Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Rítstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Dýr pappír Áramann Reynisson, at- hafnamaður og rithöf- undur, segist nota dýrasta pappír sem völ er á í nýjustu bók súia sem heitir Vinjettur 3. PappMnn er helmingi dýrari en gerist og gengur og á að duga í þúsund ár á meðan annar og venju- legri pappír verður að duífti á 30 árum. Vinjett- ur Ármanns eru ekki fá- anlegar í bókaverslunum hér á landi heldur selur hann þær eingöngu á heimasíðu sinni og svo í Scandinavian House á Park Avenue í New York. Ríkisrekið vændi Yinsælt er að leysa vanda með því að banna hann. Sérstaklega þykir brýnt að ráðast gegn dauðasyndum á borð við græðgi, fíkn og losta, sem koma í veg fyrir frelsun mann- kyns frá hinu illa. Sett eru flókin lög sem segja í stórum dráttum ekki annað en þetta: Losti er bannaður að viðlagðri aðför að lögum. Vændi er elzta atvinnugrein í heimi, næst á undan fréttaflutningi. Það veitir því svo sem engan rétt í siðvæddu nútímaþjóðfélagi, en ætú þó að vara okkur við einni dauðasyndinni enn, hrokanum. Það felst neftúlega hroki í að telja sig geta afnumið elztu atvinnugreinina með stimpluðu skjali án þess að spyrja þá, sem selja þjónustuna og kaupa hana. Hvort sem við lítum í kringum okkur eða í eig- in barm, getum við auðveldlega séð, að ekki er góð reynsla af banni dauðasynda. Hér á landi ríkú um skeið áfengisbann, sem fólst í að ekki mátú brugga, selja eða kaupa áfengi að við- lagðri aðför að lögum. Bannið virkaði ekki, því að menn fundu ýmsar undankomuleiðir fram- hjá árvökulum augum réttvísinnar. Efúr bitra reynslu komust banmíki Norður- landa að þeirri niðurstöðu að betra væri að rík- isreka dauðasyndina en fela hana í neðanjarð- arhagkerfinu. Þannig gæú ríkið fylgst með við- gangi syndarinnar, gætt þjóðfélagslegra sjónar- miða og spornað gegn verstu afleiðingunum. Mestu máli skipú þó, að undirheimum var ekki geflnn kostur á að grafa undan þjóðskipulaginu á þessu sviði. Látum vera, þótt ríkisvaldið hafi ekki enn átt- að sig á, að skynsamlegra er að ríkisreka fíkni- efhasölu, heldur en að leyfa undirheimakóng- um að grafa undan þjóðskipulaginu í skjóli sjálftekins einkaréttar á dreifingu og sölu fíkni- efíia. Látum vera, þótt ríkisvaldið muni enn síð- ur átta sig á, að bezta leiðin til að stýra vændi frá þjóðfélagslegum sjónarmiðum er að ríkisreka það og gera melludólga atvinnulausa. Að minnsta kosú er hægt að æúast til þess af reyndu stjómmálafólki, að það átú sig á, að ald- ur og vinsældir vændis stafa af einhverjum for- sendum. Vændi er ekki forsenda, heldur afleið- ing af einhverju öðru, sem greinilega á sér djúp- ar rætur hjá mannkyni. Án efa eru þar framar- lega í flokki gamalkunnar dauðasyndir á borð við græðgi, fíkn og losta. Kaþólsku ríkin hafa fyrir löngu gefizt upp á að vísa vændi til hins vonda. Þar er vændi yfirleitt þolað með margvíslegum reglum, sem miða að almennri heilsugæzlu og bættri stöðu seljenda þjónustunnar. I Þýzkalandi hafa ýmis bæjarfé- lög frumkvæði að rekstri fjölbýlishúsa, þar