Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Síðast en ekki síst DV Gítarhetjur á Grand Rokk „Við komumst yfir þennan fína gítar, sams konar og Angus Young notar, og kunnum ekki við að hirða hann sjálfir og þannig varð þessi keppni til,“ segir Dr. Gunni sem ásamt Sigur- jóni Kjartanssyni og félögum þeirra á útvarpsstöðinni Skonrokk stendur fyrir gítarkeppni á Grand Rokk í kvöld. Ha? „Skráning hefur staðið yfir í þættinum Zombie, menn hafa verið að taka sóló í beinni útsendingu," segir Dr. Gunni en í Zombie í dag verður tilkynnt hvaða átta gítarhetj- ur fá að taka þátt í keppninni í kvöld. Vart þarf að taka ffam að keppn- in er kennd við Angus Young, gítar- leikara í ACDC sem þykir einn af þeim skrautlegri í rokkbransanum. Að sögn Dr. Gunna mæta keppend- ur einfaldlega á svið og spila það sem þeir vilja, hvort sem það eru sóló, riff eða hvað þetta heitir nú allt saman. Dómnefnd skipa valin- kunnir tónlistar- og tónlistaráhuga- menn. „Gítarinn er auðvitað aðalverð- launin en að auki fá þrír efstu veg- legan AC/DC pakka og allir þátttak- endur fá bol merktan sveitinni," segir Doktorinn að lokum. Angusinn byrjar á Grand Rokk Angus Young Gítarhetjukeppni er haldin á Grand Rokk, skírð í höfuðið á meistara Angus Young úrAC/DC. klukkan 21. Eftir það eru alvöru rokktónleikar á staðnum klukkan 23 með Brain Police og austur-þýsku sveitinni Sub Dub Micromachine. Auðveld viðureign Skákkeppni taflfélaga er haldin víða um veröld og hér sjáum við PTBHnM Portúgalann og Vest- mannaeyinginn Luis Galego máta Jesus sjálfan í fáum leikjum! Hvítur á leik! Hvítt; Luis Galego (2488) Svart Jesus Del Barrio Gomez (2306) Spænska deildakeppnin Sanx- enxo (1), 17.11.2003 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rfö Bg4 5. Rc3 Bb4 6. h3 De7+ 7. Be3 BxQ 8. Dxf3 Rf6 9. Bd3 Re4 10. 0-0 Rxc3 11. bxc3 Bxc3 12. Habl c6 13. Df5 Ra6 14. Hb3 Ba5 15. Bxa6 g6 16. Dd3 bxa6 17. Dxa6 Dd8 18. Dxc6+ Kf8 Stöðumyndin.19. Bg5 1-0 # Deep Purple er hugsanlega á leiðinni til íslands, sagði Einar Bárðarson í útvarpsviðtali hjá Zombie á dögun- um. Hann setur að vísu það skilyrði að hann finni fyrir áhuga hjá þjóð- inni. Aðdáendur ættu að hafa það í huga rekist þeir á Einar í stórmarkaði og hvetja hann til að koma Ian Gillan stórsöngvara í Höllina en síðast komu þeir til landsins 1972 og héldu magnaða tónleika í Höllinni. Þar var raf- magnsleysið eftirminnilegast og setti það hljómsveitina í bobba. Það þarf því að tjúna Landsvirkjun upp efþeirkoma. # Það er búið að banna Birgittu á FM en á dögunum kom önnur plata írafárs og þar fara þau nýjar leiðir. Þetta er meira rokk og platan heitir Nýjar leiðir. Fyrsta lagið á plötunni heitir Stel frá þér og vill bandið fá það í spilun en fá ekki FM til að spila rokkið. Umsjónar- mönnum stöðvar- innar flnnst lagið of þungt og eru eflaust hræddir um að hlustendur FM hafi ekki gaman af því. Það er því spurning hvort írafár og Birgitta endi á X-inu en guttamir sem sjá um þá stöð eru þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína. # Starfið í Heimdalli er óvenju líf- legt um þessar mundir og mennirn- ir í brúnni eru með puttana á púls- inum á íslensku þjóðlífi. Á mánu- Syngun í jarDarlörum Grætir Kallforníubúa „Bransinn gengur upp og ofan. Þetta er eins og vera í rússíbana sem stoppar aldrei og maður veit aldrei hvað kemur næst," segir Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona en hún hefur alið manninn í Los Angeles í Kali- forníu síðasta áratuginn. Anna Mjöll segist hafa nóg fyrir stafni þessa dagana. „Ég hef verið að vinna við auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki, þar á meðal Coke, Barbie og