Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 3
Eru læknar prímadonnur?
Katrín Fjeldsted
veltirfyrirsér
starfsumhverfi iækna
Kjallari
í tilefni af málþingi sem haldið
var á Grand Hótel í gær um tjáning-
arfrelsi og faglegt sjálfstæði háskóla-
manna hér á landi, sem Læknafélag
íslands ásamt Bandalagi háskóla-
manna stóð fyrir, fór ég að hugleiða
starfsumhverfi lækna, bæði í heilsu-
gæzlunni og á sjúkrahúsum.
Læknar hafa lengsta menntun að
baki þegar litið er til hinna ýmsu
starfsstétta, með háskólanámi,
kandidatsári og framhaldsnámi hér
heima og erlendis. Að námi loknu
hafa læknar hins vegar lítið val um
vinnuveitendur, því ríkið stendur að
rekstri sjúkrahúsa og heilsugæzlu um
allt land. Áður íyrr eða þar til fyrir
rúmlega 10 árum komu sveitarfélög
að rekstri flestra heilbrigðisstofnana
svo þar hefur orðið breyting á. Að
mörgu leyti var nauðsynlegt að skýra
línur í heilbrigðisþjónustunni þannig
að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð færu
saman, en með því að koma öllu yfir
til rtkisins hefur valdi verið þjappað
saman, en því ekki dreift, öfugt við
það sem margir telja rétta stjórnun-
arhætti. Ég tel mikilvægt að þetta
verði endurskoðað og að sveitarfélög
geti haft meira að segja um þá þjón-
ustu sem veitt er á hverjum stað og
að læknar geti tekið hana að sér í
mun ríkari mæli en nú er.
Læknar rekast ekki vel
Mér hefur sýnzt að læknar rekist
ekki vel í því umhverft sem nú
stendur til boða og einkenni um það
skjóta ítrekað upp kollinum. Að-
staða lækna er önnur en þeirra sér-
hæfðu starfsmanna sem vinna við
markaðsaðstæður. Heimilislæknar
gera kröfu um að geta rekið stofur og
að taka að sér rekstur heilsugæzlu-
stöðva og ríkisvaldið hefur geflð sig
að nokkru leyti með því að bjóða út
rekstur stöðvar í Salahverfi í Kópa-
vogi. Þar var stigið mikilvægt skref í
rétta átt. Tekizt er á um réttindi
sjúkrahúslækna til að reka eigin
stofur og hefur mál af því tagi verið í
fréttum undanfarna daga.
I nútímaþjóðfélagi hefur mér
skilizt að góð stjórnun sé lykilatriði. í
Ijósi þess eru haldin námskeið hér
og þar, t.d. hjá Endurmenntunar-
stofnun háskólans og fleiri aðilum,
og reynt að sýna fram á að þekkingu
á stjórnun þurfi að bæta. Sum nám-
skeiðin miða að því að kenna stjórn-
endum að vera settir yfir sérfrótt fólk
því augljóslega þarf önnur tök og
aðra nálgun við að stjórna príma-
donnum og hámenntuðum, sér-
menntuðum starfsmönnum.
Læknar eru að sjálfsögðu slíkir
starfsmenn. Margir læknar eru það
sérhæfðir að þeir geta aðeins starfað
á einum vinnustað hér á landi, jafn-
vel aðeins á einni spítaladeild. Þeir
starfa á stofnunum sem reknar eru
fyrir skattfé almennings, þ.e. starfa í
almannaþágu og það eru hagsmun-
ir almennings að mínu viti að þeir
hafi sem mest faglegt sjálfstæði, geti
sjálfir borið ábyrgð á vinnu sinni og
geti tjáð sig opinberlega þegar þeim
finnst vera þörf á. Ekki síður finnst
mér mikilvægt að læknar, sem eru
lykilstarfsmenn í heilbrigðisþjón-
ustunni, vinni störf sín í sátt og sam-
lyndi við stjórnendur, og helzt að
læknar ráði vinnubrögðum sínum
sem mest sjálfir.
Gamaldags stjórnunarað-
ferðir
Reynzlan sýnir að þeim er yfir-
leitt vel treystandi til þess.
Það eru gamaldags stjórnunarað-
ferðir og veikleiki að þurfa sífellt að
sýna hver ráði eða hvar valdið liggi. I
störfum mínum sem alþingismaður
varð ég oft vör við þann hugsunar-
hátt að koma þyrfti böndum á lækna
og setja þá á sama bás og aðra. Far-
sælast er að skapa umhverfi þar sem
læknar eru sáttir í starfi hvort sem
þeir axla fjárhagslega ábyrgð eða
ekki, því þannig er líklegast að sjúk-
lingar fái þá þjónustu sem þeir eiga
skilið.
Spurning dagsins
Myndir þú bjóða Bush velkominn?
Hjartanlega í gríni
„íþeim tilgangi að grínast með
hann myndi ég bjóða Bush alveg
hjartaniega vetkominn."
Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrver-
andi alþingismaður.