sem þessi dauðasynd er stunduð án aðkomu mellu- dólga, sem annars mundu hirða arðinn. Islenzkt stjómmálafólk gerir sér ótrúlega háar hugmyndir um boð og bönn. Öll helztu merkikerú þjóðarinnar ákváðu fyrir hálfum áratug að afhema fíkniefnaneyzlu í landinu á fáum árum. Sá tími er liðinn og fíkniefnin blómstra sem aldrei fyrr. Hroki er ekki gott veganesú í stjómmálum. Hann blindar ráðamenn svo mjög, að þeir skilja ekki með neinu móú, að allar aðgerðir hafa ófyrirséðar hiiðarverkanir, sem oft á úðum em verri viðureignar en upphaflegi vandinn. Sér- staklega gfldir þeúa um tflskipanir gegn afleið- ingum dauðasyndanna sjö. Jónas Kristjánsson Kjarnakonur Athafnakonur streyma til Akureyrar um helgina á ráð- stefnu sem ber nafn þeirra. Val- gerður Sverris- dóttir iðnaðar- ráðherra setur ráðstefnuna en samhliða henni verður sett upp sýning á verkum kvenna í Ketils- húsinu í Listagilinu. Yfir- skrift ráðstefnunnar er: Konur sem frumkvöðlar - möguleikar þeirra og hindranir. Morgunblaðið sagði í gær frá skýrslu sem unnin hafði verið fyrir umboðsmann barna um friðhelgi einkalífs liúu krílanna. í frétt blaðs- ins sagði meðal annars: „Persónu- leg gögn barns, svo sem bréf, dag- bækur og minnisblöð, njóta vernd- ar stjórnarskrárinnar og Barnasátt- Fyrst og fremst mála Sameinuðu þjóðanna. Er það meginregla að foreldrar hafa ekki leyfi til að opna persónuleg bréf barns síns eða úl að lesa persónuleg gögn. Barn á því rétt á friðhelgi á heimili sínu og það á ekki að þurfa að sæta því að gengið sé um per- sónulega muni þess án leyfis." Nýr stjórnandi Lúðrasveit Hafnarfjaðar hefur fengið nýjan stjómanda. Sá heitir Þorleikur Jó- hannesson og mundar hann tónsprotann í fyrsta sinn með lúðrasveitinni á tónleikum sem haldnir verða í Víðistaðakirkju síðdegis á laugardaginn. Þar tekur sveiún meðal annars lagið Soul Bossa- nova sem margir þekkja úr kvikmyndum Áusúns Powers. Aðgangseyrir: 500 krónur. Danska í Svíþjóð Dönskunemar í Mennta- skólanum á Isafirði fóm fyrir skemmstu í kynnis- ferð til Svfþjóðar. Heim- sóttu fsfirðingamir skóla í Klippan í Svlþjóð og þótú mikið til aðstöðu nemenda þar koma. Um var að ræða verknáms- nemendur sem vanir em þrengri og ófullkomnari námsaðstöðu en sjálf- sagt þykir í Svíþjóð í verkmenntafögum. Þótti dönskukennumm á ísa- firði sem ferðin hefði haft hvetjandi áhrif á dönskunám nemend- anna þó farið hafi verið til Svíþjóðar. c rtJ -Q 3 JO 3 Óhœtt er aö segja að þetta þykir okkurgeta breyttýmsu ísamskiptum okkar við börnin okkar. Það hefur hingað til verið eðlilegur hlutur að foreldrar hafi leyfi til að skipta sér af börnum sínum, þangað til þau nd sjdlfrœðisaldri, og þar d meðal hafa foreldrar ekki vílað fyrir sér að hnýs- ast í persónuleg gögn barnanna, ef þeim hefur þótt svo henta. En nú md vœnta þess að krnkkar sem vart standa fram úr hnefa veifi framan í afskiptasama foreldra skýrslunni til umboðsmanns efþeim þykir foreldr- arnir farnir að ganga þeim ofnærri. Þessi skýrsla er reyndar merkileg, ekki síst í Ijósi þess að foreldrar hafa verið dkaft hvattir til