Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 3 Gaga Nýkominn heim frá útlöndum finnst mér að allt hafi breyst en sé líka eins. Ég geng um borgina lfkt og framandi svæði. Kannski er þetta ver- fremdung, firringaráhrif eins og í bókmenntunum? Eða kannski er ástatt fyrir mér eins og manninum í skáldsögunni Gaga. Hann vaknar snemma morguns í Reykjavík. Allt er nákvæmlega eins og kvöldið áður. Samt veit hann að hann er staddur á Mars. Allt fram frussast... Brunagaflarnir eru alla vega eins, tyggjóklessurnar, þorpsgatan, gler- brotin frá því um helgina, augun sem góna út um bílrúðurnar, en staðirnir hafa fengið ný nöfn. Staður sem hét Astró heitir nú Pravda. Sigtún heitir Nasa. Það sem einu sinni hét Thomsen og síðan Spotlight heitir nú Capital. Hafnar- kráin hét um tíma Maxims og kall- ast nú de Boomkikker. Hef ekki grun um hvað það þýðir. Ölkjallar- inn heitir Central. Blúsbarinn kall- ast Kráin. Hressó varð að MacDon- alds en er nú orðinn Hressingar- skáli á ný. Tres Locos heitir Coffee Shop 11. Sticks ‘n Sushi er orðið að Maru. Naustið er flutt niður í Kaffi Reykjavík. Hvítakot varð að Si Sen- or og svo Casa Grande. Hinn kulda- legi uppabar Rex breyttist í Oro og heitir nú Metz, guð má vita af hverju. Þetta er endalaust. Kaupfé- lagið heitir Enrico’s. Píanóbarinn kallast Opus. Mest af þessu gerðist meðan ég skrapp til útlanda í sum- ar. Allt fram streymir, nei, það frussast. ...óttalega púkó Ég ætla ekki að fara að tuða yfir kennitölusvindli og ég ætla ekki heldur að ganga í lið með Jóni Gúm og fárast yfir þessum nöfnum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvað þau eru bjánaleg og ekki í neinum tengslum við umhverfi sitt og menn- ingu. Ég kem alltaf af fjöllum þegar ég les hvað Reykjavík er stórkostíega Konur skikki fjár- málamenn Laufey Jakobsdóttir, níræð, hringdi. Ég vil að konurnar fari að taka sig saman og Kvennalistinn komi aftur. Sjá öll fjármálin og allt sem er að gerast í kringum þau. Karlarnir ráða þessu. Það er ekki Lesendur hægt að sjá annað en að þetta séu lygar og svik. Svo eru karlarnir komnir með fæðingarorlof, þeir þyrftu nú að ganga með annan hvorn krakkann til þess. Viðskipta- lífið er okkur til háborinnar skamm- ar. Maður hlustar á útvarp og sjón- varp og Alþingi þar sem þeir rífast og bera brigsl á hvorn annan, og ekki til bóta. Kvennalistinn á að koma og taka í lurginn á þessum mönnum svo að þeir axli ábyrgðina. Naut í manns- mynd Helga Bjömsdóttir hringdi: Ég vil taka undir það sem Kristrún Jóns- dóttir skrifaði í DV á þriðjudag að óþarfi væri að gera Netið að blóra- böggli, þótt stelpur kynntust þar strákum sem síðar reyndust ekki all- ir þar sem þeir væru séðir. Fólk ætti vissulega að nálgast nýja tækni með varúð - og er það vel - en fyrr má nú gagn gera. Misjafn sauður leynist í mörgu fé - og naut í mannsmynd - sem eru mannýg og stanga - má hvarvetna hitta. Bæði draugfulla á skemmtistöðum, en líka á Netinu. Ég veit ekki hvort er verra - eða betra. Við þurfum víst alltaf að hafa varann á okkur í samskiptum við annað fólk. Ekki síst nú þegar ver- öldin er flá og fegurðarsnauð. Þegar snyrtilegasti maður fslands Spurning dagsins Eru bankarnir bófar? Kjallari Atvinnumaður í kurteisi Ingibjörg Bjamadóttir skrifar Ég nánast kikna í hnjáliðunum þegar yfirlögregluþjónn okkar Reykvík- inga, Geir Jón Þórisson, birtist í sjónvarpinu. Bæði er maður- inn bráðmynd- arlegur - stór og stæðilegur - og hefur einnig ótrúlegan sjarma og út- GeirJón Tilvaliðfor- geislun. Og aug- setaefni un sem sögð eru spegill sálarinnar vitna um að þarna fari góður maður. Alltof margir í röðum opinberra starfsmanna skynja ekki að þeir starfa í þjónustu fólksins. Bera ekki virðingu fyrir þegnum landsins, fremur en skítnum undir skónum sínum. Þeir hinir sömu ættu að taka sér Geir Jón til fyrirmyndar, sem er eins og diplómat og atvinnumaður í kurteisi. Og í þessu sambandi gerist sú spurning áleit hvort Ólafur Ragnar ætli að halda áfram sem forseti ís- lands, þegar kjörtímabili hans lýkur á næsta ári. Geir Jón væri tilvalið for- setaefni. