Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003
Fókus DV
Lífið eftir vinnu
• Stórsveitim-
ar írafár og
SkftamóraJl
skemmta gest-
um á Gaukn-
um í tilefni af
20 ára afmæli
staöarins.
• Hljómsveit Ómars Guðjóns-
sonar spilar í Edinborgarhúsinu
á ísaflrði í kvöld kl. 20.30. Fram
koma Ómar Guðjónsson á gítar,
Óskar Guðjónsson á saxafón, Jó-
hann Ásmundsson á kontra-
bassa og Helgi Sv. Helgason
trommari. Þeir leika efni af nýrri
plötu Ómars, Varma Land.
• Pétur Jesú og félagar í Buff
halda uppi stemningu á Gaukn-
um frá kl. 22 með gríni, glensi
og spilamennsku. Leynigestir
mæta á svæðið.
• Færeyska hljómsveitin Týr
leikur á tónleikum á Grand Rokk
í kvöld klukkan 23. Með þeim
spilar sænska hljómsveitin
Freak Kitchen en Dark Harvest
hitar upp.
• Jólagestir Björgvins, jóladag-
skrá með Björgvini Halldórssyni
verður á Hótel
Nordica í
kvöld. Söng-
sýningin er
byggð á bestu
lögunum af
plötuseríunni
Jólagestir
Björgvins í bland við klassískar
jólaperlur. Gestasöngvarar eru
Sigga Beinteins, Páll Rósinkrans
og Jóhanna Vigdís Amardóttir.
• Helga Braga
verður með
sýningu sína,
100% „hitt" í
Ými við Skóg-
arhlíð klukkan
20.
• Jólastemning verður í Nor-
ræna húsinu þegar opnuð verð-
ur jólasýning með íslenskum
listmunum, hönnun og hand-
verki Idukkan 17. Á sjötta tug
listamanna, hönnuða og hand-
verksfólks tekur þátt í sýning-
unni sem verður opin þriðju-
daga til sunnudaga frá 12-17.
• Þeir Kjeld Tolstrup og Mar-
geir snúa plötum og skemmta
fólki á Kapital í Hafnarstræti í
lcvöld.
• Hljómsveitin Spútnik spilar á
Players í Kópavogi í kvöld.
Birgir Nielsen er Multiphones en það er húsband á Pravda.
DV hitti kauða og fékk hann til að útskýra hvað þetta væri.
Klúbbastemmingin er víst í fyrirrúmi og mikið stuð á hr. Nielsen.
„Þetta er rosalegt band,“ segir
Birgir Nielsen trommari Multipho-
nes. „Þessi hljómsveit var sett saman
fyrir skemmtistaðinn Pravda og
erum við svona húshljómsveit stað-
arins. Áætlað er að spila á Pravda á
fimmtudags- og/eðaföstudagskvöld-
um og núna eru níu gigg á dagskrá til
áramóta og væru ábyggilega fleiri en
við erum allir í öðrum hljómsveitum
samhliða þessari. En svo höldum við
vonandi áfram að spila þar eftir
áramót, miðað við viðtökurnar
sem við höfum fengið," segir
hann.
„Fólk virðist almennt ánægt
með okkur og er hægt að segja að
við séum það sem hefur vantað í ís-
lenskt skemmtanalíf. Við spilum
svona house-tónlist sem byggist að
miklu leyti upp á grúvi og spilum við
lög eftir Public Enemy og Wise Guys
svo eitthvað sé nefnt. Það er gaman
frá því að segja að við erum eina
svona bandið á íslandi. Það er svona
New York-klúbbafílingur á Pravda
þegar við spilum þar, fílingurinn þar
er eins og á stærsta klúbbnum í New
York. Við hitum fólkið upp fyrir
kvöldið og búum til
stemninguna og svo
taka plötusnúðar
staðarins við á
hvorri hæðinni
fyrir sig. Fólk
býst ekki við
einhverju hús-
bandi þegar
það fer inná
klúbb en á
Pravda erum
Hvernig varö bandiö til?
„Ég var beðinn um að setja saman
húsband fyrir Pravda og leitaði ég tO
gömlu félaga minna í Sælgætisgerð-
inni. Það eru þeir Ásgeir Ásgeirsson
sem var í Sóldögg og spilar á gítar,
Snorri Sigurðarson trompedeikari
sem er nýkominn frá Hollandi þar
sem hann var í námi og Jakob Smári
Magnússon sem er í SSSól, Stríð &
friði og er einn ástsælasti bassaleikari
okkar Islendinga, sem eru með mér
bandinu. Þetta er mjög
góður hópur þar sem við
höfum flestir spilað
saman áður og kunnum
hvor á annan og þekkj-
umst vel. Þetta er búið að
vera meiriháttar skemmti-
legt og við höfum fengið frá-
bærar viðtökur," sagði Birgir að lok-
um.
