Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Qupperneq 13
UV Fréttir FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 75 Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrrverandi formaður Mæðrastyrksnefndar fer með rangt mál: Sannleikur oo sór reihi Ásgerður Jóna Flosadóttir, fyrrver- andi formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og núverandi forvígis- maður Fjölskylduhjálpar íslands, hef- ur fengið birtar í Morgunblaðinu rangar fullyrðingar um fréttaflutning DV. Algerlega er vís- að á bug fullyrðing- um Ásgerðar um að frétt DV mánu- daginn 17. nóvem- ber haft verið „röng og villandi“ og „ómerkilegur róg- burður." DV stend- ur við ffétt sína. Ekki er rúm til að rekja efnislega aliar ávirðingar Ás- gerðar Jónu Flosa- dóttur í Morgunblaðsgrein- inni sem ýmist er beint að DV eða Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur, lögmanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Aðeins skal vikið að einum alvarleg- asta kaflanum í máli formannsins fyrrverandi. Hún segir: „Það er rangt sem haft er eftir Þor- björgu Ingu að samkomulag hefði verið gert um að ágóða af útgáfu geisladisksins skyldi skipt í þrennt milli Mæðrastyrksnefndar, Fjöl- skylduhjálparinnar og André Bach- man. Hið rétta er eins og að ofan greinir að hagnaðurinn þegar allur kostnaður er greiddur, skiptist ein- göngu milli Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. André Bach- man leggur fram verulega vinnu og gmnn að því að þessi hjálparstarf- semi geti gengið og fær eingöngu óverulega þóknun ogenga efverkefn- ið skilar ekkihagnaði. Þaðerslæmtef að sií óeigingjama vinna sem unnin hefur verið, ekki síst af André Bach- man, skilar ekki tilætluðum árangri vegna rógburðar sem hafður er eftir Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur í DV. “ Við þetta er ýmislegt að athuga. í frétt DV 17. nóvember segir um þetta atriði: Betri Tímar Frábær lög og flvtjen fjfcijadisi.ur u! sr> r»:j M ceðrasíyr ksn efnctar i bcjjjhvTur t!t' ; ?ii;yJíiuhjá]pár fsbruís Sættir um Betri tíma „Málum hefur verið komið mjög vel af stað. Ég geri ráð fyrir að aðilar sættist fljótlega," segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður Mæðrastyrks- nefndar um óvissuna um framhald söfnunar- átaksins Betri tíma. Þorhjörg Inga hitti Andró Bachman verkefn- isstjóra Betri tíma á fundi hjá Halldóri Backman, lögmanni Andrós á miðvikudag. Fram kom i DV í gær að Halldór telur grundvöll hafa verið lagðan að sáttum á fundinum. „Okkur vantaði upplýsingar um fjármálin og kostnaðinn. Ég tek fram að við erum alls ekki að gera athugasemdir við að Andró fái 14% hagnað- arins eins og einhver hefur kannski haldið. Það er ekkert óeðlilegt við það. Andró hefur ótvírætt lagt fram mikla vinnu," segir Þorbjörg Inga. Aðsögn Þorbjargará enneftiraðyfirfara einhver gögn og hnýta lausa enda. „Við höfðum engar upplýsingar i upphafi en þurftum þær til að klára málið. Það er eðlilegt að við fáum að hafa yfirsýn í svona stóru verkefni. Á fundinum var farið yfir fjárhagsáætlunina og það er verið að tina til kostnaðarreikninga. Það er alveg Ijóst að hór eftir verður passað vel upp á þessu söfn- un,"segir hún. Aðspurð segist Þorbjörg Inga á þessu stigi ekki vilja svara hörðum ávirðingum um rógburð sem Ásgerður Jóna Flnsadóttir, fyrrverandi for- maður Mæðrastyrksnefndar Reykjavikur, setur fram á hendur henni i Morgunblaðinu i gær. Samtök Ásgerðar, Fjölskylduhjálp fslands, er aðili að söfnuninni Betri tímum ásamt Mæðra- styrksnefnd. Samningur um hljómdisk Íjúlíísumar gerði Ásgerður Jóno Flosadóttir, fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Fjöl- skylduhjálparinnar, samning við André Bachman tónlistarmann um hann hefði um- sjón með gerð fjáröflunardisks sem nú er orðinn að veruleika. „Að sögn Þorbjargar gerði söngv- arinn André Bachman í júlí sam- komulag við Ásgerði um að Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur, André sjálf- ur og þá óstofnað félagÁsgerðar, Fjöl- skylduhjálp Islands, myndu skipta með sér ágóðanum af sölu geisla- disksins Betri ú'ma. André átti að fá 16% en félögin tvö að skipta með sér afganginum samkvæmt ákvörðun söngvarans." Strax skal tekið fram að í þessari frétt misritaðist þóknun verkefnis- stjórans Andrés Bachman. Hlutur hans er 14% en ekki 16% af hagnaðin- um. f samningi sem gerður var 22. júlí í sumar á milli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduhjálparinn- ar annars vegar og Andrés Bachman hins vegar segir í 7. grein: „Þegar allur kostnaður vegna verk- efnisins hefúr verið greiddur að fúllu skal sá hagnaður sem eftir stendur skiptast þannig að André Bachman skd fá 14% af hagnaði í sinn hlut og Mæðrastyrksnefiid Reykjavíkur og Fjölskyiduhjálpin 86%, samanber þó 14. grein." Þetta ákvæði er afar skýrt hvað snertir André Bachman. Það eina sem upp á vantar er að skilgreina ná- kvæmlega hver verður hlutur Mæðra- styrksnefndar og hver verður hlutur Fjölskylduhjálpar Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Á þessu mikilvæga atriði er tekið í 14. grein samningsins. í henni segir að þegar kostnaður hafi verið greiddur skuli öðrum hagnaði en áðurgreindum hluta Andrés Bachman ráðstafað til skjólstæðinga samtakanna tveggja. Sfðan segir: „Endanlegt ákvörðunarvald um ráðstöfun og innbyrðis skiptingu skal vera á hendi Andrés Bachman og/ eða þeirra sem hann leitar til.“ Þetta sérkennilega ákvæði þýðir einfaldlega að skipting peninganna milli Mæðrastyrksnefndar og Fjöl- skylduhjálpar er háð geðþótta Andrés Bachman. Tekið skal fram að Ásgerður Jóna Flosadóttir skrifar undir samninginn í júlí bæði fyrir hönd Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur og Fjölskyldu- hjálparinnar. Síðarnefnda félagið fékk eigin kennitölu í september og heitir nú Fjölskylduhjálp Islands. TROCADERO RESTAURANT SUÐURLANDSBRAUT 1 2 VEITINGASTAÐU R O Ð ÍZ1 D /\ 3 "D ÆZ D 1—1| p íf i \ . f \ D . r \ 1 í L... i (aðeins sótt) Stór pizza m/4 áleggstegundum kr. 998,- Stór pizza m/4 áleggstegundum, brauðstongum og sosu eöa frönskum og sósu kr. 1449,- si m i 535 1400 Trocadero er reyklaus veitingastaður sem býður upp á fyrsta flokks veitingar á góðu verði Eingöngu er notast við besta mögulega hráefni, íslenskan ost og ferskt grænmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.