Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003
CFTGAFUFÉLAG: Hömlur hf.
RITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar. auglys-
ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Arvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Ríkið stendur sig ekki
- frétt bls. 4
Menning og mannlíf í
Boston
- Ferðir bls. 8
Skæruárásir ógna
uppbygggingu í írak
- frétt bls. 10-11
Bíó og sjónvarp
-Tilvera bls. 26-27
Eiður Smári skoraði
fyrir Chelsea
- DV Sport bls. 30-31
Sagt uppeftirfimm
daga á tindinum
Flugvélaverkfræðingnum og
ijallgöngugarpinum Thomasi
Milnik frá Berlín í Þýskalandi var
í fyrradag sagt upp störfum hjá
Schröder & Uehlken flugvéla-
verksmiðjunum eftir að hafa ver-
ið fjarverandi frá vinnu í nokkra
daga meðan hann sat fastur á
fjallstindi í Alpafjöllunum.
Milnik lenti í slæmu veðri á
tindinum og þurft að dúsa þar í
beingaddi í heila fimm daga án
matar og var að vonum illa
haldinn og kalinn þegar honum
var loks bjargað.
Stjórnendur fyrirtækisins voru
þó ekkert að tvínóna við hiutina
og sendu Milnik strax upp-
sagnarbréf á meðan hann dvaldi
á sjúkrahúsi þar sem læknar
reyndu að bjarga á honum tán-
um sem voru illa farnar eftir
kalið.
Skilorð í amfetamín-máli sem tafðist
DÓMSMÁL: Þrítugur karlmað-
ur var í gær dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi skilorðs-
bundið fyrir að hafa haft um
60 grömm af amfetamíni í
vörslu á heimili sínu við
Naustabryggju í lok ágúst á
síðasta ári. Málið var flutt sem
svokallað játningarmál og tek-
ið til dóms án raunverulegrar
sönnunarfærslu.
(niðurstöðu dómsins var
greinilega litið til þess að
brotið var framið fyrir rúmu
einu ári - brot sem skýlaust
var játað hjá lögreglu. Hins
vegar var ákæra ekki gefin út
fyrr en 2. september síðastlið-
inn en þá var ár liðið frá brot-
inu. (dóminum segir að ákært
sé fyrir talsvert magn am-
fetamíns og þegar til alls
þessa sé litið, það er þess að
málið var upplýst þegar í lok
ágúst 2002, játningarinnar og
magnsins, þá séu þrír mánuðir
hæfileg fangelsisrefsing og
hún skuli vera skilorðsbundin.
Maðurinn sem fær dóminn
verður því ekki sviptur frelsi
með dóminum sem hann
hlaut í gær.
Innbrot í Strætó
LÖGREGLA: Brotist var inn í
strætisvagn í Mjóddinni í nótt.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík reyndi þjófurinn að
losa peningakassa í vagninum
en hafði ekki erindi sem erfiði.
Þjófurinn er ófundinn og
sama er að segja um þann
eða þá sem rústuðu fjórar
geymslur í blokk í austurborg-
inni í nótt. Engu var stolið.
Veiðibann á rjúpu ruglarjólasiðum á fjölda heimila:
Um 7 þúsund rjúpur
verða fluttar inn
JÓLARJÚPUR: Margir geta ekki hugsað sér jólin án þess að borða rjúpur. Það verður hins vegar erfitt í ár vegna veiðibanns. Þó geta þeir
hörðustu keypt sér skoskar rjúpur líkt og í fyrra. Hún er að sönnu öðruvísi á bragðið en líkaði þó vel í fyrra.
Þótt veiðibann á rjúpu rugli
jólasiðum á fjölda heimila þetta
árið er ekkert sem bendir til
þess að meira verði flutt inn af
rjúpu en í fyrra. Þá voru fluttar
inn um 7 þúsund skoskar rjúpur
og stykkið selt á 1398 krónur.
Búist er við svipuðu verði á
rjúpunni fyrir þessi jól
Leifur Grímsson hjá Sælkera-
dreifingu segir að menn séu að
leggja lokahönd á áætlun um inn-
flutning þetta árið. Útlit er fyrir að
um 7 þúsund rjúpur verði fluttar
inn frá Skotlandi og þær seldar á
svipuðu verði og í fyrra. Engin
áform eru um að fullnægja aukinni
eftirspurn sem kann að verða
vegna veiðibannsins. Innflutning-
urinn er, eins og í fyrra, í samstarfí
við verslanir Hagkaups og Nóa-
túns.
„Skoska rjúpan er
vissulega öðruvísi en sú
íslenska en þeirsem
verða bókstaflega að
fá rjúpu á jólunum létu
sérvellíka."
„Fólki líkaði ágætlega við skosku
rjúpuna í fyrra. Við fengum hana
ekki fyrr en 19. desember en við
seldum allt sem við fluttum inn.
Skoska rjúpan er vissulega öðruvísi
en sú íslenska en þeir sem verða
bókstaflega að fá rjúpu á jólunum
létu sér vel líka,“ sagði Leifur við
DV í gær.
Leifur sagði að margir yrðu að
reyna eitthvað nýtt fyrir þessi jól.
Þó að skoska rjúpan hafi selst ágæt-
lega viidu margir ekki sjá annað en
íslenska rjúpu. Hann benti hins
vegar á að úrvalið af villibráð í
verslunum væri ágætt. í stað rjúpu
gæti fólk borðað hreindýr, dádýr og
eins mætti prófa fasana.