Biggi Nielsen. Stofnaði alvöru
klúbbaband og spilar allar helgar á Pravda.
við allir í bandinu smart klæddir á
kantinum svo fólk getur upplifað al-
vöru klúbbastemningu þegar það
kemur milli 23.30-log sér okkur
spila.“
Nói og Fíaskó í Þýskalandi
„Það var alger tilviljun að þetta
gerðist," segir Skúli Malmquist, sem
ásamt Þóri Snæ Sigurjónssyni
stendur nú fyrir dreifingu á tveimur
íslenskum myndum í Þýskalandi.
Nói Albinói var frumsýnd þar síð-
asta föstudag, en Fíaskó, sem gefin
var út 1999, verður einmitt frum-
sýnd í dag. Báðar eru þær sýndar í
fjölmörgum kvikmyndahúsum um
allt Þýskaland.
„Nói Albinói hefur verið sýnd í 21
landi hingað þannig að röðin var
einfaldlega kominn að Þýskalandi.
Fíaskó reyndum við fyrst að dreifa á
sínum tíma, en fengum engin við-
brögð. Svo nýlega fengum við hring-
ingu, og þá hafði einhver af þessum
■ aðilum sem við sendum hana til
fyrst núna séð myndina, og litist vel
Nói Albinói. Spuming hvernig sitt-að-aftan-þjóðin tekurhonum?
á, og þannig æxlaðist að hún fór í leitt myndirnar Gemsar og Villiljós,
dreifingu líka, en það er sitthvort
fyrirtækið sem dreifir hvorri mynd.“
Þeir Skúli og Þórir hafa áður fram-
en næsta stóra verkefni hjá þeim er
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Niceland.
Um helgina
Það er skemmtilegt frá því að segja
að ég er að fara að læra siglingar
um helgina. Hjálparsveit skáta býð-
ur upp á svona námskeið fyrir ný-
liða þar sem allt þetta helsta er
tekið fyrir. Seinast fórum við í fjall-
göngu og þessa helgi stóð til að
halda ísklifurnámskeið en því var
breytt í siglinganámskeið því veðrið
hefur verið svo gott undanfarið. Ég
byrjaði í þessu prógrammi sem
unglingur en kláraði það aldrei
þannig að það má segja að þetta sé
ákveðin endurmenntun hjá mér. Ég
býst við að ég láti djammið eiga sig
en á á sunnudaginn ætla ég þó að
fara í afmæli til Brynhildar vinkonu
minnar.
Bjargey Ólafsdóttir myndlistar- og kvikmyndagerðarmaöur
Ásgerður Jóna. Eyddiyfir tveimur milljón-
um afalmannafé i ritun sögu Mæðrastyrks-
nefndar.
Fyrir þurfandi,
eða hvað?
Þetta er ekki búin að vera góð
vika fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þetta
er heldur ekki búin að vera góð
vika fyrir Ásgerði Jónu Flosadótt-
ur, fyrrum formann nefndarinnar.
DV hefur í vikunni fært lesendum
sínum fréttir af furðulegri óráðsíu
með fjármál nefndarinnar, sem
hefur það að markmiði að aðstoða
fólk í nauð. Ásgerður hefur þurft
að svara fyrir af hverju tveggja
milljóna styrkur frá Alþingi var
Pissað upp 1 vindinn
notaður til að greiða fyrir ritun
sögu nefndarinnar, nokkuð sem
ekki var tekið fram þegar sótt var
um styrkinn. Nefndinni hefur
einnig verið legið á hálsi fyrir hvað
hafi orðið um fjármuni sem söfn-
uðust með sölu geisladisks og átti
að nota í starf hennar. Alveg er
það furðulegt að aðra stundina sé
ekki til nóg af peningum til að
fæða þurfandi fyrir jólin en hina
sé hægt að ráða tvo menn í sagn-
fræðivinnu til að rita bók. Því má
ekki gleyma að það eru ekki nema
örfá ár síðan Ásgerður, sem for-
maður nefndarinnar, bauð nefnd-
armönnum til útlanda til að þakka
þeim fyrir vel unnin störf. Það
vantar greinilega eftirlit með góð-
gerðarsamtökum á íslandi - eða
að rétt fólk sé látið stjórna því.
Ein$ og á stærstu
ktubbugum,
i New York