Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 28
28 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 D V Sport Keppni [ hverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Sfmi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Stórgróði hjá Man. Utd Barnsley steinlá fyrir QPR KNATTSPYRNA: Enska úr- valsdeildarliðið Manchester United hagnaðist um 39,3 milljónir punda (tæpa fimm milljarða íslenskra króna) fyrir skatta á bókhaldsárinu sem endaði 31. júlí á þessu ári. Hagnaður félagsins jókst um 22% á milli ára en veltan jókst um 18% í 173 milljónir punda (um 22 milljarða íslenskra króna). Félagið græddi 27,6 milljónir punda á meistara- deildinni á árinu og fékk 24,2 milljónir punda út úr samningi sínum við íþróttavöruframleið- andann Nike. „Þessar niðurstöður sýna að Manchester United er árang- ursríkt bæði utan vallar og inn- an," sagði David Gill, einn for- ráðamanna félagsins. KNATTSPYRNA: Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Barnsley gerðu ekki góða ferð til Lundúna í gærkvöld þegar þeir sóttu Queens Park Rangers heim í ensku 2. deild- inni. Lokatölur leiksins urðu 4-0 fyr- ir heimamenn og það voru þrjú mörk QPR á fjórum mínút- um um miðbiksíðari hálfleiks sem gerðu út um leikinn. Heldur hefur dregið af Barnsley eftirfrábæra byrjun. Liðið hef- ur ekki unnið leik í deildinni síðan 6. september og fallið úr efsta sætinu niður í það ellefta á þeim tíma, sjö stig frá toppnum. QPR er aftur á móti í ágætis málum í þriðja sæti deildarinn- ar. K a R L A R SS-BIKAR 1. umferð HR-Fram 15-42 Leon E. Pétursson 5, Gylfi Þór Harð- arson 3, Þormar Þorbergsson 3, Arnar Hauksson 1, Baldvin Einars- son 1, Bjarki Elías Kristjánsson 1, Gunnar Þorsteinsson 1 - Jóhann Gunnar Einarsson 9, Stefán Baldvin Stefánsson 8, Arnar Þór Sæþórsson 6, Guðjón Finnur Drengsson 6, Jón Björgvin Pétursson 4, Einar Sig- urðsson 2, Guðlaugur Arnarsson 2, Magnús Jónsson 2, Björgvin Þór Björgvinsson 1, HjálmarVilhjálms- son 1,ValdimarÞórsson 1. Grótta/KR 2-Afturelding 25-26 Konráð Olavson 11, Davið B. Ólafs- son 4, Björgvin Barðdal 2, Guð- mundur Albertsson 2, Hafsteinn Guðbrandsson 2, Jóhann Þorláks- son 2, Willum Þór Þórsson 2 - Hilmar Stefánsson 6, Ernir Hrafn Arnarsson 4, Jens Ingvarsson 4, VladislavTrufan 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Hrafn Ingvarsson 3, Einar Ingi Hrafnsson 1, Magnús Einarsson 1. World Class-Valur 16-53 Guðmundur Magnússon 3, Jón G. Viggósson 3, KristóferThomson 3, Róbert Herbertsson 3, Benjamín Hallbjörnsson 1, Hans Aðalsteins- son 1, Hilmar Guðlaugsson 1, Ægir Friðgeirsson 1 - Finnur Friðgeirs- son 13, Freyr Brynjarsson 11, Krist- ján Karlsson 5, Elvar Friðriksson 4, Hjalti Gylfason 4, Ægir Hrafn Jóns- son 4, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Ásbjörn Stefánsson 3, Heimir Árna- son 2, Ingvar Árnason 2, Hjalti Pálmason 1, Sigurður Eggertsson 1. (R 2-Breiðablik 25-30 Róbert Rafnsson 8, Jóhann Ás- geirsson 6, Erlendur Stefánsson 3, Frosti Guðlaugsson 3, Guðmundur Pálsson 2, Björgvin