Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003
Björgunarmenn Guðrúnar Gísladóttur alls ekki hættir
BJÖRGUN: Norska strandgaesl-
an mun taka við björgun
fjölveiðiskipsins Guðrúnar
Gísladóttur við Leknes í Noregi
og senda reikninginn til eig-
enda skipsins, útgerðarfélags-
ins Festi. Ástæðan er sögð vera
fjárskortur bjögunarsveitar
skipsins, fshúss Njarðvíkur.
Björgunarfélagið Selöy Und-
ervannsservice, sem aðstoðað
hefur (shús Njarðvíkur við
björgunina, mun vera að huga
að málshöfðun gegn því til að
fá greiddar þær 80 milljónir
króna sem það á ógreiddar.
Haukur Guðmundsson, for-
svarsmaður (shússins, segir að
norska strandgæslan vilji
hrekja þá burt, og hafi raunar
alltaf viljað það, en um 80% af
verkinu sé lokið, en staðan nú
sé sú að tryggja
ábyrgðir fyrir
framhaldinu.
Fundur þar að
lútandi sé í dag.
Þeirséu alls ekki
hættir, en þetta
fjölmiðlafár út af
málinu í Noregi
geri þeim erfitt
fyrir.
Farið fram á milljón í bætur
MÁLSÓKN: Foreldrar 12 ára
telpu krefjast þess að móðir 16
ára pilts greiði henni 1 milljón
króna í skaðabætur. Ástæðan er
sú að fram er komið að pilturinn
hafði samræði við telpuna á
heimili sínu. Samkvæmt hegn-
ingarlögunum er refsivert að
hafa samræði við yngri en 14
ára. Ríkissaksóknari hefur ákært
piltinn. Hann viðurkennir að
hafa margsinnis haft samræði
við telpuna og einnig að hafa
vitað að hún hafi aðeins verið 12
ára. Samkvæmt heimildum DV
var um ástarsamband að ræða.
Eftir að því lauk var kæra hins
vegar lögð fram. Pilturinn, móðir
hans og verjandi mótmæla
bótakröfunni sem fram er kom-
in. Réttarhald verður háð í mál-
inu fyrir luktum dyrum í október.
Hneyksli skekur bresku úrvalsdeildina í knattspyrnu:
Ung stúlka segir átta fót-
boltamenn hafa nauðgað sér
Lögreglan í London rannsakar
hvort staðhæfingar 17 ára
stúlku um hópur fótbolta-
manna hafi nauðgað henni á
hótelherbergi séu sannar.
Karlmennirnir átta eru sagðir
leikmenn liða í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu. Lundúnalög-
reglan hefur staðfest kæru
stúlkunnar við fjölmiðla en vill að
öðru leyti ekki tjá sig urri efnisatriði
málsins.
Breska dagblaðið Sun greindi
fyrst frá málinu í gær. Þar segir að
stúikan hafi verið á bar þegar hún
féllst á að sænga með einum leik-
mannanna. Þau hafl síðan haldið á
lúxushótelið, Grosvenor House, í
vesturhluta London. Hún segir
hina leikmennina sjö hafa komið
að þeim á hótelherberginu og þeir
hafi síðan hver og einn ráðist á sig
og nauðgað. Stúlkan tjáði lögreglu
að hún hafi veitt mótspyrnu en án
árangurs.
The Sun nafngreinir ekki leik-
SKUGGAMYNDIR: Þessar myndir af vangasvip átta karlmanna fylgdu frétt breska dagblaðsins The Sun sem greindi frá málinu í gær.
mennina og segir lagalegar ástæð-
ur að baki þeirri ákvörðun. Þó er
fullyrt að leikmennirnir séu al-
þekktir í heimi knattspyrnunnar og
einn þeirra leiki jafnframt með
landsliði.
Svo virðist sem einn leikmann-
anna, sá sem leikur með landsliði,
hafi bókað nokkur herbergi fyrir
hópinn. Leikmennirnir munu hafa
haldið hópinn á barnum þar sem
stúlkan komst í kynni við einn
þeirra. Sjónarvottar segja leik-
mennina hafa látið stórkarlalega,
þeir hafi veifað peningaseðlum
framan í þjóna og verið æstir í
skapi.
Tekinn á teppið
Rannsókn lögreglu er umfangs-
mikil enda málið litið alvarlegum
augum.
Sjónarvottar segja
leikmennina hafa látið
stórkarlalega, þeir hafi
veifað peningaseðlum
framan í þjóna og verið
æstir í skapi.
Fjöldi tæknimanna á vegum lög-
reglu hefur rannsakað meintan
vettvang glæpsins; fingraför og
hugsanleg lífsýni hafa verið tekin.
