Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Árni heldur áfram „Menn verða að þora að taka áhættuna," segir Árni Johnsen, íyrrverandi þing- maður og fangi, sem hyggst að eigin sögn halda áfram að vinna að framgangi góðra mála. í viðtali við hér- aðsblaðið Eyjafréttir segir hann mörg mál bíða úr- lausna í heimabæ sínum Vestmannaeyjum. „Fram- gangur slíkra stórmála getur raskað hagsmunum ann- arra og þess vegna verða menn að vera við öllu bún- ir," segir hann. Þá segir í Eyjafréttum að trúlega muni enginn ljúka refsivist á Islandi með eins miklum stæl og Árni. Fimm trukka þurfti til að flytja tugi verka sem Árni hjó í stein í níu mánaða fangelsisvist, auk þess sein hann hefur fimm bækur í smíðum. Heim án dótturinnar Jarlsfrúin af Wessex fékk að yfirgefa sjúkra- húsið þar sem hún hefur dvalið síðustu ellefu daga ásamt ný- fæddri dóttur sinni. Jarlsfrúin, Sophie Rhys-Jones, giftist Játvarði prinsi árið 1999 og er þetta fyrsta barn þeirra. Litla prinsessan mun dvelja áfram á sjúkrahúsinu en hún fæddist íjórum vikum fyrir tímann. Sophie sagði að dóttirin væri yndisleg og henni liði vel. Fíún sagðist ekki geta beðið þeirrar stundar þegar dóttirin litla fengi að koma heim í fyrsta sinn. Nafn prinsessunnar hefur ekki verið ákveðið. Heimspeki- dagur UNESCO hefur gert dag- inn í dag að heimspekidegi sínum. I því til- efni mun Heimspekistofn- un bjóða upp á hádegisfund um heimspeki í Árnagarði kl. 12:05. A fundinum mun Gunnar Harðarson, dósent í heimspeki, spjalla um efn- ið: „Philosophia á íslandi" Leifsstöð stækkuð Fyrirhugað er að stækka Leifsstöð á árunum 2004 til 2005 til að mæta auknum farþegafjölda. Kostnaður er áætlaður 6-700 milljónir króna. Á árinu 2001 fóru 1,4 milljónir farþega um flug- stöðina og var fjöldi fluga 12,200. Árið 2025 er gert ráð fyrir að farþegar verði tæpar 4,5 milljónir og fjöldi fluga verði 34,200. Víkurfréttir greindu frá. Viðskiptahagsmunir virðast ráða því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fari í opinbera heimsókn til íran um næstu mánaðamót. Landið er fordæmt víða um veröld fyrir ítrekuð mannréttindabrot í landinu. Sérfræðingur í málefnum Mið- austurlanda segir að utanríkisráðherra sé með heimsókninni að lýsa velþóknun á írönskum ráðamönnum. t ran „Það er mikilvægt að kynnast aðstæðum í Mið-austurlöndum og til að koma okkar skoðunum á framfæri varðandi mannréttindi en sitja ekki hjá og gera ekkert," segir Halldór Ásgrímsson. „Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvaða erindi Halldór Ásgn'msson getur átt til Iran á þessum tímapunkti," segir Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður. Fyrirhuguð ferð utanríkisráðherra til íran hefur vakið undmn margra. Ferðina fer Hall- dór ásamt 15 manna viðskiptasendinefnd frá tíu fyrirtækjum hér á landi. Mun Halldór eiga fundi með Khatami, forseta landsins, ásamt utanrikis-, landbúnaðar- og orkumálaráðherrum landsins. „Það hefur lengi legið fyrir boð frá írönskum stjórnvöldum og þegar fréttíst af því að sérleg við- skiptasendinefnd væri á leið þangað var ákveðið að Halldór færi með," segir Gunnar Snorri Gunnars- son, ráðuneytisstjóri í utanríkisríkisráðuneytinu. „Nærvera hans mun hjálpa þeirri sendinefnd sem fer en einnig stendur tíl að koma á framfæri mót- mælum vegna ítrekaðra mannréttindabrota sem eiga sér stað í landinu." Innan Sameinuðu þjóðanna er til skoðunar yfir- lýsing Kanadamanna þar sem íranir em ásakaðir um gróf mannréttíndabrot. Pyntingar em afar tíðar í landinu, þegnar þess búa við skert málfrelsi og konum og minnihlutahópum er gjarna mismunað. Athygli vekur að á meðal þeirra 15 þjóða sem styðja tillögu Kanadamanna em íslendingar. Halldór lét hafa eftir sér á Alþingi fyrir stuttu að fagnaðarefni væri að frönsk stjórnvöld hefðu sýnt sveigjanleika gagnvart kröfum Alþjóðakjamorku- málastofnunarinnar