þess að undan- fórnu að fylgjast grannt með tölvu- notkun barna sinna - fyrst ogfremst í því skyni að þau lendi ekki í klón- um d barnaníðingum ogöðrum mis- yndismönnum. Þeir leggja gjarnan snörur sínar fyrir börnin d spjallrós- um þar sem sextugir saurlífsseggir eiga víst til að þykjast vera tólf dra stúlkur í leit að sdlufélögum. Erfitt er að ímynda sér annað en að dkvœðin í skýrslunni til umboðs- manns hljóti líka að eiga við um tölvusamskipti barnanna við vini sína og kunningja og þar með vœri foreldrum gert nær ókleift aðfara að tilmælunum um að hafa eftirlit með tölvunotkuninni. Þetta gæti orðið erfitt mdl d ýms- um heimilum d næstunni. Foreldrar koma vaðandi inn í barnaherbergin, þar sem krakkarnir sitja glaseygðir eftir langvarandi tölvunotkun, og pabbi og mamma krefjast þess aðfd að sjd hvað börnin eru að gera - hvort þau haflfarið inn d óæskilegar spjallrdsir, dlpast inn d kldmsíður eða við vitum ekki hvað. En í stað þess að börnin annað- hvort lyppist niður og hlýði, eða þd standi upp og öskri eins og við þykj- umst hafa heimildir fyrir að gerist d stöku bæ efforeldrar gera sig líklega til að skipta sér of mikið af sýslu barnanna með tölvurnar sínar, þd standa börnin rólega upp, teygja sig í skjalatöskuna, draga upp allþykka skýrslu merkta umboðsmanni Al- þingis og biðja svo foreldrana að hafa samband við lögfrœðing sinn ef þeir hafi einhverjar frekari óskir fram að færa. í umræðum á Alþingi um daginn vakti Ásgeir Friðgeirsson athygli á því að samkvæmt alþjóðlegri skýrslu væm íslendingar aftarlega á merinni hvað snerti nýsköpun í atvinnuvegum. Þar væmm „við skussarnir í hópi þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Við emm toss- arnir í bekk Norð- urlanda og við emm aftarlega á merinni í samanburði við Vesturlönd," sagði Ásgeir. Kenndi hann stjómvöldum um slaka frammistöðu íslendinga. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- rdðherra bar í bætifldka fýrir stefnu stjórnvalda í þessum mdlum en við- urkenndi að nýsköpun væri veikasti þdtturinn í samkeppnishæfni íslands gagnvart öðrum löndum. Aftur d móti steig líka í pontu Sigurður Kdri Krist- jdnsson, þingmaður Sjdlfstæðis- flokksins, sem þvertók fyrirað nokkuð vœri athugavert við stöðu mdla hér d landi. Kvað hann íslendinga ífremstu röð varðandi ný- sköpun í veröld- inni og að sjdlf- sögðu hefði það gerst fyrir tilstilli ríkisstjóma „undir forystu Davíðs Oddssonar". Okkur þykir trú sjdlfstœðismanna d leiðtoga sinn hjartnæm. Það er alveg sama hvaða tölum er veifað flraman í þd suma, ekkert getur hugsanlega verið at- hugavert í landinu „undir forystu Davíðs Oddssonar". Þetta er reyndar orðin hdlfgerð mantra hjd þeim þingmönnum sem vilja vera í ndð- inni hjd leiðtoga sínum. Við leggjum til að þeir stytti sér eftirleiðis leið þeg- ar þeir eru að halda ræðu. Rétt eins og íAmeríku segja menn stundum S- O-B í staðinn fyrir „son ofa bitch “ til að stytta mdl sitt, þd gætu nefndir sjdlfstæðismenn sagt einfaldlega „Ufdo“ við öll tækifæri....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.