Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Davíð sendi góða kveðju „Davíð var að senda okkur góða kveðju. Mikil ósköp, við erum ánægð með útspil hans,“ segir Gunnsteinn Gíslason, odd- viti Árneshrepps á Strönd- um, um yfirlýsingu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á þingi um að hann vilji varðveita mannabyggð í hreppnum. 60 manns búa í hreppnum og er helsti at- vinnuvegurinn sauðfjárbú- skapur. Auk þess landa nokkrar trillur afla sínum í hreppnum á sumrin. Að sögn Davíðs verður skipuð nefnd um gerð tillagna til að vernda byggð í hreppn- um. Gunnsteinn segir helsta vanda hreppsins vera sam- göngurnar, en lélegur mal- arvegur liggur norður að hreppnum. Þá segir hann fólk í sveitinni hafa gælt við þá hugmynd að Hvalá í Ófeigsfirði yrði virkjuð. „Orkubú Vestíjarða veit af þessum góða virkjunar- kosti. Þá kæmu heldur bet- ur peningar í kassa hrepps- ins," segir Gunnsteinn. íslendingar duglegir á netinu Netnotkun er útbreidd- ust á íslandi og í Danmörku samkvæmt nýrri samantekt á notkun þjóða á upplýs- ingatækni. Svíar eru þar efstir á lista en auk netnotkunar voru bomir saman þættir eins og menntunarstig, verð á síma- þjónustu og tölvueign. At- hygli vakti að Bandaríkin hafa fallið í ellefta sæti í þessum samanburði en þar trónir Svíþjóð á toppnum en Danmörk og ísland eru í öðru og þriðja sæti. Norður- Evrópuríki og Asíulönd hafa ýtt enskumælandi löndum neðar á þennan lista yfir tæknisinnaðar þjóðir. Bandaríkjamenn halda meira en 600 manns fóngnum í Guantanamoflóa á Kúbu. Flestum hafa þeir haldið í meira en tvö ár án þess að þeir njóti grundvallarmann- réttinda. Nokkrir Pakistanar sem hafa losnað tala um vistina. Margir reyndu að fremja sjálfsmorð, aðrir eru skemmdir fyrir lífstíð eða gjaldþrota. Koma skemmdir heim frá Kíí „Álagið og áhyggjurnar hafa rekið mig út í að reyna sjálfsmorð," segir tuttugu og fjögurra ára gamall Pakistani Shah Muhammed við BBC. Hann gengur nú laus eftir að hafa verið vistaður nauðugur í fangelsi bandaríska hersins Guantanamoflóa á Kúbu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt að engin mannréttindalög hafi lög- sögu þar. Shah Muhammed reyndi fjórum sinnum að fyrirfara sér í fangelsinu. Hann segir að sárin á sálinni hafi ekki gróið. „Ég vakna upp á nóttunni og óttast að deyja". Honum finnst erfitt að gleyma reynslunni. Nágrannar Muhammeds segja að hann tali ekki mikið eftir að hann kom heim. „Hann er breyttur maður," sagði nágranni hans. Hann vill að Banda- rfkjamenn bæti sér skaðann. Annar Pakistani, sem var sá fyrsti tO að losna úr Guantanamo, Mohammed Sagheer vill tíu millj- ónir dollara frá Bandaríkjastjóm. Synir hans tóku mikið fé að láni til að geta leyst hann úr haidi. Nú em lánardrottnarnir á hælum þeirra. Leigubílsstjórinn Abdul Mulla er svo bitur að hann vill ekki einu sinni tala um reynsluna. Segir það ekki skipta máli. „Þið emð allir trúleysingjar," sagði hann við fréttamann BBC. Abdul Raziq segist á hinn bóginn ekkert hafa upp á Bandaríkjamenn eða Afgana að klaga. Hann var handtekinn fyrir að kunna ensku og hefur nú heitið því að tala aldrei ensku aftur. Hann var í fangelsi í tuttugu og einn mánuð