Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Síða 16
76 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER2003
Sport DV
Woods kylf-
ingur ársins
5. árið í röð
Tiger Woods var í gær
valinn kylfmgur ársins á
bandarfsku PGA-
mótaröðinni fimmta árið í
röð þrátt íyrir að hafa
hvorki verið tekjuhæsti
kylftngurinn á mótaröðinni
né unnið eitt af fjórum
stóru mótunum í fyrsta
sinn síðan 1998. Woods
vann fimm mót, var með
lægsta meðalskor
keppenda en hann keppti
aðeins átján sinnum. „Ég er
gífurlega sáttur við þennan
titil því að hann sýnir að
menn meta stöðugleika
minn mikið og ég held að
titilinn endurspegi það,“
sagði Woods.
Carter og
O'Neal leik-
mennvikunnar
Vince Carter, framherji
Toronto Raptors, og
Shaquille O’Neal, miðherji
Los Angeles Lakers, voru
valdir leikmenn vikunnar
1.-7. desember í NBA-
deildinni. Carter, sem var
leikmaður vikunnar í
austurdeildinni, leiddi
Toronto til fjögurra
sigurleikja í vikunni og
skoraði 23,5 stig og gaf 7,8
stoðsendingar að meðaltali
í leikjunum íjórum. O’Neal,
sem var valinn leikmaður
vikunnar í vesturdeildinni,
skoraði 19,7 stig, tók 16,7
fráköst og varði 4,7 skot að
meðaltali í þremur leikjum
sem Lakers vann alla.
8 milljarða
samningur
hjá Serenu
'*■ Tennisdrottningin Serena
Williams mun á næstu
dögum skrifa undir átta ára
samning við íþróttavöru-
framleiðandann Nike en
hún hefur hingað til klæðst
skóm og fötum frá Puma.
Talið er að samningurinn
við Nike færi henni tæpa
átta milljarða í tekjur en það
er stærsti samningur sem
íþróttakona hefur skrifað
undir frá upphafi. Serena,
sem hefur verið að jafna sig
eftir uppskurð á hné, mun
keppa á sínu fyrsti móti í
langan tíma í næsta mánuði
í, þegar hún tekur þátt í
Hopman-bikarnum í Perth.
Keflvíkingar hafa unnið 22. heimaleiki i röð í öllum keppnum, þar á meðal báða heim
mætir franska liðinu Toulon i kvöld þar sem sigur skiptir öllu fyrir framhaldið hjá lið:
f
A sinurbraut
Sui
KeflvíMngar leika í kvöld þriðja og síðasta heimaleik sinn í B-
riðli Vesturdeildarinnar í Bikarkeppni Evrópu í körfubolta
þegar franska liðið Hyeres-Toulon kemur í heimsókn.
Keflvíkingar hafa staðið sig frábærlega það sem af er
keppninni og voru í efsta sæti riðilsins þegar liðin höfðu öll
mæst. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Keflavíkur í seinni
umferðinni en liðið á síðan tvo útileiki eftir gegn portúgölsku
liðunum tveimur en liðið mun leika við þau í sömu ferðinni
seinna í þessum mánuði.
Franska félagið er frá borgunum
Hyeres og Toulon á Rívíerunni á
suðurströnd Frakklands. Liðið
22 SIGRAR í RÖÐ
Keflvíkingar hafa unnið 22
heimaleiki í röð í öllum keppnum
en síðasta tap Keflavíkur á
heimavelli var gegn nágrönnunum
úr Njarðvík 7. janúar síðastliðinn.
22 heimasigrar Keflavíkur í röð:
lO.jan. Njarðvík (bk.) 81-72 (+9)
18. jan. (R (bk.) 95-81 (+14)
24. jan. Haukar (d.) 121-85 (+36)
3. feb. Hamar (d.) 113-74 (+39)
17. feb. Valur (d.) 94-87 (+7)
27. feb. (R (d.) 114-88 (+26)
6. mars Snæfell (d.) 108-83 (+25)
14. mars(R(úk.) 103-75 (+28)
18. mars |R (úk.) 115-84 (+31)
23. mars Njarðvík (úk.) 106-64 (+42)
28. mars Njarðvík (úk.) 105-80 (+25)
7. apríl Grindavík (úk.) 113—102 (+11)
5. okt. Snæfell (mk.) 97-90 (+7)
10. okt. Hamar (d.) 100-72 (+28)
17. okt. ÁrmyÞrótt. (f.b.) 112-60 (+52)
24. okt. Breiðablik (d.) 106-85 (+21)
31. okt. Snæfell (d.) 79-70 (+9)
5. nóv. Ovarnense (ek.) 113-99 (+14)
9. nóv. Hamar (f.b.) 77-67 (+10)
18. nóv.Tindastóll (d.) 101-90 (+11)
26. nóv. Madeira (ek.) 99-88 (+11)
5. des. KR (d.) 103-80 (+23)
d=daild, úk.= úrslitakeppni, b=bikar,
fb.= fyrirtækjabikar, ok.=Evrópukeppni.
