Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Side 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 ÖTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRIT5TJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrrSTJÓRl: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvlk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Barnabókaverðlaun til verkfræðings - frétt bls.4 Fótboltamenn grunaðir um hópnauðgun - frétt bls. 6 Skákvakningin heldur áfram hér á landi - Skoðun bls. 15 Svona var sumarið hjá ÍBV og Grindavík - DVSportbls. 30-31 Finnlandsævintýri Kaupþings Búnaðarbanka Fréttir bls. 8 og 9 Kæra nágrannann fyrir hundahrotur Rúmeninn Varga Attila, íbúi í íbúðablokk í bænum Cluj Napoca í Rúmeníu, hefúr verið ákærður af nágranna sínum vegna þess hve hundurinn hans, Sumo, hrýtur hátt á nóttinni. Nágranninn kvartar yfir því að hann geti ekkert sofið þegar hundurinn sofnar og heyrist háar hrotumar um alla blokkina. Annar fbúi í blokkinni, Iuliu Popa, sagði í viðtali við bæjar- biaðið að hroturnar í hundinum væm svo háar að það tmflaði öryggiskerfið í íbúðinni hans. Maður sem býr f íbúð á neðri hæð segist þegar hafa lagt fram tvær kæmr en án árangurs. Það var ekki fyrr en húsfélagið lagði fram kvörtun að rétturinn samþykkti að taka málið fyrir og er nú beðið úrskurðar. Hassið út um LÖGREGLA: Lögreglan í Reykja- vík veitti bifreið eftirför á laugar- dagskvöld en grunur lék á að ökumaður væri viðriðinn fíkni- efnamál. Raunar hafði lögregla haft afskipti af tveimur biium vegna sama gruns en ekki vildi betur til en svo að þegar laganna verðir ætluðu að ræða við annan ökumanninn gaf hann allt í botn og ók af stað af miklu offorsi svo gluggann að við lá að lögreglumaður yrði fyrir bílnum. Lögreglumenn veittu bifreiðinni eftirför, sem fyrr segir, og náðist bíllinn við Arnar- bakka. Við eftirförina sást hvar ökumaður kastaði út böggli sem reyndist vera fullur af hassi. I kjöl- farið gerðu lögreglumenn húsleit hjá ökumanninum og fannst þar meira af fíkniefnum, fíkniefnatól og töluvert magn peninga. Kviknaði í samfestingi ELDSVOÐI: Eldur kom upp í fatageymsu Jarðvéla við Bakkaþraut í Kópavogi á fyrsta tímanum í nótt. Starfsmenn fyrirtækisins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins og síðan var húsið reykræst. Skemmdir eru ekki taldar verulegar. Að sögn slökkviliðs er talið að upptök eldsins megi rekja til þess að starfsmaður var að rafsjóða fyrr um daginn og talið er að glóð hafi hrokkið í samfesting hans. Maðurinn yfirgaf vinnustaðinn um sexleytið og hengdi þá samfestinginn í fatageymslu. Eldurinn kraumaði fram eftir kvöldi og mildi þykir að menn skyldu verða eldsvoðans varir svo snemma sem raun var. Vinnumálastofnun skoöar launagreiðslur Impregilo Vill fylgjast með út- borgun á morgun KÁRAHRJÚKAR: Styr hefur staðið um launagreiðslur til starfsmanna ítalska verktakans Impregilo og undirverktaka vegna vinnu á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Vinnumála- stofnun yfirfer nú gögn frá fyrirtækinu en vill að fulltrúar stofnunarinnar verði viðstaddir útborgun launa hjá Tecnoservice á morgun. DV-mynd GVA Vinnumálastofnun segir að ver- ið sé að yfirfara gögn um laun starfsmanna Impregilo S.p.A. Fer stofnunin fram á að fulltrúi hennar verði viðstaddur út- borgun launa til starfsmanna Tecnoservice 1. október, vegna vinnu í september. f gögnunum, sem Vinnumála- stofnun voru afhent sl. fimmtudag, kemur fram að starfsmenn Tecnos- ervice srl. hafa enn ekki fengið greidd laun vegna starfa sinna hér á landi, en þeir komu til starfa í byrjun sept- ember. Eiga þeir að taka við fyrstu greiðslu launa á morgun 1. október. Af því tilefni hefur stofnunin farið þess á leit við Impregilo S.pA að fulltrúi Vinnumálastofnunar fái að vera viðstaddur útborgun launanna. Óskað hefur verið eftir að svar við þeirri beiðni berist í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 á hádegi í dag. ASÍ ókyrrist Þá lýsti Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands fslands, því yfir á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gær að þolinmæði verkalýðshreyf- ingarinnar gagnvart Impregilo sé á þrotum. Verkalýðshreyfingin mun ekki ltða að Impregilo verði veittur afsláttur á gildandi kjarasamning- um. Fyrirtækinu beri að fara eftir þeim leikreglum sem hér gilda. Ef ekki tækist að leysa málin á næstu dögum yrði það viðfangsefni í komandi kjarasamningaviðræð- um, en samningar eru lausir um áramót. Gögnin sem Vinnumálastofnun fékk afhent ná yfir launagreiðslur til erlendra starfsmanna á vegum ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo S.p.A. sem starfar við uppsetningu vinnubúða