Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 18
7 8 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Fókus DV Travis - 12 Memories ★ ★ Independiente/Skífan Skotarnir í Travis snúa aftur með plötuna 12 Memories eftir að hafa ver- ið næstum hættir þegar trommarinn lenti í alvar- legu slysi í fyrra. Fran Healy er forsprakkinn eins og áður og semur öll lögin, Plötudómar Neil Primrose trommar, Andy Dunlop spilar á gítar og Dougie Payne spilar á bassa. Platan fer ágætlega af stað með fyrstu þremur lögunum sem eru prýðis- góð popplög, sérstaldega upphafslagið Quicksand, en svo fer að halla undan fæti og hver flatneskjan rekur aðra. Engan veginn nógu gott. Höskuldur Daði Magnússon Muse - Absolution ★ ★★★★ P\ ^ 'Á Taste Media/Skífan Muse er ein af vinsælli rokksveitum hér á landi um þessar mundir. Matthew Bellamy leiðir sveitina eins og á fyrri tveimur plötum þeirra, syngur, spilar á gítar og hljómborð auk þess að semja lögin. Chris Wolsten- holme spilar á bassa og syngur bakraddir og Dom- inic Howard er trommari hljómsveitarinnar. Muse var líkt við Radiohead á fyrstu plötu sinni Showbiz en á þeirri annarri, Origin of Symmetry, fóru þeir á full mikið „fyllerí" í útsetn- ingunum en nú virðast þeir hafa náð jafnvægi. Absolution hefur verið köll- uð „rokkópera" og það er að einhverju leyti rétt, dramatísk lög Bellamy, falsettusöngur og daður hans við klassíska tónlist virka einstaklega vel. Án efa ein af rokkplötum ársins. Höskuldur Daði Magnússon Franskt rapp hefur lengi verið í fremstu röð, enda er Frakkland næst stærsti hip- hop markaðurinn í heimin- um á eftir Bandaríkjunum. IAM er ein af aðalrapp- hljómsveitum Frakka, stofnuð í Marseilles árið 1989 af þeim Akhenaton, DJ Khépos og Jo. Seinna bættust þeir Imhotep, Kephren og Freeman í hóp- inn. Revoir Un Printemps er þeirra íjórða plata og eins og þær fyrri er hún stútfull af flottum töktum, mögnuðum sándum og fínu flæði. Method Man og Redman koma við sögu í laginu Noble Art og sjálf Beyoncé syngur í Bien- venue. Hvort tveggja snilld- arlög. LAM hafa stundum verið kallaðir Wu-Tang Clan Frakklands, en Wu- Tang þurfa að taka sig tölu- vert á ef þeir ætla að slá þessari plötu við! TraustiJúliusson Kvikmyndin Mystic River var frumsýnd í gær og hefur hún verið orðuð við Óskarsverðlaunin. Sá sem hefur veg og vanda af gerð myndarinnar er enginn annar en gamla kempan Clint Eastwood en leikararnir eru heldur ekki af verri endanum: Sean Penn, Tim Robbins, Kevin Bacon og Laurence Fishburne fara allir með stór hlutverk í ræmunni. Grínast á tökustað Eastwood erþekktur fyrirað skapa gott andrúmsloft á tökustað og þykir afarskilvirkur og þægilegur ísamstarfi. Frægðarsól Clints Eastwood hef- ur oft risið ansi hátt og er talið með ólíkindum hvað kappinn hefur end- urnýjað feril sinn oft, en það hefur honum tekist að minnsta kosti einu sinni á hverjum áratug. Á sjöunda áratugnum sló hann í gegn sem nafnlausi kúrekinn í spagettívestr- um Sergio Leones, á þeim áttunda gerðist hann leikstjóri og fór að leika harðsvíraða lögregluþjóna, á níunda áratugnum hlaut hann lof fyrir kvik- myndina Bird sem hann leikstýrði og þótti takast ótrúlega vel og á þeim tíunda átti hann hápunkt ferilsins með kvikmyndinni „Unforgiven," mórölskum vestra sem hann leik- Myndin fjallar um þrjá æskufélaga sem hafa ekki hist í langan tíma en neyðast óvænt til þess þegar dóttir eins þeirra er myrt. stýrði sjálfur. Hans nýjasta mynd, Mystic River, hefur mælst vel fyrir og er það mál manna að hér sé á ferð- inni hin klassíska endurnýjun Eastwoods á ferli sínum á fyrsta ára- tugi þessarar aldar. Drungaleg morðgáta Myndin fjallar um þrjá æskufé- laga sem hafa ekki hist í langan tíma en neyðast óvænt til þess þegar dóttir eins þeirra er myrt. Faðir hennar Jimmy (Sean Penn), er viti sínu íjær af bræði og þarf vinur hans Sean (Kevin Bacon,) sem fer með rannsókn málsins ásamt félaga sín- um Whitey (Laurence Fishburne) að hafa sig allan við til að upplýsa mál- ið áður en Jimmy tekur upp á ein- hverju miður skynsamlegu. Á með- an öllu þessu stendur á þriðji vinur- inn Dave (Tim Robbins) eftir að gera upp ýmislegt úr æsku sinni. Er trúr bókinni Myndin er byggð á skáldsögu eft- ir rithöfundinn Dennis Lehane og lagði Eastwood áherslu á að vera eins trúr bókinni og hægt var. Sagan gerist í Boston og heimtaði leikstjór- inn að taka myndina upp þar. Eastwood er reyndar þekktur fyrir að nota mikið af ekta tökustöðum og einnig fyrir að vera mjög snöggur að taka upp kvikmyndir sínar. Hann á það til að segja leikurum sínum að æfa atriði einu sinni fyrir tökur og kvikmynda svo æfinguna án þess að segja þeim frá því. Hann tekur sjaldnast fleiri en tvær tökur af sama atriðinu og hafa þessi vinnubrögð gert hann afar vinsælan meðal fram- leiðanda en myndir hans kosta yfir- leitt mun minna en í upphafi var áætlað. Leikarinn Tim Robbins er sjálfur leikstjóri og var hann mjög hrifinn af vinnubrögðum Clints á tökustað: „Þetta var mjög fagmann- legt vinnuumhverfi. Engin bræðisköst eða tímasóun og sú stað- reynd að hann er með frægari mönnum kvilcmyndasögunnar virð- ist skipta hann sjálfan afar litlu máli." ari@dv.is „Remember our deal Louis, I sit through this and I get anal,“ sagði ijölskyldu- faðirinn Peter Griffin eitt sinn í teiknimyndaþáttunum um Family Guy sem sýndir eru á Skjá Einum um þessar mundir. Peter er skemmtilegur gaur sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann er ekki hræddur við að láta hlut- ina flakka og það er í raun nokkuð lýsandi fyrir þættina sem eru oft á tíðttm mjög grófir. Peter á þó sfn- ar mjúku hliðar og allt virðist blessast á endanum. Sólon Sig- urðsson bankastjóri kemur sum- um fyrir sjónir á svipaðan liátt hann er harði peningamaðurinn sem lætur við- skiptavini bankans borga háa vexti af yfirdrættinum og vinnur að því markmiði að bankinn græði sem mest. Kunnugir segja þó að Sólon sé besti náungi, sem á sér sínar mjúku og skemmtilegu hliðar, rétt eins og Peter. Hvort hann myndi nokkurn tímann láta út úr sér sumar þær setningar sem Peter gerir er aftur á móti allt önn- ur saga. Tvifarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.