Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 19
DV Fókus FÖSTUDAGUR 21. NÚVEMBER 2003 7 9 Náðarkraftur er ný skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar Hölskyldusaga ár austuhæaum „Þetta er saga sem gerist í austur- bænum í Reykjavík á því herrans ári 1999, svona ijölskyldusaga um fólk sem gæti alveg verið til, held ég, þótt það sé kannski ekki alveg venjulegt," segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Fyrir fáeinum dögum kom út hjá Máli og menningu skáldsagan Náðarkraftur eftir Guð- mund Andra. „Ætli ég sé ekki búinn að vera að bauka við þetta með hlé- um síðustu þrjú árin eða svo, ég bara man það varla, en ég er búinn að liggja yfir þessu nokkuð lengi," sagði höfundurinn í spjalli við DV í gær. Aldrei í Evróvisjón Náðarkraftur er fjölskyldusaga, segir í kynningu frá forlaginu. Son- urinn á heimilinu þarf að segja for- eldrum sínum frá því að lag eftir hann hafi komist í lokaumferð Evr- óvisjón-keppninnar sem hann veit að þau fyrirlíta en dóttirin þarf að velja á milli ungs og efnilegs Evrópu- sinna og sænsks blúsara sem hún heldur að sé blankur en er í rauninni erfingi að miklum auði. Guðmundur Andri hlær þegar spurt er hvort hann hafi sjálfur sent lag í Evróvisjón en hann er, eins og sumir vita, meðlimur hljómsveitarinnar Hinna ást- sælu Spaða: „Nei, guð minn almáttug- ur! Sú hijómsveit hefði nú ekki staðið sig vel í þeirri keppni. Hún kemur hvergi við sögu, ég get lofað því.“ Góðu kommúnistarnir Þegar Guðmundur Andri er beð- inn að lýsa bókinni þagnar hann og segir að það sé svolítið erfitt. En seg- ir svo loks: „Tja, sagan gerist á ein- um sólarhring um sumar og við kynnumst ögn hverjum og einum fjölskyidumeðlim. Hver og einn þarf að leysa dálítið vandamál sem hún eða hann stendur framrni fyrir og sum málin leysast og önnur ekki, sumt endar í háifgerðum misskiln- ingi, sumt er hálf raunalegt en ann- að fer vel. Ég get að minnsta kosti lofað því að enginn er drepinn." Á bókarkápu stendur að þetta sé um síðustu sósíalistana og hugsjón- ir þeirra sem orðnar séu almennt aðhlátursefni. Guðmundur Andri fuUvissar okkur um að hann sé ekki að gera gys að gömlum sósíalistum. „Öðru nær. Ég ber virðingu fyrir þeim skoðunum og gildum sem þeir börðust fyrir á sinni tíð og ég reyni að koma því áleiðis að þetta er gott fólk. Þetta er bók um góðu komm- únistana.“ Vögguvísa En nafnið? Hvaðan er það? „Þetta er frá honum Sveinbirni Egilssyni, vögguvísan góða, Nú legg ég augun aftur. Það er góð ára yfir þessu orði og blessun vona ég. Annars er þetta allt saman skýrt í bókinni.“ B ySti „Sumt endar í hálf- gerðum misskilningi og sumterhálf raunalegt en ég get lofað því að enginn er drepinn. Beckham Miðjuvallarleikmaðurinn hjá Real Madrid og fyrirsætan, David Beckham, hefur reynt að kveða nið- ur þær sögusagnir að hjónaband hans sé í.miklum erfiðleikum. Þær sögur spunnust upp vegna þess hve litlum tíma Victoria kona hans hefur varið með honum á Spáni. „Fólk má tala eins og það vill en bara svo ég láti fólk vita af því þá er konan mín mjög hamingjusöm hér,“ sagði Beckham í viðtali við frétta- menn í Madrid á dögunum. „Málið er að hún mun auðvitað halda áfram að vinna og þarf því að fara reglu- lega til London og Bandaríkjanna og er það ástæðan fyrir því að hún er hamingjusamlega kvæntur ekki hér á hverjum degi." Beckham sagði einnig að það að nú hafi þau fest kaup á húsi í Madrid muni hjálpa fjölskyldunni að aðlagast sínu nýja