Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. NÚVEMBER 2003 Fréttir DV 600 plöntur fundustvið húsleit Lögreglan á Selfossi í samvinnu við lögregluna í Reykjavík fann rúmlega 600 kannabisplöntur við húsleit í Ölfusi fyrr í vikunni. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins, tveir búsett- ir fyrir austan og tveir í Reykjavík. Tveimur var sleppt að lokinni yfir- heyrslu en tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 26. nóvember. Rannsókn málsins fór fram bæði í Reykjavík og á Selfossi. Fleiri húsleitir voru gerðar í kjölfarið og fannst þá meira af fíkniefn- um. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið. Snýst um val- réttarsamn- inga Rannsókn skattrann- sóknarstjóra ríkisins á skattamálum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar snýst, sam- kvæmt heim- ildum DV, einkum um ffamtal á ferðareikning- um og valrétt- arsamningum. Þykja upp- hæðirnar sem um er að ræða langt frá upphæðum í skattrannsókn Jóns Ólafs- sonar. Margt séu mál sem snúa að því hvernig við- skipti hafi verið milli Baugs og Gaums og framtöl æðstu stjórnenda. Féll af þaki Maður slasaðist á rnjöðm þegar hann féll af húsþaki véla- geymslu í Glæsibæjar- hreppi síð- degis í gær. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri þar sem gert var að meiðslum hans. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var flughálka í gær og líklegt að maðurinn hafi runnið á sleipu þakinu. 296 milljóna hagnaður Síldarvinnslan hf. var rekin með tæplega 300 milljón króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins og sýnir að síldin gefur vel af sér. Hagnaður fyrir fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var rúmur hálfur annar millj- arður eða 22 prósent af rekstrartekjum. Handbært fé frá rekstri nam 41 milljón króna. Mastur í miðjum Selfossbæ sendir út hátíðnibylgjur. Hópur íbúa ritaði bæjarstjórn bréf og mótmælti mastrinu, vegna ótta við skaðleg áhrif hátíðnibylgja. Nokkrir íbúar á Selfossi óttast skaðleg áhrif fjarskiptamasturs sem sett hefur verið upp í miðjum bænum til að viðhalda tetrakerfi slysavarnafélagsins á staðnum. Mastrið sendir frá sér hátíðni- bylgjur, en þær eru taldar skaðlegri mannfólki en bylgjur fyrir farsíma, sem senda bylgjur á lægri tíðni. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, hefur ásamt tíu öðrum þingmönnum úr fjórum flokkum lagt fram þingsályktunartillögu um að áhrif rafmagnsmannvirkja og ijarskiptamannvirkja á manns- líkamann verði rannsökuð hérlend- is. Hvatinn að tillögunni, sem Drífa hefur flutt fjórum sinnum, voru ábendingar frá Selfossi og erlendar rannsóknir. Drífa hefur aldrei áður fengið jafnviðamikinn stuðning við tillögu sína. Kristín Hafsteinsdóttir viðskipta- fræðingur segist áður hafa þurft að flytja úr húsi sínu vegna þess sem hún taldi vera áhrif rafmengunar frá nálægri spennistöð. Hún kenndi krankleika og vanlíðunar í húsi sínu sem hurfu þegar hún flutti. Kristín mótmælti mastrinu á sínum tíma ásamt hópi fólks sem vildi að mastr- ið færi úr byggð. Bréf hópsins til bæjarstjórnar Selfoss var fálega tek- ið. „Við vorum lítillækkuð og sögð móðursjúk," segirKristín. Rætt er um Kristínu sem hina ís- lensku Erin Brockovich vegna bar- „Við vorum lítillækkuð og sögð móðursjúk." áttu hennar gegn fjarskiptamastrinu á Selfossi. Hún segir skorta á hugsun hjá bæjarstjórninni og ríkiskerfinu um hættu rafmengunar og fjar- skiptabylgja. „Erlendis hefur verið reynt að bregðast við hættunni. Ef hægt er að lágmarka áhrifin, hví tök- um við ekki