Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Page 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Flug til Keflavíkur vinsælt Bilun í símastreng við Eyjar FERÐASKRIFSTOFUR: Flugfélag (slands hefur tekið upp áætlun tvisvar í viku milli Keflavíkur, Eg- ilsstaða og Akureyrar og sömu leið til baka. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags- ins, segir að þetta hafi farið ró- lega af stað en nú séu 10 til 12 farþegar á hverjum legg, og það sé mjög ásættanlegt svona á fyrstu vikum eða mánuðum. „Við höfum tilfinningu fyrir því að þetta eigi eftir að aukast og verðum vör við að erlendar ferðaskrifstofur hafa verið að bóka inn á þessa leið. Það eru fleiri á leiðinni Keflavík - Egils- staðir eða öfugt en Egilsstaðir - Akureyri enn sem komið er, en það hefur þó nokkuð verið bók- að milli Akureyrar og Egilsstaða og það er vegna mikilla umsvifa við Kárahnjúka og víðar á Aust- urlandi, verktakar eru að senda fólk þarna á milli. Enn sem kom- ið er erum við með fáa farþega frá Akureyri um Egilsstaði til Keflavíkur eða öfugt, enda eiga farþegar kost á að fara beint milli Akureyrar og Reykjavíkur og aka milli Keflavíkur og Reykjavíkur. gg@dv.is SÆSTRENGUR: Samband við útlönd um Cantat 3 sæstreng- inn lá niðri í þrjár klukku- stundir eftir að bilun í honum varð klukkan hálftvö í nótt. Þegar Ijóst varð að sambands- laust var um strenginn kom Síminn á gervihnattarsam- bandi við Bretland og Banda- ríkin.Talsamband við útlönd lá því aldrei alveg niðri. Hins vegar lá internetsamband við útlönd niðri í um hálfa aðra klukkustund. Bilunin hafði á hinn bóginn ekki áhrif á tal og gagnaflutninga innanlands. Samkvæmt tilkynningu frá Símanum er líklegt að bilun- ina megi rekja til sæsímabún- aðar við Vestmannaeyjar. Bæjarstjórí Mosfellsbæjar um baráttu móður drengs með Goldenhar-heilkenni: Ríkið stendur sig ekki KASTAÐ Á MILU: Tryggingastofnun og félagsþjónusta Mosfellsbæjar hafa kastað máli Ásdisar og Birkis litla á milli sín. Hvor aðilinn vísar á hinn. Ríkið stendur sig ekki hvað varðar umönnunarbætur lang- veikra barna. Þetta segir Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, spurð um synjun félagsmálayfirvalda þar á aðstoð við einstæða móður drengs með Goldenhar-heil- kenni. DV hefur sagt sögu Ásdfsar Jóns- dóttur, einstæðrar móður lítils drengs sem er með Goldenhar- heilkenni. f stuttu máli hefur hún nú 36.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, þ.e. einfalt meðlag, svo og umönnunarbætur frá Trygginga- stofnun ríkisins upp á um 20.000 krónur. Hún er bundin yfir drengn- um allan sólarhringinn. Ásdís leitaði tfmabundinnar fjár- hagsaðstoðar félagsmálayfirvalda í Mosfellsbæ þar sem hún er búsett. i Hún fékk synjun. Ragnheiður sagði að hvorki þetta mál né önnur svipuð kæmu inn á borð bæjarstjórnar þar sem félags- málanefnd Mosfellsbæjar færi með málefni félagsþjónustu sveitarfé- lagsins í umboði bæjarstjórnar. Starfsmenn fjölskyldudeildar færu með þau mál sem vörðuðu einstak- linga og fjölskyldur í samræmi við reglur bæjarfélagsins, lög og reglu- gerðir. Ragnheiður sagði að aðstoð við Ásdísi og drenginn, svo og önnur af sama eða svipuðum toga heyrðu undir Tryggingastofnun ríkisins. Skilin mili verksviðs sveitarfélaga og ríkisins í heilbrigðismálum væru skýr. Sjúkt barn væri heilbrigðismál sem heyrði undir Tryggingastofn- un. Ef veikindi barna yrðu þess valdandi að einstaklingur gæti ekki framfleytt fjölskyldunni væri það alla jafna Tryggingastofnunar ríkis- ins að bæta tekjutap foreldris. TR ætti að sjá um að greiða þeim um- önnunarbætur sem rétt ættu á því. Ásdís leitaði tímabund- innar fjárhagsaðstoðar félagsmálayfirvalda í Mosfellsbæ þar sem hún er búsett. Hún fékk synjun. „Maður veltir því fyrir sér hvar heilbrigðiskerfið sé statt þegar svona dæmi koma upp í þjóðfélag- inu,“ sagði Ragnheiður. Hún bætti við að sveitarfélög settu sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoð sem þeim ber samkvæmt iögum um félags- þjónustu sveitarfélaga. Ef umsækj- andi væri ósáttur við ákvörðun fé- lagsmáladeildar gæti hann áfrýjað til félagsmálanefndar. Ákvörðun hennar mætti svo aftur áfrýja til úr- skurðamefndar félagsmálaráðu- neytisins. jss@dv.is