Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 31 Laugavegur kl. 14:17 Sagan af Sigurrós „Ætlar þú að skrifa um mig heila bók. Ég sem hélt að Linda Pé. væri jólabókin í ár,“ segir Sigurrós Svav- ardóttir sem starfar í kvenfataversl- unni í takt við Laugaveginn. Hún var að stilla fínu fötunum út í glugga í gærdag og sagði ekki seinna vænna. Jólaverslunin er þegar hafln; nýtt kortatímabil var að ganga í garð. „Það er engin ein lína áberandi í vin- sældum sem jólaföt. Rauði liturinn stendur þó alltaf fyrir sínu á þessum tíma árs. Er sígildur." Sigurrós hefur staðið vaktina á Laugaveginum býsna lengi. Hún er fædd í miðborginni, það er við Laug- aveg, og hefúr lengst af starfað þar. Var þó um hríð í Kringlunni, en er nú aftur komin á kunnuglegar slóðir. „Þessi hluti borgarinnar, mið- bærinn, hefur alltaf staðið nærri hjarta mínu. Og því fer fjarri að mið- borgin sé að fjara út. Þú sérð bara hvað umferðin er mikil núna og þó er bara eftirmiðdagur á miðviku- degi. Þetta á eftir að aukast mikið þegar nær dregur hátíðum." Lífið er ekki bara vinna og að mörgu er að hyggja þegar vinnu lýk- ur. „Mér finnst til dæmis alftaf mjög gaman að bregða mér á línuskauta, enda þó það sé tæplega hægt nú á haustin þegar skænið er farið að leggjast yfir göturnar. En þá er í stað- inn hægt að fara í göngu- túra, það er til dæmis mjög stutt fyrir mig í Fossvogsdalinn og Nauthólsvíkina. Síðan hef ég lengi ætlað mér að stunda sundlaugarnar aftur og hver veit nema ég bregði mér þangað bráðlega." sigbogi@dv.is Búðarkonan „Sárauðistendurfyrirslnu." DV-mynd-sbs Þjóðfræðingurinn Ævintýri að sjá líf- ið kvikna. Bankastjóri og búkollubók „Núna erum við að leggja lokahönd á nýja búkollubók um Strandasýslu, þar sem sagt verður ffá búsetu á hverjum einasta bæ ffá Hrútafirði og norður í Árneshrepp. Auk þess segir líka ffá mannlífi á Hólnia- vík og Drangsnesi; þorpunum tveimur í sýslunni. Áform okkar eru að ganga frá bókinni á að- fangadag, taka okkur þá ofur- litla pásu og síðan verði byrjað að prenta bókina strax eftir ára- mót,“ segir Jón Jónsson þjóð- Landsíminn á Kirkjubóli á Ströndum. - Fyrir nokkrum vikum varst þú kjörinn ferðafrömuður árs- ins. Er mikill ferðamanna- straumur á Ströndum á þess- um tíma árs? „Nei, túrisminn hér varir eiginlega ekki nema frá 17. júní og fram að í ágúst. Við þurfiim að lengja ferðamannatímabilið til dæmis fram á vorið. Fyrir marga væri ævintýri að koma hingað og fylgjast með varpinu og sauðburðinum; að sjá þegar lffið kvilcnar hér í sveiúnni." - Einhverjar aðrar fréttir af Ströndum... „Ég get sagt þér frá banka- stjóranum á Hólmavík, Jóni Kristinssyni, sem er búinn að standa þar vaktina í ótalmörg ár. Hann er nú að hætta og ætl- ar að snúa sér að sauðíjárbú- skap, einsog sem hann hefur raunar alltaf haft svona ffamhjá bankastörfum. Jón er sem sagt að hætta í bankanum en ætlar að stússast áfram með fé.“ Unun í samkeppni Bæði Heiða og Dr. Gunni eru að gefa út plötu um þessar mundir. Plata Heiðu heitir Tíu- fingurupptilguðs en Doktorinn gefur út Stóra hvell. Þau eru því komin í bullandi samkeppni um Ununarhyllina sem eitt sinn var við lýði. Það var áður en Dr. Gunni gaf út hina mögnuðu barnaplötu Abbababb sem sumir stjórn- málamenn voru á móti (eins og oft vill verða með þá fáguðu stétt) en almenningur tók fagn- andi. Talað er um Stóra hvell sem Abbababb fyrir fullorðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.