höndum saman og ger- um það? Þetta á eftir að koma miklu meira upp á yfirborðið," segir hún. Áður en Kristín flutti bjó hún í hverfl sem alræmt er fyrir mikil al- varleg veikindi og viðvarandi slapp- leika íbúanna. Hún vill ekki nefna hverfið, af ótta við að fasteignaverð lækki þar, líkt og gerst hefur í Dan- mörku og víðar í nágrenni raf- magnsmannvirkja. „Þetta er ekki bara á Selfossi, heldur eru hverfi í Grindavík, Dalvík og Borgarnesi þar sem rafmagnsmálin eru í algerum ólestri." Þrjú fjarskiptamöstur eru í byggð á Selfossi og við austurenda bæjar- ins er stór rafstöð á vegum Raf- magnsveitu ríkisins. Þess fýrir utan eru nokkrar spennistöðvar. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segist ekki hafa orðið var við áhrif af völdum raf- mengunar eða tíðnibylgja þau tæpu tvö ár sem hann hefur dvalist í bæn- um. Hann kveðst litla þekkingu hafa á málinu, en fagnar þó tilraunum þingmanna til að gangsetja rann- sókn. „Ef fólk telur sig vera að verða fýrir skaðlegum áhrifum er sjálfsagt að þetta sé rannsakað." jontrausti@dv.is Ólafur Helgi Sýslumaðurinn á Selfossi fagnar tillögu ellefu þingmanna um að rannsaka skaðleg áhriffjarskiptamastra og rafsegulsviðs á mannsllkamann. Kristín Hafsteinsdóttir Sögð vera hin íslenska Erin Brockovich. Hún óttast að fjöldi alvarlegra veikindatilfella við vissar götur á Selfossi stafi af rafmengun og bylgjum úr fjarskiptamöstrum. Fjarskiptamastur á Selfossi Þrjú fjarskiptamöstur eru í byggð á Selfossi og rafstöð er við austurenda bæjarins. Hópur ibúa telur mannvirkin skaðleg fólki. Selfyssingar óttast Leikjatölvur handa öllum Svarthöfði er að hugsa um að fá sér vinnu í banka. Eins og hann skýrði frá í gær, þá skilur hann mjög vel þá framtakssemi ungs fólks að hika ekki við að ræna banka ef það vantar peninga. En síðan í gær hefur hann sannfærst enn betur um þetta og er reyndar kominn á þá skoðun að bankarán séu beinlínis nauðsynleg. Ástæðan er frétt DV í gær um að bankaræningjarnir tveir sem rændu Búnaðarbankann á Vestur- götu hafi drifið sig strax eftir ránið út í búð til þess að kaupa sér leikja- tölvu af tegundinni Playstation. Eins og allir vita eru leikjatölvur nú til dags hluti af lífi og starfi hvers unglings, en alls enginn munaður. Og þaðan af síður nokkur óhollusta þeim fylgjandi. Gamaldags foreldrar % f§ /' r '■> Svarthöföi hneigjast ennþá til þess að kvarta og kveina yfir áhuga krakkanna sinna á leikjatölvum og telja þá jafnvel ýta undir ofbeldi, en bankaránið í Bún- aðarbankanum er hin endanlega af- sönnun þess. Lítum á hvað gerðist þar. Tveir ungir piltar hafa greinilega verið afskiptir og aðþrengdir af skorti á tölvuleikjum. Þeir áttu enga leikja- tölvu eins og allir jafnaldrar þeirra allt í kringum þá. Og hvað gera þeir þá? Jú, þeir grípa til ofbeldis. Þeir fá sér hnff og fara og ógna starfsfólki í Búnaðarbankanum við Vestur- götu. Ekki vegna þess að þeir hafi leikið of marga tölvuleiki, heldur þvert á móti vegna þess að þeir hafa ekki leikið nógu mikið með tölvuleiki. Eftir að ránið var framið og pilt- arnir flýttu sér í búðina að kaupa tölvuna og hafa væntanlega sest strax við að skemmta sér yfir henni. Svona líka ljómandi stiiltir og frið- samir og ekki lfklegir til að beita nokkurn lifandi mann ofbeldi. Og þess vegna ætlar Svarthöfði að fá sér vinnu í banka til þess að geta daglega gaukað einhverju smáræði að ungu fólki sem kemur aðframkomið af ofbeldisfýsn og langar að trappa sig niður með því að fá útrás við tölvuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.