Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER2003 FRÉTTIR 17 Shevardnadze segi af sér Stirt á milli Blairs og Browns GEORGÍA: Öryggissveitir í fyrr- um Sovétlýðveldinu Georgíu búa sig undirfrekari ólgu í landinu í dag vegna ásakana um að stjórnvöld hafi haft rangt við í þingkosningunum á sunnuda'g. Míkhaíl Saakasjvílí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur sagt Edúard Shevardnadze forseta að hann verði að segja af sér fyrir miðjan dag í dag eða játa ósigur stjórnarflokk- anna í kosningunum. Shevard- nadze sagðist myndu standa við opinber úrslit en segja af sér ef þjóðin færi fram á það. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum sínum af fram- kvæmd kosninganna og hvatt til heiðarlegrarog skjótrar talningaratkvæða. BRETLAND: Mjög stirt er nú á milli Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, og Gordons Browns fjármálaráðherra. Blair hefur í tvígang hafnað beiðni Browns um sæti í fram- kvæmdastjórn Verkamanna- flokksins, nú síðast í fyrradag þegar fjármálaráðherrann sneri aftur til starfa eftir fæð- ingarorlof sitt. Einn stuðningsmanna Browns sagði við the Guardian að það þjónaði ekki hagsmunum flokksins að útiloka hann frá framkvæmdastjórninni. Brown er bæði bandamaður og hugsanlegur keppinautur Blairs um leiðtogaembætti Verkamannaflokksins. Áður hafði Blair ákveðið að leiða kosninganefndina fyrir 2005. Dekkjahótel við geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi SÓUIHIUG (oniinenfal Kópavogi - Njarðvík - Selfoss Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra og aöildarfélög þess um land allt, veita fyrirtækjum og þjónustuaðil- um viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihaml- aðra á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember ár hvert. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði sem nýtist bæði gestum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringar á áður óaðgengilegu húsnæði, til verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar sem vilja koma til greina við úthlutun viðurkenninga á þessu ári, eða tilnefna aðra til við- urkenninga, komi ábendingum á framfæri við Sjálfsbjörg í síðasta lagi 14. nóvember 2003. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Hátúni 12,105 Reykjavík Sími: 552 91 33; fax: 562 37 73 Netfang: mottaka@sjalfsbjorg.is ÁRÁSARMANNA LEfTAÐ: Skæruliðar gerðu í gær sprengjuárás á höfuðstöðvar bandaríska hersins í Bagdad, annað kvöldið í röð, og var þeirra leitað um miðborgina og meðfram Tigris-ánni án árangurs. CBS lagði ekki í að sýna Reagan-þætti Yfirmenn bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar hafa ákveð- ið að hætta við sýningar á um- deildri þáttaröð um Ronald Reagan, fyrrum forseta, og selt sýningarréttinn til kapalsjón- varpsstöðvar. íhaldsmenn vestanhafs ruku upp til handa og fóta og sögðu tveggja þátta röðina ekki gefa sanngjarna mynd af forsetanum fyrrverandi. Þeir þrýstu mjög á sjónvarpsstöð- ina að sýna myndina ekki. Forráðamenn CBS vísuðu því á bug að þeir hefðu látið undan þrýstingi og tóku undir með repúblikönum um að jafnvægi væri ekki í framsetningu efnisins. Bæði demókratar og repúblikan- ar í Washington fordæmdu ákvörð- un sjónvarpsstöðvarinnar. Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, sagði við fréttamenn að málið allt „lyktaði af þvingunum". Ed Gillespie, formaður landstjómar Repúblikanaflokksins, sagði að flutningur þáttaraðarinnar til kap- alstöðvarinnar „tæki ekki á áhyggj- um manna um sagnfræðilega ná- UMDEILDURIMYND: Ekkertverðurafsýn- ingum umdeildrar myndar um Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, hjá CBS sjónvarpsstöðinni. Reagan er 92 ára og langt leiddur af Alzheimer. kvæmni". Repúblikanaflokkurinn hafði farið ffam á að fá að sjá myndina áður en hún yrði sýnd en aðrir höfðu hvatt til að CBS-sjón- varpsstöðin yrði sniðgengin. Þú finnur rétta búninginn hjá okkur ^®ncfum, ^°stkröfu knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.