Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Vill samvinnu um Gljúfra- stein Guðný Dóra Gestsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Minningar- safns um Halldór Laxness á heimili skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Ætl- unin er að koma á fót safni um skáld- ið í líkingu við söfn um líf og verk James Joyce, Astrid Lindgren og August Strindberg, svo eitthvað sé nefnt. „Margan sem farið hefur f sunnudagsbíltúr um Mos- fellsdalinn hefur eflaust langað til að gægjast inn í líf skáldsins sem hlaut Nóbelinn," segir Guðný. Guðný hyggst leggja mikla áherslu á samvinnu og frið um Gljúfrastein. „Forsætisráðuneytið, fjöl- skylda skáldsins, verktakar og aðrir verða að geta unn- ið saman til að safnið verði öllum til sóma,“ segir hún. Reiknað er með að safn- ið verði opnað í ágúst, en við Gljúfrastein eru nú þeg- ar merktar gönguleiðir sem skáldið fór daglega til að fá hvíld frá skriftum og inn- blástur. Holdsveikum meinaður að- gangur Yfir tuttugu Japanir sem þjáðust áður af holdsveiki, hafa neitað að taka við af- sökunarbeiðni frá bað- strandarhóteli sem meinaði þeim dvöl. Þeim var mein- aður aðgangur að hótelinu þrátt fyrir að hafa það upp- áskrifað frá læknum að holdsveiki hrjáði þá ekki lengur og að engar líkur væru á því að þeir myndu smita aðra gesti. Talsmaður hópsins segist ekki taka af- sökunarbeiðnina til greina og að þeir muni standa keikir og berjast fyrir mannréttindum holds- veikra í Japan. »888 Margrét Frímannsdóttir Margrét hefur aldrei gleymt uppruna sínum, hún er alltaf stelpa frá Stokkseyri. Hjartaö slær alltafmeð þeim sem knöppust hafa kjörin. Mann- eskja með háleitar hugsjónir um réttlátt þjóðfélag og er til- búin að leggja mikið í sölurnar til þess að sá draumur rætist. Kostir & Gallar Margrét hefur ótrúlegt bar- áttuþrek og sumir segja henni að hún ætli sér hreinlega ekki af, sem hún hefur orðið að gjalda fyrir með heilsu sinni. Þykir að sumra mati safna of einsleitri hjörð stuðnings- manna að sér og hlusti kannski um ofá ráð þeirra - en ekki eigið hyggjuvit. Tvenn hryðjuverkasamtök lýsa á hendur sér ábyrgð á hryðjuverkunum í Tyrklandi í gær. Þegar síðast fréttist höfðu tæplega þrjátíu látist og um 400 voru sárir íbúar Istanbúl voru enn felmtri slegnir í gær- kvöldi eftir tvær sjálfsmorðsárásir hryðjuverka- manna sem kostað höfðu tugi mannslífa. Þegar síðast fréttist voru 27 látnir og allt að fjögur hundruð særðir. Óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Maður sem hringdi til tyrkneskrar fréttastofu sagði að tvenn samtök, Al-kaída og ISBA-C, hefðu staðið sameiginlega fyrir árásun- um. Þau síðarnefndu eru tyrknesk samtök ofsa- trúaðra hryðjuverkamanna. Aðeins er vika liðin síðan Istanbúl varð síðast fyrir sjálfsmorðsárásum. Þá urðu tvær sýnagógur Gyðinga fyrir árásum og 25 manns létu líflð. Nú var ráðist annars vegar að bresku ræðismanns- skrifstofunni og hins vegar að aðalstöðvum breska bankans HSBC. Meðal fallinna var aðal- ræðismaður Breta í Istanbúl, Roger Short að nafni. Lftill vafi leikur á því að ráðist var gegn bresk- um skotmörkum vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til Bretlands, sem nú stendur yfir og hefur orðið tilefni mikilla mótmæla þar í landi. Þeir Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdu báðir árásina harðlega og endurtóku heit sín í garð hryðjuverkamanna, um að þeir yrðu eltir uppi hvar sem til þeirra næðist. Tóku þeir fram að hryðjuverk af þessu tagi hefðu engin áhrif á framgang mála í írak. Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, strengdi þess dýran eið að ná illræðismönnum og draga þá fyrir dóm. „Tyrkland verður sem krepptur hnefi,“ sagði hann og átti við að hnefinn myndi berja niður tilræðismennina. En jafnframt hvatti hann til yftrvegunar. „Besta svar okkar er að halda ró okkar," sagði hann á blaðamanna- fundi. Fyrri árásin á aðalstöðvar breska bankans var gerð laust eftir klukkan ellefu fyrir hádegi í gær að tyrkneskum tíma. Tveimur mínútum síðar sprakk sprengja við bresku ræðismanns- skrifstofuna. Báðar voru mjög öflugar og ollu miklum skemmdum á nálægum byggingum svo alger óreiða varð í miðborg Istanbúl. Dómur fyrir ítrekuð fíknefnabrot og peningaþvætti: Átta ár bak við lás og slá Hæstiréttur hefur dæmt Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, til átta ára fangelsisdóms fyrir stór- felldan innflutning á fíkniefnum og peningaþvætti. Er þetta einn þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefna- máli hérlendis. Hæstiréttur þyngdi þar með dóm Héraðsdóms Reykja- ness frá júlí síðastliðnum. Þá var Stefán dæmdur til sex ára refsivistar fyrir sömu brot. Samverkamenn Stefáns, Haf- steinn Ingimundarson og Angela Koeppen Brynjarsdóttir, hlutu bæði tveggja ára dóm í Hæstarétti en hluti refsingar Angelu er skilorðsbund- inn. Stefán Ingimar er sakfelldur fyrir að hafa í hagnaðarskyni staðið fýrir stórfelldum innflutningi á fíkniefn- um, annars vegar á árinu 1998 og hins vegar árið 2001. Einnig fyrir að hafa ætlað þau til sölu hér á landi. Hafsteinn og Angela fengu dóm fyrir að hafa haft milligöngu um dreifmgu og sölu á efninu. Hæstarétti þótti sannað að Stef- án Ingimar hefði verið höfuðpaur- inn í skipulagðri brotastarfsemi sem fólst meðal annars í því að fíkniefni voru flutt hingað til lands í niður- suðudósum frá Þýskalandi. Þótti sannað að ætlunin hefði verið að selja efnin hér á landi. Stefán bar fyrir réttinum að ekki hefði verið ætlunin að selja neitt af efnunum hér á landi en það er í þversögn við framburð hans við lög- reglu þegar Stefán var handtekinn. Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson Fékk þungan dóm fyrir stórfelldan innflutn- inga á fikninefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.