Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 27
DV Fákus • Leikarinn Johnny Depp hefur verið kjörinn kynþokkafyllsti maður heims um þessar mundir. Depp sigraði í kosningu sem bandaríska tímaritið People stóð fyrir. Johnny Depp býr í Frakklandi ásamt konu sinni, Vanessu Paradis, og tveimur börnum. Hann er þekktur fyrir að leika undarlegar persónur í mynd- um sínum og kemur sjálfur oft furðulega fyrir sjónir í einkalífinu. „En hann virðist vera að uppgötva persónutöfra sína,“ sagði í umsögn People. • Monica Lewinsky, fyrrum lær- lingur í Hvíta hús- inu, er enn að jafna sig eftir atburð- ina þar, þeg- ar hún átti í sambandi við Bill Clinton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna. í nýlegu viðtali segist hún eiga erfitt með að finna ástina, því karlntenn óttist orðspor hennar. Lewinsky segist hafa reynt sam- bönd með nokkrum karlmönnum en þau hafi alltaf strandað á Clinton-málinu. „Ef ég væri karl- maður og hefði heyrt aflar þessar sögur um stúiku, er ég ekki viss um að ég myndi viija vera með henni," sagði Lewinsky. • Ljósmyndari nokkur reyndi að kúga fé út úr leikkon- unni Camer- on Diaz fyrir myndir sem hann tók af henni berbrjósta áður en hún varð fræg. Hann reyndi einnig að selja myndirn- ar, sem eru 20 talsins, tU kynningarfyr- irtækis, en án árangurs. Hann hefur verið kærður fyrir tilraun til fjárkúgunar, tilraun til þjófnaðar, meinsæri og fölsun. Myndirnar voru teknar árið 1992, tveimur árum áður en Diaz sló í gegn í kvikmyndinni The Mask. Diaz hefur haldið því fram að ef myndirnar kæmu fyrir sjónir al- mennings myndi það eyðileggja möguleika hennar á að fá hlutverk í fjölskvldukvikmyndum á borð við Shrek2. • Söngv- aranum Robbie Williams þykir greinilega vænt um mömmu sína. Á dög- unum yfir- gaf hann partý sem hann hélt þegar það hafði aðeins staðið í sex mínútur til að borða með mömmu sinni. Partýið var haldið til að fagna útgáfu kvik- myndar um stórtónleika hans í Knebworth í fyrra. „Þetta er ekki fyrir mig, ég ætla heim. Ég er hættur að lifa eins og piparsveinn, ég vil frekar drekka kaffi og fara út með hundinn," sagði kappinn. • Flugmað- ur flugvélar- innar sem söngkonan Aaliyah fórst með í ágúst- mánuði á siðasta ári var undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Vélin hrapaði á Ba- hamas og fórst Aaliiyah ásamt átta öðrum. Læknar sem rannsökuðu lík flugmannsins fundu bæði kókaín og áfengi í líkama hans. Foreldrar söngkonunnar standap' málaferlum við flugfyrirtækið vegna vanrækslu. • Thom Yorke, söngvari Radi- ohead, var á meðal þeirra sem fylktu liði og mótmæltu heimsókn George W. Bush til Bretlands í gær. Yorke hefur undanfarin ár verið duglegur að tjá pólitískar skoðanir sínar og hann lét þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. „Bæði Bush og Blair eru lygarar og við höfum rétt á því að kalla þá það. Þeir stofna framtíð barn- anna okkar í hættu," sagði hann. Blaðberar óskast 415-04 730-04 Völusteinsstræti Hæðargerði brúnalandi Vallagerði Holtabrún 800-10 415-05 Austurvegur Vítastígur Miðstræti Kirkjuvegur 800-11 545-02 Seljavegi Sunnuvegur Fossheiði Bogabraut 800-12 550-10 lambhagi Furuhlíð Brennihlíð Reyrhagi Víðihlíð 800-16 Vallholt 620-06 Víðivellir Ægisgata Drafnbraut 800-17 Hrísholt 620-07 Sólvellir Goðabraut 800-18 620-08 Grenigrund Sunnubraut Stekkholt Ásvegur Einnig vantar 640-12 okkur fólk í Auðbrekka hvammi Fyrirtækja- dreifingu. Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 261. tölublað (21.11.2003)
https://timarit.is/issue/201821

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

261. tölublað (21.11.2003)

Aðgerðir: