Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 15
Alþjóðleg skákhátíð Hróksins á Suðurlandi tileinkuð sunnlenskum börnum:
Skákvakningin heldur áfram
Skáklistin hefur verið í gífur-
legri sókn á íslandi undanfarin
misseri, ekki síst vegna hins
ótrúlega þróttmikla starfs Skák-
félagsins Hróksins.
Liðsmenn Hróksins heimsækja
nú alla grunnskóla landsins annað
árið í röð og gefa öllum börnum í 3.
bekk kennslubók í skák. Og í lok
næsta mánaðar verður efnt til al-
þjóðlegrar skákhátíðar á Suðurlandi
sem tileinkuð er sunnlenskum
börnum.
Eitt sterkasta mót sögunnar
Öllum grunnskólabörnum á Suð-
urlandi verður boðið til leiks á há-
tíðinni sem stendur yfir 28. október
til 7. nóvember. Efnt verður til
barnaskákmóts og risafjölteflis þar
sem börnunum gefst færi á að
spreyta sig gegn sterkum skák-
mönnum.
„Okkar erlendu meist- *
arar hafa átt mjög mik- |
inn þátt í þeirri skák- f
vakningu sem hefur Q
orðið hérsíðustu tvö
árin."
Kannski er merkast við hátíðina
alþjóðlegt skákmót sem haldið
verður á Hótel Selfossi. I því felst
nefnilega tilraun til að festa í sessi
alþjóðlegt stórmót á fslandi, en
sambærilegt mót var haldið á Sel-
fossi í fyrra. Þannig gæti Selfoss orð-
ið nokkurs konar „Hastings norð-
ursins" að sögn Hrafns Jökulssonar,
forseta Hróksins, sem þakkar sér-
staklega liðsinni sveitarstjómar Ár-
borgar við skipulagningu hátíðar-
innar,
í meistaraflokki á mótinu keppa
meðal annarra sigurvegararnir frá
því í fyrra, þeir Ivan Sokolov og Pre-
drag Nikolic. Stigahæsti keppand-
inn er rússneski stórmeistarinn Vla-
dimir Malakhov sem er aðeins 21
árs en kominn með tælega 2700
Elo-stig. Þess má geta að ferð hans
hingað til lands er um leið brúð-
kaupsferð. Þá keppir Victor Bolog-
an sem sigraði á sterkasta skákmóti
heims á árinu. íslensku stórmeist-
ararnir Hannes Hlífar Stefánsson og
Þröstur Þórhallsson keppa einnig á
mótinu.
Hrafn Jökulsson segir að meðal-
stig keppenda á mótinu verði yfir
2.600 Elo-stigum sem kalla megi
skilgreininguna á „ofurmóti". Hann
segir að fá sterkari mót hafi verið
haldin hér; þó megi nefna alþjóð-
legt mót á vegum Hróksins á Kjar-
valsstöðum fyrr á þessu ári og tvö
heimsbikarmót á vegum Alþjóða-
skáksambandsins fyrir rúmum ára-
tug.
Ótal járn í eldinum
Hrókurinn hefur ekki setið auð-
um höndum undanfarin misseri og
haldið hvert skálcmótið á fætur
öðru. Mótið á Kjarvalsstöðum í
febrúar síðastliðnum, þar sem Vikt-
or Korchnoi mætti til leiks meðal
annarra, vakti mikla athygli og um
5.000 manns lögðu þangað leið sína
HRAFN Á HANNES 5: Forseti Skákfélagsins Hróksins stendur í stórræðum við að kynna börnum skák-
listina og skipuleggja stórmót.
í skákhreyfingunni. Ég
minni á að kjörorð alþjóða-
skákhreyfingarinnar eru
„Gens una sumus", „Við
erum ein fjölskylda". Hrók-
urinn starfar f þeim anda.
Og það góða fólk sem hefur
komið hingað oft á ári und-
anfarin tvö ár, heimsótt með
okkur tugi skóla, teflt við
þúsundir barna og tekið
þátt í því að vekja þessa
bylgju; þetta útlenda fólk,
sem er því miður verið að
útiloka frá íslandsmótinu að
einhverju marki, það á
meira í skákvakningunni á
íslandi en flesta grunar."
Kynslóð „bjargað"
Spurt er hvort skákin, sem
um áratugaskeið hefur átt
miklum vinsældum að
fagna á Islandi, hafi kannski
verið komin að því að deyja
út fyrir nokkrum árum.