komst upp í úrvalsdeildina í
Frakklandi fyrir þremur árum eftir
að hafa verið lengst af í B-deildinni
94% SIGURHLUTFALL
Keflvfkingar hafa leikið 32
heimaleiki í mótum síðan að þeir
lögðu hið glæsilega parket á gólf
(þróttahússins á Sunnubrautinni.
Liðið hefur unnið 30 af þessum
leikjum þar af 22 þá síðustu.
Gengi liða á parketinu í Keflavík:
Grindavík (1 sigur - 2 töp) 33%
Njarðvík (1-3) 25%
Ovarense (0-1) 0%
Madeira (0-1) 0%
Skallagrímur(O-l) 0%
Valur(0-1) 0%
Ármann/Þróttur (0-1) 0%
Tindastóll (0-2) 0%
Haukar (0-2) 0%
KR (0-3) 0%
Breiðablik (0-3) 0%
Hamar (0-3) 0%
Snæfell (0-3) 0%
ÍR (0-4) 0%
Samantekt á gengi Keflavíkur
eftir keppnum á nýja parketinu:
Deildarkeppni (14 sigrar - 2 töp) 88%
Bikarkeppni (3-0) 100%
Úrslitakeppni (5-0) 100%
Fyrirtækjabikar (5-0) 100%
Evrópukeppni (2-0) 100%
Meistarakeppni (1-0) 100% ooj@dv.is
og hefur síðan fest sig í sessi meðal
þeirra bestu. Toulon er nú í 11.-15.
sæti af 18 liðum, með fjóra sigra í 11
leikjum. I Bikarkeppni Evrópu hefur
Toulon leikið fjóra leiki, unnið tvo
og tapað tveimur. Toulon vann
öruggan sigur á Keflavík í fyrri
umferðinni, 107-91, en það er eini
ósigur Keflavíkur til þessa í
keppninni.
Heimavöllurinn hefur reynst
Keflvíkingum afar vel í vetur en liðið
hefur unnið alla tíu heimaleiki sína í
öllum keppnum, deild (5), fyrir-
tækjabikar (2), Evrópukeppni (2) og
meistarakeppni (1). Ásama tíma eru
sigrarnir sex í 11 útileikjum.
Keflavíkurliðið hefur skorað 98,7 stig
að meðaltali á Sunnubrautinni og
brotið hundrað stiga múrinn sex
sinnum í þessum tíu heimaleikjum.
Frábær fyrsti leikur
í fyrsta leiknum í Evrópu-
keppninni var frábært að sjá til
Keflavíkurhraðlestarinnar sem kom
Portúgölunum greinilega mjög á
óvart með mikilli áræðni í vörn og
sókn. Keflvíkingar skoruðu alls 113
stig í leiknum og nýttu 58% skota
sinna. Þriggja stiga körfurnar urðu
alls 13 og með þessum frábæra leik
stimpluðu þeir sig glæsilega inn í
STAÐAN í RIÐLINUM
Staðn í b-riðli vesturdeildar:
Toulon 4 2 2 346-342 6
Keflavík 3 2 1 303-294 5
Ovarense 3 2 1 261-264 5
Madeira 4 1 3 336-346 5
Leikir sem eru eftir:
Keflavík-Toulon íkvöld kl:19:15
Madeira-Ovarense í kvöld
Ovarense-Keflavík 16. des.
Madeira-Keflavík 18. des.
Ovarense-Toulon 18. des.
Evrópukeppnina en Keflavík er
fyrsta félagið sem leggur eitt síns liðs
í keppni við önnur lið Evrópu í
meira en áratug.
En hvað er það sem gerir
Keflvíkinga svo sterka á heimavelli?
Þetta er vissulega mjög sterkt lið
sem Keflavík hefur yftr að ráða en á
Sunnubrautinni eru þeir nánast
ósigrandi. Liðið er með marga
frábæra skotmenn sem þekkja
körfurnar betur en aðrir og á nýju
fjölunum mæta þeir til leiks með sitt
þekkta sjálfstraust í botni.