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar. fyrr og síðar tók upp á því að leika listir sínar með sérkennilegum brag norður á Akureyri fyrir tæpum ára- tug var það ljósmyndað í bak og fyrir og síðan birtar myndir af því á Netinu. Þá komu grátkonur fram á sjónarsviðið og vöruðu við þessu skelfilega fyrirbæri sem héti Inter- net. En margt ljótt hefur síðan birst á Netinu sem héfur samt sem áður haft mikil varnaðaráhrif. Og mun ekki sannleikurinn almennt gera okkur frjáls? lega eitthvað allt annað. Bjarnabófar? Það er einkennilegt að eiga heima í samfélagi þar sem allt er á svona hreyfingu. Sumir gætu haldið að þetta beri vott um ólgandi sköp- unarkraft, óhamda lífsorku, en ég hallast frekar að því að þetta sé ein- hvers konar taugabilun, eirðarleysi og rugl - og það er akkúrat það sem maður er, taugaveiklaður, eirðarlaus og ruglaður. Þráum hrun Samkvæmt könnun sem ég las um í sumar eru ítalir (já þeir!) óham- ingjusamasta þjóð í Evrópu. Á Ítalíu er allt voða gamalt. Hamingjan felst víst ekki endilega í því að búa í rúst- um. íslendingar segjast vera ham- ingjusamir í svona könnunum. Hér er allt nýtt, því gamla er hent. Það er steypt yfir landnámsbæinn. Við erum aftur byrjuð að spana okkur upp í neysluæði, stuttu eftir síðasta þrot. Við þráum hrun, að hrynja í það og láta reisa okkur aftur við. Svo förum við í gamla farið. Við lærum ekki af sögunni, höfum heldur enga tilfinn- ingu fyrir sögunni - eða er slétt sama? Neytendur hafa enga vörn „Peningavaldið hefur lagt landið undir sig, þó ég vilji ekki taka svo til orða að bankarnir séu bófar. Neytendur hafa enga vörn gegn ofur- styrk peningastofnana. Samráð bankanna er heldur ekki á nokkurn hátt betra en það sam- kruli sem verið hefur meðal olíufélaganna. Um hagnað sinn segja bankarnir að þeir hafi þénað mest á skuldabréfabraski, en auðvitað hljóta neytendur að borga það á endanum. Rétt einsog alltannað." Sverrir Hermannsson, fv. bankastjóri Landsbanka íslands. „trendy". íslendingar óttast fátt meira en að vera púkalegir, en ég fæ samt ekki betur séð en að flest hér sé óttalega púkó. Hefur hið eftirsótta næturlíf borgarinnar annan sjarma en að það er dýragarður? Engin borg sem ég hef komið í er undirlögð af fylleríi á sama hátt og Reykjavík. En það eru ekki bara búllurnar sem eru á hverfanda hveli. Hetjur dagsins eru nýju kaupsýslumenn- irnir sem eru að kaupa allt í landinu. Það ríkir þórðargleði yfir því að gamla íhaldið sé á leiðinni út. Örfáir menn eignast allt. Hópurinn þreng- ist óðum. Bráðum fá þeir Símann. Þeir eru líka alltaf að skipta um nöfn. Bónus verður Baugur og síðan Hag- ar. Eimskipafélagið heitir Burðarás og Brim. Svo eru líka Samson, Stoð- ir, Þyrping, Hömlur, Glaumur, Straumur. Á morgun heita þeir lík- „Ég vil ekki taka svo til orða. Flinsvegar er al- veg Ijóst að við- skiptavinir þeirra eru ekki að njóta þessar- ar góðu afkomu, og hin svokall- aða samkeppni á þessu sviði er ekki að skila sér til neytenda. Þeir búa við ein- hver hæstu þjónustugjöld og vexti I samanburði við nágrannalöndin. Sam- keppnisyfirvöld og yfirmaður banka- mála, viðskiptaráðherra, þurfa að skoða þessi mál sérstaklega." Egill Helgason skyggnist um eftir að hafa verið erlendis „Nei, það held ég ekki. Flins- vegar kunna bankarnir að verðleggja sig, og stundum dálitið hátt. Og sumt í verðskrá þeirra finnst mér vera nánast alveg út í bláinn." Vilhjálmur Bjarnason, formaður Samtaka fjárfesta. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjaids. „Já, tvímæla- laust. Bæði þurfum við al- mennir við- skiptavinir að borga okur- vexti og fáum síðan sáralitla innlánsvexti. Lántöku- og stimpilgjöld eru himinhá. Stjórnvöld eiga að hjóla íþessa mafíu og ég lýsi eftirþeim sem þorir." Sigurjón Tracey, leigubílstjóri. „Bankamenn á Islandi eru í senn bæði mafiósar og bófar. Það er ráðherra ríkis- stjórnarinnar að sjá til þess að hemill sé hafður á þessu liði." Óskar Steindórsson, leigubílstjóri. Samkvæmt uppgjöri stefnir í að hagnaður bankanna eftir árið verði 25 milljarðar króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.