Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Síða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003
DV Sport
Keppni I hverju oröí
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
hópnauðgun?
Þór ekki með
Auðunn skoraði
KNATTSPYRNA: Varnarmað-
urinn Auðunn Helgason skor-
aði eitt marka Landskrona í
mikilvægum sigri á Sundsvall,
3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í
gærkvöld.
Auðunn skoraði annað mark
Landskrona en með sigrinum
tryggði liðið sæti sitt (úrvals-
deild þótt enn séu þrjár um-
ferðir eftir af deildinni.
Átta leikmenn í
KNATTSPYRNA: Enska lög-
reglan rannsakar nú ákæru
þess efnis að átta leikmenn í
ensku úrvalsdeildinni hafi
komið nálægt hópnauðgun á
17 ára stúlku á hóteli í Lundún-
um um helgina.
Talið er að hún hafi samþykkt
að fara með einum leikmanni
upp á hótelherbergi en þegar
til kastanna kom þá bættust
sjö leikmenn úr öðru félagi við.
Stúlkan kærði verknaðinn á
lögreglustöð og gekkst undir
læknisrannsókn strax. Lögregl-
an mun yfirheyra hana á næstu
dögum en vill að öðru leyti
ekki tjá sig um málið. Sex lið,
Arsenal, Newcastle, Liverpool,
Charlton, Chelsea og Aston
Villa, voru að spila í Lundúnum
um helgina.
HANDKNATTLEIKUR: Þórsar-
ar munu ekki taka þátt í bikar-
keppni HS( sem hefst í kvöld
og hafa tilkynnt Handknatt-
leikssambandi íslands um þá
ákvörðun sína.
Þór átti að mæta (BV í Vest-
mannaeyjum á morgun en
ákvað að draga lið sitt út úr
bikarkeppninni á síðustu
stundu.
Frá Hamri til
Memphis
Robert O'Kelly á leið í NBA-deildina
Bandaríski körfuknattleiksmað-
urinn Robert O'Kelly, sem lék
með Hamri í Intersportdeildinni
fyrri hluta síðasta vetrar, hefur
skrifað undir samning við NBA-
liðið Memphis Grizzlies.
O’Kelly var látinn fara frá Hamri á
miðju tímabili þar sem hann þótti
ekki standa undir væntingum og í
hans stað kom Keith Vassell.
O’Kelly skoraði 31,4 stig að með-
altali í þeim ellefu leikjum sem hann
spilaði fyrir Hamar en þótti leggja
fulllítið á sig varnarlega og var því
látinn fara.
Hann er fæddur og uppalinn í
Memphis og skrifaði undir samning
sem er þó þess efnis að félagið getur
rift honum hvenær sem er. Hann er
einn af tuttugu leikmönnum í leik-
Hann þótti leggja full-
lítið á sig varnarlega og
varþví látinn fara.
mannahópi Memphis Grizzles en
fimmtán leikmenn komast í loka-
hópinn sem spilar í NBA-deildinni á
komandi tímabili.
oskar@dv.is
Með tilboð
frá Brann
Ólafur Örn Bjarnason íhugar nú tilboð norska liðsins
Landsliðsmaðurinn Ólafur Örn
Bjarnason kom heim frá Bergen
í gær þar sem hann dvaldist hjá
norska liðinu Brann.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV Sports fékk Ólafur Örn
tilboð upp í hendurnar frá Brann
sem hann hyggst fara yfir á næstu
dögum.
„Það segir sjálft að hann
er ekki ókeypis enda
teljum við að hann muni
styrkja liðið mikið."
TIL NOREGS? Ólafur Örn
gæti verið á leiðinni til Br
Ólafur örn sagði í samtali við
norska blaðið Bergens Tidende í
gær að Brann væri fyrsti valkostur
hjá honum en hann heldur í dag til
Stoke þar sem hann mun æfa fram
að landsleiknum gegn Þjóðverjum.
Forráðamenn Brann eru sam-
kvæmt heimildum DV Sports til-
búnir til að gera Ólaf Örn að launa-
hæsta leikmanni liðsins gangi hann
í raðir félagsins.