Folgers. Svo er mikið af „session" vinnu þar sem ég syng inn á plötur annarra," segir Anna Mjöll. Útgáfa geisladisks er jafnframt í bígerð hjá Önnu Mjöll og var hún að taka upp lag sem hún fékk frá Diane Warren í vikunni. „Þessi diskur er búinn að vera á leiðinni ansi leng- i en nú sér loks fyrir endann á þessu." Helgarnar eru svo undirlagðar af einkaveislum en Anna Mjöll kemur þá fram með stóru bandi, tíu til fimmtán tónlistarmönnum. „Það er alltaf nóg að gera og ég hef einnig tekið að mér að syngja í jarðarförum upp á síðkastið. Viðbrögðin hafa verið góð og fólk hefur komið til mín eftir á og sagt mér að það hafi byrjað að gráta undir Ave Maríu," segir Anna. Margt fleira er á döfinni hjá þess- ari stjörnusöngkonu en hún vill halda því fyrir sig að svo stöddu; „Ég er svo hjátrúarfull að ég segi bara frá því ef af því verður," segir Anna Mjöll og bætir við að hún hyggi á ís- landsferð í vor, hefur ekki komið í þrjú ár, vegna þess að íslenskt vor sé það sem hún saknar mest. arndis@dv.is Gengur vel í Los Angeles Anna Mjöll er á fullri ferð í Los Angeles eins og endranær. Hún syngur inn á plötur fyrirýmsa tónlistarmenn auk þess sem það styttist i að hennar eigin diskur komi út. . daginn fundaði viðskiptafrelsishóp- ur félagsins. Tilefni fundarins var þó ekki untdeildir kaupréttarsamn- ingar, eignaraðild fjölmiðla né um- mæli og óbein afskipti stjórnmála- manna af markaðsöflunum. Heim- dellingar töldu það brýnast að ræða vændisfrumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi. Heimdallur er sem sagt alltaf í tengslum við manninn á götunni. Krossgátan Lárétt: 1 óhreinindi, 4 kyndill, 7 kvörn, 8 birta, 10 viðbjóður, 12 afreks- verk, 13 einungis, 14 sigti, 15 rispa, 16 spotta- korn, 18 dugleg,21 varð- veita, 22 skinnpoka, 23 reglubróður. Lóðrétt: 1 spott, 2 bergmáli, 3 tikomumikil, 4 sifjaspell, 5 aðferð, 6 seyði, 9 knéféll, 11 styrk- tu, 16 kúst, 17 smáarða, 19 þvottur, 20áþekk. • í Skerjafirði magnast nú deilur vegna skipulagsmála og byggingaframkvæmda eins og komið hefur fram í DV. Jón Nordal tónskáld og kona hans Sólveig Jónsdóttir sem búa á Skeljatanga eru óánægð með að eiganda næsta húss er leyft að bæta ofan á það einni hæð. Þau vilja halda í gömlu götumyndina frá Lausn á krossgátu ■>|,i| Oð'neiöL 'u6o l L 'dos 9t 'npga l l 'dnej>| 6'gos 9 '6e| s'wwp>|sgo|q t? '6a|jepuáw £ iwo z '5/f6 1 ruajQoq ->|unw £z '6und ZZ 'ewAa6 tZ '|nip 81 'iods 91 '>)bj st 'p|es þi 'ejeq £t 'e?P 71 'ea6o 0L 'uj>|s 8 'e||Aw l 'sA|q tr'woj6 1 :»aje-| sjötta áratugnum. f athuga- semdum til skipulagsfulltrúa segjast þau hins vegar vilja fá að hækka sitt hús um eina hæð líka, ef það Verður leyft með hin húsin í götunni. • Og fyrst verið er að tala um Skeljatanga. Frægt varð fyrir nokkrum misserum þegar Kári Stefánsson forstjóri fékk heimild borgarinnar til að reisa 540 fer- metra hús á Skeljatanga 9. Eftir kvartanir frá nágrönnum, meðal annars frá tónlistarmönnunum Gísla Helgasyni og Herdísi Hall- varðsdóttur sem búa í næsta húsi. Byggingarleyfi Kára var endan- lega fellt úr gildi með dómi og hann gafst upp á öllu saman, hljóp frá húsgrunninum og keypti sér að sögn lóð upp í Vatnsenda. Nýir eig- endur lóðarinnar eru Guðmundur Benediktsson og Lína G. Atladóttir. Þau hafa lýst því yfir að þau séu sátt við nýja deiliskipulagstiUögu fyrir Skerjafjörð.. Veðrið +0 Nokkur vindur V C2> 0-1 'C3 * * Nokkur vindur I A *:W m ■ Nokkur Frekar hægur vindur . +0 vindur * * Nokkur vindur +0 Frekar hægur vindur +1 3|c a|c Nokkur A vindur •&> —►-1 Nokkur vindur -e> Frekar hægur vindur 1 +2 —► Frekar hægur vindur Frekar hægur vindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.