Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Síða 8
8 FÖSTUDAQUR 28. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV ísafjarðarbær kærir ísafjarðarbær hefur kært þá ákvörðun Fasteignamats ríkisins að lækka fasteigna- mat á húseigninni Sund- stræti 36 á ísafirði. Áður fyrr var rekin fiskvinnsla í húsinu en það hefur staðið autt um hríð og verulega látið á sjá. Eignaraðili húss- ins lét Fasteignamat ríkis- ins gera endurmat vegna þess og var niðurstaðan sú að matið var lækkað úr 93 milljónum í 66 milljónir króna. ísafjarðarbær verður af tekjum upp á hálfa millj- ón króna vegna lækkunar- innar og hefur kært til yfir- fasteignamatsnefndar. BB segir frá þessu. Kentuckytil Keflavíkur Kentucky Fried Chicken ætlar að byggja sinn stærsta veitingastað á land- inu í Keflavík. Hugmynd- irnar voru kynntar um- hverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar í vikunni, og er sótt um að byggja staðinn á lóð gegnt Sam- kaupi, þannig að fólki á leið í og úr flugi gefist kostur á að njóta þeirrar matar- menningar sem á sér vax- andi fylgi hérlendis. Vill færri flóttamenn Tony Blair hyggst beita sér fyrir því að fækka um helming fjölda umsókna um pólitískt hæli í Bret- landi. Gaf forsætisráðherr- ann út þessa yfirlýsingu í október síðastliðnum en þá höfðu alls 8900 manns sótt um hæli í Bret- landi, sem er met. í smíðum er frumvarp til laga um hælis- umsækjendur sem vonast er til að geri ein- staklingum erfitt að sækja um hæli á fölskum forsendum. Inn- flytjendur hafa harðlega gagnrýnt þessa fyrirætlan ríkisstjórnarinnar sem og Michael Howard formaður íhaldsflokksins. „Ég ernú bara að taka til og róta hér í ruslinu minu vegna fertugsaf- mælisins mlns,"segir Kristin Helga Gunnarsdóttir rithöfundur.„Ný]a bókin min, Strandanornir, syndir i jólabókaflóðinu eins og allar hinar bækurnar. Vegna hennarþarfég Hvað liggur á víða að lesa upp, og til dæmis er ég að fara I upplestrarferð vestur á Strandir þann 11. desember. Nema að þá komi Vindgapi hinn minni, sem ereinn veðurgatdurinn sem til er.“ Rannsókn lögreglunnar á amfetamínframleiðslu í Kópavogi beinist meðal annars að því hvort efni hafi verið seld og þeim dreift Fertugur karlmaður og samverka- maður hans i gæsluvarðhaldi til 10. desember. Leigusalinn tók ekki eftir neinu „Leigjandinn er afskaþlega dagfarsprúður maður og hefur gengið snyrtilega um,“ segir Ólaf- ur Gunnar Sigurðsson, íbúi við Vesturvör í Kópa- vogi þar sem lögregla gerði upptæk áhöld og annað úr amfetamínverksmiðju í fyrradag. Ólafur Gunnar býr í umræddu húsi og á íbúðina þar sem framleiðslan fór fram. Tveir menn voru handteknir vegna málsins á þriðjudag; leigjandi Ólafs, sem er rúmlega fertug- ur karlmaður, og félagi hans. Daginn eftir var lagt hald á ýmis tæki og tól til amfetamínframleiðslu í íbúðinni. Auk þess fjarlægði lögregla tölvubúnað og bækur sem margar fjalla um efnafræði. Ólafur segir að sér og öðrum íbúum hafl verið brugðið þegar lögregla rýmdi húsið. „Það er af- skaplega óþægilegt að lenda í þessu en því miður geta svona mál komið upp hvar sem er. Ég vissi ekki af neinum vandamálum tengdum þessari íbúð og hafði ekki orðið var við neitt óeðlilegt," segir Ólafur Gunnar. „Svona mál koma ekki upp á hverjum degi,“ segir Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann segir að það þurfl að feita að minnsta kosti áratug aftur í tímann til að finna mál sem svipar til þess máls sem upp komst í fyrrakvöld. Þá fann lögregl- an fleiri tugi lítra af vökva og efnablöndum sem á eftir að efnagreina og flokka með það fyrir augum að komast að því hvað af efninu sé fullunnið am- fetamín.Til þess að framleiða amfetamín þarf ákveðna grunnþekkingu og góða formúlu. Fram- leiðslan fór fram í um 50 fermetra íbúð en alls eru ellefu íbúðir í húsinu. Amfetamínframleiðsla get- ur verið hættuleg; sum efhanna eru eldflm. Það er ástæða þess að slökkviliðsmenn í eiturefnabún- ingum sáu um að bera efnin út og koma þeim fyr- ir í sérstökum eiturefnagámi. Fíkniefnalögreglan hafði fylgst með mönnun- um um skeið. Heimildir DV herma að grunur hafl komið upp um að íslenskt amfetamín væri á markaðnum f sumar og í framhaldinu hafl bönd- in beinst að ákveðnum mönnum. „Rannsóknin hefur staðið um nokkurt skeið og við útilokum ekki að efninu hafl verið dreift og það selt,“ segir Ásgeir. „Við höfðum rökstuddan grun um að am- fetamínframleiðsla færi fram í þessu húsi,“ segir hann. Mennirnir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 10. desember. Hvorugur þeirra hefur sætt rannsókn vegna stórvægilegra fOmiefnabrota. arndis@dv.is Útlendingastofnun tekurvið umönnun flóttamanna Rauði kross íslands hefur ákveð- ið að endurnýja ekki samning sinn við ríkisstjórnina um umönnum hælisleitenda. Samningurinn renn- ur út um áramót og Útlendinga- stofnun mun í fyrstu taka við um- önnuninni. Að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa RKÍ, er ástæðan fyrir uppsögninni sú að samtökin vilja leggja meiri áherslu á aðra þætti í málefnum flóttamanna. Um er að ræða þætti eins og lögfræði- lega ráðgjöf og réttargæslu. Rauði krossinn hefur gert samning við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðana um að vera málsvari þeirra flóttamanna sem koma til landsins. Samningurinn sem er að renna út var gerður 1999 . Flóttamönnum hefur fjölgað mikið síðan þá og hef- ur Rauði krossinn borið töluverðan kostnað af umönnun þeirra. Aðrar áherslur RKÍætlarað leggja aðrar áherslur i málefnum flóttamanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.