Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Fókus DV „Markmiðið er að láta Aðalstræti standa undir nafni og gera eitthvað sem er húsinu samboðið,“ segir Starri en hann er nú ásamt fleirum að gefa elsta húsi Reykjavíkur, þar sem nú er Vídalín við Aðal- stræti 10, talsverða andlitslyftingu. Stendur eigandinn Ragnar Halldórsson fyrir framkvæmdunum, en sér til fulltingis hefur hann bræðurna Starra og Vopna. „Það er ekkert þarna inni sem hefur ekki verið gert upp“ segir Vopni, en unnið hefur verið hörðum höndum dag og nótt undanfarnar vikur við að koma hlutunum í skikkanlegt horf. gf aff jiv m fá jlllu, - • J f 1 J? m í I j r/Mj ynH f ■ • ' -S. M f „Maður gerir ekki svona hluti af öðru en hugsjón. Það eru allir búnir að leggja hönd á plóginn, og enginn sem er ekki bú- inn að taka upp sparslspaða eða málarapensil." Stefnt er að því að húsið verði menningarmiðstöð í miðborginni með ljóðaupplestrum, tónleikum og myndlistarsýningum. Meðal annars mun starfa þarna atvinnuleikhópurinn Fimbulvetur, en sem dæmi um þann hugsjónaeld sem drífur fólkið áfram, mæta leikararnir sumir á æfingar beint af öðrum sýningum, og æfa síðan mitt á milli borara og múrara sem eru uppteknir við að koma húsinu í rétt horf. Leikararnir máluðu meira að segja sviðið sjálfir, en ýmislegt kom í ljós við framkvæmdirn- ar.“Meðal annars fundum við skorstein sem enginn vissi að væri ennþá til,“ segir Vopni, en ætlunin er að lýsa hann upp og verður hann listaverk í sjálfu sér. Fógetar, forsetar og biskupar Húsið er talið vera byggt árið 1752, og hefur meðal annars hýst Innréttingarnar hans Skúla Fógeta, Geir Vídalín biskup og Westy Pertæus kaupmann, og hefur húsið verið nefnt eftir þeim öllum. Einnig bjó Jón Sigurðsson landsfaðir þarna hjá bróður sínum þegar hann kom hingað til lands frá Kaup- mannahöfn. Það mun þó nú vera nefnt eftir öðrum bræðrum, kaupmönnunum Silla og Valda, sem ráku þarna verslun mest- alla 20. öldina. En hvers vegna var ákveðið að skíra húsið eftir þeim af öllum merkisíbúum hússins?“Silli og Valdi voru alla tíð aktívir í menningarlífi borgarinnar, og gáfu meðal annars óperunni Nýja Bíó,“ segir Starri, en stefnt er að því að hafa viðburði innandyra alla daga. Til dæmis verða ljósmyndir af Aðalstræti frá hinum ýmsu tímum á veggjunum, og starfsfólk mun klæðast búningum í anda bannáranna. Karneval í listum Hversvegna uröu bannárin fyrir valinu? „Silli og Valdi tóku við húsinu við upphaf bannáranna,“ segir Vopni. „Stefnan er að strákarnir verði í jakkafötum og stelpurnar í kjólum, og líklega verður smá gangsterfílingur í gangi." „Bannáratíminn var karneval í listum," bætir Starri við, „og við leyfum okkur að vera svolítið rómantískir. Út á við var þetta tímabil mikilla fordóma, en kaffihúsin fylltust af fólki og það var mikil gróska í gangi. Það er ekki hægt að neyta fólki um að tjá sig.