Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Kínverjar sendir heim Fimm Kínverjar sem framvísuðu fölsuðum vega- bréfum í Leifsstöð nýverið voru í gær dæmdir (30 daga skilorðsbundið fang- elsi í Héraðsdómi Reykja- ness. Sá sjötti, singapúrskur karlmaður á miðjum aldri, var dæmdur í 45 daga fang- elsi. Fólkið verður sent aft- ur heim til Kína á kostnað íslenska rtkisins um leið og bráðabirgðavegabréf hafa verið gefin út. Ákæruvaldið krafðist þess að fólkið yrði dæmt til fangelsisvistar enda væri brýnt að þau skilaboð bær- ust til þeirra sem stunda ólöglega fólksflutninga að ísland sé ekki heppilegur kostur í þeirri starfsemi. Fólkið mun una dómnum en ákæruvaldið á enn eftir að taka ákvörðun um hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Sexmenning- arnir voru aukinheldur dæmdir til að greiða málsvarnarlaun. Gæsluvarðhald yfir Ástr- ala sem kom hingað til lands ásamt tveimur kín- verskum stúlkum fyrir tveimur vikum rennur út í dag. Lrklegt þykir að stúlk- unum verði vísað úr landi. Landlæknirí einu máli Jón Hilmar Alfreðsson, sérfræðingur í lcvenlækn- ingum á Landspítalanum, hefur verið sett- ur landlæknir í máli er varðar dauðsfall unga- barns sem lést skömmu eftir fæðingu á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Sig- urður Guðmundsson land- læknir óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra að sér- stakur landlælcnir yrði skip- aður í málinu, þar sem framlcvæmdastjóri land- læknis gegnir stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Jón Hilmar tekur til starfa í næstu viku. Ríkisstjórnin vottar samúð Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, ritaði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, bréf í gær þar sem hann lýsti yfir hryggð vegna hryðjuverka- árásanna í Istan- búl í gær. Halldór vottaði aðstand- endum látinna samúð fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Fram kemur í bréfinu sannfæring Halldórs að grimmdarverkin verði til þess að tvíefla samfélag þjóðanna í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverk- um. Stóru olíufyrirtækin hækkuðu öll bensinverð sin i gær. Það þýðir auknar álögur á bifreiðaeigendur um 195 milljónir króna. Markmið rikisstjórnarinnar virðist vera að bjóða þegnum sinum dýrasta bensín í veröldinni. Atlantsolia Eini adilinn á markaðnum sem hækkaði ekki verð á eldsneyti. „Fóik er að átta sig á því að það er engin þörfá að borga meira fyrirsömu vöru. Leigu- bílstjórum hefur fjölgað mikið sem versla hjá okkur og sama gildir um útgerðir." Stóm olíufélögin hafa hækkað verð á eldsneyti eina ferðina enn. Viðkvæðið er hækkandi heims- markaðsverð og er ótryggt ástand í Mið-Austur- löndum og minnkandi birgðastaða Bandaríkja- manna sagðar höfuðorsakir þessa. Athygli vekur að Atlantsolía hælckar ekki verð að sama skapi. Hugi Hreiðarsson, umsjónarmað- ur markaðs- og kynningarsviðs Atlantsolíu, segir að fyrirtækið sé í samkeppni og að þeirra mati kalli hækkun heimsmarkaðsverðs í þetta sinn, ekki á hækkun innanlands. „Auðvitað fylgjumst við með því sem gerist á olíumörkuðum og bregð- umst við ef þörf þykir. Það er okkar mat að ekki sé þörf á hælckun." Hugi segir að viðskiptavinum fyrirtækJsins fjölgi dag frá degi. „Fólk er að átta sig á að það er engin þörf á að borga meira fyrir sömu vöru. Leigubílstjórum hefur fjölgað mikið sem versla