Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2003, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 9 Dæmi eru um að bankar láni einstaklingum og fyrirtækjum upphæðir í dollurum á 3 til 4% vöxtum Hinir ríku fá lægstu vextina Auðugir einstaklingar og stærri íyrirtæki geta fengið lán á afar hag- stæðum kjörum í íslenskum bönk- um. Um er að ræða kjör sem eru mun lægri en þau sem standa al- menningi til boða. Dæmi eru um að bankar láni ein- staklingum og fyrirtækjum upphæð- ir í dollurum á 1 til 2 prósentustigum , ofan á breska millibankavexti. I gær var vaxtastig þeirra 1,7%. Því er um að ræða lán með 3 til 4% vöxtum. Að vísu taka lántakendur alltaf ákveðna gengisáhættu. Þar sem að dollarinn hefur farið fallandi gagnvart krón- unni og öðrum gjaldmiðlum undan- farið eru lán í þeim gjaldmiðli afar hagstæð. Samkeppni á milli banka um viðskipti við auðuga einstak- linga og fyrirtæki er ákaflega mikil og hefur álagning íslenskra banka á millibankavexti farið minnkandi undanfarin ár. Ástæðan fyrir því að bankarnir geta boðið þessi hagstæðu kjör er sú að vextir í stærstu hagkerfum heims- ins, sérstaklega í Bandaríkjunum og Japan, eru afar lágir um þessar mundir. Bankarnir hafa því aðgang að ódýru erlendu fjármagni sein þeir svo endurlána. Þessi hagstæðu kjör skila sér aðallega til þeirra sem hafa mikil umsvif. Almenningur borgar mun hærri vexti af sínum lánum. Eins og fram kemur í blaðinu í dag er lftill munur á því vaxtastigi sem við- skiptabankarnir bjóða almenningi. Að vísu er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að almenningur geti haft aðgang að þessum lánum en þar sem að fjárþörf þeirra er svo lítil tek- ur það því varla fyrir bankana að bjóða upp á slík lán. Blaðið hefur heimildir fyrir því að h'art sé slegist um að fjármagna stór verkefni fyrirtækja og einstaklinga. Þar þarf að keppa við alla þá banka sem starfa á alþjóðlegum markaði. Ekki er annað að sjá en að þeir standi sig vel í þeirri samkeppni því samkvæmt greiningardeild fslands- banka skýrist um 2/3 útlánaaukning viðskiptabankanna á þessu ári af lánum til erlendra aðila eða þá til út- rásar íslenskra fyrirtækja og einstak- linga erlendis. Það er ekki óalgengt að stöndug fyrirtæki og efnameiri einstaklingar borgi lægri vexti af sínum lántökum. Vegna eignastöðu sinnar er rökrétt að álykta að um traustari lánveiting- ar sé að ræða. Hinsvegar skýtur skökku við hversu hátt afskriftar- hlutfall íslenskra banka er. Hátt af- skriftarhlutfall getur verið vísbend- ing um að bankar séu ekki að standa sig í því að meta lánshæfimat þeirra verkefna sem lánað er til. Einnig get- ur það verið vísbending um að þeir séu ekki að standa sig í að verðmeta áhættu þeirra verkefni sem lánað er til. Það verðmat endurspeglast í því vaxtastigi sem boðið er upp á. Langstærsti hluti afskrifta íslenskra banka er komin til vegna lánveitinga til fyrirtækja. Fólkið á götunni Sigurður Ketilsson Bankarnir eru bara að okra á okkur. Þú sérð líka gróðann hjá þeim, þetta eru fleiri milljarðar á ári. Hvað verður um alla þessa peningá? „Það stefnir í metár í fjölda gjaldþrota", segir Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Láns- trausti. „Gjaldþrotin það sem af er ári eru 872 talsins, en voru 686 á sama tíma í fyrra. Þetta er 27% aukning. Ljóst er að gjaldþrot eru mun tíðari hér en hjá öðrum Evrópuþjóðum". Af