Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2003, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 13 Lítil lang- tímaáhrif Lítil langtímaáhrif verða af hækkun húsnæðislána í 90% að mati íbúðalána- sjóðs. Skýr- ingin er að fylgni sé á milli kaup- máttar og fbúðaverðs og að fast- eignavið- skipti eigi eftir að minnka. Ibúðalánasjóður telur áhrifin af breytingum á húsnæðislánakerfmu mun minni en Seðlabank- inn og Hagfræðistofnun Háskólans búast við enda telur Ibúðalánasjóður for- sendur þeirra hæpnar. Barist fyrir betri og fleiri klósettum Alþjóðlegur dagur kló- settsins var haldinn hátíð- legur í gær. Samtök í Singapore efndu til klósettdagsins en baráttu- mál þeirra eru að klósett heimsins verði hreinni og betri og svo auðvitað að sem flestir hafi aðgang að góðum klósettum. Klósett- samtökin í Singapore standa ekki ein í barátt- unni því til eru 17 svipuð samtök sem starfa í þrett- án löndum. Stofnandi Singapore-samtakanna segir mikilvægt að taka umræðu um klósettmál alvarlega. Eins og flestir vita er klósettið mesta þarfaþing en talið er að hver maður fari á snyrt- ingu 6 til 8 sinnum á dag, eða 2500 sinnum á ári. Þannig eyðir hver maður að meðaltali um þremur árum ævinnar á klósettinu. Hins vegar hefur aðeins helmingur mannkyns að- gang að þessum herleg- heitum en samtökin berj- ast einnig fyrir því að kló- settum verði fjölgað til muna í heiminum. Karl Sigurbjörnsson Karl þykir afskaplega dag- farsprúður maður, velviljaður og vandaður á alla lund. Sum- ir segja hann vera músina sem læðist; komist þó hægt fari. Er heitur í Orðinu og andanum, vel ritfær og víðlesinn, ekki síst í bænum og kveðskap um hin trúarlegu efni. bykir skáld gott. Kostir & Gallar Karl fær þá einkunn meðal presta að þeir viti ekki full- komlega hvar þeir hafi hann. Á fámennum fundum forðist hann að horfa i augu viðmæl- enda sinna. Þá sé hann full einráður, hafí dregið að sér völd - og velji sér full einsleitan hóp samverkamanna. Þremur dögum eftir að Jessicu Chapman og Holly Wells var saknað ræddi meintur morðingi við vin sinn um um hvarf þeirra: Stórfyrirtæki stórgræðir: Hagnaður hjá Impregilo Hagnaður ítalska verktakaris- ans Impregilo það sem af er þessu ári er rúmir 4.4 milljarðar íslenskra króna fyrir skatta en var 3.1 millj- arður á sama tíma í fyrra. Heildarskuldir samstæðunnar eru 47 milljarðar króna og hafa aukist en ástæður þess má rekja til aukinna fjárfestinga og arð- greiðslna. Eigið fé Impregilo jókst um rúmlega tvo milljarða, eða í tæpa 30 milljarða króna. Þar með- talinn er hagnaður fyrir skatta á tímabilinu að upphæð 3.4 millj- arðar, arðgreiðslur upp á 806 millj- ónir og breytingar á öðru eigin fé upp á alls 626 milljónir. Óafgreidd- ir samningar við Impregilo nema tæpum 450 milljörðum króna. Virkjunin við Kárahnjúka er langstærsta verkefnið sem Impreg- ilo hefur tekið að sér á árinu en fjöldi annarra verkefna bíða loka- afgreiðslu. Þar á meðal er Móses flóðgarðaverkefnið í Feneyjum. Það er eitt hið stærsta sem ráðist hefur verið í á Italíu og er geysilega umdeilt. Hugmyndin er að byggja risastórar flóðgáttir við mynni fló- ans sem Feneyjar standa við en vegna undirlendis borgarinnar sekkur hún jafnt og þétt. Er verk- Frá Kárahnjúkum: Framkvæmdir Impregilo hér á landi eru aöeins brot afþeim fjölda verkefna sem þeir standa aö. efninu ætlað að bjarga borginni hverfísverndarsinnar telja þetta sem annars mun fara öll undir glapræði og hafa mótmælt loröft- vatn í framtíðinni. ítalskir um- uglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.