Þór Þorgeirsson I, Ólafur Gylfason 1, Þorkell Guð- brandsson 1 - Björn Óli Guð- mundsson 10, Stefán Guðmunds- son 6, Davíð Ketilsson 4, Gunnar B. Jónsson 3, Ingi Þór Guðmundsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Vilhelm Sigurðsson 2. Haukar 2-ÍR 30-45 Einar Jónsson 8, Jason Ólafsson 7, Óskar Ármannsson 6, Sigurjón Sig- urðsson 4, Hreinn Jónsson 3, Helgi Ásgeir Hreiðarsson 1, Pétur Vil- bergsson 1 -Tryggvi Haraldsson II, Bjarni Fritzson 8, Einar Hólm- geirsson 6, Sturla Ásgeirsson 6, Ragnar Helgason 5, Daði Skúlason 3, Davíð Ágústsson 2, Fannar Þor- björnsson 2, Hannes Jón Jónsson 1, Lárus Jónsson 1. 1 . D E I L D ENGLAND Bradford-Derby 1-2 Cardiff-Wigan 0-0 Norwich-Reading 2-1 Rotherham-: Stoke 3-0 Watford-Burnley 1-1 West Brom-Millwall 2-1 Wimbledon-Sheff. Utd 1-2 Sunderland-lpswich 3-2 Sheff. Utd 10 7 2 1 20-10 23 WBA 10 7 1 2 17-10 22 Wigan 10 6 3 1 14-6 21 Norwich 10 6 2 2 16-11 20 Sunderl. 10 6 1 3 17-10 19 West Ham 9 5 2 2 10-6 17 N. Forest 9 5 1 3 16-11 16 Millwall 11 4 4 3 15-13 16 Cardiff 10 4 3 3 19-12 15 Readinq 10 4 2 4 14-11 14 Burnley 11 4 2 5 16-18 14 Crewe 9 4 1 4 9-12 13 Gillingh. 11 3 4 4 12-18 13 Walsall 10 3 3 4 12-11 12 Stoke 11 3 3 5 13-15 12 Derby 10 3 3 4 11-16 12 C. Palace 9 3 2 4 13-13 11 Stór skörð að f Meiðsli lykilmanna skapa vandræði fyrír leikinn geg tÍÞRÓTTALJÓS Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@dv.is íslenska landsliðið í knatt- spyrnu mætir Þjóðverjum í Hamborg 11. október í síðasta leik liðanna í undankeppni EM 2004. íslenska liðið þarf á sigri að halda til að vinna riðilinn en jafntefli færir liðinu í það minnsta annað sætið og rétt til að taka þátt í umspili um fjögur laus sæti í lokakeppninni. Stór skörð hafa verið höggvin í liðið síðan (sland og Þýskaland gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í síðasta mán- uði. Framherjinn Heiðar Helgu- son og varnarmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson, sem voru með bestu mönnum íslenska liðsins í leiknum, eru báðir meiddir og verða ekki með og því bíður landsliðsþjálfaranna Ásjgeirs Sigurvinssonar og Loga Olafs- sonar erfitt verkefni við að púsla saman liðinu. Lárus Orri hefur fundið sig gífur- lega vel í þriggja manna vörninni sem Ásgeir og Logi tóku upp þegar þeir byrjuðu og sennilega spilað sína bestu landsleiki á ferlinum í sumar. Hann er gífurlega sterkur maður á móti manni, vinnur flestallt í loftinu og valdar vel fyrir félaga sína í vörninni. Þeir menn sem Ásgeir hefur úr að moða sem staðgenglar Lárusar Orra eru Pétur Marteinsson, Brynj- ar Björn Gunnarsson, Ivar Ingi- marsson og Kristján Sigurðsson. Enginn þessara leikmanna íyllir skarðið sem Lárus Orri skilur eftir sig. ívar og Brynjar Björn hafa lítið fengið að spila með sínum liðum í Englandi og eru því í lítilli leikæf- ingu. Hvorugur leikmannanna virðist njóta mikils trausts hjá þjálfurun- um því að ívar hefur ekki spilað eina mínútu síðan þeir félagar tóku við og svo virðist sem Brynjar Björn hafi verið gerður einn ábyrgur