hjá okkur og sama gildir um útgerðir. Ástæðan Jiggur í augum uppi; við erum miklu ódýrari." Lítri af díselolíu hjá Atlantsolíu er tíu krónum ódýrari en hjá samkeppnisaðilum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðareigenda, segir að í framhaldi þessarar hækkunar sé vert að hafa í huga að til stendur að hækka álögur á eldsneyti enn frekar. „Efna- hags og viðskiptanefnd ræðir nú þær tillögur ríkisstjórnar- innar að hækka skatt á bif- reiðaeigendur. Það þýðir hækkun um 3,90 krónur á Runólfur Ólafsson Telurlikurá að álögur á bifreiðaeigendur hækki enn frekar innan tiðar. hvern lítra. Það er alveg með eindæmum að ríkis- stjórn sem boðar skattalækkanir í kosningabar- áttunni skuli hafa það markmið að bjóða upp á hæsta bensínverð í heimi." albert@dv.is ELDSNEYTI HÆKKAR; 95 okt. díselolía flotaolía Skeljungur 97,60 45,80 31,40 Olíufélagið 97,60 45,80 31,40 AtlantsoKa - 35,00 26,00 Noregur* 95,90 90,46 Svlþjóð* 99,70 99,70 - Þýskaland* 98,00 78,40 - Bandaríkin** 32,10 30,60 - * Meðaltal bensínverðs í september. ** Oktantala er lægri Myrkrahöfðinginn Mikið er vald Myrkrahöfðingjans. Það hefur löngum verið kunnugt á Islandi þar sem menn hafa allt frá dögum Sæmundar fróða glímt við pokurinn og með misjöfnum ár- angri. Sæmundur stóð sig að vísu vel, enda hafði hann lært í Svarta- skóla, en síðan hefur verið allur gangur á því hvernig farið hefur. Svarthöfði minnir til dæmis á örlög Galdra-Lofts sem reyndi sig við skrattann en beið háðulegan ósigur og kom að lokum grá krumla upp úr sjó og sótti hann niður í djúpið. Þannig eru að minnsta kosti örlög Galdra-Lofts samkvæmt þjóðsög- unni, þótt Jóhann Sigurjónsson hafi kosið að enda leikrit sitt um Loft greyið öðruvísi - þar hverfur Loftur ofan í kirkjugólfið ef Svarthöfði man rétt. En sá myrkrahöfðingi sem nú er -Tw Svarthöfði að hrella oss íslendinga - og Svart- höfða þar á meðal - er að vísu ekki sá svarti sjálfur, eins og stundum er sagt, þótt Svarthöfði kunni að vísu illa við það orðalag, og þarf áreiðan- lega ekki að skýra það út fyrir nein- um. Það er Myrkrahöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar sém nú virðist á góðri leið með að ríða Kvikmynda- samsteypu Friðriks Þórs Friðriks- sonar að fullu. Friðrik Þór er að vísu sannur herramaður í DV í gær og tekur alla sökina á erfiðleikum fyrir- tækis síns á sjálfan sig, sem er vissu- lega sjaldgæft meðal íslenskra at- hafnamanna sem lenda í vandræð- um. Oftast eru gjaldþrot og erfiðleik- ar engum að kenna nema bissnis- smönnunum sjálfum en þeir vilja kenna öllum öðrum um en sjálfum sér. Því er hressilegt af Friðriki Þór að lýsa sökinni á hendur sér. En Svarthöfði er ekki sannfærð- ur. Svarthöfði fór að sjá Myrkrahöfð- ingjann á sínum tíma, af því hann fékk boðsmiða á frumsýningu, og leist strax misjafnlega á blikuna. En þegar svo Kjartan Gunnarsson birt- ist í hlutverki Brynjólfs biskups var Svarthöfða öllum lokið og hann þóttist viss um að þessi mynd færi illa. Kjartan er góður á sínum stað en leikari er hann enginn. Mynd þar sem honum var hampað í aUstóru hlutverki gat ekld endað nema með ósköpum, þótt Hilmir Snær Guðna- son gerði eins vel og hann gat. Og nú hefur tapið vegna Myrkra- höfðingjans knúið Friðrik Þór í greiðslustöðvun. En Hrafn er að fara að frumsýna nýja mynd á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.