lífi. „Ég hef búið á hóteli í þrjá mán- uði sem var ágætt. En það að eiga mitt eigið hús svo við fjölskyldan getum loksins farið að lifa eðlilegu lífi er æðislegt og vonandi mun það einnig hjálpa mér að verða betri leikmaður." „Ég verð að segja, þrátt fyrir það að ég sé algjörlega einbeittur að fót- boltanum," sagði hann, „að það að hafa flutt til Madrid var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið." Beckham Gæti eflaust vaðið i kvenfólki en kýs fjölskyidulifið með konu sinni Victoriu og tveim sonum. Sfjörnuspá Margrét Örnólfsdóttir, tónskáld og áður Sykurmoli er 36 ára í dag. „Ný sambönd eða nýir lífshættir koma hér fram þar sem reynsla fortíðar hefur áhrif á framgöngu mála.Talan tveir sýnir að hún erfær um að nota fegurð fortíðartil að endurskapa og upplifa nútíðina á réttan máta," segir í stjörnu- spá hennar. Margrét Örnólfsdóttir W w Mnsb&'m (20. jan.-18.febr.) Ef þú átt það til að skipta oft um skoðun og skap þessa dagana ættir þú að leggja þig fram við að ná jafn- vægi með því að hvílast þegar þú finn- ur fyrir þreytu. H F\skm\f (19.febr.-20.mars) Hér er einhvers konar ómeð- vitaður undirbúningur af þinni hálfu á ferðinni því næstu vikur verða skraut- legar og viðburðaríkar hjá stjörnu fiska. Þú ættir að horfa fram á við og leggja þig alla/n fram án þess að líta til þaka. Hrúturinn (21.mm-19.apni) Þú stendur uppi sem sigur- vegari ef þú trúir á þig og getu þína. Óhjákvæmilegar breytingar munu eiga sér stað tengdar starfi þínu innan tíðar. T Ö Nautið Q0.apn1-20.mai) Þegar þú hættir að vera háð/ur ákveðnum árangri getur þú eignast það sem þú vilt en aldrei máttu gleyma að rækta huga þinn og ekki síð- ur sálina. W\bmm (21.mai-21.júni) Vertu þú sjálf/ur þegar tilfinn- ingar þínar eru annars vegar, hvað sem kann að gerast yfir helgina . Þú ert fær um að nota hæfileika þína mun betur en þú hefur tileinkað þér undanfarið og skapað gnægð góðra hluta, bæði í þínu eigin lífi og annarra. Krabbinn (22.júní-22.jnii) Þér er ráðlagt að leita eftir vellíðan innra með þér um þessar mundir. Þú ert um það bii að ganga inn í nýjan kafla hérna þar sem fögnuður einkennir umhverfi þitt. Ljónið® .júli-22.dgúst) Ef þú finnur fyrir streitu er þér ráðlagt að njóta selskapar með fólki sem eflir þig á góðan máta yfir helgina. Meyjan (23. ágúst-22. septj Ekki stífla tilfinningar þínar gagnvart náunganum og ekki forðast sterk tilfinningabönd. Leyfðu þér að líða vel gagnvart náunganum því hjarta þitt virðist kalla á umhyggju og alúð um þessar mundir. VogÍn (23.sept.-23.okt.) Þú ert fullkomin/n eins og þú ert, mundu það. Gerðu þér grein fyrir vali þinu hvort sem um ræðir móðgun eða hrós. Næstu vikur og jafnvel mán- uði munt þú án efa skilja hvað um ræðir hér. Sporðdrekinn (24.okt.-21.nmj Helgin verður forvitnileg og skemmtileg fyrir þig. Svar við spurningu sem brennur á þér hvílir innra með þér og svarið birtist ef þú hlustar á líkama þinn. / Bogmaðurinnft?.mk-/!.<faj >■ Þú ættir að horfa fram á við og breyta rétt af einhverjum ástæðum. Ef þú finnur fyrir skapsveiflum um þess- ar mundir er þér ráðlagt að láta líðan þína ekki bitna á þeim sem þú elskar. z Steingeitinr22.te.-?9.J<MJ Ef þú tapar ekki orku, styrk og vilja til að framkvæma ættir þú fyrir alla muni að halda áfram að veita öðrum hjálparhönd þína. Ef þú hinsvegar hefur hafið verkefni eða jafnvel nám ættir þú að skipuleggja tíma þinn mjög vand- lega. ÖPÁMADUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.