Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 Sport DV Orlando Magic vann loks leik í NBA Sigur eftir nítján tap- leiki í pöö Orlando Magic vann loks sigur í NBA-deildinni í fyrrinótt þegar liðið bar sigurorð af Phoenix Suns, 105-98, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 29. oktöber en þá lagði það New York Knicks á útivelli. Síðan þá hafði liðið tapað nítján leikjum í röð, rekið þjálfara sinn, Doc Rivers, ráðið Johnny Davis í staðinn, tapað fyrstu níu leikjunum undir hans stjórn og tapað fyrstu ellefu heimaleikjum sínum á tímabilinu. Það var því kannski ekki furða að Davis og leikmenn hans væru glaðir í leikslok eftir sigurinn á Phoenix. Get leyft mér að brosa „I fyrsta skipti í langan tíma ríkir gleði í búningsklefanum eftir leikinn og í fyrsta skipti get ég leyft mér að brosa eftir leik frá því að ég tók við liðinu. Það lögðu sig allir fram og höfðu þá trú að þeir gætu loksins snúið við blaðinu og unnið leik til tilbreytingar," sagði Davis. Tracy McGrady, stórstjarna liðsins, sagði eftir leikinn að andinn í búningsklefanum hefði verið ótrúlegur. „Ég vona að við getum byggt á þessu og öðlast sjálfstraust. Vonandi hefst deildin hjá okkur npna því að ég veit ekki hvaða lið hefur verið að spila síðustu tuttugu leiki hjá okkur,“ sagði McGrady. Orlando Magic setti met með því að tapa nítján leikjum í röð því að lið með yfir 50% árangur tímabilið á undan - Orlando vann 42 en tapaði 40 - hefur aldrei tapað jafnmörgum leikjum í röð á einu leiktímabili. Gamla metið átti Golden State Warriors sem tapaði sautjáji leikjum í röð tímabilið 1964-1965. ■ oskar@dv.is GENGI ORLANDO 1 VETUR 29. október New York Knicks (ú) 30. október 85-83 S New Orleans Hornets (h) 98-100T 1. nóvember Detroit Pistons (h) 3. nóvember 85-96 T New York Knicks (h) 68-75 T 5. nóvember Chicago Bulls (h) 100-106T 7. nóvember Minnesota Timberw. (h) 71-100 T 8. nóvember Houston Rockets (ú) 86-96 T 12. nóvember Memphis Grizzlies (h) 97-107T 14. nóvember Denver Nuggets (ú) 101-106T 15. nóvember Los Angeles Clippers (ú) 17. nóvember 92-95 T Utah Jazz (ú) 20. nóvember 88-90 T Phoenix Suns (ú) 89-96 T 21. nóvember Sacramento Kings (ú) 24. nóvember 92-122T Indiana Pacers (h) 26. nóvember 78-89 T Boston Celtics (h) 28. nóvember 92-94 T Toronto Raptors (h) 86-87 T 2. desember New Orleans Hornets (h) 3. desember 91-100 T New Orleans Hornets (ú) 5. desember 91-106T San Antonio Spurs (h) 94-105T 6. desember Dallas Mavericks (ú) 8. desember 97-110T Phoenix Suns (h) 105-98S Fallist í faðma Tracy McGrady og Johnny Davis, þjálfari Orlando Magic, féllust I faðma eftir sigurinn gegn Phoenix i fyrrinótt, enda hafði liðið tapað nítján leikjum i röð fyrirþann leik. Aðeins tvö lið örugg áfram Lokaleikimir í riðlum A-D í h. meistaradeildinni fara fram í kvöld. Gríðarleg spenna er fyrir leiki kvöldsins því aðeins tvö lið úr riðlunum fjórum eru örugg áfram og því verður barist til síðasta blóðdropa í kvöld. Bayern í lykilstöðu Bayern Munchen er neðst fyrir lokaleikina í A-riðli en liðið er í lykilstöðu þar sem það á heimaleik og sigur þar fleytir því áfram. Anderlecht nægir aftur á móti jafntefli í Munchen til þess að komast áfram. Lyon er einnig í ágætri stöðu gegn Celtic þar sem liðið á heimaleik en vgrður að sækja sigur þar sem jafntefli kæmi skoska liðinu áfram í 16-liða úrslit. Vænleg staða Arsenal Arsenal hefur tekið lygilega dauðakippi í B-riðli og ef það leggur Lokomotiv á Highbury er það komið áfram. Liðsmenn Lokomotiv pakka væntanlega í vörn þar sem jafntefli fleytír þeim áfram. Kollegar þeirra hjá ítalska stórliðinu Inter eru aftur á móti í frekar vondum málum því þeir þurfa að ferðast til Úkraínu þar sem þeir mæta Dynamo í Kænugarði og þar dugir þeim ekkert nema sigur ef þeir ætla sér áfram. Dynamo þarf einnig sigur og því er von til þess að leikurinn verði opinn og skemmtilegur. Monaco öruggt Franska liðið Monaco er komið áfram í C-riðli og AEK er úr leik. Því er viðureign þeirra frekar marklaus. Baráttan um annað sætið er á milli PSV og Deportivo en þau mætast í Hollandi. PSV getur leyft sér að fara hægt í leiknum þar sem jafntefli nægir því til að komast áfram en Spánverjunum er sá kostur nauðugur að leika til sigurs. Tyrkjarán á Spáni? Juventus er öruggt með sæti í 16-liða úrslitum í D-riðli og mætir afslappað til leiks gegn Olympiakos. Það verður vænt- anlega blóðug barátta þegar Galatasaray sækir Real Sociedad heim. Spænska liðinu nægir jafntefli í leiknum og því mæta Tyrkirnir bálvitlausir til leiks og má mikið vera ef eitthvað lætur ekki undan f þeirri viðureign. henry@dv.is MEISTARADEILDIN 1 MEISTARADEILDIN C-riðill A-riðill Leikir kvöldsins: Leikir kvöldsins: AEK Aþena-Monaco Bayern Munchen-Anderlecht PSV Eindhoven-Deportivo Lyon-Celtic Staðan: Staðan: Monaco 5 3 1 1 15-6 10 Celtic 5 2 1 2 6-4 7 Deport. 5 3 1 1 10-9 10 Anderl. 5 2 1 2 4-5 7 PSV 5 2 1 2 5-5 7 Lyon 5 2 1 2 4-5 7 AEK 5 0 1 4 1-11 1 Bayern 5 1 3 1 5-5 6 D-riðill B-riðill Leikir kvöldsins: Leikir kvöldsins: Juventus-Olympiakos Arsenal-Lokomotiv Moskva Real Sociedad-Galatasaray Dynamo Kiev-lnter Staðan: Staðan: Juve 5 3 1 1 8-6 10 Lokom. 5 2 2 1 7-5 8 Socied. 5 2 2 1 7-7 8 Arsenal 5 2 1 2 7-6 7 Galatas. 5 2 0 3 5-7 6 Inter 5 2 1 2 7-10 7 Olympi. 5 1 1 3 6-6 4 D. Kiev 5 2 0 3 7-7 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.