„Við vorum í þann mund
að missa heila kynslóð úr
skákinni," segir Hrafn. „Hér
var um nokkra hríð heldur
dauflegt um að litast. En ég
hef meiri áhuga á framtíð-
inni og velti henni miklu’
meira fyrir mér en fortíð-
inni. Sagan er til að læra af
henni en framtíðin er miklu
áhugaverðap og það eru
mörg spennandi verkefni
framundan. Það er allt að
grænka og það er það sem
skiptir máli.“
á Skákdegj fjölskj'ldunnar sem
haldinn var samhliða mótinu. Al-
þjóðlega mótið á Selfossi í fyrra fékk
mikla umfjöllun í hinu virta skák-
tfmariti New In Chess og Græn-
landsmótið sem Hrókurinn stóð
fyrir komst á forsíðu síðasta tölu-
blaðs ritsins, enda ekki á hverjum
degi sem nýtt land bætist í hóp
þeirra sem haldið hafa alþjóðlegt
skákmót.
Um helgina hófst mótaröð
Hróksins og Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins fyrir börn í 1.-6. bekk.
Skákskóli Hróksins, sem verður op-
inn börnum af öllu landinu, tekur
til starfa í Rimaskóla í Reykjavík
innan tíðar. Hringferð um landið er
hafin, þar sem öllum 3. bekkjar
börnum á landinu - um 4.300 börn-
um - verður afhent bókin Skák og
mát að gjöf frá Eddu útgáfu og
Hróknum. Og þannig mætti lengi
telja.
Útlendir meistarar
Hrókurinn er fimm ára gamalt
skákfélag sem hóf keppni á íslands-
mótinu í 4. deild fyrir fimm árum,
vann sig upp um deild á hverju ári
og hefúr orðið íslandsmeistari síð-
ustu tvö. Sterkir eriendir meistarar
hafa keppt fyrir Hrókinn en sú liðs-
skipan hefur verið umdeild og fyrir
liggur að kvóti verður settur á leyfi-
legan fjölda erlendra skákmanna á
íslandsmótinu. Hrafn er ekki alls
kostar sáttur við þau viðbrögð.
„Hrókurinn er stoltur yfir því að
hafa teflt fram á íslandsmóti mönn-
um á borð við Sokolov, Adams og
Shirov, en þeir tveir síðamefndu
em í hópi 10 sterkustu skákmanna
heims, segir Hrafn. „Okkar erlendu
meistarar hafa átt mjög mikinn þátt
í þeirri skákvakningu sem hefur
orðið hér síðustu tvö árin - og við
emm ekki jafnuppteknir af upp-
mna manna og sumir félagar okkar
Friðrik Ólafsson stórmeistari
og danski stórmeistarinn Bent
Larsen mætast í einvígi á veg-
um Skákfélagsins Hróksins á
Hótel Loftleiðum í nóvember.
Einvígi þeirra um Norður-
landameistaratitilinn 1956var
stórviðburður í íslenskri skák-
sögu.
Bent Larsen verður aðalskák-
skýrandi á alþjóðlegu móti Hróks-
ins á Hótel Selfossi og Friðrik
Ólafsson verður verndari móts-
ins. í framhaldi af því heyja þeir
svo einvígi á Hótel Loftleiðum.
Þeir Larsen og Friðrik vom ein-
hverjir snjöllustu skákmenn
Norðurlanda á 20. öld og háðu
margar ormstur á skákborðinu.
Árið 1956 háðu þeir einvígi um
Norðurlandameistaratitilinn sem
telja má til stórviðburða íslenskr-
ar skáksögu. Friðrik, sem var um
árabil í hópi bestu skákmanna
heims, hafði þá nýverið slegið í
gegn með óvæntum sigri á hinu
Skák í skólana
„Það er virkilega gaman að koma
inn í skólastofurnar og kennarastof-
urnar því að áhuginn er svo mikill;
þekkta skákmóti í Hastings á
Englandi.
lslenskir fjölmiðlar vom undir-
lagðir í margar vikur fyrir einvígið.