Það verður því fróðlegt að sjá
hvað Frakkarnir gera í kvöld. Þeir
eru eflaust búnir að skoða vel leik
Keflavíkur og vita hversu hættulegar
skytturnar eru. Það ánægjulega og
jafnframt jákvæða við leik
Keflavíkurliðsins í keppninni til
þessa er að þeir eru að skila mikið af
körfum inni í teig og státa af 58,5%
skotnýtingu í tveggja stiga skotum
sem er frábært ekki síst þar sem
andstæðingarnir hafa verið töluvert
hávaxnari en þeir.
Glæsilegt met innan seilingar
Keflavíkingar hafa mætt mjög
grimmir til leiks í báðum
heimaleikjunum, pressuvörn þeirra
hefur reynst andstæðingunum afar
erfið og hún þarf einnig að vera virk
í kvöld svo Frökkunum gangi illa að
setja upp fyrir stóru mennina sína.
Breiddin hjálpar hér Guðjóni og
Fali að halda „tempóinu" í hæsta
styrk allan tímann en það er ljóst að
Frakkarnir verði ekki lagðir af velli
nema að allt gangi upp, góður leikur
heimamanna í vörn og sókn sem og
góður stuðningur á pöllunum.
Takist Keflvíkingum að
endurtaka leikinn setja þeir
glæsilegt met því engu íslensku liði
hefur tekist að vinna þrjá heimaleiki
í röð í Evrópukeppni.
ooj@dv.is
Ekkert grín að standa undir kröfum KKÍ um umgjörð körfuknattleiksleikja
Bóbó klæðist aðeins því besta
Körfuknattleikssamband
íslands, KKÍ, setti í upphafi vetrar
nýjar reglur er varða umgjörð
leikja í Intersportdeildinni í
körfubolta. í þeim felst að lið skulu
gefa út leikskrár, spila tónlist í
hléum og annað slíkt. Einnig var
gerð sú krafa að öll félög f deildinni
væru með sitt eigið lukkudýr sem
héldu uppi stemningu á
leikjunum.
Ekki eru öll félög jafn ánægð
með þessa ákvörðun KKÍ því það
kostar ekkert smáræði að kaupa
lukkudýrsbúning. 200.000 kr. er
ekki óeðlilegt verð fyrir slikan
búning. Fyrir sama pening er til að
mynda hægt að fá tvenn
klæðskerasaumuð jakkaföt - af
dýrari gerðinni - frá Sævari Karli.
Það er því óhætt að segja að
lukkudýrin í Intersportdeildinni
klæðist aðeins því besta.
„Við erum ekki ánægðir með
þetta því við hér í Stykkishólmi
vinnum allt okkar starf í
sjálfboðavinnu og höfum vart efni á
því að klæða lukkudýrið okkar upp
fyrir slíkan pening," sagði Gissur
Tryggvason, formaður
körfuknattleiksdeildar Snæfells, í
samtali við DV Sport í gær.
Gissur og félagar hafa ekki enn
„splæst” í búning á lukkudýrið sitt
en ef þeir gera það ekki fyrir áramót
bíða þeirra sektir frá KKI.
íslenskt, nei takk?
„Við ætium að funda um málið á
morgun [í dag, innsk. blm.] og
ákveða okkur hvort við kaupum
slíkan búning hér á landi eða
erlendis," sagði Gissur en félög hafa
í mörgum tilvikum pantað búninga
alla leið frá Bandaríkjunum þar
sem það er oftar en ekki
hagstæðara en að kaupa þá hér á
landi.
Félögum í deildinni er leyfilegt
að greiða leikmönnum sínum allt
að 500.000 kr. í laun og hlunnindi á
mánuði og einn búningur er því á
við helming rekstrarkostnaðar
hverrar deildar á mánuði. Gissur
bendir á að hægt sé að brydda upp
á ýmsu öðru skemmtilegu á
leikjum. Þeir hafi til að mynda verið
með skotkeppnir í hálfleik sem
hann hafi ekki séð á öllum stöðurn.
Finnst honum skynsamlegra að
einbeita sér að slíkum
skemmtiatriðum en að eyða fúlgu
fjár í einn búning. henry@dv.is
Flottur í tauinu Apinr Bóbó, sem er lukkudýr Hamarsmanna ÍHveragerði, klæðist ekki
neinum lörfum þvi búningur hans kostar um 200.000 kr. Hann situr hér við hlið þjálfara
Hamarsmanna, Péturs ingvarssonar, sem tæpast erí fatnaði fyrirsama pening.