Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2003 Sport DV .5» Boca vann í vítakeppni Argentínska liðið Boca Juniors bar sigur úr býtum í Álfukeppni félagsliða í gær en liðið vann Evrópu- meistara AC Milan í úrslita- leik í Japan. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir AC Milan eftir 24 mínútur en Boca Juniors jafnaði metin fimm mínútum síðar og var þar að verki Matias Donnet. Þessi sigur Boca var kærkominn en liðið tapaði fyrir Bayern Múnchen í sama leik fyrir tveimur árum. Matthaus tekurvið Ungverjum Þjóðverjinn Lothar Matthaus hefúr verið ráðinn landsliðsþjálfari Ungverja, sem eru með íslendingum í riðli í undankeppni HM 2006. Matthaus sagði starfi sínu sem þjálfari serbneska liðsins Partizan Belgrad lausu fyrir helgi og var nær samstundis ráðinn til að taka við ungverka lands- liðinu. Matthaus er í tygjum við ungverska konu og hyggst flytja til Búda- pest. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við ungverska knattspyrnu- sambandið og vonast til að koma liðinu á HM. Paliostrúir að Eriksson verði áfram Mark Palios, fram- kvæmdastjóri enska knatt- spyrnusambandsins, trúir því að Svíinn Sven Göran Eriksson muni skrifa undir nýjan samning um að þjálfa enska landsliðið fram til ársins 2008 eins og sam- bandið hefur boðið honum. Fréttir þess efnis að honum hefði verið boðinn nýr samningur láku í blöðin og mislíkaði Eriksson það. Palios telur hins vegar að það muni ekki hafa áhrif á endanlega ákvörðun Svíans. Fyrstu verðlaun íslendinga á EM í sundi í Dublin litu dagsins ljós í gær í 100 metra baksundi Örn Amarson hafnaði í öðru sæti í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Dublin á írlandi í gær og náði þar með að koma í veg fyrir að hann færi tómhentur heim af mótinu. öm synti á tímanum 51,74 sekúndum og setti íslands- og Norðurlandamet en hann bætti sig um 17/100 úr sekúndu. Örn var rúmri sekúndu á eftir Þjóðverjanum Thomasi Rupprath sem hefur borið höfuð og herðar yfir aðra baksundsmenn á þessu móti. Uppskera Arnar á þessu móti er ívið rýrari en undanfarin ár en hann náði þó að tvíbæta íslandsmetið í 50 metra baksundi, jafna og bæta Norðurlandametið í sömu grein og setja síðan íslands- og Norður- landamet í 100 metra baksundi í gær. Er á réttri leið Steindór Gunnarsson landsliðs- þjálfari var mjög sáttur við frammistöðu Arnar á mótinu þegar DV Sport ræddi við hann í gær. „Eg er mjög ánægður með örn og það er ekki hægt að segja annað en að hann sé á réttri leið. Hann synti á betri tíma í 200 metra baksundi núna heldur en þegar hann vann í fyrra og setti íslands- og Norðurlandamet í 50 og 100 metra baksundi. Það vantaði ekki mikið upp á að hann tæki heims- meistarann í 100 metra baksundi í dag og ég er klár á þyí að hann hefði unnið ef sundið hefði verið fimm metrum lengra. Hann er að bæta sig mikið í stuttu vegalengdunum enda höfum við unnið í þeim að undanförnu. Vonbrigðin eftir HM eru á bak og burt eftir þetta og nú stefnum við af krafti á ólympíuleikana," sagði Steindór um Örn Arnarson. Misjafnt hjá öðrum Spurður hvort hann væri sáttur við árangur annarra keppenda íslenska liðsins á mótinu svaraði Steindór því til að hann vildi alltaf meira. „Sumir voru að bæta sig en aðrir ekki og það er yfirleitt raunin á svona mótum. Ég hefði viljað sjá Jakob Jóhann fara lengra en það hafa orðið gífurlegar framfarir hjá öllum þjóðum frá því í fyrra og því er við ramman reip að draga. Hann synti á 3/100 lakari tíma í ár en í fyrra en þá var hann annar inn í úrslitin Nú dugði það aðeins til fjórtánda sætis. Annars fer þetta mót í reynslubankann hjá krökkunum og síðan þarf að vinna úr því.“ oskar@dv.is Henry verður ekki setdur Arsenal ætiar ekki að seija Thierry Henry, sama hvað boðið verður í hann. Arsenal vill ekki selja Thierry Henry Höfnuðu 50 milljóna punda tilboði Chelsea Arsenal hefur hafnað 50 milljóna punda tilboði Chelsea í franska framherjann Thierry Henry. Samkvæmt enskum fjölmiðlum mætti rússneski milljarða- mæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, á Highbury í síðustu viku og afhenti tilboðið formlega. David Dein, stjórnarformaður Arsenals, staðfesti þetta en sagði jafnframt að Henry væri ekki til sölu. - sama hvað boðið væri í hann. Enginn líkur Henry „Hann er ekki til sölu og það skiptir engu máli hversu há upphæð er boðin í hann. Peningar koma einungis að gagni ef það er hægt að kaupa leikmann sem er janfgóður og Thierry en það er enginn honum lfkur til í knattspyrnuheiminum. Hann er sá besti og það er ekki hægt að finna staðgengil fyrir hann. Ef við seldum hann myndum við veikja liðið okkar, styrkja andstæðinga og eyðileggja andann hjá knattspyrnu- stjóranum, þjálfurunum og leik- mönnum liðsins," sagði Dein. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenals, tók í sama streng. „Markmið okkar er ekki að eiga fullt af peningum í banka heldur góða leikmenn á vellinum. Ef félag á mikið af peningum en lítið af góðum leikmönnum koma þeir að litlu gagni. Stuðningsmenn okkar myndu aldrei skilja það ef við seldum okkar besta leikmann og það myndi sýna að við hefðum ekki metnað til að ná árangri," sagði Wenger. oskar@dv.is *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.