Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Qupperneq 14
14 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 • 1 Hættulegt og dýrt þjóðfélagsböl .... ....... Reykingar eru hættulegar, hvort heldur er einstaklingum eða samfélagi. Um það þarf ekki að deila. í niðurstöðum nýrrar skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands kemur fram að rekja megi dauðsföll 350-400 íslendinga á ári til beinna eða óbeinna reykinga. í skýrslunni er bent á að fleiri látist á ári vegna reykinga en vegna neyslu ólöglegra fíkniefna, áfengis- neyslu, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða og alnæmis samanlagt. Reykingar eru aðalsjúkdómavaldurinn í hin- um vestræna heimi. Um 3800 mismunandi efnasambönd eru í tóbaki. Þar af hafa um 400 verið rannsökuð og er talið að þau hafi öll skað- leg áhrif á heilsuna. Af þessum 400 eru 40 sann- anlega krabbameinsvaldandi. Rekja má níu af hverjum tíu tilfellum lungnakrabbameins til reykinga. Það krabbamein er næstalgengast hér á landi, bæði hjá konum og körlum. Notkun tó- baks eykur líkur á krabbameini í höfði, hálsi, munnholi, barkakýli, koki, vélinda, þvagblöðru, brjósti, blöðruhálskirtli, brisi, nýrum og ristli. Langvinna lungnaþembu, sem er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, má í 80-90% tilvika rekja til reykinga. Miðað við þessar skuggalegu upplýsingar má telja furðulegt að nokkur reyki, kjósi að stytta ævilíkur sínar um 7,5 ár. Það gerir þó 21% ís- lendinga á aldrinum 15-89 ára. Það að rúmur fimmtungur þjóðarinnar reykir skýrist m.a. af því að flestir, eða um 80% reyldngamanna, byrja ungir að reykja. Ungt fólk á oft erfitt með að ímynda sér að það eldist. Upplýsingar um skaðsemi reykinga í fjarlægri framtfð hafa því lítil áhrif á ákvörðun þeirra í upphafi. Reykingar eru dýrar. í fyrrgreindri skýrslu kemur fram að kostnaður vegna reykinga, beinna og óbeinna, er metinn um 20 milljarðar Jafnvel þótt þetta væri ofmat má Ijóst vera að kostnaður fyrirtækja vegna reykingamanna er verulegur. Fyrirtækjastjórnendur hljóta því að íhuga það alvarlega að umbuna þeim starfsmönnum sem ekki reykja. króna á ári þegar búið er að draga frá tekjur rík- isins vegna þeirra. Þetta eru svimandi háar upphæðir og talsvert hærri en í svipuðum rann- sóknum meðal annarra þjóða. Ræður þar miklu að í íslensku rannsókninni er m.a. tekinn til greina ýmis óáþreifanlegur kostnaður, m.a. vegna sársauka og þjáningar. Þá er óbeinn kostnaður metinn lægri í sumum samanburð- arlöndum, t.d. kostnaður vegna veikinda og fötlunar. Vissulega má deila um útreikninga sem þessa en jafnvel þótt farið yrði að dæmi þeirra þjóða sem ekki taka óáþreifanlegan kostnað með í dæmið væri engu að síður um óheyrilegar upphæðir að ræða, milljarða króna á hverju ári. Sé miðað við sænskar rannsóknir af svipuð- um toga er talið að þeir sem reykja séu að með- altali 30% oftar frá vinnu vegna veikinda en þeir sem ekki reykja. Sé miðað við íslenskar aðstæð- ur gæti þetta þýtt milljarð króna í vinnutap. Reykingapásur eru einnig dýrar vinnuveitend- um. Miðað við hófsamt mat má gefa sér að frá- tafir starfsmanns séu að meðaltali um 20 mín- útur á dag. Það þýðir tæpir 10 dagar á ári. Sé mið tekið af þessu greiða íslensk fyrirtæki og stofnanir starfsmönnum sínum um 4 milljarða króna í kaup árlega þegar þeir taka sér frí frá vinnu í reykingapásum. Jafnvel þótt þetta væri ofmat má Ijóst vera að kostnaður fyrirtækja vegna reykingamanna er verulegur. Fyrirtækja- stjórnendur hljóta því að íhuga það alvarlega að umbuna þeim starfsmönnum sem ekki reykja. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðn- um í heiminum í dag reyki. Ástandið er skárra á íslandi, sem betur fer, en hér reykir um 21% landsmanna. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi síðustu árin en árið 1991 reyktu 30% íslendinga. Gleðilegast í þessum tölum er að reykingar ungmenna hafa einnig minnkað talsvert. Árið 1990 reyktu um 10,7% ungmenna á aldrinum 12-16 ára en á liðnu ári var sú tala komin niður í 7,7%. Verði framhald á þessari þróun hér á landi batnar heilsufar landsmanna umtalsvert og stórar fjárhæðir sparast. Til þess að svo megi verða verður að upplýsa fólk enn frekar um þá vá sem reykingunum fylgir. Skýrsla Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands er þarft innlegg í þá veru. Óhagkvæm hafla- hugsun í sjávarútvegi f9** BERGMÁL Eiríkur Bergmann Einarsson S- stjórnmálafræöingur teíilk________________________ Stundum - ekki oft, en stund- um - láta menn sér um munn fara svo undarleg ummæli I op- inberri umræðu að viðmælend- ur þeirra setur bókstaflega hljóða. Verða orðlausir. Dæmi um slíkt mátti sjá í Frétta- blaðinu á flmmtudaginn f síðustu viku. Blaðamaður bar hugmyndir Verslunarráðsins um að aflétta hömlum á ijárfestingar erlendra ríkisborgara í sjávarútvegi undir Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóra Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Fráleit