Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Side 4
4 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Fréttir DV Höfundur ókunnur Þingmenn hafa velt því fyrir sér hver höfundur frumvarpsins umdeilda um aukin eftirlaunaréttindi ráðherra og launahækkanir til formanna nefnda og stjómarandstöðuflokka, sem væntanlega verður að lögum í dag. Jónína Bjartmarz, einn ílutningsmanna frum- varpsins, sagðist ekki viss um hver höfundur frum- varpsins væri, og vísaði á formann allsherjarnefndar, Bjarna Benediktsson. Verkalýðsforystan frestaði öllum samningaviðræðum við stjórnvöld þegar hið um- deilda lífeyrisfrumvarp kom fram og endurskoðar nú kröfugerð sína. Verði frum- varpið að lögum munu verkalýðsfélögin kreQast verulega aukinna lífeyrisréttinda verkafólks, með aukin réttindi ráðamanna að leiðarljósi. Sama réttlæti tyrir verkafolk Bjami Benediktsson sagðist ekki vita hver höfundur frumvarpsins væri, það hefði einfaldlegaverið lagt frarn af þess- um fimm manna þingmannahópi. Flutningsmaðurinn Guðmundur Ámi Stefáns- son, Samfylkingu, sagði ekki sitt að upplýsa hver höfundurinn væri. Tveir aðrir flutningsmenn, Þuríð- ur Backman, Vinstri græn- um og Sigurjón Þórðars- son, Frjáislynda flokknum, sögðust ekki vita hver samið hefði fmmvarpið. Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylk- ingar, segir að forstjóri Líf- eyrissjóða starfs- manna ríkisins, og fulltrúi ijár- málaráðuneytis- ins, hafi komið á fund allsherjar- nefndar vegna málsins. Þar hafi komið fram að þeir komu ekki að samn- ingu frumvarpsins og sögð- ust ekki geta svarað því hver það gerði. Helgi Bemódusson, að- stoðarskrifstofustjóri Al- þings, segist ekki vita hver höfundurinn er. Steingrímur J. Sigfusson, formaður Vinstri- grænna, hefur ekki viljað segja meira en að þeir sem kynntu hon- um efni fmm- varpsins vom fjánnálaráðherra og forsætisráð- herra. Þegar Halldór Blöndal, fyrsti flutningsmaður fmm- varpsins, var spurður um höftindinn, sagði hann ein- faldlega „Ég er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins og það er það sem skiptir máli“. Nokkur verkalýðsfélög frestuðu viðræðum um kjarasamninga begar umdeilt frumvarp um aukin eftirlaunaréttinai ráðherra og launahækkanir til formanna nefnda og stjórnarandstöðuflokka var lagt fram. Einnig voru kröfugerðir dregnar til baka eða því frestað að leggja þær fram. Verði fmm- varpið að lögum mun verkalýðshreyfingin hafa aukin lífeyrisréttindi ráðamanna að leiðarljósi í nýrri kröfugerð. „Ég heyri það frá aðildarfélögum okkar að það muni koma fram nýjar og sterkari álierslur varð- andi lífeyrissréttindi," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands. „Á vettvangi ASI höfum við árum saman verið að berjast fyrir því að félagsmenn okkar sem starfa hjá ríkinu njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir starfsmenn ríkisins. Því höfum við ekki náð fram þrátt fyrir fögur fyrir- heit. Þessi atburðarás nú verður til þess að menn munu skerpa mjög á kröfum varðandi lífeyris- réttindi, og mun einnig hafa áhrif á hin- um almenna vinnumarkaði." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannasambands Keflavíkur, Segir að kröfugerð verði endurskoðuð, og þá sérstaklega varð- andi lífeyrisréttindi. „Auðvitað hlýtur að vera til sama réttlæti fyrir verkafólk eins og þessa höfðingja. Við munum bæta í verulega við kröfur okkar varð- andi lífeyrisréttindi. Nánari útlistanir á því koma í ljós þegar að við höfum ráð- ið ráðum okkar. Menn hljóta að hafa áhyggj- ur af atvinnuleysi verkafólks eins og alþingismanna og ráðherra. Kristján er flokksbundinn Samfylkingunni, en íliugar nú að segja sig úr flokknum. „Vissulega hefur það breytt miklu hvernig afstaða Samfylkingarinnar hefur breyst á und anförnum dögum. Halldór Björnsson „Ég held að þetta sé siðbtint lið þarna niðri á Austurvelli. Það er eins og það búi i öðrum heimi." Ég fylgist með hvernig þetta fer í dag og tek ákvörðun eftir það.