Tryggingafélögin harðlega gagnrýndí utandagskrárumræðu: Réttarhöld á Alþingi Þingmenn fóru mikinn í gær í gagnrýni á tryggingafélögin og raunar líka eftirlitsstofn- anirnar sem eiga að gæta hagsmuna neytenda gagn- vart þeim. Á námskelðlnu er m.a. farlA í: Listin að hafa áhrif á aðra - framkomuþjálfun. Leiðtoginn og uppbygging liðsheildar. Fjölmiðlar og framkoma - þjálfun fyrir viðtöl við fjölmiðla. Hvernig skrifum við fréttatilkynningar og greinar (blöð. Stjórnun félagsfunda. Hvernig notum við Power point við kynningar. Auk þess verður farið I ýmsar þrautir og æfingar sem miða að því að styrkja leiðtogahæfileika hvers og eins. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk- ingu, sagði að tryggingafélögin blóðmjólkuðu neytendur í skjóli einokunar. f þokkabót sýndi Fjár- málaeftirlitið þeim linkind og ef ekki yrði breyting þar á væri stutt f að Fjármálaeftirlitið glataði trú- verðugleika sínum. Þá skoraði Jó- hanna á Samkeppnisstofnun að skila strax rannsókn á tryggingafé- lögunum sem staðið hefur yfir frá 1997. Ögmundur sagði að svo virtistsem Fjár- málaeftirlitið og aðrar opinberar stofnanir færu silkihönskum um tryggingafélögin. Fyrirlesarar á leiðtoganámskeiðinu eru á meðal þeirra fremstu á fslandi á slnu sviði, G(sli Blöndal, Jóhann Ingi Gunnarsson, Sigrún Stefánsdóttir o.fl. Námskeiðsgjaldið er kr. 40.000. Innifalið (þv( eru námskeiðsgögn, gisting og fæði á Hótel örk frá fimmtudegi til sunnudags. UMFl mun styrkja sína félagsmenn til þátttöku á námskeiðinu. Þátttökufjöldi er takmarkaður. Allar nánari upplýsingar veitir Valdimar Gunnarsson fræðslustjóri á þjónustumiðstöð UMFf I slma 568 2929, valdimar@umfi.is LEIÐTOGA. SKOLINN Fram kom hjá Valgerði Sverris- dóttur viðskiptaráðherra að hún hefði fullvissu fyrir því að rannsókn stofnunarinnar yrði lokið á þessu ári. Lögbrot Ásgeir Friðgeirsson, Samfylk- ingu, sagði að tryggingafélögin hefðu notað styrk sinn til þess að hindra aukna samkeppni og girða fyrir aðkomu nýrra félaga að mark- aðinum. Þá nefndi hann að dæmi væru þess að félögin byðu við- skiptavinum, sem hygðust fara TJÓN ÁTJÓN OFAN: Pétur H. Blöndal segir að aukin tjónatíðni sé ein helsta ástæða þess að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa hækkað en aðrir þingmenn vildu á Alþingi í gær meina að fákeppni á tryggingamarkaði og linkind eftirlitsstofnana væri um að kenna. með viðskipti sín annað, svokallað- an samkeppnisafslátt. „Þetta er brot á samkeppnislögum," sagði Ásgeir. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði að markaðurinn væri nánast í herkví sökum fá- keppni. Þá tók hann undir sjónar- mið Jóhönnu Sigurðardóttur og sagði að svo virtist sem Fjármála- eftirlitið og aðrar opinberar stofn- anir færu silkihönskum um trygg- ingafélögin. Hækkanir gagnrýndar Ögmundur var málshefjandi í ut- andagskrárumræðu um hækkun iögboðinna iðgjalda tryggingafé- laganna. Sagði hann að í nýrri skýrslu Neytendasamtakanna kæmi fram að iðgjöld ökutækja- trygginga hefðu tvöfaldast á 6 árum. Þá benti hann á að lægsta trygging fýrir Toyota Corolla bifreið kostaði 14 þúsund krónur í Dan- mörku og Svíþjóð en 69 þúsund krónur hér á landi. „Það er ekki óeðlilegt að vátrygg- ingafélögin séu tortryggð," sagði Valgerður Sverrisdóttir. Hún sagð- ist hins vegar ekki hafa forsendur til að meta hvort hin svokallaða vá- tryggingaskuld félaganna (oft kennd við bótasjóði) væri óeðlilega há. Fjármálaeftirlitið hefði hins vegar nýverið boðað sérstaka at- hugun á því. Skýringar Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að bætur tryggingafélaganna hefðu hækkað mikið á undanförn- um árum. Á því væru einkum tvær skýringar: Annars vegar mikil hækkun launa sem hækkaði dánar- og örorkutjón ábyrgðartrygginga og einnig viðgerðakostnað og þar með munatjón; hins vegar hefði bílaeign stóraukist og tjóntíðni einnig aukist hlutfallslega. Hvort tveggja væri til marks um góðæri, og yfir því væri hann ekki dapur en berjast þyrfti gegn aukinni tjón- tíðni. Eins og viðskiptaráðherra lagði Pétur áherslu á hlutverk eftirlits- stofnana. Sem fýrr segir töldu sum- ir stjórnarandstæðingar hins vegar að þær ræktu hlutverk sitt illa. olafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.