Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 13
DV Fréttír FÖSTUDAGUR21, NÓVEMBER 2003 15 Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar fer með rangt mál: Sannleikur og sár reiði Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrrver- andi formaður Mæðrastyrksnefhdar Reykjavíkur og núverandi forvígis- maður Fjölskylduhjálpar íslands, hef- ur fengið birtar í Morgunblaðinu rangar fullyrðingar um fréttaflutning DV. Algerlega er vís- að á bug fullyrðing- um Ásgerðar um að frétt DV máhu- daginn 17. nóvem- berhafiverið „röng og villandi" og „ómerkilegur róg- burður." DV stend- ur við frétt sína. Ekki er rúm til að rekja efnislega allar ávirðingar Ás- gerðar Jónu Flosa- dóttur í Morgunblaðsgrein inni sem ýmist er beint að DV eða Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur, lögmanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Aðeins skal vikið að einum alvarleg- asta kaflanum í máli formannsins fyrrverandi. Hún segir: „Það er rangt sem haft er eftir Þor- björgu Ingu að samkomulag hefði verið gert um að ágóða af útgáfu geisladisksins skyldi skipt í þrennt milli Mæðrastyrksnefndar, Fjöl- skylduhjálparinnar og André Bach- man. Hið rétta er eins og að ofan greinir að hagnaðurínn þegar allur kostnaður er greiddur, skiptist ein- göngu milli Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar, André Bach- man leggur fram verulega vinnu og grunn að því að þessi hjálparstarf- semi geti gengið og fær eingöngu óverulega þóknun ogenga efverkefh- ið skilar ekkihagnaði. Það erslæmt ef að sú óeigingjarna vinna sem unnin hefur verið, ekki síst afAndré Bach- man, skilar ekki tilætluðum árangrí vegna rógburðar sem hafður er eftir Þorbjórgu Ingu Jónsdóttur ÍDV." Við þetta er ýmislegt að athuga. í frétt DV17. nóvember segir um þetta atriði: Sættir um Betri tíma „Málum hefur verið komið mjög vel af stað. Ég geri ráð fyrir að aðilar sxttist f Ijótlega," segir Þorbjörg Inga Jonsdóttir, lögmaður Mæðrastyrks- nethdar um óvissuna um framhald söfnunar- átaksinsBetritfma. Þorbjörg Inga hitti André Badiman verkefn- isstjóra Betri tíma á fundi hjá Halldóri Backman, lögmanni Andrés á mlðvikudag. Fram kom i DV í gær að Halldór telur grundvöll hafa verið lagðan að sáttum á fundinum. „Okkur vantaði upplýsingar um fjármálin og kostnaðinn. £g tek fram að við erum alls ekki að gera athugasemdir við að André fái 14% hagnað- arins eins og einhver hefur kannski haldið. Það er ekkert óeðlilegt við það. An dré hefur ótvirætt lagt fram mikla vinn u," segir Þorbjörg Inga. Að sögn Þorbjargar á enn eftir að yflrfara einhver gögn og hnýta lausa enda. „Við höfðum engar upplýsingar í upphafi en þurftum þær til að klára málið. Það er eðlilegt að við fáum að hafa yfirsýn í svona stðru verkefni. A fundinum varfariöyfir fjárhagsáætlunina og' það er verið að tína til kostnaðarreikninga. Það er alveg Ijóst að hér eftir verður passað vel upp á þessu söf n- un/segirhún. Aðspurð segist Þorbjörg Inga á þessu stigi ekki vilja svara hörðum ávirðingum um rógburð sem Asgerður Jðna Flosadóttir, fyrrverandl f or- maður Mæðrastyrksnefndar Rey kjavíkur, setur fram á hendur henni i Morgunbtaðinu f gær. Samtök Ásgeröar, Fjölskylduhjálp Islands, er aðili að söfnuninni Betri tfmum ásamt Mæðra- styrksnefnd. Samningur um hljómdisk íjúliísumar gerði Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrirhönd Mæðrastyrksnefndar Reykjavikur og Fjöl- skylduhjálparinnar, samning við André Bachman tónlistarmann um hann hefði um- sjón með gerð fjáröflunardisks sem nú er orðinn að veruleika. „Að sögn Þorbjargar gerði söngv- arinn André Bachman í julí sam- komulag við Ásgerði um að Mæðra- styrksnefhd Reykjavíkur, André sjálf- ur og þá óstofnað félagÁsgerðar, Fjöl- skylduhjálp íslands, myndu skipta með sér ágóðanum af sölu geisla- disksins Betri tíma. André átti að fá 16% en félögin tvö að skipta með sér afganginum samkvæmt ákvörðun söngvarans." Strax skal tekið fram að í þessari frétt misritaðist þóknun verkefnis- stjórans Andrés Bachman. Hlutur hans er 14% en ekki 16% af hagnaðin- um. í samningi sem gerður var 22. júlí í sumar á milli Mæðrastyrksnemdar Reykjavíkur og Fjölskylduhjálparinn- ar annars vegar og Andrés Bachman hins vegar segir í 7. grein: „Þegar allur kostnaður vegna verk- efnisins hefur verið greiddur að fullu skal sá hagnaður sem efrir stendur skiptast þannig að André Bachman skal fá 14% af hagnaði f sinn hlut og Mæðrastyrksnefnd Reykjavfkur og Fjölskyiduhjálpin 86%, samanber þó 14. grein." Þetta ákvæði er afar skýrt hvað snertir André Bachman. Það eina sem upp á vantar er að skilgreina ná- kvæmlega hver verður hlutur Mæðra- styrksnefndar og hver verður hlutur Fjölskylduhjálpar Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Á þessu mikilvæga atriði er tekið í 14. grein samningsins. í henni segir að þegar kostnaður hafi verið greiddur skuli öðrum hagnaði en áðurgreindum hluta Andrés Bachman ráðstafað til skjólstæðinga samtakanna tveggja. Síðan segir: „Endanlegt ákvörðunarvald um ráðstöfun og innbyrðis skiptingu skal vera á hendi Andrés Bachman og/eða þeirra sem hann leitar tíL" Þetta sérkennilega ákvæði þýðir einfaldlega að skipting peninganna milli Mæðrastyrksnefndar og Fjöl- skylduhjálpar er háð geðþótta Andrés Bachman. Tekið skal fram að Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar undir samninginn í júlí bæði fyrir hönd Mæðrastyrks- nefndar Reykjavikur og Fjölskyldu- hjálparinnar. Síðarnefnda félagið fékk eigin kennitölu í september og heitir nú Fjölskylduhjálp íslands. TROCADERO RESTAURANT SUÐURLANDSBRAUT1 2 i ¦ VEITING ASTAÐU R -FRÁBÆR Tl LBOÐ : (aðeins sótt)__ Stór Stór pizza i/4 áleggstegundum brauðstöngum og sósu eða "nskum og sósu kr. 1449,- simi 535 1400 Trocadero er reyklaus veitingastaður sem býður upp á fyrsta flokks veitingar á góðu verði Eingöngu er notast við besta mögulega hráefni, íslenskan ost og ferskt grænmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.