leikmönnum og í stað þess að fara í milliriðla fára tvö lið úr riðlunum átta beint í 16-liða út- sláttakeppni. Tvö ensk lið, Chelsea og Manchester United, verða í eldlín- unni. Manchester United tekur á móti grfska liðinu Panathinaikos á Old Trafford en Chelsea sækir Sparta Prag heim. Manchester United er í E-riðli ásamt Panathinaikos, Rangers og Stuttgart. Paul Scholes og Roy Keane verða að öllum líkindum ekki með Manchester United í leiknum vegna meiðsla. Ranger fær Stuttgart í heimsókn á Ibrox. Stuttgart hefur gengið vel í þýsku deildinni og heíúr mark- vörður liðsins, Timo Hildebrand, meðal ananrs haldið marki sínu hreinu í 555 mínútur. Stjörnum prýtt lið Real Madrid tekur á móti Marseille í F-riðli. All- ar helstu stjörnur Real Madrid eru heilar en miðjumaðurinn Esteban Cambiasso meiddist í stórsigrinum gegn Valladolid um helgina og verður sennilega ekki með. Marseille vann auðveldan sigur á Le Man, 5-0, í frönsku deildinni um helgina en Alan Perrin, þjálfari Marseille, gerði sér þó grein fyrir því að leikurinn gegn Real Madrid yrði miklu erfiðari Ranieri vill meira Claudio Ranieri, þjálfari Chelsea, hvíldi Juan Sebastian Veron, Wayne Bridge og Glenn Johnson um helgina gegn Tottenham til að hafa þá klára fyrir leikinn gegn Sparta Prag. Ranieri hefur ekki verið sáttur við spilamennsku manna sinna það sem af og krefst þess að þeir sýni meira. Evrópumeistarar AC Milan taka á móti Ajax í Mílanó og vonast Ron- ald Koeman, þjálfari Ajax, eftir því að hans menn komi á óvart. „Ég veit að þetta verður mjög erf- iður leikur en það er allt hægt í knattspyrnu. Þeir eru meistararnir og pressan er öll á þeim,“ sagði Koeman. oskar@dv.is MtlMAKAK tVKOKU: L«iknu>nn AC lyHa liéi Lvrúpubikonv um U>kk fyrlr oö í*d v«)M i urftlUo |«ik im»i**t£*VatlttildnunM.u » vor GULUR, GLAÐUR OG ELDHEITUR UNITED-MAÐUR: „Ég er eldheitur Manchester United maður en heima er ég gulur og glaður" segir Sigurður Maríus Sigurðsson sem var sá heppni í enska tippleiknum en hann vann í 3. umferð. Reyndar voru nokkrir með alla leiki réna en Sigurður var dreginn úr hópi sigurvegara. „Ég er (A-maður og hlakka til að sjá liðið spila í undanúrslitum bikarsins. Reyndar hefði ég viljað fá KR áfram upp á rétta stemningu í úrslitaleiknum." Sigurður fékk í verðlaun glæsilegar íþróttavörur frá Jóa útherja.Tippleikurinn er gríðarlega vinsæll og nú verða notendur leiksins óðfluga 2000 manns og verður sá 2000. að skrá sig verðlaunaðan sérstaklega, en það gæti gerst á næstu dögum. X. %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.