“ í sama streng tekur Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ. „Ég er í Samfylkingunni eins og er, en þetta mál vekur mig til umhugsunar um áframhaldandi veru mína þar. Það kem- ur í ljós í nánustu framtíð." Halldór Björns- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins, hefur sagt sig úr Samfylk- ingunni. „Ég hef verið viðloð- andi þennan flokk og forvera hans frá unglingsárunum. Það eru 40-45 ár,“ segir Halldór. Ástæða úrsagnarinnar er að Samfylkingin skyldi ekki hafa dregið stuðning sinn við umdeilt lífeyrisfrum- varp þingflokkanna til baka. Halldóri fannst ekki nóg að Samfylkingin skyldi vilja fresta málinu fram yfir jól. „Ég held að þetta sé siðblint lið þarna niðri á Austurvelli. Það er eins og það búi í öðrum heimi," sagði Halldór. Pétur Sigurðsson, sem situr í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandins, telur að það sé áframhald- andi kjarabaráttu verka- fólks ekki til framdráttar ef hann segði sig úr Samfylk- Grétar Þorsteinsson, forseti ASf „Þessi atburðarás nu verður til þess að menn munu skerpa mjög á kröfum varðandi lifeyrisréttindi, og mun einnig hafa áhrifá hinum atmenna vinnumarkaði." ingunni. „Meðan við eigum ekki skjól hjá svo sterkum flokki er verkalýðshreyfingin á hálum ís. Ég er samt alveg jafn hneykslaður og aðrir á mál- inu. Það er ljóst að þetta kemur til með að hafa áhrif á okkar kröfugerð. Ráðamenn hafa viljað að- hald og skynsemi í kröfugerð verkalýðshreyfing- arinnar. Nú virðist vera nóg til af peningum fyrir æðstu menn þjóðarinnar. Eigum við þá að halda áfram að vera skynsamir?" Kristján Gunnarsson „Auðvitað hlýturað vera til sama réttlæti fyrir verkafólk eins og þessa höfðingja." Hvað á þetta að þýða? Svarthöfði skilur ekkert í þeim furðulegu móttökum sem hinir geð- þekku norrænu Vítisenglar fá þegar þeir koma til landsins. Er það ekki stefna íslenskra stjórnvalda að auka ferðamannastraum hingað til lands? Hvað á það þá að þýða að taka á móti einum hópi ferðamanna með gap- andi byssukjöftum og víkingasveitar- mönnum? Nú þegar Keikó blessunin er ekki aðeins horfinn úr landi heldur meira að segja dáinn drottni sínum, þá er þó augljóst að við hér á þessu landi höfum ekki úr of mörgu að spila þegar kemur að aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Tala nú ekki um þegar verður endanlega búið að sökkva náttúruperlunum við Kárahnjúka og norðan Vatnajökuls. Ef hinir prúðu Vítísenglar láta sér enn þá duga hina gamlkunnu Gullfoss og Geysi, sem þeir segjast alltaf vera komnir hingað til að skoða, þá eigum við að taka því fagnandi. En ekki taka svona á móti þeim. Reyndar las Svarthöfði í DV að yfirvöld í Noregi séu farin af stað með ofsóknarherferð gegn Vft- isenglum þar í landi. Svo þeir eru víðar ofsóttir, þessar elskur. Of- sóknirnar sem þeir sæta í Noregi eru kannski f og með ástæða þess að þeir sækjast eftir því að komast hingað til lands. Svarthöfði hélt að íslendingar ættu að hafa betri skiln- ing en raun ber vitni á hlutskipti flóttamanna undan lögregluof- sóknum í Noregi, því sú var jú tíðin að allir íslendingar voru einmitt flóttamenn undan lögregluofsókn- um og skattpíningu í Noregi. Við Islendingar eigum að taka vel á mótí þessu fólki. Það finnst Svart- höfða. En hann gengur náttúrlega með grímu. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.