í Ég vakna á nóttunni og óttast að deyja". Frá fangabúðunum í Guantanamo. Bandaríkjastjórn heldur þar rúmlega 600 föngum sem náðust í stríðinu i Afganistan. Afganistan og á Kúbu og segir að fangelsið á Kúbu hafi verið skárra. Bandaríkjamenn halda rúm- lega 600 mönnum föngnum við aðstæður sem öll helstu mann- réttindasamtök hafa gagnrýnt harkalega. Sænsk og bresk stjórnvöld hafa reynt að fá lausa fanga með litlum árangri. Þeir vilja tryggja föngunum réttláta máls- meðferð. Bush Bandaríkjafor seti hefur lýst föngunum sem vondu fólki. Fjömtíu af þeim sem hafa verið handteknir, hefur verið sleppt. Sliman Shah Tuttugu og átta ára fyrrverandi hermaður Tali- bana sýnir merkið sem hann hafði á meðan hann var fangi í Guantanamo. Honum var sieppt úr haldi fyrr á árinu. Hlýindi lækka verð Óvenjumikil hlýindi í Bretlandi hafa leitt til lækk- unar á gengi hlutabréfa í fyrirtækjum á markaði í Lundúnum sem tengjast fataverslun. Mesta lækkun- in var í verslunarkeðjunum New Look, French Conn- ection og Mothercare. ís- lendingar hafa fjárfest nokkuð í breskum fataversl- unum t.d. Oasis og Karen Mil- Ien. Sam- kvæmt fjármála- fréttum The Times hækkaði verð í bankanum Singer & Friedlander en Kaupþing-Búnaðarbanki á þar 10 prósenta hlut. Vestfirðingar segja ekkert stefnuleysi í samgöngumálum: Vilja jarðgöng fljótt „Við erum að berjast fyrir því að flýta framkvæmdum á Vestfjörð- um," segir Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar í fsafjarðarbæ. „Vest- firðir eru áratugum á eftir flestum öðrum landshlutum í vegafram- kvæmdum." „Engum á að dyljast í hváða verkefni þeim fjármunum verði varið." Hún segir að þvert á það sem haldið hafi verið fram, ríki ekki stefnuleysi í samgöngumálum Vestfirðinga. Birna leggur áherslu á fimm verkefni sem samstaða náðist um að hafa í forgangi árið 1997. „Það er næstum búið að leggja veg milli þéttbýlisstaða, flugvalla og ferju- bryggja innan hvers samgöngu- svæðis," segir hún. Mikilvægt að göngin verði gerð næst á eftir göngum á Austfjörðum. Mest fé hefur á undanförnum árum farið í tvö stórverkefni, Djúp- veg og Vestfjarðaveg, milli Flóka- lundar og Bjarkarlundar en næst er áherslan á nýjan veg um Arnkötlu- dal sem tengir Reykhólahrepp og Strandir. „Mér þykir eðlilegt að nýta fjármuni sem áætlaðir eru í Strandaveg f þann veg," segir Birna. „Hann sfyttir leiðina milli Isaíjarðar og Reykjavíkur um 40 kílómetra." Þessi vegur yrði liður í hringvegi um Vestfirði senr á að tengja allar byggðir saman. Þessu tengist næsta stórverkefni sem eru jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem Birna leggur áherslu á að verði byggð á eftir jarðgöngum á Austur- landi. Undirbúningur að göngunum er hafinn og gert er ráð fyrir þeim á jarðgangaáætlun ríkisstjórnarinnar. Birna segir mikilvægt að göngin haldi sínum stað við endurskoðun jarðgangaáætlunar. „Göngin munu tengja norður- og suðursvæði Vest- fjarða og þannig skapa eitt atvinnu- og þjónustusvæði sem er forsenda þess að á norðanverðum Vestfjörð- um verði öflugur byggðakjarni sem með réttu getur kallast höfuðstaður Vestfjarða," segir hún. Birna Lárusdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.