í Vín um óhindraðan aðgang að kjarnorkuáætíun þeirra til að ganga úr skugga um að hún verði ekki notuð sem grundvöllur fyrir framleiðslu kjarnavopna. Æðsti öryggisfulltrúi íran hefur látíð hafa eftir sér að íranir hyggist ekki verða við frekari kröfum Alþjóðakjamorkumálastofnun- arinnar. Jóhanna, sem þekkir vel til í Miðausturlöndum, segir að vegna þess hve fáir vestrænir leiðtogar heimsæki íran séu opinberar heimsóknir þar í landi mun merkilegri en á Vesturlöndum. „franir munu líta svo á að Halldór sé að sýna velþóknun sína á landi þeirra og gjörðum." „Þetta er þjóð sem návinir okkar, Bandaríkja- menn, hafa undir smásjá sem eitt af öxulveldum hins illa. Þjóð sem er gmnuð um framleiðslu kjarnavopna. Það er mjög umhugsunarvert hvernig hann undirbýr heimsóknir af þessu tagi." Það var Útflutningsráð sem upphaflega ákvað ferð sendinefndarinnar en í henni em meðal annars Össur, SR-Mjöl, Sæplast, Borgarplast, Atlanta, Enex, áuk annarra. Vil- hjálmur Guðmundsson, forstöðumaður nýrra markaða hjá útflumingsráði seg- ir ómetanlegt að ráðherra fari fyrir við- skiptasendinefndinni. „Þetta er lokað land að því leyti að 80% fyrirtækja þarna em ríkisfyrirtæki. Ráðherra gef- ur færi á að nálgast lykilfólk sem við annars hefðum ekki aðgang að.“ Vilhjálmur vill meina að miklir möguleikar séu á að auka við- skiptí vi íran. „ís- lensk fyr- irtæki eru þeg- ar farin að þreifa fyrir sér í Iran og þegar er hafin sala á fiskimjöli til landsins. Össur á þarna talsverða möguleika og sjávarútvegur er stór atvinnuvegur í landinu." Halldór Ásgrímsson sagði þessa ferð hafa staðið til lengi. „Það er mikilvægt að kynnast aðstæðum í Mið-austurlöndum og til að koma okkar skoðunum á framfæri varðandi mannréttindi en sitja ekki hjá og gera ekkert. íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikinn áhuga á viðskiptum í landinu og ánægjulegt að ráðuneytíð getí aðstoðað við það.“ alben@dv.is Davíð Oddsson segir óboðlegt að vita ekki hverjir eigi Stöð 2 Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri tómlæti af hálfu þingsins að athuga ekki með lagasetningu um fjölmiðla til að hindra samþjöppun. Hann sagði umræðu um þróun mála í fjöl- miðlum hafa borið á góma hjá ríkis- stjórninni en ekki komið formlega til kasta hennar. Hann sagði eignar- hald á fjölmiðlum ráða úrslitum um hvort fréttaeiningar fjölmiðlanna væru sjálfstæðar. „Það er eignar- haldið sem leiðir til þess með hvaða hætti viðkomandi fréttaeining er skipuð í upphafi og það mun síðan hafa áhrif á það hvernig fréttastofan vinnur þótt eigendur séu ekki dag- lega að skipta sér af því hvernig fréttastofur séu reknar." Davíð sagði óboðlegt að ekki væri ljóst hverjir ættu Stöð 2. „Það er sérkennilegt þótt ekki sé Davíð Oddsson Tómlæti hjá þinginu að athuga ekki með lög um eign á fjölmiðlum. fastar að orði kveðið að forsætisráð- herra skuli ekki hafa áhyggjur af Össur Skarphéðinsson Sérkennilegt að Davið hafí ekki fyrr haft áhyggjur af eignarhaldi fjölmiðla. eignarhaldi á fjölmiðlum fyrr en sá fjölmiðill sem hefur verið í túnfæti Sjálfstæðisflokksins áratugum sam- an, er ekki lengur einráður á blaða- markaði," segir Össur Skarphéðins- son formaður Samfylkingarinnar. „Forsætisráðherrann hefði kannski átt að taka upp þá umræðu fyrr, því sömu eigendur hafa verið að sjón- varpsstöð og dagblaði áður. Ég segi hiklaust að að óbreyttu er ég ekki reiðubúinn til þess að standa að lagasetningu sem mælir fyrir um hverjir megi eiga fjölmiðla. Grund- vallaratriðið hlýtur að vera að það ríki skoðanafrelsi. Ég tel hins vegar sjálfsagt að lög mæli fyrir um algjört gagnsæi varðandi eignarhald á miðlunum. Það er óþolandi að það sé ekki ljóst hverjir eigi þá. Sömu- leiðis tel ég fullkomlega eðlilegt að vernda með lögum ritstjórnarle^t sjálfstæði." kgb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.