Eins og nærri má geta hljóp mikið
kapp í þjóðina, sem líklega þráði
Hrafn um heimsóknir Hróksins í
gmnnskóla landsins. „Framlag
Eddu útgáfu með bókargjöfinni
hefur vitanlega verið alveg ómetan-
legt. Fyrst og fremst em það þó
börnin sem hafa sjálf borið þessa
vakningu uppi því að það em þau
sem koma heim til sín og byrja allt í
einu að tala um tafl. Það er dregið
fram gamalt sett og fjölskyldur byrja
jafnvel að eyða saman tíma sem var
áður notaður í sjónvarpið eða tölv-
una. Auðvitað finna foreldrar til
léttis yfir hverjum klukkutíma sem
börnin em ekki í „Counterstrike"
eða einhverju álíka göfugu fyrir
framan tölvuskjá. Og taflið reynir á
rökhugsunina og ímyndunaraflið."
Og Hrafn sér fyrir sér að skákin
verði hluti af námsefninu, rétt eins
„Ég sé fyrir mér að eftir
nokkur ár verði skákin
orðin námsgrein í 70-
80% allra skóla á land-
inu."
og sund og tónmennt, svo að dæmi
séu tekin. „Það er mjög stórt, metn-
aðarfullt og merkilegt verkefni að
ala heila kynslóð upp og kenna
henni skák. Ég sé fyrir mér að eftir
nokkur ár verði skákin orðin náms-
grein í 70-80% allra skóla á landinu,
til dæmis með einni kennslustund á
viku. Fyrir utan jákvæð áhrif þess
almennt munu óhjákvæmilega
fylgja því ótal lítil kraftaverk, þegar
við finnum þá sem hafa afburða-
hæfileika. Það eiga alls ekki allir að
verða meistarar - Guð veit að ég er
það ekki - en „bónusinn" yrði að
finna þá sem hafa afburðahæfi-
leika."
otafur@dv.is
sigur yfir Dananum Larsen enn
heitar en ella vegna þess hve til-
tölulega skammt var liðið frá
stofnun lýðveldisins. Larsen hafði
hins vegar betur í þetta sinn.
otafur@dv.is
það em allir að pæla í skák,“ segir
Einvígi á vegum Hróksins í nóvember:
Friðrik og Larsen mætast á ný
STÁLIN STINN: Stórmeistararnir Bent Larsen og FriðrikÓlafsson mættust á Reykjavíkur-
skákmótinu 1978 og er myndin tekin við það tilefni. Þeir hafa marga hildina háð og
mætast á ný á Hótel Loftleiðum í nóvember.
Valur í Eimskip?
Hluthafafundur verður hald-
inn í Eimskipafélaginu á fimmtu-
daginn í næstu viku þar sem
£JJ stokkað verður upp í stjórn fyrir-
Jb tækisins í kjölfar breytinga á
Q eignarhaldi. Menn velta mjög
y> vöngum yfir því hver taki við
__ stjórnarformennsku af Benedikt
V Jóhannessyni. Heimildir herma
(0
\A
ValurValsson.
að Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
þrýsti mjög á um að ValurVals-
son, fýrrverandi forstjóri Islands-
banka, verði fyrir valinu.
Einartaki viðaf
Kristjáni
Kristján Ragnarsson er á sínu
síðasta starfsári sem formaður
bankaráðs Islandsbanka. Hann
lætur væntanlega af störfum á
hluthafafundi í febrúar og er full-
yrt að Einar Sveinsson, varafor-
maður bankaráðs, taki við for-
mennskunni nema einhverjar
ófyrirséðar uppákomurverði í
viðskiptalífinu - sem hefur
reyndar sýnt sig að geta allt eins
orðið.
Formannsefni
Morgunblaðsins?
Var það ekki stórkostleg tilvilj-
un að Margrét Gauja Magnús-
dóttir (To-Be-Grateful Kjartans-
sonar) skyldi vera í nánast heil-
siðuviðtali f Daglegu lífi í Morg-
unblaðinu í gær. Viðtalið var um
störf Margrétar hjá Hinu húsinu.
Hitt kom ekki fram að svo
skemmtilega vill til að hún er í
framboði til formennsku í Ung-
um jafnaðarmönnum, sem halda
þing sitt um næstu helgi. Það var
því ekki seinna vænna að kynna
hana rækilega til leiks með stóru
viðtali. (þessu sambandi vekur
athygli að blaðamaðurinn sem
tók viðtalið var blaðamaður á
kvenfrelsisblaðinu Veru. Já,
reyndar á meðan það blað var
enn gefið út af Kvennalistanum.
Hún á því ekki langt að sækja
áhuga á því að konur komist til
áhrifa í stjórnmálum, en eini
mótframbjóðandi Margrétar
Gauju er einmitt karlkyns.