þessum tölum eru einstaklingar tæplega 40%. Árangurslausum fjárnámum hefur einnig fjölgað. Þau voru rúmlega 8300 á fyrstu 10 mán- uðum ársins í fyrra, en nú eru þau rétt tæplega tíu þúsund. Það er aukning um 20%. Ef eingöngu eru skoðuð árangurslaus fjárnám hjá fyrirtækjum þá er aukningin milli ára 32%. Áhrif árangurslausra fjárnáma er ekki að fullu komin fram en samt stefnir í metár í heildarfjölda gjaldþrota. Eins og fram kemur í viðtali við Tryggja Þór Herbertsson í blaðinu væri hægt að lækka vexti ef bankarnir næðu að minnka afskriftir sínar, sem eru fjórfaldar á við banka á Norðurlöndum. „Það er engin ein skýring á þessari aukningu, en það myndi draga úr vandræðunum ef lánastofnanir og fyrirtæki myndu skoða betur viðskiptasögu einstaklinga og fyrirtækja áður en ákvörðun er tekin", segir Drífa. „Það er líklegt að hægt sé að draga úr útlánatöpum ef lán til einstaklinga væru miðuð við greiðslugetu þeirra en ekki veð eða ábyrgð frá þriðja aðila. Þá rekur Lánstraust van- skilaskrá, sem skoða ætti sérstaklega áður en lán- veiting fer fram. Það getur alltaf komið fyrir að menn lendi í gjaldþroti en ef einstaklingur tengist 2-3 gjaldþrotum er eðlilegt að setja verulega fyrir- vara á að lána viðkomandi einstaklingi. Dæmi er um að einn einstaklingur tengist alls tíu gjald- þrotum á síðustu fjórum árum". „Þá vekur athygli að nú þegar hafa fimm aðilar sem reka fasteignamiðlun fengið gjaldþrotaúr- skurð á árinu. Það vekur spurningar um hvort þessir aðilar sem meðhöndla aléigu fólks ættu ekki að falla undir samsvarandi eftirlitskerfi og bankar". brynja@dv.is Drífa Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur hjá Lánstrausti Einar Árnason Þetta er mjög ósann- gjarnt. Ég skil ekki þessa verðtryggingu. Við og Rúmen- ía erum víst einu ríkin sem erum með þetta. Væri greiðslubyrðin lægri hjá mér væri hægt að gera ansi margt. Til dæmis spila golf! Sigurlaug Hrafnsdóttir Þetta er mjög slæmt mál, manni sýnist bankarn- ir vera að okra á almenningi. Ef vextir væru jafnlágir liér og í Danmörku myndi maður nota mismun- inn til að borga niður skuidir. Þórir Kjartansson Þetta er al- veg út úr kort- inu, svakalegir vextir. Það er bara verið að safna auðæf- um í þessum bönkum. Ég held að það myndi hljóta að létta undir heimilisrekstrinum að hafa lægri vexti, heldur betur. Hreinn Smári Sveinsson Mér finnst þetta lélegt. Bankarnir eru heldur betur að okra á al- menningi. Með lægri vöxtum þyrfti maður kannski ekki að streða eins mikið, og gæti leyft sér að vera meira heima hjá fjölskyldunni. Það er ekki hægt eins og ástandið er nú. Auður Friðriksdóttir Þetta er skelfileg stað- reynd og mað- ur getur ekki varist þeirri hugsun að bankarnir séu að okra á fólki. Með helmingi lægri vöxtum gæti munað ansi miklu - ég myndi til dæmis reyna að grynnka betur á skuldun- um. Ásmundur Vilhelmsson Þetta er hrikalega baga- legt. Bankarnir gera of miklar kröfur til sjálfs sín varðandi arðsemi, og okra þar með á almenningi. Bankar krefjast ábyrgöarmanna 1 stað þess að meta viðskiptasögu hvers og eins. Dæmi um að einn einstaklingur tengist tíu gjaldþrotum á Qórum árum. Fimm fasteignasalar hafa orðið gjaldþrota á árinu Fimm fasteignasalar í gjaldþrot á árinu. Þeir sem höndla með aleigu fólks ættu að falla undir samsvarandi eftirlits- kerfi og bankar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.