Hótelherberginu hefur verið lok-
að og lögreglumenn vakta hótel-
ganginn. Auk þess hefur öryggis-
gæsla hótelsins látið lögreglu í té
myndbönd úr öryggismyndavélum
og eru þau nú til rannsóknar.
Starfsfólk hótelsins hefúr verið yfir-
heyrt, þar á meðal herbergisþerna
sem talin er hafa fært áttmenning-
unum drykki upp á herbergi.
Breska dagblaðið Mirror hefur
eftir einum leikmannanna sem
sæta rannsókn að hann hafi ekki
komið nálægt nauðguninni.
„Ég kom ekki nálægt þessu,"
sagði leikmaðurinn í samtali við
blaðið. Hann kveðst ekki hafa dval-
ið á Grosvenor House um liðna
helgi. Tveir félagar mannsins sæta
einnig rannsókn og var efnt til
neyðarfundar hjá liðinu í gær.
Heimildir herma að einn leik-
mannanna hafi verið „tekinn á
teppið" hjá yfirmönnum sínum.
Eins og fyrr segir liggur ekki ljóst
fyrir hvaða leikmenn sæta rann-
sókn. Sex lið í ensku úrvalsdeild-
inni léku í London um helgina;
Arsenal, Aston Villa, Charlton,
Chelsea, Liverpool og Newcastle.
Skattleysismörk fylgja ekki launaþróun
Launafólk greiðir hærri skatta en þyrfti að vera segir í riti Hlífar
Skattleysismörk hafa ekki fylgt
launaþróun í landinu frá því að
staðgreiðslukerfi skatta var
tekið upp 1988. Vegna þessa
færist skattbyrðin sífellt neðar í
tekjustigann samkvæmt athug-
un Verkalýðsfélagsins Hlífar í
Hafnarfirði.
Er það gagnstætt því sem stjóm-
völd gáfu í skyn þegar staðgreiðslu-
kerfið var tekið upp segir í nýjasta hefi
Hjálms, riti Vlf. Hlífar. Núverandi
skattleysismörk eru 67.468 krónur en
ættu að vera 93.688 krónur sam-
kvæmt útreikningum Hlífar. Þama
munaði 26.220 krónum árið 2002 sem
ættu ekki að vera skattlagðar eins og
nú er gert. Þar af leiðir að launafólk
greiðir mánaðarlega 10.108 krónum
hærri skatta en ætti að vera ef skatt-
leysismörk hefðu fylgt launaþróun í
landinu. Á þessu ári em þetta samtals
121.296 krónur.
f riti Hlífar segir einnig að stjórn-
völd ýti á undan sér þessari öfug-
þróun og virðist engu máli skipta
hvaða afleiðingar það hefur fyrir
fólk með lágar tekjur.
Launafólk greiðir
mánaðarlega 10.108
krónum hærri skatta
en ætti að vera ef
skattleysismörk hefðu
fylgt launaþróun
í landinu.
Skattleysismörk vom 44.183
krónur árið 1988 við upphaf stað-
greiðslukerfisins. Þau hafa hækkað
hægt og bítandi en flest árin dregið
í sundur með launaþróun í land-
inu. Árið 1991 dró þó eitthvað sam-
an, en þá vantaði samt 6.891 krónu
upp á að þau næðu að halda í við
launaþróunina. Einnig dró saman
um 135 krónur á milli áranna 1997
og 1998 þegar munurinn var 17.558
krónur.
„Það sem er ljótast og siðlausast
við þetta allt saman er, að á sama
tíma og almenningur safnar skuld-
um, skuli laun þingmanna, ráð-
herra og hálaunaðra embættis-
manna vera hækkuð og skattar'
þeirra lækkaðir."
Þá er einnig bent á í riti Hlífar að
samkvæmt álagningaskrám fýrir
tekjuárið 2002 hafi nettó tekju- og
eignaskattar hækkað úr 15% í 23%
sem hlutfall af öllum skattskyldum
tekjum frá árinu 1990. Fyrir mis-
Skattleysismörk frá 1988 - 2002
og það sem upp á vantar að þau fylgi launaþróun i
landinu
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2Q00
2001
2002
SkðttkysismÓfk
44.183
49.365
53 988§
58.750
60.144
57.477
57.199
58.416
58.522
58.466
59.867
60.848
63.488
áÍ5.132
67,468
íwö sem upp ð vmtðr
—
TlMft
—
20.612
24.552
26.220
20000 40000 60000 80000 100000
muninn mætti lækka persónuaf-
slátt um 18.500 krónur, eða úr
26.825 í 45.325 krónur. Þá mætti
hækka skattleysismörk úr 69.584
krónu í 117.575 krónur.
hkr@dv.is