Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 9
BV Fréttir FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 9 BILALAN Fjölskyldan tók 700 þúsund króna bílalán tll tveggja ára meö veði ( bflnum. Algengustu vextir bílalána Den Danske Bank: 6,5% Mánaðarleg greiðslubyrði: 31.100,- Fráls bílalán Glitnis, vextir: 10% Mánaðarleg greiðslubyrði: 31.900,- Danska konungsfjölskyldan Þegnar hennar fá mun tægri vexti en Islendingar. Mismunur. 800 krónur, eða 9.600,- á árl Mikill munur á greiðslubyrði íslendinga og Dana YFIRDRÁTTARHEIMILD Bæði hjónin eru með 500 þúsund króna yfirdrátt,Heimildin erfullnýtt og ekki greidd niður á árinu. Vextir Den Danske Bank: 10% að meðaltali Kostnaður yfir árið: 104.713,- íslandsbanki: 15,2% vextir þann 19. nóvember Kostnaður yfir árið: 164.007,- krónur. Mismunuráári: 59.294,- ÍBÚÐARLÁN Hjónin hafa tekið 8 milljóna króna húsnæðislán til 25 ára. Vextir Den Danske Bank: 6% fastir vextir. Greiðslubyrði á mánuði: 46.700,- Vextir fbúðalánasjóðs: 5,1%, miðað við 2% verðbólgu Greiðslubyrði á mánuði: 54.800,- á mánuði. Mismunur á ári: 97.200,- Getur munah heilum mánaðarlaunum Ef tekið er ímyndað dæmi af íslenskri fjölskyldu, og greiðslubyrði hennar hér á landi borin saman við það sem hún gæti verið ef lánin væru tekin hjá Den Danske Bank í Danmörku kemur í ljós að mismunur- inn nemur rétt tæplega einum útborguðum mánað- arlaunum. I forsendunum er miðað við meðalvexti á þeim lánum sem um er rætt hjá Den Danske Bank í Dan- mörku, en fbúðalánasjóð, íslandsbanka og Glitni á Islandi. Hafa ber í huga að sú skuldsetning sem sett er upp í dæminu þarf ekki að vera meðaltal í landinu. Samtals nemur mismunurinn 166.094,- krónum á ári. Samkvæmt síðustu könnun kjararannsóknar- nefndar voru meðalheildarlaun í landinu 240 þús- und krónur. Eftir skatt standa eftir 175þúsund krón- ur, eða rétt rúmlega sú upphæð sem fjölskyldan myndi fá í vasann byggi hún við sömu vaxtakjör og Den danske bank býður upp á. brynja@dv.is Samtals nemur mismun- urínn 166.094,- krónum á árí, sem eru rétt tæplega útborguð meðallaun samkvæmt síðustu könnun kjararannsóknar- nefndar. Davíð Oddsson óttast ítök bankanna í viðskiptalífinu og segir þá á hálli braut Fyrirtækjakaup banka út fyrir eðlileg mörk Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki væri boðlegt hvernig Kaupþing Búnaðar- banki, stærsti banki þjóðarinnar hefði tekið þátt í viðskiptabrellum í kringum nýleg eigendaskipti á Norðurljósum. Hann sagðist hugsandi yfir því hvernig allir stærstu bankarnir hög- uðu sér með afskiptum sínum og inngripum í íslénskt atvinnulíf. „Þar eru menn komnir út á hála braut að mínu viti,“ segir Davíð. Hann sagðist vera mjög stoltur af því að hafa stað- ið fyrir einkavæðingu á bönkunum en telji að það eigi að halda bönkun- um að sínum verkefnum. „Þeir eru komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldur gagn- vart almenningi." Sigurður Einarsson stjórnarfor- maður Kaupþings Búnaðarbanka Davíð Oddsson SakarKaupþing Búnaðarbanka um viðskiptabrellur segir að bankinn hafi verið að gæta sinna hagsmuna með leysa úr skuldastöðu Norðurljósa. „Við höf- Sigurður Einarsson Gætum hagsmuna bankans. um í sjálfu sér engan áhuga á að eiga Norðurljós/' segir hann og segir að sér sé eldci kunnugt um að eigendaskipti hafi átt sér stað og því sé ótímabært að tjá sig um hvað verði. Um það hvort breyta þurfi lögum um þátttöku banka í öðrum fyrir- tækjum segir hann að hann sjái ekki þörf á því. „Bankar sem fara of geyst, tapa mest á því sjálfir." Hann bendir á fyrirtæki sem Kaupþing hafi áður unnið með og mikið hafi orðið úr. „Það má nefna össur, Bakkavör, Baug, Flögu Medcare og fleiri," segir hann. Sigurður segir að víðast hvar víld stjórnvöld sér frá því að þrengja skorður banka um of. Þegar hann er beðinn um við- brögð við ummælum forsætisráð- herra um að bankarnir séu komnir út fyrir mörk sín, segist Sigurður ein- ungis geta talað fyrir þann banka sem hann starfar hjá og telur ekki að hann hafi farið fram úr sjálfum sér. Stjúp ráðhe ■ __• . xærir tengdason forseta Karl Pétur Jónsson I DV um síðustu helgi var sagt frá því að Borgar Þór Ein- arsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Karl Pétur Jónsson almannatengill hafi tekist hressilega á á einu af öldurhúsum bæjarins. Þetta er ekki rétt og þykir blaðinu það miður og biðst afsökunnar. Hið rétta er að Borgar Þór hefur kært Karl Pétur fyrir líkamsárás á öldurhúsi í höfuðborginni að- faranótt 2. október síðastliðinn. Lagði Borgar Þór fram formlega kæru hjá lögreglunni í Reykjavík viku eftir meinta árás. Borgar Þór er stjúpsonur ijármálaráð- herra en Karl Pétur tengdason- ur forseta lýðveldisins. „Ég varð fyrir tilefnislausri og hættulegri árás þegar hann sló mig með glasi í höfuðið í kjölfar samtals okkar á milli," segir í yfirlýsingu frá Borgari Þór, „Fjöldi vitna varð að þess- ari árás. Ég svaraði ekki árásinni með öðrum hætti en þeim að hringja ílögreglu og óska eftir aðstoð. Var ég í kjölfarið fluttur alblóðugur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum mínum og meðal annars fjarlægt glerbrot úr sári á höfði mér.“ „Það eru fleiri en ein hlið á þessu máli eins og flestum öðrum," segir Karl Pétur Jóns- son og segir atvik ekki nákvæmlega eins og Borgar Þór lýsir þeim. Hann kýs að ræða það ekki frekar í fjölmiðlum. Borgar Þór Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.