„Hann er fastamaður í landsliði
sem á möguleika á því að komast í
lokakeppni EM. Það segir sjálft að
hann er ekki ókeypis enda teljum
við að hann muni styrkja liðið mik-
ið ef hann ákveður að koma til okk-
ar,“ sagði Per Ove Ludvigsen, fram-
kvæmdastjóri norska liðsins, við
sama blað í gær.
oskar@dv.is
Beckham ekki lengi frá
Verður með RealMadrid um næstu helgi
Enskir knattspyrnuáhuga-
menn geta andað léttar því að
það er orðið Ijóst að meiðslin
sem David Beckham varð fyrir
gegn Valencia á laugardaginn
eru ekki eins alvarleg og fyrst
var haldið.
Beckham meiddist á fæti í
leiknum og fyrst var haldið að
meiðslin væru það alvarleg að
hann myndi ekki spila með Eng-
lendingum gegn Tyrkjum 11.
október í Istanbúl í undankeppni
„Þetta eru ekki alvar-
leg meiðsli þó að þau
séu sársaukafull."
EM. Sá leikur virðist þó ekki vera í
hættu því að læknar Real Madrid
stefna að því að gera hann leik-
hæfan fyrir leik Madrid gegn
Espanyol næstkomandi sunnu-
dag.
Hann missir reyndar af leiknum
gegn Porto í meistaradeildinni á
morgun en læknar liðsins eru
bjartsýnir.
„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli
þó að þau séu sársaukafull.”
oskar@dv.is
Ríkharður með á ný
Landsliðsþjáifararnir Ásgeir
Sigurvinsson og Logi Ólafsson
völdu í gær 22 manna hóp fyrir
landsleikinn gegn Þjóðverjum í
Hamborg 11. október næst-
komandi.
Fimm leikmenn, Ríkharður
Daðason, Bjarni Guðjónsson, Gylfi
Einarsson, Hjálmar Jónsson og
Tryggvi Guðmundsson, voru ekki í
hópnum í sfðasta leik gegn Þjóð-
verjum en þrír leikmenn, Heiðar
Helguson og Lárus Orri Sigurðsson
sem eru meiddir og Jóhannes Karl
Guðjónsson, sem er í banni, eru
fjarverandi úr síðasta leik. Fjarvera
þessara þriggja leikmanna veikir
Mesta athygli vekur
endurkoma Ríkharðs
Daðasonar en hann hef-
ur ekki spilað með
landsliðinu síðan gegn
Ungverjum íseptember
í fyrra.
liðið mikið auk þess sem óvíst er
um Hermann Hreiðarsson en
hann hefur verið meiddur að
undanförnu.
Mesta athygli vekur endurkoma
Ríkharðs Daðasonar í landsliðið.
Hann hefúr ekki spilað með lands-
liðinu síðan gegn Ungverjum í
september í fyrra og virðist, ef
marka má frammistöðu hans um
síðustu helgi með liðinu sínu
Frederikstad þar sem hanrn skoraði
tvö mörk, vera að komast f gott
form.
Einnig er gleðilegt að sjá Tryggva
Guðmundsson á nýjan leik í
hópnum en hann er nýstiginn upp
úr meiðslum. oskar@dv.is
LANDSLIÐSHÓPURINN GEGN ÞÝSKALANDI
Nafn: Félagslið Landsleikir/mörk
Birkir Kristinsson (BV 73
Árni Gautur Arason Rosenborg 31
Rúnar Krlstinsson Lokeren 102/3
Arnar Grétarsson Lokeren 63/2
Hermann Hreiðarsson Charlton 51/3
Helgi Sigurðsson Lyn 49/10
Þórður Guðjónsson Bochum 48/12
Ríkharður Daðason Frederikstad 42/14
Brynjar Björn Gunnarsson Nottingham Forest 38/3
Tryggvi Guðmundsson Stabæk 32/9
Arnar ÞórViöarsson Lokeren 28
Pétur Marteinsson Hammarby 27/1
Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 26/9
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík 13
Indriöi Sigurðsson Genk 12
Bjarni Guðjónsson Bochum 12
Marel Baldvinsson Lokeren 11
Ivar Ingimarsson Wolves 11
Gylfi Einarsson Lillestrom 8
Hjálmar Jónsson Gautaborg 5
Veigar Páll Gunnarsson KR 3
Kristján Örn Sigurðsson KR 0