Leifur var spurður um rjúpu frá
Grænlandi eða Rússlandi. Hann
sagði að grænlensku rjúpurnar
væru svo fáar að ekki tæki þvf að
standa í innflutning þeirra. Þá væru
ekki væru leyfi fyrir innflutningi á
rússneskum rjúpum en afar strang-
ar reglur giltu um innflutning á
þeim.
Sólmundur Oddsson, markaðs-
stjóri hjá Nóatúni, tók í sama streng
og Leifitr, bæði varðandi innflutn-
inginn og jólasiðina.
„Við ætlum ekki að leggja ofurá-
herslu á rjúpu heldur vekja athygli
á öðrum möguleikum. Það er úr
nógu að velja.
Engin áform eru um
að fullnægja aukinni
eftirspurn sem kann að
verða vegna veiði-
bannsins.
Margir eru að vísu afar íhalds-
samir og fastheldnir en fyrst fólk
getur verið á Kanaríeyjum yfir jólin
í hita og snjóleysi hlýtur það að
geta brugðið út af vananum varð-
andi jólamatinn," sagði Sólmund-
ur.
Hann sagði sölu skosku rjúpunn-
ar hafa verið vel undirbúna í fyrra.
Fengnir hafi verið nokkrir sérfræð-
ingar til smökkunar. Þeir hafi fund-
ið greinilegan mun á skosku og ís-
lensku rjúpunni og eins á mismun-
andi tegundum þeirrar skosku.
Þennan mun settu einhverjir fyrir
sig þótt mörgum hafi vel líkað.
Sólmundur minnti á að þó að
veiðibann væri á rjúpu væri ekkert
sölubann í gildi. Því gætu menn
jafnvel átt von á að rjúpur sem leg-
ið hafa í frysti frá í fyrra skytu upp
kollinum í verslunum þegar nær
drægi jólum. hlh@dv.is
Nýir útgefendur DV
Eimskip í tvö félög
Forstjórinn lætur afstörfum
Hömlur hf. hafa tekið að sér út-
gáfu DV eftir að Útgáfufélag DV
varð gjaldþrota síðdegis í gær.
Þorsteinn Einarsson hrl. var í
gær skipaður skiptastjóri
þrotabús Ugáfufélags DV.
Félagið var lýst gjaldþrota þegar
ljóst var að endurskipulagning fjár-
mála félagsins hafði mistekist.
Greiðslustöðvun fékkst þann 10.
september sl. og meðan á henni
stóð átti að safna nýju hlutafé. Það
tókst ekki og þegar greiðslustöðvun
fékkst ekki framlengd síðdegis í gær
varð gjaldþrot félagsins óhjá-
kvæmilegt.
Landsbanki íslands er stærsti
kröfuhafinn og kom í gær fram skýr
áhugi hans á að útgáfa blaðsins
haldi áfram. Skiptastjóri gerði því
tímabundið samkomulag við
Hömlur hf., sem er dótturfélag
Landsbankans, um að félagið
ábyrgðist útgáfu blaðsins.
NÝIR ÚTGEFENDUR: Hömlur hf. hafa tekið
að sér útgáfu DV eftir að Útgáfufélagið DV
ehf. varð gjaldþrota í gær.
Skiptastjóri hélt í gær fund með
starfsmönnum DV og kom þar
fram að hagsmunum áskrifenda,
viðskiptavina DV, starfsmanna
blaðsins og kröfuhafa væri best
borgið með því að blaðið héldi
áfram útgáfu. Áformaður er fundur
í dag með skiptastjóra og starfs-
mönnum þar sem frekari áform um
útgáfu blaðsins verða skýrð.
Stjórn Eimskips hefur ákveðið
að leggja fyrir hluthafafund í
félaginu að félaginu verði
skipt í tvö félög.
Annars vegar verður Eimskipafé-
lag Islands, sem mun annast flutn-
ingastarfsemi Eimskips, og hins veg-
ar Burðarás sem annast mun fjárfest-
ingarstarfsemi. Burðarás mun auka
núverandi hlutabréfaeign og taka yfir
hlutabréf Eimskips í Brimi. Verða
hlutabréf beggja þessara félaga skráð
í Kauphöll fslands. Með þessum að-
gerðum er stefnt að því að gera félög
Eimskipafélagssamstæðunnar að
skýrari fjárfestingarkosti. Unnið er að
því að fá fleiri fjárfesta að þessum fé-
lögum sem geta orðið þátttakendur í
uppbyggingu og umbreytingum
þessara félaga á næstu ámm.
í ljósi þessara breytinga hefur Ingi-
mundur Sigurpálsson, forstjóri Eim-
skips, ákveðið að
láta af störfúm hjá
félaginu. Magnús
Gunnarsson stjóm-
arformaður mun
verða starfandi
stjórnarformaður á
meðan þessar
breytingar ná ffam
að ganga. Ingi-
mundur telur að
þær breytingar sem voru gerðar á
hluthafafúndi 5. nóvember 2002 hafi
verið nauðsynlegar og að eignir fé-
lagsins hafi tvöfaldast að verðmæti,
velta tvöfaldast, hlutfall eigin fjár
styrkst og gengi hlutabréfa í félaginu
hækkað um rúm 40% á einu ári. Því
telur hann hvorki rétt né fært að taka
þátt í því að umbreyta núgildandi
skipulagi Eimskips eftir skamma
reynslu og nauðsynlegt að fylgja eig-
in sannfæringu. gg@dv.is
Ingimundur
Sigurpálsson.