Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER2003 MENNING 73 Huggun í sorg BÓKMENNTIR: Skálholtsútgáf- an hefur gefið út bókina Huggun í sorg eftir Karl Sigur- björnsson biskup. Bókin er til- einkuð þeim sem sorgin hefur sótt heim, hún geymir hugg- unarorð úr ýmsum áttum, ör- stutta texta í formi íhugana og bæna og orða Biblíunnar sjálfr- ar um sorg og missi, huggun og von. Textar bókarinnar orða hugsanir fólks þegar sorgin sækir að með öllum sínum þunga. Bókin fæst í þókaverslun- um og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31. Kristín Eyfells MYNDLIST: Olíumálverk af Anwar Sadat, fyrrverandi Egyptalandsforseta, eftir lista- konuna Kristínu Halldórsdótt- ur Eyfells er til sýnis á listasafni Aðalbókasafns Alexandríu í Egyptalandi og er nú í eigu safnsins. Kristín lést í Orlando í Flórída á síðastliðnu ári en þar hafði hún átt heima með manni sínum, Jóhanni Eyfells, málar Sadat prófessor við University of Central Florida, frá árinu 1969. Hún þótti afar frumleg lista- kona sem notaði sterka liti og drætti sem minntu á íslenskan uppruna hennar. Sadat var að- ili að frægu samkomulagi um frið í Miðausturlöndum ásamt Menachen Begin frá Israel en féll fyrir hendi ofstækismanna 6. október 1981. Blíðfinnur í Vitanum BÓKMENNTIR: (þættinum Vitanum á Rás 1 í kvöld kl. 19 hefst lestur á sögunni Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikil- væg skilaboð. Höfundurinn, Þorvaldur Þorsteinsson, les. Allt leikur í lyndi hjá Blíðfinni, garður hans er í blóma og sól- in skín. En dag einn finnur hann þrjá hugprúða félaga illa slasaða í garði sínum ... Stephansstefna verður haldin í tilefni 150 ára afmælis Stephans G. Stephanssonar KLETTAFJALLASKALDIÐ: Málverk Gunnars Karlssonar af Stephani G. Stephanssyni sem verður á kápu seinna bindis ævisögu skáldsins eftir Viðar Hreinsson. Það kemur út á afmælisdaginn. ítilefni afþví aÖ á föstudaginn, 3. október, verða 150 ár liðin frá fæðingu Stephans G. Stephans- sonar gangast Háskóii íslands, ReykjavíkurAka- demían, StofnunSigurðarNordalsog TheNordic Association for Canadian Studies (NACS) fyrir ráðstefnu um skáldið, samtíð hans, verk og hugmyndir í Háskóla íslands dagana 3.-5. október. Stephan G. Stephansson var og er merkast- ur íslenskra skálda í Vesturheimi og af ýms- um fræðimönnum talinn með bestu ljóð- skáldum Kanada. Hann var fæddur á Kirkju- hóli í Seyluhreppi í Skagaflrði 1853, fluttist til Vesturheims tæplega tvítugur og kom aðeins einu sinni tii fslands eftir það. Hann vann hörðum höndum alla ævi og eru afköst hans á ritvellinum með ólíkindum miðað við það. Hann lést í Kanada 1927. Ráðstefnan verður sett í hátíðasal Háskól- ans kl. 20 að kvöldi 3. október. Páll Skúlason rektor, Stephan Benediktson, dóttursonur Stephans, og Indriði Indriðason rithöfundur munu ávarpa samkomuna. Þá verður síðara bindi ævisögu Stephans eftir Viðar Hreinsson kynnt en það kemur út þennan dag hjá bóka- útgáfunni Bjarti. Einnig skemmtir afkomandi Stephans, Bill Bourne, með söng. Ráðstefnan fer fram í stofu 101 í Lögbergi á laugardaginn og í stofu 101 í Odda á sunnu- daginn. Fyrirlesarar verða prófessorarnir Marc Shell frá Harvard-háskóla, David Arna- son frá Manitoba-háskóla og Odd S. Lovoll frá St. Olav College, Minnesota, Jars Balan, fræðimaður frá Edmonton í Alberta, Krist- jana Gunnars, rithöfundur frá Vancouver, og íslendingarnir Baldur Hafstað, Eysteinn Þor- valdsson, Helga Kress, Bergljót Kristjánsdótt- ir, Guðrún Guðsteinsdóttir, Róbert Haralds- son, Kristján Eirfksson, Sólveig Anna Bóas- dóttir, Steinþór Heiðarsson, Vigfús Geirdal, Úlfar Bragason og Viðar Hreinsson, ævisögu-' ritari Stephans. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og má lesa dagskrána á heimasíðum Háskólans, www.hi.is, og Stofnunar Sigurðar Nordals, www.nordals.hi.is. Á laugardagskvöldið verður hátíðarkvöld- verður í Iðnó kl. 19. Matseðillinn verður sá sami og í samsæti í Reykjavík til heiðurs Stephani G. þegar hann kom til íslands 1917. Kvöldverðurinn kostar 4.800 kr. án drykkjar- fanga. Þeir sem hafa hug á að koma til kvöld- verðarins eru beðnir að skrá sig hjá Stofnun Sigurðar Nordals í síma 562 6050 eða í tölvu- pósti: ulfarb@hi.is. í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja Guðrún Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Viðar Hreinsson. Af sama tilefni opnar Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn sýningu um ævi og störf Stephans G. í forsal þjóðdeildar 3. október. Á sýningunni verða handrit, bækur og myndir og einnig yfirlit um Vesturheimsprent. Þá endursýnir Sjónvarpið heimildamynd Jóns Egils Bergþórssonar um Stephan G. á sunnudaginn kl. 14.10. JSennibekkir og fræsivélar Skápar og hirslur. Patrónur og bakkar. Skrúfstykki, tessar, hraðskiptihaldarar og stálhaldarar. Fræsar, rennistál, s n i ttta p p a r, b o r a r, mælitæki, kílnálar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.