„Ég myndi
segja Bush til
syndanna en á
hinn bóginn
myndi ég gera
það affullri
kurteisi. Synd-
irnar eru eink-
um þessi
stríðsrekstur
um öll lönd og hvernig forsetinn reynir
að grafa undan hverjum aiþjóðasátt-
málanum á fætur öðrum."
Stefán Pálsson, formaður Samtaka her-
stöðvaandstæðinga.
„Ég er ekkert
hrifinn afþess-
um manni, því
mér finnst
hann fara um
heiminn eins
og fíll ípostu-
línsverslun. En
efhann kæmi
hingað myndi
ég auðvitað sýna manninum eðlilega
virðingu sem þjóðhöfðingja."
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls-
lyndra:
Ætli ég myndi
ekki persónu-
lega reyna að
taka vel á móti
honum eins og
öllum öðrum
gestum, óháð
þvi hvaða
skoðun ég hefá honum.
Sigurður Bogi Stefánsson
Já, örugglega.
Ég myndi ekki
takaþátt í
neinum mót-
mælum, alla
vega.
Þurý Ævarsdóttir
Geðlausi
ráðherrann
Magnús Bjömsson skrifar:
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra mun hætta í pólítík um ára-
mótin og stefnir til Parísar. Mér
finnst það fagnaðarefni. Á þeim
Lesendur
tæpu tveimur árum sem Akureyr-
ingurinn hefur setið í ráðherrastól
hefur hann forðast að taka á nokkm
máli og er í alla staði hugsjónalaus
og geðlaus lydda. Svona menn eru
ónytjungar í pólítík.
Að sama skapi hlakka ég til að
fyljast með Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur í ráðherraembætti, þessari
kraftmiklu konu sem hefur sýnt að í
henni er töggur. Og svo er hún meira
að segjá svolítið sæt. Það verða því
góð skipti í menntamálaráðuneyt-
inu.
Ljósin og leiðindin
Kristjana Guðmundsdóttir skrif-
ar. Illskiljanlegur er sá plagsiður
margra nöldurskjóða að væla yfir því
að byrjað sé að spila jólalögin síðari
hlutann í nóvember - og að um svip-
að leyti séu jólaskreytingar komnar
út í glugga. Vissulega er þetta dálítið
snemmt og er alltaf að færast fram-
ar. En skaðar þetta nokkurn mann?
Skammdegið á Islandi er langt og
um þetta leyti árs varir niyrkrið leng-
ur en ljósið. Þetta leggst illa í marga;
skammdegisþunglyndi er útbreidd-
ur og viðurkenndur sjúkdómur á ís-
landi. Fyrir svo utan að mörgum
leiðist þessir dimmu dagar. Gott er
ef jólalögin og fallegar skreytingar
geta létt lund einhverra.
Það eru ekki síst kirkjunnar
menn sem hafa verið með aðfinnsl-
ur yfir því að verið sé að þjófstarta
jólunum. En þessir menn ættu hins-
vegar að horfa til þess að ef snemm-
búin jól og fallega skreytingar geta
bætt andlega líða einhverra er til-
gangnum náð - og jafnframt þeim
markmiðum og gildum sem kirkjan
stendur fýrir.
Góðvild á Reykja-
nesbraut
Haraldur Einarsson skrifar:
Framkvæmdir við breikkun Reykja-
nesbrautar eru ruglmál og kjör-
dæmapot. Mál sem Kristjáni Páls-
syni tókst að koma í gegn á þing-
mannsferli sínum, með aðstoð fleiri
Reyknesinga á þingi. Sorglega mörg
banaslys hafa orðið á brautinni í
gegnum árin, fyrst og fremst vegna
hraðaksturs. Margir hafa ekki gert
greinarmun á þessum vegi annars-
vegar og hinsvegar kvartmílubraut-
inni í Kapelluhrauni
Gæti nú ekki verið hægt að spara
mikla fjármuni vegna þessara fram-
kvæmda með því að efla löggæslu á
Reykjanesbraut. Reyna að halda
hraðanum niðri, sem auðvitað er
lykilatriði í þessu sambandi. Stund-
um sjá menn ekki skóginn fyrir
trjánum og heimta aðgerðir; því
góðvildina láta Islendingar einatt í
ljós með verklegum framkvæmdum.
Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar
er ruglmál og kjördæmapot.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Mótmæli eru í Bretlandi vegna heimsóknar
Bandaríkjaforseta þangað.
Skáldverk
Hefur þú haft áhrif á
mannkynssöguna í dag?
Hefur þetta líka komið fyrir þig? Að
vakna og muna ekki hvað þú gerðir
kvöldið áður. Getur verið að þú
hafir óafvitandi breytt mannkyns-
sögunni?
Bokahúðir MM
19. nóv.
Guðmundur Steingrímsson
hefur skapað sér sess sem
einn helsti pistlahöfundur
þjóðarinnar. Nú stígur
hann fram á ritvöllinn með
nýja skáldsögu sem lætur
leyndarmál sitt ekki uppi
fyrr en á síðustu síðu.