“ Þrátt fyrir bannárastemninguna verða ýmsar veitingar í boði. „Vínmenning er menning líka," segir Starri, en ætlunin er að gestir geti komið, horft á bíómyndir, tekið þátt í umræð- um og notið góðra veitinga. Móðir þeirra bræðra bakar kök- urnar sem í boði verða því: „það er alltaf þannig að mamma manns bakar bestu kökurnar." Jósef ekki viss um hvort hann sé faðirinn Það eru þó ekki einungis Ragnar og þeir bræður sem standa að uppbyggingu staðarins, því að svo til allir vinir og vandamenn hjálpuðu til. Húsið er friðað og þurftu því allar endurbætur að vera gerðar í samráði við Reykjavíkurborg, sem lagði verkinu lið. Húsið verður opnað klukkan fimm á mánudag með myndlistarsýningu Birgis Rafns Friðrikssonar og Snorra Ásmundarsonar, og svo verður dagskrá á hverju kvöldi. Meðal hápunkta verður frumsýning Fimbulfambs á Ójólaleikritinu eftir Jeff Goode, sem byggir á jólaguðsspjöll- unum, en þó ekki alveg eins og við eigum að venjast. María mey er víst ekki par sátt við að vera að fæða í fjárhúsi, og Jósef hefur efasemdir um faðerni barnsins. Gamli Vídalín er þó ekki enn dauður úr öllum æðum, því að á föstudags- kvöldið er stefnan að kveðja með stæl, tæma allar flöskur og halda maraþontónleika þar sem fram munu koma hljóm- sveitirnar Heiða og Heiðingjarnir, Innvortis, Ríkið, Hölt Hóra ogÆla, Lífið eftir vinnu • Stórsveitirnar f svörtum fötum, Skítamórall og Á móti sól spila á stórtónleikum á Nasa við Austur- völl. Húsið opnar á miðnætti. • Klippt og skorið nefnist mynd- listarsýning sem öm Karlsson opnar f Reykjavflcurakademíunni f dag klukkan 17. örn vinnur mest með teikningar og samklipps- myndir (collage) en einnig texta sem hann beitir „orðaskurði". • Bergur Thorberg opnar sýningu á kaffimálverkum sínum í Véla- salnum í Vestmannaeyjum ldukk- an 20. Sýningin stendur fram á sunnudag. • Gítarhetju- keppnin Angusinn verð- ur á Grand Rokk klukkan 20. í verðlaun er gítar sömu gerðar og Angus Young íAC/DC notar. Síðar um kvöldið spilar þýska hljómsveitin Sub Dub Micromachine ásamt Brain Police. Þeir tónleikar hefjast klukkan 23. • Canora, Twisted Turtíe, Amos og Hölt hóra spila á de Boomkikker klukkan 22. Frítt inn. • Atíi sér um neðri hæðina á 22 í kvöld og Þórhallur spilar á efri hæðinni. • Sálinspilará Gauki á stöng ásamtTríóiJóns Leifs. • Hinir sjóðandi heitu Multipho nes spila fyrri part kvöldsins á Pravda. Á eftir taka plötusnúðarnir Gísli Galdur á neðri hæðinni og Áki pain við. • Hljómar spila á Broadway, jóla- hlaðborð og allur pakkinn. • JetBlack Joe spilar á dansleik á Players í kvöld. • Heiða og Heiðingjamir, Inn- vortis, Rfldð, Hölt hóra ogÆla spila á tónleikamaraþoni á Vídalín í til- efni þess að staðnum verður lokað. • Dj Frímann og Dj Amar spila á Kapital í kvöld. • Dj Valdi spilar á Fel- ix í kvöld. • EinarÁgústog Gunni Óla spila á Glaumbar til klukkan 23 en eftir það spilar Atli skemmtanalögga. Um helqina „Ég verð í skólanum ff á 9-2 á morgun þannig ég geri ráð fýrir að vera voðalega þæg í kvöld. Þar sem ég var að skila lokaverkefni í skólan- unt býst ég við að ég kíki aðeins á Vegamót annað kvöld og fagni því. Á sunnudaginn fer ég svo pottþétt á Súfistann og ligg í blöðunum og drekk kaffl og svona. Ég og besta vinkona mín stundum það um helgar, erum eiginlega fastagestir. Annars fer sunnudag- urinn í afslöppun en það er þó aldrei að vita hvort maður fari í bíó og sjái Kill Bill.“ Sólveig Zophaníasdóttir, fyrrum Ungfrú Island.is og nemi i markaðsfræð/ f Hl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.