ummæli Friðrik sá alla annmarka á því og hélt því fram að það eitt og sér að útlendingar fengju að fjárfesta í sjávarútvegi myndi leiða til „ofveiði og slæm[rar] umgengni um lögsög- una“. Þetta eru náttúrlega fullkom- lega fráleit ummæli og blaðamanni virtist öllum lokið því þar með lauk viðtalinu. Friðrik var ekki spurður með hvaða hætti þetta myndi ger- ast. Ætli fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi verði til þess að Al- þingi snarbreyti fiskveiðistjórnun- arkerfmu; afnemi kvótasetninguna bara sísona og leyfi óheftar og stjórnlausar veiðar? Bara af því að vegabréf fjárfesta í sjávarútvegsfyr- irtækjum er orðið annað. Hvaða endemis vitleysa er þetta eiginlega? Viðskiptahöft Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra er vænn maður og að mörgu leyti fyrirtaks sjávarútvegsráðherra. En því miður féll hann í svipaða gryfju þótt með öðrum og öllu væg- ari hætti væri. Þrátt fyrir langa veru í Sjálfstæðisflokknum virðist Árni ekkert sérstaklega upptekinn af frelsi í viðskiptum. Raunar er Sjálf- stæðisflokkurinn almennt ekkert sérstaklega mikið fyrir frelsi í við- skiptum. Allavega ekki ef það á að ná út fyrir landsteinana. Kapítal- isminn nær nefnilega ekki lengra en niður í fjöru á þeim bænum. I’ viðtali hér í blaðinu í liðinni viku sá sjávarútvegsráðherrann ekki nokkra einustu ástæðu til að aflétta banni á fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Já, svona er nú komið fyrir hægri mönnum á Islandi í dag. Alið á útlendingahatri En af hverju í ósköpunum eru menn svona hræddir við að fá er- lent fjármagn inn í íslensk sjávarút- vegsfyriræki? Spyr sá sem ekki veit. Og af hverju eru þeir sem eru svona logandi hræddir við útlenska pen- inga aldrei spurðir um skýringar á þessari afstöðu sinni? Hver máttar- stólpinn í íslenskum sjávarútvegi á fætur öðrum hefúr að undanförnu lýst yfir megnri andstöðu við er- lendar fjárfestingar í greininni en einhverra hluta vegna eru þeir aldrei krafðir svara um hverju það sæti? Þeim virðist duga að ala á al- mennri þjóðernishyggju og langvarandi tortryggni í garð út- lendinga og á stundum örlar á hreinu og kláru útlendingahatri. Og ef það dugir ekki er gjarnan beitt því gamalkunna ráði að senda eit- urörvar að alls óskildum aðilum til að afvegaleiða umræðuna. En því bragði beitti einmitt framkvæmda- stjóri LÍÚ í Fréttablaðsviðtalinu þegar hann, einhverra hluta vegna, sá brýna ástæðu til að draga verð- bréfasala inn í málið; sagði að þeir einu sem vildu breytingar væru RÁÐHERRA Á MÓTl: Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagðist í viðtali við DV á dögunum ekki sjá ástæðu til að rýmka heimildir útlendinga til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. „verðbréfasalar sem séu að hugsa um eigin ávinning". Og þetta kom- ast menn upp með. Hagkvæmar fjárfestingar Ég á í það minnsta afar erfitt með að sjá hag í því að banna íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sér erlenda fjárfesta og samstarfs- aðila. Við hvað eru menn eiginlega hræddir? Enn fremur virðist nú ekki mikil glóra í því að heimila skuldsetningu sjávarútvegsfyrir- tækja með erlendu lánsfé en meina þessum sömu fyrirtækjum að njóta erlendrar fjárfestingar. Og þeirra kosta sem samstarfssamningar um gagnkvæmt eignarhald við erlend fyrirtæki geta haft í för með sér í uppbyggingu sterkra sjávarútvegs- fyrirtækja. Islendingar hafa sterka samkeppnisstöðu og hafa til að mynda fjárfest verulega í sjávarút- vegi og vinnslu í Þýskalandi, Frakk- landi, Bretlandi og víðar. Það eru ekki bara verðbréfasalar sem efast orðið um að höft á fjárfestingar í ís- lenskum sjávarútvegi séu framsókn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til framdráttar. Svartsýnisraus Fyrir ekki svo ýkja löngu höfðu menn miklar efasemdir um að heillavænlegt væri að hleypa út- lenskum peningum yfir höfuð inn fyrir landamærin. En eftir að Sig- hvatur Björgvinsson, þáverandi við- skiptaráðherra, opnaði, fyrir erlend- ar ijárfestingar í iðnaði og fjármála- stofnunum um árið hefur erlent fjármagn orðið sem vítamínsprauta fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki á borð Össur, Kaupþing og deCODE hafa að hluta fjármagnað framrás sína með erlendu fé. Það verður alltaf til fólk sem málar skrattann á vegginn í stað þess að grípa tækifæri lífsins. Ég hélt bara að hann Árni væri ekki einn afþeim. Efasemdarmenn héldu þá að allt myndi fara í kaldakol á íslandi og úthrópuðu Sighvat sem landráða- mann. Ætli það sé ekki bara það sama uppi á teningnum nú í sjávar- útvegi. Það verður alltaf til fólk sem málar skrattann á vegginn í stað þess að grípa tækifæri lífsins. Ég hélt bara að hann Árni væri ekki einn af þeim. Vonandi að hann sjái að sér og átti sig á að tillögur þeirra Verslunarráðsmanna eru löngu tímabærar, hvað svo sem líður svartsýnisrausinu í talsmönnum hagsmunasamtaka útgerðar- manna. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.