Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Qupperneq 9
JXV Fréttir
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 9
Snjóflóð
rannsökuð á
ísafirði
Isafjörður verður mið-
stöð snjóílóðarannsókna ef
vilji meirihluta íjárlaga-
nefndar Alþingis gengur
eftir. Meirihlutinn leggur til
að íjórar milljónir króna
fari til Veðurstofu Islands,
sem komi á fót Rannsókn-
armiðstöð snjóflóðavarna á
ísaftrði. Bæjaryfirvöld fyrir
vestan hafa barist lengi íyr-
ir slíkri stofnun, auk þess
að vilja stofnsetja háskóla-
samfélag í fjórðungnum
með aðsetur á ísaflrði. Lík-
legt er talið að miðstöðin
hefji starfsemi næsta sum-
ar.
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er einn Qölmargra
sem eru óánægðir með fyrirhugað deiliskipulag í Skerjafirði. Kjartan vill njóta
jafnræðis og fá að reisa hlutfallslega jafnstórt hús og nágrannarnir á næstu byggðu
lóðum. Skipulagsfulltrúi er fastur fyrir og Kjartan boðar kæru.
Áttræð brá
sverði
Áttræð ekkja, Jean
Freke, barðist við tvo
innbrotsþjófa með
heldur óvenjulegum I
hætti á dögunum. At- |
vikið átti sér stað í
bænum Poole á
Englandi og var Jean j
ein heima þegar þjóf- j
ana bar að garði.
Henni var að vonurn 9
brugðið þegar hún j
áttaði sig á því í v .1
hvaða erindagjörð- X 1
um mennirnir voru 1 j
en hún dó ekki ráða- *—
laus. Jean greip til forláta
sverðs sem hékk á stofu-
veggnum og brá því á loft.
Annar þjófurinn var þá inn-
an seilingar og beindi Jean
sverðinu að brjósti hans og
hrópaði: „Komdu þér út,
komdu þér út,“ Þjófurinn
varð hræddur við þetta og
hljóp á harðaspretti út úr
húsinu og félagi hans áeft-
ir. Yfirlögregluþjónninn í
Poole sagði Jean hafa sýnt
mikla dirfsku við andstyggi-
legar aðstæður.
Kaupréttur er
tekjuskatt-
skyldur
I nýútkomnu vefriti fjár-
málaráðuneytisins kemur
fram að kaupréttarsamn-
ingar, eins og þeir sem hafa
verið í umræðunni, eru alla
jafnan tekjuskattskyldir.
Þeir sem gera slíka samn-
inga sjeppa aðeins með
fjármagnstekjuskatt ef þeir
ná til allra starfsmanna og
markaðsvirði hlutabréfa-
kaupa er ekki meira en 600
þúsund á ári. Skattstofninn
nær til mismunar á því
kaupverði sem kveðið er á
um í samningi og mark-
aðsvirði hlutabréfa þann
dag sem kauprétturinn er
nýttur.
Mttmt
„Eg leyfi mér þá
enn á ný að ítreka
þá hógværu ósk."
er á þarnæstu lóð því lóðin á milli er óbyggð. Það
hús er 487 fermetrar. Hinu megin við hús Kjart-
ans er 294 fermetra hús.
„Ég leyfi mér þá enn á ný að ítreka þá hógværu
ósk að nýtingarhlutfall hinnar óbyggðu lóðar
númer 46 við Skildinga-
nes verði hið sama
og hlutfallið á hinni
byggðu lóð númer
42 eða til vara að
minnsta kosti hið
sama og á lóðinni
númer 48, eða
meðaltal þeirra
tveggja,“ biðlar
Kjartan til
borgarskipu-
lagsins.
Kjartan segir að
fái hann aðeins að
byggja samkvæmt
nýtingarhlutfallinu
0,5 geti húsið mest orðið
411 fermetrar. Fengi hann
hins vegar að reisa hús
með hlutfallinu 0,56
gæti það orðið
460 fermetrar.
Þar muni 49 fer-
metrum. Það samsvari um 70% af þeirri aukaíbúð
sem heimilt verði að hafa í húsinu.
Borgarstjóri fær kröfur Kjartans
Skipulagsfulltrúi segir að engin óbyggð lóð hafi
hærra nýtingarhlutfall en 0,5. „Ekki er tekið undir
það að verið sé að mismuna eigendum þótt nýt-
ingarhlutfall allra lóða verði ekki það sama," eru
skilaboð fulltrúans til skipulags- og byggingar-
nefndar.
Kjartan er þó fastur fyrir. „Áskilinn er
réttur til að koma að frekari gögnum í mál-
inu og kærum á síðari stigum ef ekki er tek-
ið tillit til þessarar sanngjömu jafn-
ræðisóskar," segir hann í athugasemd
sinni.