fyrir lélegu miðjuspili í Færeyjaleiknum ytra. Hann var í það minnsta sá eini af þremur miðjumönnum sem var tekinn fyrir leikinn gegn Þjóðverj- um og var ekki einu sinni skipt inn á þegar varnartengiliðurinn Pétur Marteinsson meiddist. Kristján örn er óreyndur í landsliðinu og erfitt að byrja í leik sem þessum þrátt fyrir að hann hafi verið öflug- ur í Landsbankadeildinni í sumar. Það er nefnilega töluverður munur að dekka Miroslav Klose eða Stein- ar Tenden, með fullri virðingu fyrir þeim ágæta leikmanni. Líklegast þykir mér að Ásgeir og Logi taki Pétur Marteinsson af miðjunni og setji hann í miðvörðinn í stað Lárusar Orra. Það heppnaðist ágætlega gegn Færeyingum úti en sá galli er á gjöf Njarðar að Pétur var að spila mjög vel á miðjunni gegn Þjóðverjum og má íslenska liðið illa við að missa hann þaðan. Tveir varnarsinnaðir? Ef Pétur fer í vörnina þá eiga Ás- geir og Logi nokkra valkosti í stöðu vamartengiliðs. Áðurnefndir ívar og Brynjar Björn geta báðir spilað þessa stöðu en auk þeirra em Lokeren-félagarnir Arnar Þór Við- arsson og Arnar Grétarsson færir um það. Brynjar og Ivar em eins og Það þarfað vísu tölu- vert áræði og kjark til að setja Ríkharð í liðið eftir svona langa fjar- veru en hann er eini maðurinn í hópnum sem kemst í hálfkvisti við Heiðar í loftinu. áður sagði ekki í leikæfmgu en Arn- ar Grétarsson er ekki nógu sterkur varnarlega til að spila þessa stöðu. Arnar Þór Viðarsson hefur spilað þessa stöðu í Belgíu og þótt hann hafi lítið getað sem vinstri bak- vörður f landsliðinu þá þótti hann eiga góðan leik í þessari stöðu í vin- áttuleiknum gegn Finnum í apríl- mánuði. í ljósi þess að Jóhannes Karl Guðjónsson er í leikbanni er ekki ólíklegt að Ásgeir og Logi stilli upp tveimur varnarsinnuðum miðju- mönnum fyrir aftan Rúnar Krist- insson og þá stæði valið á milli ívars, Brynjars og Arnars Grétars- sonar. Brynjar er baráttujaxl og hefur oft skilað miklu fyrir liðið þegar mikið hefur legið við og því myndi ég taka hann fram yfir fvar og Arnar. I’var er reynslulítill lands- liðsmaður og Arnar er ekki nógu grimmur til að leysa þessa stöðu. Skarð Heiðars í framlínunni þarf að fylla skarð Heiðars Helgusonar. Hann átti frá- bæran leik gegn Þjóðverjum, hljóp tugi kílómetra og vann alla skalla- bolta og það er í raun og vem að- eins einn maður sem getur leyst Heiðar af hólmi. Það er Ríkharður Daðason sem hefur löngum sýnt mikilvægi sitt fyrir landsliðið þegar hann er í formi. Hann er gífurlega öflugur skallamaður og þann kost verður gott að hafa gegn Þjóðverj- um í Hamborg. Marel Baldvinsson nýtur lítils trausts og var meðal Það heppnaðist ágætlega gegn Færeyingum ensá galii er á gjöfNjarðar að Pétur spilaði mjög vel á miðjunni gegn Þjóðverj- um og má íslenska liðið illa við að missa hann þaðan. annars ekki í 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Þjóðverjum, Helgi Sig- urðsson og Tryggvi Guðmundsson nýtast vel gegn smærri þjóðunum en engan veginn gegn þeim sterk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.