á Kára- hnjúkasvæðinu. Er verið að yfirfara gögnin og kanna hvort þær upplýs- ingar um launakjör hinna erlendu starfsmanna reynast fullnægjandi. Fundað á föstudag Samstarfsnefnd mun fjalla um málið nk. föstudag en hún starfar á grundvelli laganna um atvinnurétt- indi útlendinga. Verkalýðshreyfingin mun ekki líða að Impregilo verði veittur afsláttur á gildandi kjarasamningum. Nefndin hefur það hlutverk að fjalla um almenn álitamál varðandi útgáfu atvinnuleyfa og umsóknir um atvinnuleyfi fyrir hópa útlend- inga. í nefndinni eiga sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Vinnumála- stofnunar, Alþýðusambands fs- lands, Samtaka atvinnulífsins og Útlendingastofnunar. Mun nefnd- in m.a. fjalla um fyrirkomulag á af- greiðslu þeirra umsókna um at- vinnuleyfi sem nú bíða afgreiðslu og þeirra sem eiga eftir að berast vegna framkvæmdanna við Kára- hnjúkavirkjun. í því sambandi verður sérstaklega skoðað hvort hægt er með einhverjum hætti að tryggja að farið verði að íslenskum kjarasamningum og reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði, t.d. með því að laun verði greidd inn á bankareikninga á nafni starfs- manna hér á landi. hkr@dv.is Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra: Nýliðar spreyta sig Námstími til stúd- entsprófs verði þrjú ár er tillaga verkefnisstjórnarmenntamálaráðherra Nokkrir þeirra sem komu nýir inn á Alþingi í síðustu kosning- um koma fram fyrir hönd flokka sinna við umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra á fimmtudag. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, sem að vísu hefur áður setið á þingi sem varamaður, og Einar Oddur Krist- jánsson, auk Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Fyrir Samfylking- una tala össur Skarphéðinsson, Margrét Frímannsdóttir og nýlið- inn Ágúst Ólafur Ágústsson. Fyrir Vinstrihreyfmguna - grænt fram- boð tala Steingrfmur J. Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Backman. Ákveðið verður í hádeginu í dag hverjir tala fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Ekki náðist í Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formann Frjáls- lynda flokksins. Þingsetning á morgun Alþingi verður sett á morgun. Þingsetningarathöfnin hefst klukk- mmm an 13.30 með guðs- ■ þjónustu í Dómkirkj- Ps. unni. Séra Ólafur Jó- i hannsson, sóknar- 'jy prestur í Grensás- prestakalli, predikar Guðlaugur Þór 0g þjónar fyrir altari Þórðarson- ásamt biskupi ís- lands, herra Karli Sig- ™ 1 Forseti íslands set- y ur þingið og að því |r '"-jpl loknu tekur starfsald- AJShIH ursforseti þingsins, Ágúst Ólafur Halldór Ásgrímsson Ágústsson. utanríkisráðherra, við fundarstjórn og stjórnar kjöri forseta Alþingis. Að loknu fundar- hléi verður fjárlagafrumvarpinu og öðrum þingskjölum útbýtt, kosið í embætti varaforseta þingsins, fastanefndir þess og alþjóðanefnd- ir og loks hlutað til um sæti þing- manna. Sem fyrr segir verður stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á dagskrá á fimmtudag en á föstudag verður fyrsta umræða um fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár. oiafur@dv.is Stytting náms til stúdents- prófs hefur verið meðal stefnumála íslenskra stjórn- valda. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, kynnti í gær skýrslu verkefnisstjórnar þar sem fjallað er um áhrif styttingar náms til stúdentsprófs. í ársbyrjun 2002 efndi menntamálaráðuneytið til málþings um hugsanlega stytt- ingu og í kjölfarið var skipuð verk- efnisstjórn til að gera úttekt sem gæfi forsendur til að taka ákvörð- un um hvort, og þá hvernig, ætti að stytta námstíma til stúdents- prófs. í skýrslunni eru áhrif styttingar metin og nokkrum hugmyndum um útfærslu varpað fram. Lagt er til að námstími til stúdentsprófs verði styttur um eitt ár en til að mæta auknu kennsluálagi verði kennsludögum innan skólaársins fjölgað um tíu. Stytting náms til stúdentsprófs er grundvallar- breyting á íslensku menntakerfi og menntamálaráðuneytið vill leitast við að gefa almenningi og fagaðilum eins mikið vægi í þeirri ákvarðanatöku og mögulegt er. í því augnamiði er efnt til umræðu- þings á netinu um styttingu náms til stúdentsprófs. Umræðuþingið er haldið á Menntagátt mennta- málaráðuneytisins, www.menntagatt.is. Stefnt er að því að umræðu- þingið standi yfir fram eftir vetri og að starfshóparnir skili niður- stöðum sínum fyrir lok árs 2003. í framhaldi af því mun mennta- málaráðherra taka endanlega ákvörðun um hvort og hvernig skuli staðið að styttingu náms til stúdentsprófs. Það kemur síðan í hlut Alþingis að breyta lögum ef frumvarp þess efnis verður lagt fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.