Afrit af bréfi Kjartans til skipulagsfull-
trúans sendi hann borgarlögmanni og
borgarstjóranum í Reykjavík.
Kjartan segist ekki vilja tjá sig um
málið við fjölmiðla.
gar@dv.is
. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, er ósáttur við að samkvæmt nýju
yfirvofandi deiliskipulagi í Skerjafirði muni hann
ekki geta byggt nema 411 fermetra hús á sjávarlóð
sem hann hefur keypt 1 Skildinganesi.
Kjartan vill fá heimild fyrir 460 fermetra húsi.
Málamiðlun ekki nóg
Nýtt deiliskipulag í Skerjafirði, sem unnið hef-
ur verið að í tæp tvö ár, er nú komið ífá skrifstofu
skipulagsfulltrúa inn á borð stjórnmálamann-
anna í skipulags- og byggingarnefnd.
f fmmútgáfu nýja skipulagsins sem kynnt var
fyrir ári var gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðar
Kjartans í Skildinganesi 46 yrði 0,4. Kjartan benti
á að nýtingarhlutfall næstu byggðu lóða til beggja
handa væri umtalsvert meira, eða annars vegar
0,55 og hins vegar 0,56. Hann sagðist vísa til jafn-
ræðisreglu og krafðist þess að fá að hafa sambæri-
legt byggingarmagn á sinni lóð.
I nýjustu útgáfu deiliskipulagsins frá í maí er
að nokkru komið til móts við kröfúr Kjartans og
nýtingarhlutfall lóðar hans hækkað í 0,5. „Ég
fagna út af fyrir sig þessari tillögu,“ segir Kjartan f
athugasemd til skipulagsfulltrúa.
Vantar enn 49 fermetra
Kjartan fær þó enn ekki að byggja hlutfallslega
jafn stórt hús og næstu nágrannar. Annað húsið
Skildinganes 46 Hér vill Kjartan Gunnarsson fá heimild til að reisa 460
fermetra ibúðarhús. Hann segir núverandi tillögu skipulagsfulltrúa aðeins
gera ráð fyrir húsi sem verði að hámarki 411 fermetrar.
Jackson sagður hafa
tekið nektarmyndir
af Gavin Arvizo
Michael Jackson Trúverðugleikipiltsins sem ber Michael þungum sökum er dreginn íefa
Michael Jackson tók nektar-
myndir af Gavin Arvizo, tólf ára
krabbameinssjúkum pilti. Arvizo
hefur kært Jackson fyrir kynferðis-
ofbeldi eins og alþjóð veit. Breska
götublaðið The Sun greindi frá
þessu í gær og sagði Jackson ekki að-
eins hafa tekið nektarmyndir af
drengnum heldur bauð hann
honum að horfa á klámmyndir á bú-
garði sínum. Myndirnar af Arviso
eru sagðar meðal helstu sönnunar-
gagna lögreglunnar gegn Jacksons
og munu skipta sköpum við mála-
reksturinn. Michael Jackson hefur
harðlega neitað þessum ásökunum
og ætlar að berjast af hörku í réttar-
höldunum sem eru framundan.
Gavin litli mun hafa lýst heim-
sóknum sínum í Neverland og sagt
að móðir sín hefði ávallt fylgt sér á
búgarðinn en síðan dvalið í gesta-
húsi á landareigninni. Jackson hafði
það fyrir reglu að bjóða ekki foreldr-
um inn í hús sitt á meðan á heim-
sóknum barna stóð.
Börnin voru ávallt leyst út með
dýrum gjöfum og nutu alls hins
besta í mat og drykk á meðan á
heimsóknum stóð. Vínföng og sígar-
ettur voru meðal þess sem í boði var.
Fyrrum unnusta Jacksons, Shana
Mangana, varði Jackson í fjölmiðl-
unt í gær. „Það var ekkert ósæmilegt
í gangi. Hann vildi félagsskap barn-
anna til að fá innblástur," segir
Mangana.
Trúverðugleiki Arvizos og móður
hans hefúr verið dreginn í efa vestra
en þetta mun ekki fyrsta málið
þessarar tegundar sem þau sækja
fyrir dómstólum. Þá er Arvizo sagður
hafa skrifað upp á pappír hjá
Jackson þess efnis að hann hafi
aldrei orðið fyrir áreiti af hálfu
söngvarans. Einnig er til upptaka,
gerð af einkaspæjara söngvarans,
þar sem drengurinn segir ekkert
misjafnt hafa átt sér stað.
Þetta getur haft áhrif á málsókn-
ina gegn Jackson nema saksóknara
takist að færa sönnur á að mis-
notkunin hafi átt sér stað eftir undir-
skrift pappírsins og viðtalið.
. Réttarhöld fara fram í upphafi
næsta árs.